Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1976
45
VELX/AKANDI
Velvakandi svarar I slma 10-
100 kl. 10—11 f.h. frá mánu-
degi til föstudags.
# Lögbrotum hótað
Kristinn Jónsson skrifar
eftirfarandi hugleiðingu út frá
aðgerðum sjónvarpsmanna á dög-
unum:
„Herra Velvakandi.
Ég vildi gjarnan að þú sæir þér
fæh að birta eftirfarandi hugleið-
ingu i lesendadálkum þínum.
Ég var að hlusta á þátt Páls
Heiðars frá Egilsstöðum og í því
sambandi erindi fréttamanns út-
varpsins frá Reykjavik. Mér
fannst erindi þetta svo óhugnan-
legt, að ég get ekki orða bundist.
Þar var ofbeldi og lögbrotum hót-
að umbúðalaust ef ekki yrði tafar-
laust látið undan þrýstihópum
þegar þeim þóknaðist að fara af
stað. Hótað var að grípa til hverra
vopna sem dygðu. Var þessi boð-
skapur í sambandi við framferði
sjónvarpsmanna á dögunum.
Ef til vili verður það verkfall til
að opna augu einhvers hluta
þjóðarinnar fyrir því hvar við er-
um á vegi stödd á sviði ofbeldis og
lögbrota og þegar menn hreykja
sér af því að brjóta lög er eitthvað
gengið úr skorðum i þjóðfélaginu.
Verkfall sjónvarpsmanna var
að mínu áliti forkastanlegt og
ekki séð fyrir hvaða afleiðingar
það hefur, að minnsta kosti stóð
ekki á háskólaprófessorum og
öðru hálaunafólki að hvetja lög-
brjótana og taka fram að þeir
kæmu á eftir. Þá var tekið fram
að sjónvarpsmenn hefðu fengið
stuðningsyfirlýsingu frá útlönd-
um og má telja það fínt innlegg
frá fólki, sem varla veit að Island
er til, hvað þá að það þekki til
þjóðlífsaðstæðna á Islandi nú.
Verkfallið var sagt kjarabar-
átta. Vandlega var haldið leyndu
fyrir almenningi hvaða laun þetta
fólk hefði. Sjálfsagt er það lágt og
sér maður það á sumum frétta-
mönnunum, sem varla geta verið
sæmilega til fara þegar þeir koma
fram á skerminum.
Fréttamenn útvarps og sjón-
varps hafa talið sig þurfa að
stinga á kýlum þjóðfélagsins með
umræðuþáttum og fréttum og
man ég eftir umræðuþætti um
þrýstihópa, sem mér skildist þá að
fréttamennirnir teldu krabba-
mein í þjóðfélaginu. Hvernig á
maður að geta tekið þessa menn
alvarlega í framtíðinni. Þeir hafa
sýnt að þeir feta hiklaust slóð
þeirra sem þeir fordæma, ef þeir
sjá sér peningalegan hagnað i því.
Ég verð lengi að venjast þessum
andlitum á skerminum aftur.
Kristinn Jónsson."
0 Um hernámið
Húsmóðir skrif ar:
„Marx-Lenin-kommúnistarnir á
Islandi verða að viðurkenna það
að það er ólíkt fjölbreytilegra líf-
ið hér i auðvaldsríkjunum þar
sem hver og einn getur sungið
með sinu nefi, heldur en í komm-
únistarikjunum þar sem er ein
hjörð og einn hirðir og einn söng-
ur sem búið er að kyrja allar
götur frá Lenin. Þann 19. sept.
var maður óþarflega vel minntur
á í útvarpinu, þann sönginn sem
skrækastur er hér á landi og það
er söngur fyrirbæris sem kallar
sig þessu þá lika nafninu, „Her-
námsandstæðingar“. Þetta var
stofnað eftir að hernáminu á
landinu lauk. Þessum félagsskap
er stjórnað af útibúi heimsvalda-
stefnu Sovétrikjanna og þetta úti-
bú gefur lika út blað sem heitir
„Þjóðviljinn", sem er líka gott
nafn þar sem örugglega aldrei
verður hér á landi meira en 5% af
þjóðinni sem vill örlög Eystrar-
saltslandanna yfir sig og sina.
Þeir sem hæst gala um herstöðina
á Miðnesheiði sem þar er að okkar
beiðni, öllum lýðræðisþjóðum í
hag, ættu að muna eftir því að
rússnesku setuliðin i lepprikjum
Rússa sem almenningur í þessum
löndum kostar gera ekki annað en
að auðvelda stjórnurunum að
halda kúguninni áfram svo þar
lifa allir i ótta og ófrelsi. Það er
hægt að segja að þessar þjóðir séu
hernumdar i þess orðs skelfileg-
ustu merkingu. Þessi Þistla-
þáttur þann 19. september var svo
gagnmerkur að þeir sem stjórna
Keflavíkurgöngum ættu að min-
um dómi að fá hann lánaðan hjá
rikisútvarpinu og spila hann yfir
mannskapnum. Þar voru flutt
baráttukvæði og söngvar og látið
fylgja að þetta væri ný listsköpun
og aldrei hefði heyrst betra hér.
Ég segi nú bara eins og skáldið:
„Ef þjóðin sem lengst hefur lifað
við sögur og ljóð“ á að hrifast af
þeim trakteringum sem þar voru
frambornar þá hjálpi oss allir
heilagir. Hvað lengi ætlar ríkisút-
varpið að hafa þessa þistla i sin-
um jurtagarði?
Ilúsmóðir."
— Ég get sagt mér til um að það
hafi verið hálfvegis til að fela sig.
sagði J :ck. — Ég held þeir hafi
myrt stúlku, sem var að sletta sér
fram ( þeirra mál. Ekkja Walter
Carringtons...
— Myrtu þeir hana? Hvað kom
fyrir.
Honum brá ekki vegna andláts
frú Carringtons sem slfkrar, held-
ur vegna þess að hann gerði sér
ljóst I hvflfkri hættu Helene var.
— Hún kastaðist af hestbaki og
hálsbrotnaði, en ég dreg f efa að
það haff verið af slysni...
Andlit Jacks speglaði djúpa
alvðru.
— Það var MÉR að kenna, það
var ég sem fékk hana til að hafa
úhyggjur af þvf sem fram færi á
búgarði Everest.
Erin stóð á fætur og fór að
ganga hvfldarlaust fram og aftur
um gólfið. Hann var að hugsa um
stúlkuna, sem tvfvegis hafði vísað
honum á bug. Sem betur fer hafði
gula pressan aldrei komist f þá
sögu.
SYSTIR FANGI MES. En gat
þetta komið heim og saman. Var
þetta sennilegt? Erin leit út á
pálmatrén sem köstuðu skuggum
inn f herbergið hans. Hann fann
HÖGNI HREKKVÍSI
HRISGRJON
Ioihj (jrain
K 4
.........
AMERISK
GÆÐAVARA
O. Johnson & Kaaber hf.
ELLEINI
BETRIX
1. flokks snyrtivörur
Ný
sending
komin
í slátrið
FYRSTA FLOKKS
RÚGMJÖL
FÆST í NÆSTU BÚÐ