Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1976 33 Skjald- hamrar sýndir í Dyflinni SKJALDHAMRAR, leikrit Jónas- ar Arnasonar, er um þessar mundir sýnt á hinu minna af tveim leiksviðum Irska þjóðleik- hússins, Abbey-Ieikhússins, eða á Peacock-sviðinu svonefnda I Dýfl- inni. Alls voru sjö sýningar á leik- ritinu og var síðasta sýningin 2. október. Hin enska leikgerð Skjald- hamra nefnist „Operation Shield Rock“ og er leikstjóri Anthony Matheson en leikmyndina gerir Steinþór Sigurðsson. Leikendur eru Gunnar Eyjólfsson, Jónína Ólafsdóttir, Arni Ibsen, Ingibjörg Asgeirsdóttir, Graham Swannell og Anthony Matheson, sem tók við hlutverki Major Stone af Jestyn Phillips. Litli prinsinn EINS og frá var skýrt síðast- liðinn sunnudag, hófust sýningar á Litla prinsinum í íslenskri uppfærslu í Þjóðleik- húsinu. Þar kom fram sú mis- sögn að Steinunn Jóhannes- dóttir væri aðalleikstjóri en hún er aðstoðarleikstjóri. Það er sænski leikstjórinn Michael Mescke, sem er aðalleikstjóri. Biðjum við hlutaðeigandi aðila afsökunar. Myndin hér að ofan var tekin á lokaæfingu og sýnir Sigmund örn Arngrfmsson I hlutverki flugmannsins ásamt litla prinsinum. Dr. Gunnlaugur Þórðarson, hrl.: Jaf nrétti kyn janna og Alþingi Yfirprófarkalesari Alþingis, ljúfmennið Jóhannes Halldórsson hefur fundið hvöt hjá sér til að senda undirrituðum og núverandi og fyrrverandi kvenþingskrifur- um Alþingis tóninn í Morgunblað- inu 24. þ.m. Auðséð er á grein- inni, að annarleg öfl eru hér að verki. Þar segir: „Lögmaðurinn Gunn- laugur Þórðarson hefur að undan- förnu hvað eftir annað farið út fyrir lögmannsverksvið sitt og tekist á hendur að kveða upp sleggjudóma I launamálum starfsmanna Alþingis". Mér er stórlega til efs, að sá velprófaði málfræðingur Jóhann- es Halldórsson, hvað þá aðrir, geti slegið þvi föstu, hvar takmörk verksviðs lögmanna eru, t.d. í málum þeim, sem rekin eru gegn Alþingi. Það er án efa ekki að fara út fyrir verksvið lögmanns að grípa til þess að stefna mönn- um fyrir rétt að viðlögðum sekt- um, en öðruvísi vildi Jóhannes Halldórsson ekki mæta frekar en ýmsir aðrir starfsmenn Alþingis, sennilega af ótta við að styggja yfirvaldið á staðnum. Nú hefur reiði þessa yfirvalds, skrifstofu- stjóra Alþingis bitnað á Johann- esi því hann gerði orð skrifstofu- stjórans fyrir rétti varðandi próf- arkalestur karlþingskrifarans að engu og nú verður ljúfmennið að líða fyrir það og umbuna með rökleysum á prenti og líða fyrir það. Jóhannes var kunn vitna- skyldan og hunsaði ekki dóminn eins og þeir tveir karlmenn, sem starfa við þingskriftir gerðu með því að mæta ekki, þrátt fyrir dómsstefnu. Hverjir þeir sleggjudómar eru, sem Jóhannes Halldórsson vill eigna mér, er ekki unnt að henda reiður á, enda er þessum fullyrð- ingum án efa ætlað að nægja án frekari röksemda gagnvart al- menningi, er slíkt hlýtur að falla um sjálft sig. Varðandi hinn vilhalla saman- burð á starfshæfni umrædds karl- þingskrifara og kvenþingskrifara, sem kemur fram f grein Jóhann- esar Halldórssonar, skal aðeins tekið fram, að undirritaður mun láta dómkveðja matsmenn til að leggja mat á það atriði og efast ekki um niðurstöðuna þrátt fyrir skrif Jóhannesar Halldórssonar. Hitt kann að verða reynsla þeirra, sem matið skulu fram- kvæma, að þeim verði gert ókleift að vinna verk sitt og væri það þó illa sæmandi löggjafarstofnun þjóðarinnar. Undirritaður hefur hvergi látið að þvi liggja, að nefndur karlþing- skrifari verðskuldi ekki þau laun sem honum eru ætluð, heldur hitt að konur, sem unnu sama aðal- starf, verðskuldi sömu laun og að fimm launaflokka mismunur sé frekleg mógun við inntak jafn- réttis kynjanna, sem lög eiga þó að vernda, en að Alþingi beiti lögleysum til að mismuna kynjun- um er almenningi óskiljanlegt. Eftirmáli: Meinsærið Það skal tekið fram, að með bréfi, dags. 29.f.m. til ríkissak- sóknara, kærði undirritaður skrif- stofustjóra Alþingis, Friðjón Sigurðsson, fyrir meinsæri, rang- an framburð fyrir rétti og villandi upplýsingar í sambandi við rekst- ur bæjarþingsmáls nr. 2621/1974 : Ragnhildur Smith gegn Alþingi og fjármálaráðherra, en umrædd brot varða við XV kafla alm. hegningarlaga. Nánar tiltekið voru þessi atriði helstu liðir ákærunnar: Er þess fyrst að geta, að þegar skrifstofustjóri Alþingis mætti hjá Jafnlaunaráði til þess að gefa því upplýsingar í sambandi við umrætt bæjarþingsmál, þá leyfði þessi opinberi starfsmaður sér að gefa ranga yfirlýsinu, sem birt er á bls. 4 í álitsgerð Jafnlaunaráðs, en þar fórust honum svo orð: „Að með þvf að láta Jón Ólafsson (karlþingskrifara) f 21. launa- flokk, hafi Starfsmannafélag rfkisstofnana metið störf Jóns“. Fyrir rétti, um það bil hálfu ári, sfðar sagði sami maður: „Nánar aðspurður segist skrif- stofustjórinn telja, að formlegt starfsmat hafi ekki farið fram að þvf er Jón varðar". Enda staðfesti formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana fyrir rétti, að starfs- lýsing hefði ekki borist frá Jóni Ólafssyni. Brot þetta varðar við 146. gr. alm. hgl. Þvi má bæta við, að umræddar rangar upplýsingar höfðu áhrif á niðurstöðu Jafn- launaráðs. Fyrir rétti 3. maí. 1976 eru eftirfarandi orð bókuð eftir skrifstofustjóranum: „Aðspurt kveðst vitnið persónulega hafa fylgst með daglegum störfum þingskrifara, þar á meðal Jóns Ólafssonar og oft komið á vinnu- stað þeirra á meðan þeir voru að störfum". Allir stefnendur þeirra sjö mála, sem höfðuð hafa verið vegna launamisréttis, fullyrtu, að skrifstofustjóri Alþingis hafi aldrei komið til þerra á vinnustað og því ekki persónulega getað fylgst með störfum þeirra eins eða annars. Sama hefur komið fram hjá tveimur núverandi starfsmönnum Alþingis. Hér er um brot að ræða af hálfu skrifstofustjórans, sem varðar við 142 gr. alm. hgl. 1 sama þinghaldi 3. maí s.l. sagði skrifstofustjórinn: „Að rfkisféhirði hafi verið tilkynnt jafnan I upphafi þings um það hvaða laun hver einstakur starfs- maður ætti að taka“. Þrátt fyrir áskoranir hefur ekki tekist að fá lagðar í rétt slikar tilkynningar, þar sem launaflokk- ur væri tilgreindur varðandi ráðningu fyrir 1974 og er vafa- samt, að hér sé rétt með farið. Brot þetta varðar einnig 142. gr. alm. hgl. Fyrir rétti 3. mai s.l. hélt skrif- stofustjórinn því fram, að konur sem verið hafa þingskrifarar, hafi iðulega skorast undan því að vinna aukavinnu. Allar þær hinar sömu og áður greinir telja þessa fullyrðingu ósanna og varði hún einnig við 142. gr. alm. hgl. Því má bæta við, að þau ósann- indi, sem skrifstofustjórinn lét eftir sér hafa í einu af dagblöðum höfuðborgarinnar um að karl- þingskrifarinn notaði stimpil- klukku, eins og samstarfsmenn hans, eru ekki eins alvarlegs eðl- is, en varpa ljósi á vætti skrif- stofustjórans og þvi væri rétt, að gengið yrði úr skugga um, hvort rétt sé, að i þessu efni hafi jafnt yfir alla gengið, en undirrituðum er kunnugt um að svo var ekki. (Sjá Alþýðublaðið 1. og 3. júlí s.l.) Tekið skal fram, að við flutning málsins var dómendum héraðs- dómsins bent á, að skrifstofustjór- inn væri orðinn a.m.k. þrefaldur ósannindamaður fyrir rétti og þess vænst að þau atriði yrðu tek- in til sérstakrar meðferðar i dómnum svo að ekki þyrfti að koma til aðgerða af minni hálfu út af þvi. Dómurinn hefur hins vegar daufheyrst við þessari ábendingu undirritaðs gagnstætt því, sem ætla mátti, en gerir hins vegar orð skrifstofustjóra Alþing- is slík, að svo er sem hann sé einasti maðurinn, sem farið hafi með rétt mál I þessu máli, og byggir niðurstöður sínar á orðum ósannindamanns. Tekið skal fram, að dóminum þótti ekki ástæða til að víta um- mæli min. Hitt að slík framkoma opinbers starfsmanns við eina æðstu stofnun þjóðarinnar sem hér er lýst yrði gerð að grund- vallaratriði dóms, hefði engum komið til hugar. Vegna þessa þykir réttara en ella, að umrædd kæra sé borin fram við rlkissaksóknara og í okk- ar lýðræðisþjóðfélagi ætti mönn- um ekki að haldast uppi að fara með ósannindi, jafnvel þótt þeir skipi háan sess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.