Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 26
34 Frá setningu sænska þingsins f gær. Thorbjörn Fálldin tilvonandi forsætisráðherra flytur ávarp. Fremst á myndinni eru eftirtaldir ráðherrar fráfarandi stjórnar: Rune Johansson iðnaðarráðherra, Gunnar Ktráng fjármálaráðherra, Sven Andersson utanrfkisráðherra og Olof Palme forsætisráðherra. Þingsetning í Svíþjóð Stokkhólmi 4. október. Reuter. NTB, AP KARL Gústaf konungur setti sænska þingið í dag og þar með hefur störf fyrsta þing í Svfþjóð þar sem borgaraflokkarnir hafa haft meirihluta f 44 ár. Hásætisræða var ekki flutt þar sem engin stjórn hefur verið mynduð sfðan kosningarnar fóru fram 19. september. Athöfnin stóð aðeins f 15 mfnútur og hefur aldrei verið eins stutt. Thorbjörn Fálldin, leiðtogi Mið- flokksins, verður kjörinn for- sætisráðherra á fimmtudag. Olof Palme fráfarandi forsætisráð- herra afhendir konungi lausnar- beiðni sína á föstudag og gert er ráð fyrir að þá muni Fálldin birta ráðherralista sinn og leggja fram stefnuyfirlýsingu nýrrar stjórnar. Forseti þingsins, Henry Allard, átti í dag undirbúningsviðræður með leiðtogum flokkanna um val forsætisráðherra en ekki var búizt við umræðum um málið og talið víst að Allard styngi upp á Fálldin. Allard var endurkjörinn forseti þingsins þótt hann sé sósíaldemó- krati. Fálldin sagði að borgara- flokkarnir hefðu ákveðið að styðja Allard þar sem þeir mætu hann mikils en annars væri það skoðun borgaraflokkanna að þingmeirihlutinn ætti að velja þingforsetann. Styrjöld óhjákvæmi- leg milli Rússa og Bandaríkjamanna — segir Hua Kuo-feng New York 4. október Reuter. HUA KUO-feng forsætisráðherra kfnverska alþýðulýðveldisins sagði við James Schlesinger, fyrr- um varnarmálaráðherra Banda- rfkjanna, er hann var á ferð f Kfna fyrir skömmu, að styrjöld milli Sovétrfkjanna og Banda- rfkjanna væri óhjákvæmileg. Bandarfska tfmaritið Time skýrði frá þessu um helgina og sagði jafnframt, að kfnversku leiðtog- arnir, sem ræddu við Schlesinger, hefðu látið f Ijós fyrirlitningu á détentestefnu Bandarfkjanna og Sovétrfkjanna. Hvöttu Kfnverjar Bandarfkjamenn til að fylgjast betur með vfgbúnaðaruppbygg- ingu Sovétrfkjanna og minntu Schlesinger á rússneska málshátt- inn „Þegar þú dansar við björn- inn skaltu hafa öxina nálæga". Time segir að Schlesinger hafi ekki verið sammála Kfnverjum um að stríð sé óhjákvæmilegt. Kúbumenn enn að í Angóla Brtlssel 4 október AP TALSMENN Þjóðfrelsishreyfing- ar Angóla, FNLA, skýrðu frá því i Briissel í dag, að kúbanskir her- menn í Angóla hefðu i september fellt 500 i landinu. Sagði í tilkynn- ingunni að Kúbumennirnir hefðu fellt 500 þorpsbúa og hermenn FNLA í átökum. Skv. tilkynningu felldu hermenn FNLA 132 Kúbu- menn og náðu miklu af vopnum á sitt vald. Þá frelsuðu þeir einnig um 1700 manns úr fangabúðum stjórnar Angóla. Kúbanskir hermenn hafa nú barizt í Angóla í rúmt ár, en sigur vinstrimanna í borgarastríðinu þar er þakkaður Kúbumönnum, sem sendu um 12000 sérþjálfaða hermenn til stuðnings vinstri- mönnum. Ford og Gromyko hittust Washington, 2. okt. Reuter. FORD Bandaríkjaforseti og Andrei Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, héldu tveggja klukkustunda fund í gær- kvöldi í Hvíta húsinu. Létu þeir vel af viðræðunum sem fjölluðu almennt um samskipti landanna sem þeir sögðu væru stöðugt að batna og einnig ræddu þeir um SALT-fundina og ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Ford er einnig sagður hafa innt sérstaklega eftir heilsufari Kosygins forsætisráðherra, en ekki er vitað hver voru svör Gromykos við þeirri spurningu. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI— EFNAHAGSMÁL— ATHAFNALÍF. 0 HÉR hefur göngu sfna nýr þáttur sem eins og yfirskriftin ber með sér fjallar um viðskipta- og efnahagsmál. Verður kappkostað að flytja fréttir af fyrirtækjum í verzlun, iðnaði og þjónustu og öðru, sem varðar efnahags- og viðskiptamál. PÉTUR J. EIRÍKSSON hagfræðingur mun sjá um þáttinn og eru þeir, sem vilja koma fréttum eða ábendingum á framfæri, beðnir að hafa samband við hann á ritstjórn Morgunblaðsins. Verzlunarráði leiðist biðin: Hefur samið frumvarp um verðlagslöggjöf VERZLUNARRÁÐ íslands er orðið langeygt eftir athöfnum rikisvaldsins til úrbóta í verómyndunarmál- um. Hefur stjórn ráðsins að ábendingu Viðskiptaþings því upp á eigin spýtur látiö semja tillögur um ný lög um samkeppni, verðmyndun og samruna fyrirtækja og eru tillögurnar birtar í síðasta hefti Fréttabréfs Verzlunarráðs. Verzlunarráð álítur, að því er segir í aðfararorðum tillagnanna, að tilgangur laga um verðmyndun sé að tryggja að allar markaðsaðstæður hvetji fyrirtæki og einstaklinga til efnahagslegra framfara en jafnframt sé stjórnvöldum gert kleift og skylt að fyrirbyggja að einstakir aðilar geti hagnýtt sér eða skapað sér að- stöðu til þess að ná óréttmætum hagnRði. Með þetta að leiðarljósi er kveðið á um í frumvarpi Verzlunarráðs að fyrirtæki skuli sjálf ákveða verð á vörum sínum og þjónustu án íhlutunar opinberra aðila, enda er gert ráð fyrir að frjáls samkeppni veiti það aðhald sem þarf til að tryggja sanngjarnt verð til neytenda. Aðgerða ríkisins er því ekki þörf nema þar sem einstök fyrirtæki eru markaðs- ráðandi eða þar sem aðrar sam- keppnishömlur ráða. Gert er ráð fyrir að markaðsráðandi fyrirtæki tilkynni „Markaðs- stofnun Islands" allar verð- breytngar sínar, en í gegnum þá stofnun og einokunarnefnd getur ríkisvaldið haft áhrif á eða bannað verðbreytingar. Þó er ríkisvaldinu heimilt sam- kvæmt frumvarpinu að setja á verðstöðvun til skamms tima. Þar sem litið er svo á að óeðli- leg álagning eigi sér aðeins stað þar sem samkeppnishömlur eru ríkjandi er ríkisvaldinu í til- lögunum gefin heimild til að grípa inn I þar sem athafnir fyrirtækja eru álitnar skerða samkeppni. Er i tillögunum nánar skilgreint hvaða athafnir fyrirtækja eru samkeppnis- hamlandi, hvernig yfirvöld í gegnum markaðsstofnun, ein- okunarnefnd og markaðsdóm- stól geta komið í veg fyrir slíkar athafnir og kveðið er á um samkeppnisreglur. Við samningu frumvarpsins var stuðzt við bandarísk, kana- disk, sænsk og önnur evrópsk lög en einkum við þau lög, sem gilt hafa í Vestur-Þýzkalandi síðan 1973. Bretland: Slater- loftbóla sem sprakk ^ JIM Slater, bjargvættur skák- einvígis aldarinnar, stofnandi Slat- er, Walker Securities og fyrr- verandi gulldrengur brezka fjármálaheimsins er í skýrslu óháðra endurskoðenda borinn þungum sökum. Kemur fram í skýrslunni, sem birt var I sfðustu viku að Slater hefur gerst alvar- lega brotlegur gegn hlutafélaga- löggjöfinni og að fjármálaveldi hans, sem metið var á 75 milljarði fslenzkra króna, hefði hrunið og orðið að engu ef Englandsbanki hefði ekki gripið inn f f fyrra með lán og tryggingar upp á tæplega 36 milljarði króna. Brot Slaters á hlutafélagalög- gjöfinni felst f þvf að bankaarmur Slater, Walker lánaði tengdum fyrirtækjum fjármagn til að kaupa hlutabréf f Slater, Walker og hélt á þann hátt uppi fölsku verði á þeim. Þá er Slater einnig gagn- rýndur fyrir skort á dómgreind og óstjórn, sérstaklega hvað snerti samsetningu fjárfestinga fyrir- tækjasamsteypu sinnar. Kemur það mjög á óvart þvf Slater var dáður fyrir tfmasetningu á yfir- töku fyrirtækja og velheppnaðar fjárfestingar. Brást það varla að hlutabréf fyrirtækja, sem Slater yfirtók, ruku upp f verði f kaup- höllinni. En þegar öll kurl komu til grafar var Slater, Walker ekki annað en sjálfuppblásin blaðra, sem fyrr eða sfðar hlaut að missa vind. Reyndist hver fjárfesting Slaters af annarri vera mis- heppnuð og jafnvel málverkasafn, sem hann keypti fyrir 35 milljónir króna hefur fallið í verði um helming. Sjálfur varð Slater að segja af sér f fyrra sem stjórnarformaður f samsteypunni vegna misferlis Slater fyrirtækja f Asfu. Nú hefur stjórn Singapore krafist þess að hann verði framseldur fyrir brot sfn á hlutafjárlöggjöf rfkisins f gegnum dótturfyrirtækið Haw Par. Þegar fréttist um skýrslu endur- skoðendanna, urðu viðbrögð snögg f kauphöllinni f London þar sem hlutabréf f Slater, Walker féllu á nokkrum klukkustundum um helming Jim Slater varð þekktur hér á íslandi f júlf 1972, þegar hann bætti verulega upp verðlaunafé Skáksambands íslands og fékk þar með Bobby Fisher til að mæta til leiks við Spassky f Reykjavfk. Jim Slater Álverið í Straumsvfk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.