Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1976
i m ;ft
HOWARD LAWRENCE skrifar
frá New York
Howard Lawrence er bandarískur tízkuteiknari,
sem hefur unnið fyrir íslenzka aðila. Hann mun
skrifa við og við um tízku fyir Morgunblaðið.
UM árabil hefur það verið
eitt aðaláhugaefnið í sam-
bandi við kventízku hvar
faldurinn er staddur þá
stundina. Var í tízku að
faldurinn væri um hné,
neðan við hné, niðri á
miðjum kálfa, eða var
faldurinn kannski ein-
hvers staðar í námunda við
öklann? Þá komu allt í einu
menn, sem sögðu að faldur-
inn skipti alls engu máli
því að nú ættu allar konur,
litlar og hávaxnar, mjóar
og feitar, ungar og gamlar,
og allar þar á milli, að
klæðast síðbuxum og
kjólar og pils væru búin að
vera.
Þeim sem hafa það að
atvinnu aó búa til föt eða
skrifa um föt og mest áhrif
hafa á tízku, er talsvert í
mun að jafnan sé uppi
nokkur ágreiningur um
tízkuna. Því skiptast þeir í
hópa, sem með engu móti
geta komið sér saman um
hvort skóhælar eiga að
vera háir eóa lágir, hvort
konur eigi að vera í síðbux-
um eöa pilsum eða hvort
hárið eigi að vera stutt eða
sítt. Venjulega kemur á
daginn, að enginn einn
hópur hefur haft á réttu að
standa meðal annars vegna
þess að engum dettur í hug
að viðurkenna annað en
eigin sjónarmið.
Þegar hausttízkan fór aó
koma fram á sjónarsviðið
varð smám saman ljóst að
aðaláherzla hefur verið
lögð á mitti konunnar.
Kjólar eru mjög áberandi
þattur í tizkunni og á öllum
þeirra er mittið áberandi
og á sínum stað. Nú er ekki
ætlunin að konur hafi kjóla
nær einvörðungu til spari-
brúks, heldur ber mikið á
alls konar hversdags-
kjólum. Þær sem ein-
hverra hluta vegna vilja
ekki útvega sér kjóla ættu
að klæðast pilsum og hafa
við þau belti, þvi að með
því móti er hægt að ná „lín-
unni“ sem nú er í tízku.
Hér eru nokkrar gerðir af
hinum ómissandi beltum,
og á hinum myndunum má
sjá hvernig hægt er að nota
þau.
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
Sýning
Vilhjálms
Bergssonar
,,Ljós og lífrænar víddir”
EK voit i'kki. í hvt’ miklum
ma'li ha'jjt sé ah kalla sýnanfíu
Vilhjálms Bt'rMssonar í sýnin}>-
arsölum Norræna hússins yfir-
litssýninnu, t>n víst t'r, aú hún
na'r vfir marf»t það helsta, t*r
frá þessum málara hefur komiú
allt frá árinu 1964 og fram á
dafjinn í da}>. A árinu 1964 Kerú-
ust einmitt þa-r breytinftar í
málverkí hans. er mörkuðu það
þróunarskeið er enn stendur
yfir. Myndstíll málarans, er
hafði áður einkennst að mestu
af óheftum vinnubrögðum í
meðferð forma, varð nú yfir-
vt'gaðri, jafnframt því sem þau
urðu ha'gari og kröfuharðari.
— Formin tóku nú að fá á sig
svip mt'itlaðs jafnvægis og kraf-
an um einföldun og takmörkun
varð stöðugt áleitnari. Um
langt skeið einkenndist form-
skipanin af einu aðalformi er
tók á sig ýmsar myndír, t.d. í
þeim málverkum, er hann
nt'fndi ..HvtT' og „Svif“, — lit-
irnir urðu þá gjarnan myrkir og
dulúðugir. en hvít form skáru
einatt flötinn, svo að stundum
minnti á tennur stórhvelis. Því
na*st komu litirnir smám saman
aftur í þeim myndum, er hann
nefndi gjarnan „Samlífrænar
víddir" (Kjarni I, II, III,
o.s.frv.), þá kom í ljós árangur-
inn af fyrri ögun og takmörkun
í formum og lit. Gott dæmi um
sterkar myndir i þeim stíl eru
myndirnar „Kjarni'' I og
„Kjarni" 5, sem eru báðar á
sýningunni. Hér er það rúmið,
himingeimurinn, tenging
forma með línum, sem er aðal-
inntak myndhugsunarinnar og
í þeim anda hefur hann unníð
síðan, og grunntóninn í mynd-
um sínum síðustu árin nefnir
hann réttilega „Ljós og lífræn-
ar vfddir".
A tímabíli álitu ýmsir, að
Vilhjálmur hefði þrengt full-
mikið að myndheimi sínum og
stæði jafnvel á endamörkum
hans, og nokkrar myndir af
smærri gerðinni, er hann átti á
samsýningu, sem undirritaður
sá, gátu gefið til kynna, að lista-
maðurinn væri í lægð, formin
virkuðu nokkuð bæld og þving-
uð, — en nýjustu myndirnar á
þessari sýningu afsanna allar
slíkar hugrenningar, og hafi
þær átt einhverja stoð, þá hefur
Vilhjálmur unnið sig upp úr
lægðinni aftur svo að um
munar, því ég sé ekki betur en
að nýjustu myndir hans séu
með því ferskasta og sterkasta
er eftir hann liggur. Má hér
sérstaklega benda á hinar þrjár
stóru myndir hans er skipa
endavegg fremri salar (nr.
33—35), og einnig flestar aðrar
nýrri myndir hans, t.d. þá er
Listasafnið festi kaup á, sem
eykur mjög á fjölbreytni
mynda þeirra er safnið á fyrir
eftir Vilhjálm, og hefði safnið í
þvi skyni sér að skaðlausu mátt
bæta við mynd nr. 13 „I miðju",
sem er óvenjuleg í formi frá
hendi Vilhjálms þótt hún beri
sterk svípmót stílbragða hans.
Að kunna að bregða út af fast-
skorðaðri leið en halda þó full-
um stíleinkennum sínum er
einmitt aðall hins gilda mynd-
listarmanns. Einstakir ná hér
svo langt, að allt ber svip per-
sónu þeirra hvar sem þá ber
niður, jafnyel þótt þeir bregðí
fyrir sig stíl annarra málara og
er t.d. Pieasso gott dæmi hér
um.
Myndir Vilhjálms geta virst
tormeltar, og þær eru það vafa-
lítið fyrir leikmenn í flestum
tilvikum, — þó kunna hinar
miklu víddir og furðuheimar að
grípa suma strax við fyrstu
kynni. Það er likast því sem
skoðandinn skynji segulskaut
og sjái inn í alheimsvíddir,
byggðar upp af línum, strend-
ingum, hring- og egglega form-
um, og stundum er líkast því
sem reykský eða ófreskar slæð-
ur umlyki eða felist innan í
formunum, og gefur það mynd-
unum dulúðugan svip. Fyrir
Vilhjálmi virðist vaka að tengja
þessi atriði hvort öðru þannig
að skoðandinn skynji þau með-
vitað sem ómeðvitað, — hið
hlutlæga inntak myndanna
kallar á huglægar kenndir sem
við finnum og könnumst við,
þótt ekki verði þær jafnan skil-
greindar.
Rúmið í sinni margbreytilegu
mynd hefur lengi freistað
málara sem viðfangsefni, og
ekki sízt síðan geimöld hófst
með spútnikum og síðar
mönnuðum geimförum sem
stöðugt verða fullkomnari, og
engin takmörk virðast því sett
hvað nýjar uppgötvanir og ný
skref áhrærir. Þetta hefur að
sjálfsögðu víkkað rúmskyn
listamanna og orðið þeim vaki
að margvíslegum viðfangsefn-
um og einnig breikkað mynd-
hugsun þeirra, sem i sjálfu sér
er mikilvægast.
Frá fyrstu tið hefur þetta
haft áhrif á hérlenda listamenn
í ýmsum myndum og einna
sterkast hjá Vilhjálmi Bergs-
syni, sem hefur þó markað list
sinni þröngar skorður og virðist
búinn ótakmarkaðri viljafestu
og þráhyggju til nýrra land-
vinninga.
— Þetta er fjölbreyttasta sýn-
ing sem Vilhjálmur hefur
haldið, — en þó grunar mig að
hún hefði orðið ennþá ferskari
með nýjum myndum einvörð-
ungu og hefði algjörlega staðið
fyrir sínu.
Vilhjálmur hefur undanfarin
ár verið búsettur i Kaupmanna-
höfn, sem er mjög skynsamlegt
fyrir mann með slík viðhorf, og
þangað mun hann senn halda
aftur til nýrra átaka. P^n fram á
sunnudagskvöld gefst borgar-
búum tækifæri til að kynnast
myndveröld hans og er ekki að
efa að marga fýsi þess.