Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1976 15 þúfur eins og hinar fyrri. Astæð- an var sú krafa Nkomo, sem Bret- ar studdu, að meirihlutastjórn yrði mynduð innan tveggja ára. Valdamikill hópur hægrimanna í flokki Smiths kom í veg fyrir að meiriháttar tilslakanir yrðu boðn- ar og Smith gat aðeins boðið þró- un i átt til myndunar meirihluta- stjórnar á eigi skemmri tíma en tiu árum. Smith neyddist hins vegar til að halda áfram sáttaum- leitunum vegna mikils áfalls, sem efnahagslifið i Rhódesíu varð fyr- ir þegar stjórnin í Mosambique lokaði járnbrautarleiðunum til Indlandshafs I fnarz og þar sem árásir skæruliða jukust um alian helming. Smith gerði það að til- lögu sinni í nokkrum vandlega orðuðum ræðum og viðtölum að Bandaríkjamenn reyndu að stilla til friðar, en með því skilyrði að um beinar viðræður yrði að ræða milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Rhódesiu. Hvort sem Smith á eftir að draga i land eða ekki eftir þá yfirlýsingu sína að hann hafi fall- izt á tillögur Kissingers, hefur hann viðurkennt þá meginreglu að meirihlutastjórn blökkumanna eigi að taka við völdunum. Ástæð- an er sú að hann gerir sér grein fyrir að vonlaust er að heyja langa og kostnaðarsama styrjöld, sem jafnvel herforingjar hans segja að hvítir menn geti ekki unnið. Þó hefur jafnan verið haft eftir Smith að hann sé þess albúinn að berjast upp á von og óvon, ef annað komi ekki til greina. Smitn, sem er 57 ára gamall bóndi og sonur skozks kjötkaupmanns, hef- ur orð fyrir að vera harður I horn að taka. í heimsstyrjöldinni flaug hann Spitfire-orrustuþotum við góðan orðstír. „Ef við afsölum okkur völdum missum við allt sem við höfum,“ segir starfsmaður Rhódesíufylk- ingarinnar. Þó að við verðum að berjast með bakið að veggnum frestum við að minnsta kosti þeim degi.“ Smith sagði eitt sinn að „sjálfstæði með skilyrðum væri ekki sjálfstæði“ — og sú athuga- semd varpar skýru ljósi á flókin vandamál Rhódesiu. Því að blökkumenn segjast einnig vilja sjálfstæði án skilyrða. Og þeir telja til- raun Smiths til að slá valdatöku blökkumanna á frest eitt slíkt skilyrði. TEKUR ÁHÆTTU Smith hefur áður teflt á tvær hættur. Einhliða sjálfstæðisyfir- lýsing hans er dæmi um það. Hún gerði Rhódesíumenn óalandi og óferjandi í augum heimsins, varð kveikja skæruhernaðarins, leiddi til refsiaðgerðanha og varð til þess að afstaða blökkumanna í garð hvítra manna harðnaði. Þeg- ar Elisabet drottning náðaði svarta morðingja, sem dómstóll i Salisbury dæmdi til dauða, lét stjórn hans taka þá af lífi í marz 1968, þrátt fyrir viðvaranir frá London þess efnis að þeir sem bæru ábyrgðina gerðu sig seka um landráð. I janúar 1973 lokaði hann landamærunum að Zambíu í mót- mælaskyni við skæruliðaárasir þaðan þrátt fyrir harða gagnrýni heima fyrir bakaði sér þar með reiði Suður-Afríku manna og Portúgal, sem þá voru við völd i Mozambique, því að báðir fluttu út vörur til blökkumannarikja með járnbrautum um Rhódesíu. Og stjórn Smiths vísaði á bug áskorunum stjórnlagaráðs Rhó- desíu um að milda umdeild lög, sem kváðu á um dauðarefsingu ef vopn fundust í fólki og heimiluðu bæjarstjórnum að aðskilja fólk af ólikum kynþáttum í skemmtigörð- um. í öllu sem Smith hefur tekið sér fyrir hendur hefur hann alltaf getað treyst á stuðning flokks sins og að minnsta kosti 80 af hundr- aði hvítra kjósenda, sem eru 90.000 (10.000 blökkumenn hafa atkvæðisrétt). Hann kveðst einn- ig njóta stuðnings meirihluta blökkumanna með tilstyrk höfðingja þeirra, sem eru 600 tals- ins, á launum hjá ríkinu og ráða yfir um 80 af hundraði Afríku- manna. En blökkumenn i bæjum og borgum, sem áhuga hafa á stjórn- málum, hafna ættflokkahöfð- ingjunum, gera gys að þeim og kalla þá „svik- ara“ og „hækj- ur“ stjórnarinn- ar. Bretar hafa einnig sagt að þeir viðurkenni þá ekki sem full- trúa meirihluta blökkumanna. TOYOTA SAUMAVELIN er óskadraumur konunnar. Toyota-saumavélin er mesí selda sauinavclin á Islandi í dai>. rOYOXAvarahlutaumboðið h.f.# Ármúla 23, Reykjavík, sími 81733. Einkaumboð á Islandi. fannst nafnið Ásarnir sérstak- lega vel valið, enda góðkunn- ingjar Dallas-Ásanna, hinna einu sönnu. Hurlimann er gam- all makker Mike Lawrence, eins af Ásunum. Hann harmaði það eitt, að enginn timi né aðstaða gæfist til að halda nám- skeið eða veita aðrar leiðbein- ingar þeim er óskuðu, sökum tímaskorts. Stjórn Ásanna vill eindregið hvetja menn til að líta inn og kynna sér starfsemi félagsins, um leið og hún þakkar hr. og frú A. Hurlimann fyrir komuna. Stjórnin mun eiga bréfaskipti við klúbb Hurlimanns í Kaliforníu, USA, um ýmis málefni varðandi bridge-íþróttina. A.G.R. NYjUNG HELLESENS Hellesensrafhlöðurnar skiptast í þrjár tegundir, rauðar, bláar og gulllitaðar. Nú hefur Hellesens tekið upp þá nýjung að merkja á bak rafhlaðanna, hvar þær koma að bestum notum. Merkingar eru þannig, að undir skýringarmyndum eru krossar: 1 kross = góðar. 2 krossar = betri 3 krossar = bestar. Til þeirra nota sem skýringarmyndir sýna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.