Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1976
óumflýjanlegu stund þegar völdin
verða afhent blökkumönnum,"
segir Peter Joyce I ævisögu
Smiths, „Anatomy of a Rebel“.
„Hann er raunsær og veit að
þessu hlýtur að koma að lokum,
en hann vill fá tíma: tíma til þess
að Afrfkumenn og samfélag
þeirra geti þróazt, lært og áunnið
sér hæfileika til að stjórna skyn-
samlega. Hann vonar einlæglega
að grundvöllur góðrar stjórnar
hafi verið lagður þegar svarti
maðurinn tekur að lokum við
stjórnartaumunum og að nóg
verði af menntuðum, auðugum og
reyndum Afríkumönnum til þess
að koma í veg fyrir að landið liðist
í sundur."
Þegar byltingin í Portúgal var
gerð f apríl 1974 varð hræring-
anna vart um alla sunnanverða
Afríku og Smith neyddist ennþá
einu sinni til að setjast að samn-
ingaborði.
Byltingin undirbjó jarðveginn
fyrir sjálfstæði tveggja portú-
galskra nýlendna, sem voru ná-
grannar Rhódesíu í austri og
vestri. Hvítir Rhódesíumenn
stóðu þar með berskjaldaðir fyrir
skæruliðaárásum á víglínu, sem
hafði lengzt um allan helming. Sú
hætta vofði yfir að járnbrautun-
um til Indlandshafs, sem höfðu
verið notaðar til að rjúfa við-
skiptabannið, yrði lokað. Bæði í
Mozambique og Angola leið ekki á
löngu þar til myndaðar voru
marxistastjórnir, sem hétu stuðn-
ingi við skæruliðana er börðust
gegn stjórnum hvítra manna I
Rhódesíu og Suðvestur-Afríku
(Namibiu). Þess vegna var enn
ein tilraun gerð til að ná sam-
komulagi um stjórnarskrá í des-
ember 1974.
Heimurinn hafði neyðzt til að
fylgjast með ástandinu í sunnan-
verðri Afríku síðan Smith tók
völdin í nóvember 1965: harðn-
andi afstöðu hvitra manna og
svartra og auknum árekstrum
þeirra, en á sama tíma jókst
frjálslyndari skoðunum fylgi I
Pretoriu. Forsætisráðherra Suð-
ur-Afrfku og forsetar fjögurra
Afríkurfkja — Zambiu, Botswana
og Mosambique það er grannríkja
Rhódesiu og auk þess Tanzanfu
sem hefur frá byrjun skotið
skjólshúsi yfir skæruliða blökku-
manna — áttu frumkvæðið að
hinum nýju samkomulagsumleit-
unum í Rhódesíu.
Þrýstingur frá Vorster varð til
þess að Smith lét lausa blökku-
mannaleiðtoga, sem höfðu verið í
haldi í rúmlega tiu ár, og hóf
erfiðar viðræður við þá til að und-
irbúa stjórnlagaráðstefnu. Þessar
viðræður fóru fram í ágúst í fyrra
og fóru út um þúfur eins og fyrri
viðræóur, að þessu sinni vegna
þeirrar kröfu blökkumanna að
skæruliðaleiðtogar, sem voru I út-
legð, yrðu fulltrúar á formlegri
stjórnlagaráðstefnu.
EFNAHAGSÁFÖLL
Oliukreppan og kostnaðurinn
við stríðið gegn skæruliðum
höfðu valdið efnahagslegum
skakkaföllum og áhrifa refsiað-
gerðanna hélt áfram að gæta.
Smith hélt áfram tilraunum sin-
um til að komast að samkomulagi
við blökkumannaleiðtoga og
snemma á þessu ári hóf hann við-
ræður við einn þeirra samtaka
sem mynda Afríska þjóðarráðið
SMIITHS
BRETAR kalla hann svikara, blökkumannaleiðtogar
kalla hann kynþáttahatara, flestir kalla hann uppreisn-
armann, en 270.000 hvftir fbúar Rhódesfu kalla forsætis-
ráðherra sinn “good old Smithy“. I augum þessara
einangruðu og útskúfuðu hvftu manna stendur Ian
Smith vörð um verðmæti heims sem er að líða undir lok.
f augum þeirra býður hann heiminum byrginn til þess
að varðveita kristni og vestræna menningu og verja þjóð
sfna gegn böli kommúnismans.
Nú stendur Smith frammi fyrir
einhverri mestu eldraun sinni síð-
an hann lýsti einhliða yfir sjálf-
stæði Rhódesíu og sleit samband-
inu við Breta fyrir 11 árum. Hann
verður að sannfæra tortrygginn
meirihluta hvítra stuðnings-
manna sinna um að samkomulag-
ið sem hann gerði við Henry Kis-
singer, utanrikisráðherra Banda-
ríkjanna, sé þeim og sex milljón-
um blökkumanna Rhódesíu fyrir
beztu.
Smith hefur áður þurft að skýra
ráðamönnum stjórnarflokksins,
Rhódesíufylkingarinnar, og þjóð-
inni frá áætlunum, sem hafa
miðað að því að binda enda á
ólöglegt sjálfstæði landsins og af-
stýra vaxandi hættu á algeru kyn-
þáttastríði. Hann hefur tvivegis
rætt við leiðtoga ríkisstjórnar
Verkamannaflokksins í Bretlandi
til að reyna að ná samkomulagi
um nýja stjórnarskrá. Bðar til-
raunirnar fóru út um þúfur vegna
þeirrar afstöðu Breta að ógilding
hinnar einhliða sjálfstæðisyfirlýs-
ingar væri forsenda breytinga á
stjórnarskránni. Á það gat Smith
ekki fallizt þar sem hann taldi
slíkt jafngilda algerri uppgjöf
fyrir Bretum.
Arið 1971 bauð ríkisstjórn
íhaldsflokksins í Bretlandi nýtt
samkomulag, sem var Smith
meira að skapi. Það kvað á um að
blökkumenn og hvítir menn
fengju jafnmarga fulltrúa á þingi,
gerði ráð fyrir hægfara þróun til
myndunar meirihlutastjórnar, en
hafði ekki að geyma dagsetningu
slíkrar stjórnarmyndunar. Þessar
tillögur runnu út í sandinn þegar
brezk nefnd kom til Rhódesíu og
kynnti sér í þrjá mánuði skoðanir
allra landsmanna án tillits til kyn-
þáttar eða stjórnmálaskoðana.
Leiðtogar blökkumanna óttuð-
ust að með brezku tillögunum
fengi stjórn hvíta minnihlutans
lagalega viðurkenningu um ófyr-
irsjáanlega framtíð og börðust
hatrammlega gegn þeim. Brezka
nefndin tilkynnti að meirihluti
Rhódesíumanna, blökkumenn
væri mótfallinn tillögunum.
Smith var þetta mikið áfall. öll
þau 23 ár, sem hann hafði tekið
þátt i stjórnmálum, hafði það ver-
ið skoðun hans að ef blökkumenn
fengju völdin of fljótt yrðu afleið-
ingarnar stjórnleysi og djúpstæð-
ar ættflokkaerjur og þar hætta á
borgarastríði.
„EINLÆG VON“
Síðan Smith varð forsætisráð-
herra 1964 hefur það verið hlut-
verk hans að „slá á frest þeirri
Hermaður Mozambique-stjórnar á verði á landamærum Rhó-
desíu
(ANC) — hreyfingu þriggja and-
stæðra fylkinga sem afrfsku þjóð-
arleiðtogarnir fengu til að sam-
einast fyrir viðræðurnar í ágúst
þótt sú sameining væri aðeins til
málamynda.
Konur þjálfaðar I vopnaburði
Mozambique.
Hreyfingin klofnaði eftir við-
ræðurnar, en Joshua Nkomo, leið-
togi hófsama armsins sem starfar
í Rhódesiu sjálfri, féllst á að
reyna að komast að samkomulagi
við Smith. Sú tilraun fór út um
I Umtali nálægt landamærum
SlDASTA
ELDRAUN
Brlúge
Frá Bridgefélagi
Reykjavíkur
Einni umferð af þremur er
nú lokið í undankeppni meist-
arakeppninnar. Spilað er í
þremur 15 para ríðlum og er
meðalskor 210.
Staða efstu para:A-riðill:
Simon Símonarson
Stefán Guðjohnsen 242
Jón Baldursson
— Guðmundur Arnarson 238
Hannes Jónsson
— Benedikt Jóhannsson 233
B-riðilI:
Daníel Gunnarsson
— Steinberg Rikarðsson 252
Skúli Einarsson
— Skapti Jónsson 244
Jón Ásbjörnsson
— Sigtryggur Sigurðsson 242
C-riðill:
Bragi Hauksson
— Óskar Þórðarson 240
Esther Jakopsdóttir
— Ragna Ólafsdóttir 239
Jón Hilmarsson
— Þorfinnur Karlsson 235
Meistarastigin skiptast þann-
ig: Fyrsta sæti gefur 32 stig,
annað sætið gefur 22 stig og
þriðja sætið 15 stig.
Unga fólkið setur svip sinn
mjög á keppni þessa og eru
ungir spilarar í fjórum efstu
sætunum af sex. Nr. 1 í A-riðli,
nr. 1 og 2 i B-riðli og nr. 1 i
C-riðli. Þess má geta til gamans
að Bragi og Óskar sem skipa
efsta sætið í C-riðli eru yngstu
keppendurnir í keppninni.
Frá Bridgefélaginu
Ásarnir í Kópavogi
Aðalfundur var haldinn á
sunnudaginn 26. sept. síðastlið-
inn og var ný stjórn kjörin á
honum. Hún er þannig skipuð:
Jón Páll Sigurjónsson formað-
ur, Ólafur Lárusson ritari, Júlí-
us Snorrason gjaldkeri, Oddur
Hjaltason v-formaður, Trausti
Finnbogason með.stj., Magnús
Einarsson með.stj. Allt eru
þetta ungir menn, sem einhvers
má vænta af í framtíðinni.
— 0 —
Mánudaginn 27. sept. hófst
hjá okkur hin hefðbundna
Haust-tvímenningskeppni.
Þátttaka er með afbrigðum
glæsileg, en 28 pör mættu til
leiks. Keppnisstjóri er Sigurjón
Tryggvason.
Staða efstu para eftir fyrstu
umferð af þremur:
stig.
1. Garðar Þórðarson
— Valdimar Þórðarson 193
2. Steinberg Ríkharðsson
— Tryggvi Bjarnason 192
3. Guðmundur Pétursson
— Sigtryggur Sigurðsson 188
4. -5.Einar Guðlaugsson
— Rigriður Rögnv.d. 187
4.-5.Friðjón Margeirsson
— Valdimar Jónsson 187
6. Lárus Hermannsson
— Rúnar Lárusson 182
Meðalskor var 156 stig og var
keppt í tveimur riðlum.
— 0 —
Nýlega heimsóttu okkur hr.
og frú Armin Hurlimann
frá óakland, Kaliforniu. Hurli-
mann er kunnur keppnis-
maður þar vestra, og hefur m.a.
unnið sér rétt til þess að kallast
„Live-master“. Vöktu þau hjón-
in mikla athygli, enda áttu
menn kost á að spila við þau,
sökum yfirsetu. Voru þau geysi-
hrifin af starfsemi Ásanna og