Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 230. tbl. 63. árg. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1976 Prcntsmiðja Morgunblaösins. Kohl biðlar til frjálsra demókrata eftir sigurinn Sjá greinar bls. 20og29. □ -------------- □ Bonn, 4. okt. Reuter. AP. HELMUT Kohl, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins (CDU), gekk f dag á fund Walter Scheel forseta og gerði kröfu til kanzlaraembættis- ins á grundvelli sigurs flokksins f kosningunum f gær að sögn talsmanns CDU. Kohl sagði blaðamönnum eftir fundinn að hann gerði ráð fyrir að viðræðunum yrði haldið áfram. Aður hafði Kohl lýst þvf yfir að á hlaðamannafundi að hann hefði gert leiðtoga Frjálsa demókrataflokksins (FDP), Hans-Dietrich Genscher utanrfkisráðherra, ákveðið, skriflegt tilboð um myndun samsteypustjórnar CDU og FDP f stað núverandi samsteypustjórnar Sósfaldemókrataflokksins (SPD) og FDP undir forystu Helmut Schmidts kanzlara, sem beið afhroð f kosningunum þannig að þing- meirihluti flokkanna minnkaði úr 46 þingsætum f átta. Kohl kvaðst hafa boðið Genscher til viðræðna um helgina um myndun samsteypustjórnar kristilegra og frjálsra demókrata. Hins vegar lýsti Genscher yfir áframhaldandi stuðning við SPD þegar kosningaúrslitin lágu fyrir og hét áframhaldandi samvinnu með sósíaldemókrötum í ríkis- ar og nýnazistar fengu sáralítið fylgi, rúmlega 100.000 atkvæði hvor flokkur. Leiðtogar SPD og FDP kváðust sannfærðir um að Þúsundir Bonnbúa söfnuðust saman við ráðhúsið f Bonn á sunnudagskvöld þegar þar var haldin vcizla f sambandi við kosningarnar f Vestur-Þýzkalandi. Fyrstu kosningaspár sjást á sýningartjaldi framan við bygginguna. Ráðherra Fords lætur af störfum stjórn. Kohl sagði að stjórnin hefði allt- of nauman þingmeirihluta til þess að geta stjórnað örugglega, naum- asta meirihluta á þingi í sögu sam- bandslýðveldisins. „Ég sæki um stöðu kanzlara. . . Vin-ir mínir og ég telja að kjósendur hafi veitt okkur umboð til þess,“ sagði Kohl, sem nú er leiðtogi stærsta flokksins á þingi. Kohl kallaði sigur CDU og syst- urflokksins CSU i Bæjara- landi, endurreisn. Hann lét i ljós ánægju vegna þess að kommúnist- Norsku 200 mílurnar tilkynnt- ar í dag? Ösló 4. október Reuter. ODDVAR Nordli forsætisráð- herra Noregs mun í fyrramálið tilkynna norska Stórþinginu um útfærslu efnahagslögsögu Norð- manna í 200 mílur að því er áreiðanlegar heimildir i Ösló hermdu I dag. Norðmenn eiga i viðræðum við allar þjóðir, sem stundað hafa veiðar á þessu svæði, um fiskveiðiheimildir, en ekkert samkomulag hefur enn Framhald á bls. 46 Helmut Kohl, leiðtogi kristilegra demókrata, greiðir atkvæði sitt f Ludwigshafen. flokkarnir gætu stjórnað örugg- lega næstu 4 ár þrátt fyrir naum- an þingmeirihluta. Ef Kohl tekst ekki að fá FDP til liðs við sig — og talið er ólíklegt að það takist — getur svo farið að hann láti af starfi forsætisráð- herra í Rheinland-Pfalz og ein- beiti sér að þvi að stjórna stjórn- arandstöðunni á þingi, en um það vildi Kohl ekkert segja. Stjórnmálaréttaritarar telja að hægri sveiflan í kosningunum geti orðið til þess að frjálsir demó- kratar endurskoði afstöðu sina fyrr eða síðar þótt talið sé víst að þeir muni halda tryggð við sósíal- Framhald á bls. 46 Washington, 4. október. AP. Reuter. EARL L. Butz, landbúnaðarráð- herra Bandarfkjanna, sagði af sér f dag vegna niðrandi ummæla um blökkumenn er hafa valdið miklu fjaðrafoki. Hann skýrði frá ákvörðun sinni að loknum fundi með Ford forseta f Hvfta húsinu, en óttast er að málið varpi skugga á sfðustu vikur kosningabaráttu forsetans. Butz sagði að hann hefði tekið þessa ákvörðun einn og teldi hana bezt þjóna hagsmunum Fords for- seta og kosningabaráttu hans. Þar með lýkur ferli eins umdeildasta ráðherra bandarfsku stjórnarinn- ar og eins þess orðljótasta. Butz hefur oft verið gagnrýndur, með- al annars fyrir hlut hans f korn- sölu til útlanda og niðrandi um- mæla um páfann. Butz sagði blaðamönnum: „Þetta er gjald sem ég verð að greiða fyrir vitavert gáleysi i einkaviðræðum." Hann lagði á það áherzlu að hann hefði ekki orðið fyrir þrýstingi frá Hvíta húsinu og sagði að lélegar athuga- semdir sínar um blökkumenn lýstu ekki raunverulegum skoð- unum sinum. Ford sagði blaða- mönnum að Butz væri góður mað- ur og það hefði verið ein erfiðasta ákvörðun sin í embætti að taka lausnarbeiðni hans til greina. Athugasemdir Butz komu fram i samræðum við John Dean, fyrr- verandi ráðgjafa Hvita hússins og söngvarann Pat Boone, sem spurðu hann þegar þeir fóru sam- an i flugvél frá þingi repúblikana i Kansas City i ágúst hvers vegna hann teldi að blökkumenn styddu demókrata. Svo að segja ekkert blað í Bandarlkjunum taldi athuga- semdir Butz prenthæfar nema rokk-blaðið Rolling Stone sem Dean starfar hjá en þær voru á þá leið að blökkumenn hefðu aðeins áhuga á að fullnægja frumþörfum sinum. Butz kvaðst vona að kynþátta- Framhald á bls. 46 Spænskur ráðamaður myrtur San Sebastian, 4. október. AP. Reuter. RÁÐUNAUTUR Juan Carlos konungs, Juan Maria de Araluce Villar, sem átti sæti í ríkisráðinu, var ráðinn af dögum þegar hon- um var ekið heim úr hádegis- verðarboði I San Sebastian í Baskahéruðunum í dag. Þrir lífverðir biðu einnig bana þegar vélbyssuárás var gerð á bif- reið ráðherrans og lögreglubif- reið sem fylgdi henni. Tiu særð- ust. Þetta er alvarlegasta pólitiska morðið sem framið hefur verið á Spáni síðan skræuliðasamtök Baska, ETA, sprengdu upp bif- reið Luis Carrero Blanco forsætis- ráðherra I desember 1973. Talið er að banamenn Araluces hafi einnig verið skæruliðar Baska. 1 milljaröur jarðarbúa býr í algerri örbirgd Arsfundur Alþjóðabankans í ManiUa Manilla 4. október AP ROBERT McNamara forseti alþjóðahankans sagði f dag f ræðu við setningu ársfundar bankans og Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins, að þjóðir heims réðu yfir fjármagni til að þurrka út fátækt f heiminum, en að iðnaðarþjóðirnar hefðu ekki staðið við loforð um að leggja fram fé f þeim tilgangi. McNamara hvatti til alheims- samstarfs til þess að útrýma fátækt fyrir lok þessarar aldar. Hann sagði að um 1 milljarður manna á jörðinni lifði f mann- legri niðurlægingu og algerri fátækt. McNamara sagrfi að þjóðir heims gætu ekki snúið baki við þessum mannfjölda sem væri hnepptur i óþarfa fjötra örbirgðar þvi að efnahagsleg og tæknileg ráð væru fyrir hendi til að ráða bót á ástandinu. McNamara sagði að Japanir og Bandarikjamenn væru lægstir á lista bankans yfir þær þjóðir, sem lagt hafa fram fjármagn til þróunarrikjanna. Hann sagði einnig að nokkuð af sökinni lægi hjá ríkisstjórnum þróunar- ríkjanna, vegna þess að mikið af þvi fé sem þau hefðu fengið hefði verið eytt þannig að aðeins fáir útvaldir hefðu notið þess. Rúmlega 3000 fulltrúar frá 127 ríkjum sitja fundinn, sem stendur í 5 daga og er gert ráð fyrir að mestar umræður fári fram um kröfur þróunarríkj- anna um meira fjármagn og Framhald á bls. 46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.