Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1976 Börnin í Bjöllubæ efiir LNGIBJÖRGU JÖNSDÓTTUR gera, því að hættan býr á hverju strái. Hann hefði auðvitað átt að segja: — Ég ætla þangað sem ég ætla og ekkert annað en i staðinn sagði hann bara: — Ég ætla rétt fyrir húsgaflinn til að heimsækja hana ömmu mína Má bjóða þér að koma með? Það væri heiður fyrir mig. — Nú já, heiðursfrúna hana ömmu þina, vinur minn. Og býr hún ein við gaflinn? —r Nei, hún á heima þar með fleiri bjöllum, sagði litli Buggur. — Ég á að fara með brauðmola til hennar. — Með brauðmola, já einmitt, sagöi fuglinn ogsleikt út um. Brauðmolar, ekki var það svo afleitt. Honum þótti afar gott að borða brauðmola og litlar bjöllur líka, svo að ekki sé minnst á stórar, feitar bjöllur eins og ömmu hans litla Buggs. — Er amma þín stór, vinur minn? spurði Fuglinn. — Er hún feit? Sumar ömmur eru nefnilega feitar, en aðrar mjóar. Heldurðu að hún sé með harða skel? Sumar ömmur hafa nefnilega harða skel, sem stendur í hálsinum á manni... ég á við, sem sker mann i augun. Og alltaf varð sólskríkjan gráðugri og gráðugri. Þá áttaði litli Buggur sig. Nú skildi hann ástæðuna fyrir því að þessi heiðurs- fugl lét svo lítið að tala við hann Hann vildi auðvitað ná i þau ömmu bæði og éta svo molana sem eftirmat. Litli Buggur leit umhverfis sig. Han vissi vel að fulginn var fljótur að hlaupa og enn fljótari að gogga, en hann hefði ef til vill getað sloppið ef einhver hefði komið inn í garðinn og fælt hann upp, svo að litli Buggur skyggndist í allar áttir. Það var bara enginn að koma. Þá mundi hann eftir stóra brúðuhúsinu, sem hann hafði séð telpurnar í húsinu leika sér að um morguninn. Það var einmitt við húsgaflinn líka. — Amma er afskaplega stór, sagði hann — og hún er svo feit, að hún getur ekki skriðið lengur. Hún er ekkert voða- lega gömul, en hún er svo löt, að hún sefur allan daginn og ég veit ekki, hvernig skel hún hefur. Komdu og gáðu sjálfur, herra fugl, hrópaði litli Buggur Jæja, þarna kemur hún Dúdú hennar Lóu. Óttaleg beinasleggja er hún? "Vgwii, KAtfinu \\ je GRANI göslari Snöggir krakkar! £g veit að það er ekki cins hættulegt, en það er þó óneitan- lega hlægilegt. Jón: Hvernig stendur eiginlega á því, að þú getur verið með henni Stfnu? Sveinn: Vegna þess, að hún er allt öðruvísi en aðrar stúlkur. Jón: Hvernig þá? Sveinn: Hún er eina stúlkan, sem vi 11 vera með mér. „Herra, konan min sagði, að ég ætti að fara fram á kauphækk- un.“ „Gott, ég skal spyrja konuna mína, hvort ég á að veita yður hana.“ Magga: Georg er alveg brjálað- ur í mér. Sigga: 0, þú þarft ekki að Þetta verður góð teikning af þjófnum hjá honum. halda, að það sé allt þér að kenna. Hann var brjálaður löngu áður en þú kynntist hon- um. „Dóttir mfn er komin f sam- band við alla helztu menn bæjarins." „Nú, hvernig þá?“ „Hún hefur fengið vinnu á sím- stöðinni." „Áður en Albert giftist mér sagðist hann ætla að verða hús- bóndinn, eða þá vita ástæðuna fyrir því, hvers vegna hann væri það ekki.„ „Og nú?“ „Hann veit ástæðuna." Fangelsi óttans Framhaldssaga eftir Rosemary Gatenby Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 38 um var að ræða trúverðugan blaðamann eins og Jack Seavering var hann tilneyddur að trúa orðum hans. Og vegna llelene hlaut hann að finna til þarfar að skipta sér af málinu. — Hér er greínin með leiðrétt- ingum hans. Og hér sérðu hvernig ég hef ráðið dulmálið sem hann kom til mfn: SVIKARI — SYST- IR FANGI MEX. — fig skil ekki almennilega hvers vegna hann hefur band- strik á eftir svikari, sagði Bruce hugsandi. — En þetta gefur til kynna að þau séu bæði f yfirvof- andi iífshættu... — Nú veit ég loksins hvers vegna hann gat ekki varað mig við þegar blaðamennirnir voru viðstaddir, sagði Jack. — Helene White hefði verið drepin á samri stundu hvar sem hún var niður- komin. Hendur Everest hafa ver- ið hundnar allan tfmann. — Nú verðum við bara að reyna að finna hana og fá yfirvöld til að ráðast gegn varðmönnum Everest áður en þeir komast að þvf að við höfum frelsað hana. Það ætti ekki að vera erfitt þar sem hér er enginn sfmi, svo að enginn getur varað þá við. Jack Seavering hné þreytulega niður f stól. — Frábært! Ég dáist að sjálfs- trausti yðar. En það er nú ekki svona einfalt. Hvar f Mexico er hún niðurkomin? — Eg sá hana f sfðustu viku, sagði Erin rólega. — Hvað segið þér? Þér sögðust ekki hafa séð hana f óratíma. — Nei, ég sagðist ekki hafa talað við hana. Þegar ég flaug hingað á þriðjudaginn flugum við yfir sumarhús Everest. Ég flaug yfir sundlaugina og hún var þar. Hún veifaði til mín. — Ó, guð minn góður. Þjáningin f rödd Jack Seaverings var svo einlæg að það fór hrollur um Bruce. — Einn af vinum mfnum sem er Ijósmvndari á blaðinu og heitir Vern Fix sá Ijósmyndirnar sem þér tókuð f Baja og hann varð svo yfir sig hrifinn að hann fór hing- að f fyrri viku til að veiða og taka myndir. Nú er hann horfinn. — En hvað kemur hann þessu við? — Hann lofaði að taka myndir fyrir mig af heimili Everest f leiðinni, ef ég gæti notað eitthvað af þeim f greinina mfna. — Nú svoleiðis. — Ef hann hefur verið á ferli með myndavélina og uppgötvað að Helene var þar... — Hvenær og hvaðan hvarf hann? — Hann hélt til f hinum enda bæjarins. Ilann fór af stað um miðja nótt og tók farangur sinn með án þess að borga. Það dytti honum aldrei f hug að gera undir eðlilegum kringumstæðum. — Kannski hefur hann upp- götvað að hann var kominn út á hættulega braut og hefur talið vissast að forða sér? — Já. En það veldur mér áhyggjum að hann hefur ekkert látið f sér heyra. Hann hafði sam- ið um það við ritstjórann okkar að hringja til hans strax og hann kæmi aftur. En f gær — fimm dögum eftir að hann hvarf — hafði ritstjórinn ekki heyrt frá honum. — Kannski hann sé enn ein- hvers staðar f Baja. — Já, dauður eða hefur verið tekinn til fanga. Bflstjórinn minn er að reyna að komast að ein- hverju. En haldið áfram frásögn- inni um Helene. Þegar þér höfð- uð nú séð hana úr lofti, fóruð þér þá yfir aftur? — Ég fór þangað daginn eftir. En vörðurinn sagði mér að Ever- estsystkinin væru farin. Eg sagði honum frá stúlkunni sem hefði veifað til mfn og hann sagði að það lyti að hafa verið Rosalia. — Rosalia. Og að yður hafi skjátlazt. Hver var þessi vörður? — Stór og kraftalegur maður. Bandarfkjamaður. Eg held ég hafi séð hann á búgarðinum þeirra f Texas, þegar ég kom þangað. — Án efa. — Annars er ég sannfærður um að það var Helene sem ég sá. Það gæti auðvitað átt sér stað að mexikönsk stúlka hefði veifað til flugvélar sem flýgur yfir. En ekki svona ákaft eins og ég sá að Hel- ene gerði. — Ég get fmyndað mér að upp- haflega hafi þeir sett hana f íbúð- ina f New York, sagði Jack. — Svikakvendið segði mér þegar ég var f Texas að hún hefðf verið 1 New York á sfðasta ári. Kannski það hafi verið Helene og ekki hún sem var þar... — Það hljómar ekki ótrúlega. Þeir hafa bara þurft að flytja hana á milli eftír þvf sem þeim hefur hentað. Þeir vita að þeim er óhætt. — Já, en nú sagði Dwigth Percy mér að hann hefði selt fbúðina f New York. — Þá hafa þeir séð sig til- neydda að koma með hana hing- að. En hvers vegna fóru þeir þá skyndilega hingað með Jamie og tefldu þar með öllu f tvfsýnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.