Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1976 25 FH-liðið efldist hins vegar að marki, þegar það fór að saxa á forskotið, en enginn þó eins og Geir Hallsteinsson. Bætti hann vel fyrir alla vitleysuna sem hann hafði látið henda sig í fyrri hálfleiknum og undir lok leiksins lék hann eins og maður hefur séð bezt til hans. Og þegar slikur hamur er runn- inn á Geir, er erfitt að ráða við hann — ekki bara fyrir ÍR-inga, heldur fyrir hvern sem er. Ekki er ósennilegt að það hefði borgað sig fyrir iR-inga að freista þess að taka Geir úr umferð, þegar svo var komið, en það var ekki gert, og heldur ekki gengið nógu vel út á móti honum. Varð það ÍR-ingum til bjargar að markvörður liðsins, örn Guðmundsson, varði oft með miklum ágætum og var hann raunar eini mað- urinn sem ekki var alvarlega „köflótt- ur“ í leiknum. w ■ ■ Þarna hafa Framarar einu sinni sem oftar galopnað slaka vörn Gróttu og Birgir Jóhannesson, nýliði hjá Fram nær að skjóta að marki. Ljósm. Mbl Friðþjófur. :ram—Grótta 25:21 vellinum og menn gerðu hverja vitleysuna annarri verri. Þetta er ekki handbolti sem fólkið vill sjá, svo mikið er víst. Þrátt fyrir sigur Fram í þessum leik getur maður ekki spáð neinu um það hvort Framarar verða með í toppbaráttunni I vetur eða ekki. Félagið hefur misst marga góða menn á undanförnum árum og nú síðast hinn efnilega leik- mann Hannes Leifsson, sem gerst hefur þjálfari I Vestmannaeyjum. Pálmi Pálmason er burðarás liðs- ins og er ekki mikil ógnun í leik þess þegar hann er tekin úr um- ferð, eins og Gróttumenn gerðu á tímabili I þessum leik. Guðmund- ur Sveinsson hefur gengið I raðir Fram að nýju eftir eitt ár hjá FH, en hann virðist ekki vera kominn I fulla æfingu. Arnar Guðlaugs- son stendur fyrir sinu að vanda en hann er drýgri á línunni en úti á vellinum. Framarar eiga efni- legan hornamann þar sem Gústaf Björnsson er, en ekki bar mikið á honum í þessum leik. Markvarzla liðsins var frekar slök. Gróttumenn virðast ætla að byrja keppnistlmabilið illa eins og í fyrra. Var ekki laust við, að manni fyndist sumir liðsmann- anna ekki vera í nægilegri æfingu f leiknum við Fram. Miðað við leik liðsins á sunnudaginn er óhætt að spá því að liðið verði i baráttu á botninum. Þessu var lika spáð í fyrra, en þá náðu Gróttumenn sér á strik þegar leið á mótið og sluppu örugglega frá falli niður i 2. deild. Bezti maður liðsins er sem fyrr þjálfari þess og fyrirliði Árni Indriðason. Hann er afar drjúgur leikmaður, bæði i vörn og sókn. Björn Pétursson og bróðir hans Þór Ottesen voru drjúgir við að skora en Björn átti afar margar misheppnaðar til- raunir. En enginn er betri í að finna smugur á vörn andstæðing- anna, ef því er að skipta. Gunnar Lúðvíksson er skemmtilegur hornamaður, sem skoraði 3 ágæt mörk. Hörður Már Kristjánsson, hin ágæta vinstrihandarskytta, virtist æfingalitill og f liðið vantaði að þessu sinni aðra skyttu frá í fyrra, Magnús Sigurðsson. —SS. ÞAÐ VAR slakur handknattleik- ur, sem Fram og Grótta buðu uppá f Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Framarar unnu leikinn nokkuð örugglega 25:21 og var það minni sigur en leit út fyrir f upphafi, en um miðjan fyrri hálfleik hafði Fram náð yfirburðastöðu 12:5. En Gróttu- menn náðu sér á strik og um miðjan seinni hálfleik var jafn- vel útlit fyrir að þeir ætluðu að velgja Frömurum undir uggum en ekkert varð úr þvf. Fátt er minnisstætt við þennan leik, helzt það að Pálmi Pálmason skoraði 12 mörk fyrir Fram. Er Pálmi greinilega f góðu formi þótt landsliðsnefndin sé á annarri skoðun, en það er nú önnur saga. Pálmi tók 8 vftaköst f leiknum og skoraði úr þeim öllum, sem er frábær nýting. Mikið markaflóð var í fyrri hálfleiknum, alls skoruð 25 mörk. Framarar byrjuðu leikinn af krafti, skoruðu 3 fyrstu mörkin og höfðu frumkvæðið allan fyrri hálfleik. Sem fyrr segir höfðu þeir náð yfirburðastöðu, 12:5, um miðjan fyrri hálfleik. Þessi markamunur hélzt til loka hálf- leiksins og í leikhlé hafði Fram yfir 16:9. Pálmi skoraði 7 mörk í hálfleiknum og var augljóst að hann stefndi yfir 10 marka múr- inn. 1 byrjun seinni hálfleiks var munurinn þetta 5—6 mörk allt þar til 15 mínútur voru til leiks- loka. Þá kom kæruleysi I leik Framara og Gróttumenn gengu á lagið. Þeir skoruðu 3 mörk I röð á skömmum tíma, staðan var orðin 19:16 Fram í hag, og það virtist allt geta gerzt. En vonir Gróttu- manna um að hirða bæði stigin óvænt urðu að engu, Framarar tóku sig saman f andlitinu og tryggðu sér sigurinn, 25:21. Þetta var í heild slakur leikur og litil skemmtun fyrir áhorfend- ur. Aðeins örsjaldan brá fyrir fallegum handknattleik en oftar ríkti hálfgert upplausnarástand á PALMI GERÐI 12 MORK ÞEGAR FRAM VANN GRÓTTU flakast á Haukana fyrir brot þeirra. Ljósm. RAX höfðu alltaf yfir- Haukar höndina LÍKT og I fyrra byrja Haukar vel I íslandsmótinu. þar sem þeir lögðu Vlkinga af velli I leik liðanna sem fram fór I Íþróttahúsinu I Hafnarfirði ð sunnudagskvöldið 23—21 fyrir Hauka urðu úrslit leiksins eftir að staðan hafði verið jöfn 21 — 21 þeg- ar lokamlnútan hófst. Það var hins vegar sanngjarnt að Haukarnir hlytu bæði stigin I þessum leik, þar sem þeir sýndu yfir höfuð betri og yfir- vegaðri leik en Vlkingarnir og náðu vel að nýta gloppur sem voru I Vik- ingsliðinu, einkum þó I vörn þess. Annars má mikið vera ef Vlkingsliðið á ekki eftir að blómstra I vetur. Það hefur a.m.k. alla burði og mannskap til þess. En til þess að svo megi verða þarf liðið að stórbæta varnar- leik sinn. Einkennilegt hvað það virðist ætla að loða lengi við VFkinga að vera slappir I vöm. Það er raunar heldur ekki unnt að hrósa Haukaliðinu fyrir góðan varnar- leik á sunnudagskvöldið, en sóknar- leikur liðsins var hins vegar nokkuð góður, og I honum töluverð ógnun, ekki sízt vegna þess hve linumenn liðsins hreyfðu sig vel og börðust af miklum krafti. Oft opnuðu hreyfingar þeirra möguleika fyrir útispilarana, svo og unnu og möguleika til þess að fara inn úr hornunum, en þannig gerði Hörður Sigmarsson nokkur mörk I leiknum Haukarnir brugðu á það ráð, lengst af I þessum leik að taka Ólaf Einarsson úr umferð og virtist það gefa góða raun. Bæði var að Frosti Sæmundsson sem gengdi „yfirfrakka" hlutverkinu hjá Haukum skilaði því svo vel að Ólafur náði títið að hreyfa sig og hjálpa félögum sínum, og eins náðu Vikingar ekki að notfæra sér sem skyldi þá möguleika sem eiga að bjóðast þegar vörn er leikin á þennan hátt Reyndar losnaði töluvert um Þorberg Aðal- steinsson og hann skoraði mörg falleg mork, en aðrar skyttur Víkingsliðsins voru um of daufar ! dálkinn Þannig reyndi Viggó Sigurðsson t d alltof litið til þess að brjótast i gegn eða skjóta, en þess í stað virtist hann leggja alla áherzlu á að spila á Björgvin Björgvins- son En Björgvins gættu Haukarnir sérstaklega vel i þessum leik, þannig að möguleikar hans voru ekki miklir Auk þess barðist Björgvin ekki af jafn- miklum krafti og oft áður, en hann hefur löngum verið laginn að snúa á gæzlumenn slna i vörninni og skapa sér möguleika á Itnunni Eins og úrslit leiksins gefa til kynna Víking var skorað mikið af mörkum, og komu þau ekki öll til vegna slaks varnarleiks heldur var markvarzlan hjá báðum liðunum fremur lítilfjörleg Það var að- eins i fyrri hálfleik sem Gunnar Einars- son sýndi öðru hverju allgóða takta i Haukamarkinu, en í seinni hálfleik varð mark úr flestum þeim skotum hjá báð- um liðunum sem á annað borð hittu markið. Þetta atriði stendur þó örugg- lega til bóta hjá Haukum og Vikingum, þar sem vist er að hvorki Gunnar né Sigurgeir skortir hæfileika til þess að standa vel i þessari stöðu sinni Bezti maður vallarins í þessum leik var Víkingurinn Þorbergur Aðalsteins- son Þarna er á ferðinni ungui leikmað- ur i geysilega mikilli framför Hann var jafnan fljótur að átta sig á möguleikum sem buðust og nýtti þá vel. Þorbergur er einnig allgóður varnarleikmaður, en þar er þó aðalveikleiki hans. eins og flestra Vikinga. Haukaliðið virtist frem ur jafnt i þessum leik og er eins og oft áður stórt spurningarmerki. Sá leik- maður sem kom einna mest á óvænt var Frosti Sæmundsson, sem skilaði varnarhlutverki sinu vel og nýttist mun betur i sóknarleiknum hjá Haukunum en hann hefur nokkru sinni gert áður — stjl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.