Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKT0BER 1976
ÍSLENZKU KNATTSPYRNUUÐIN ERU
Á ÁKAFLEGA MISMUNANDI STIGI
Fram
Silfurverölaunin í íslands-
meistaramótinu féllu nú í hlut
Framara. Þeir voru i skugganum
fyrri hluta mótsins og ég held, að
ástæðan fyrir þvf hafi verið sú, að
þjálfarinn eyddi í byrjun mjög
miklum tfma í að finna æskileg-
ustu liðsuppstillinguna. 1 seinni
hluta mótsins léku Framarar
miklu betur og af meira sjálfs-
öryggi. Eg sem þjálfari hef alltaf
verið hrifinn af þeim mikla aga
sem virðist ríkja í þessu iiði og
hinum geysilega góða baráttu-
anda sem einkennir flesta leik-
menn liðsins. Þeir koma til leiks
með því hugarfari að sigra. Jafn-
vel þegar allt gengur á móti er
það áberandi að leikmenn liðsins
tala kjark hvor f annan og hug-
hreysta.
Fram á góðri vörn að verulegu
leyti að þakka árangur sinn. Þar
ber fyrstan að nefna markvörðinn
Arna Stefánsson og þá Jón
Pétursson og Martein Geirsson.
Þessir þrír leikmenn voru beina-
grind varnarinnar. Þá lék vinstri
bakvörðurinn, Trausti, einnig af
öryggi og hafði góðan „stíl" sem
knattspyrnumaður. Veikleiki
hans er hins vegar sá að þegar
hann tók þátt í sókn liðsins vildi
hann greinilega gleyma sér í hita
leiksins og tókst oftsinnis ekki að
finna réttu leiðina til þess að
halda sókninni áfram.
Tengiliðir Framliðsins sýndu
mjög jafna og góða leiki. Langar
mig þó sérstaklega til þess að
minnast á Asgeir Elíasson, sem
hefur tvímælalaust geysilega
miklar skipulagsgáfur og átti
hann jafnan þátt f beztu sóknum
Framliðsins f sumar með góðum
sendingum og vel hugsaðri upp-
byggingu. Hann yrði enn betri ef
hann þjálfaði meira upp hraða
sinn og treysti meira á sjálfan sig
og reyndi að skjóta.
Ég vil líka nefna mikla hæfi-
leika og baráttuhug Gunnars Guð-
mundssonar. Til þess að verða
enn betri og góður knattspyrnu-
maður, þarf hann þó að öðlast
meiri tækni með knöttinn og
vanda sig meira þegar hann gefur
knöttinn frá sér. Sem sóknarleik-
maður er Rúnar Gislason
skemmtilegur knattspyrnumaður.
Hann hefur mjög góðan hraða, er
liðlegur og snar í snúningum.
Hans veikleiki er sá að hann hef-
ur ekki nógu mikla skipulags-
hæfileika.
Mesti veíkleikí Framliðsins er
sóknarleikurinn, og ég vil jafnvel
ganga svo langt að segja að leik-
menn liðsins komu knettinum
ekki í mark andstæðinganna þótt
þeir væru búnir að fá til þess opin
tækifæri. Mesta von liðsins til
þess að bæta úr þessu er Kristinn
Jörundsson, sem lék vikilega vel
seinni hluta mótsins og skoraði
mörg mörk. Það, að treysta
Kristni Jörundssyni og hæfileik-
um einstakra manna að skalla
knöttinn f markið eftir horn-
spyrnur eða aukaspyrnur er ekki
nóg til þess að vinna sigur í móti
sem 1. deildar keppninni.
Að skella allri skuldinn á sókn-
ina væri þó auðvitað ekki rétt. Oft
fengu sóknarleikmennirnir of
litla aðstoð frá félögum sínum.
Samvinnan var ekki nóg til þess
að liðið næði því út sem f þvf býr.
Það var mér gjörsamlega
óskiljanlegt hvers vegna Framar-
arnir voru eins slakir gegn Slovan
Bratislava í UEFA-keppninni og
raun bar vitni. Leikmenn liðsins
virtust vera áhugalitlir og „pass-
fvir“ — það vantaði allan þann
baráttuhug sem þeir höfðu svo oft
sýnt í sumar. Það virtist svo að
leikmennirnir væru vissir um það
fyrirfram að þeir myndu tapa.
Það voru aðeins tveir leikmanna
liðsins sem sýndu sitt rétta andlit
í þessum leik: Jón Pétursson og
Rúnar Gíslason.
Akranes
í þriðja sæti í mótinu urðu svo
Akurnesingar. Það er mikill mun-
ur á leik þeirra nú og verið hefur
undanfarin tvö ár. Veikasti hlekk-
urinn í liðinu var vörnin, og þá
sérstaklega bakverðirnir. Mið-
verðir liðsins léku einnig oft mjög
ónákvæmt og sýndu jafnvel kæru-
leysi i leik sfnum. Þetta gerði það
að verkum að ákaflega oft komst
liðið sem lék gegn þeim f þá að-
stöðu að fá opin tækifæri skammt
frá marki þeirra. Þetta skeði t.d. f
báðum leikjum liðsins við Val í
íslandsmótinu og einnig i úrslita-
leik bikarkeppninnar.
Þegar á heildina er litið má
segja að Akurnesingar hafi góða
tengiliði, en oft kom það þó fyrir,
að þeir æstust um of f sóknar-
leiknum og aðstoðuðu varnarleik-
mennina ekki nóg þegar hætta
var við þeirra eigið mark.
Anægjulegt hefur verið að
fylgjast með ungum og mjög efni-
legum knattspyrnumarini í Akra-
nesliðinu, Pétri Péturssyni. Það
er vel hægt að ímynda sér það að
ef Teitur væri samvinnufúsari og
ákveðnari að ná settu marki, þá
gætu þeir tveir í sameiningu gert
vörn hvaða liðs sem er erfitt fyrir.
Því miður hefur Teitur ekki vaxið
í leik sinum, að mínu mati, að
undanförnu, og i síðustu leikjum
Akranesliðsins í sumar sýndi
hann algjörlega litlausan leik.
Víkingur
Mikið var talað um leik Víkings
í sumar. Margir héldu því fram,
að aðalbaráttan í Islandsmótinu
myndi standa milli Vals og Vík-
ings. Hvað mig snertir þá álít ég
Víking vera mjög gott lið. Val
liðsins og efniviður þess er yfir-
leitt ekki verri en Vals, Fram og
Dr. Yuri
skrífar
EINS og fram kom f Morgun-
blaðinu s.l. þriðjudag hefur
dr. Yuri Ilichev, þjálfari Is-
lands- og bikarmeistara Vals f
knattspyrnu, skrifað greina-
flokk um fslenzka knattspyrnu
fyrir Morgunblaðið. Birtist
fyrsta grein hans s.l. þriðjudag
og fjallaði hann þá um Is-
landsmeistaralið Vals. Að
þessu sinni fjallar dr. Yuri um
önnur fsienzk knattspyrnu-
félög, en sfðar birtast svo
greinar eftir hann sem fjalla
um þjálfun knattspyrnu-
manna á lslandi, uppbygg-
ingarstarf knattspyrnunnar,
um dómara, um fþróttablaða-
menn og um fslenzka knatt-
spyrnulandsliðið.
það var oft mjög auðvelt fyrir
vörn andstöðuliðsins að geta sér
til hvað þeir ætluðust fyrir. Og
vegna þessa eyddu líka leikmenn-
irnir að óþörfu geysimiklum and-
legum- og líkamlegum kröftum.
Árangurinn var líka lítill og í
framhaldi af þvf urðu leikmenn-
irnir vonsviknir og misstu'áhug-
ann.
En auðvitað var það ekki bara
þetta sem gerði það að verkum að
þeir stóðu sig ekki betur. Örlögin
fóru líka illa með þetta ágæta lið,
sem átti skilið að ná betri árangri.
Breiðablik
Ekki verður annað sagt en að
Breiðablik hafi byrjað þokkalega
veru sína í 1. deild að þessu sinni.
Leikmenn liðsins misstu ekki
kjarkinn þótt þeim gengi ekki vel
til að byrja með, héldu ótrauðir
áfram og fór fram með hverjum
leik. Þeir léku sérstaklega vel í
byrjun seinni umferðarinnar og
hlutu þá sjö stig af átta möguleg-
um I fjórum leikjum. En ég held,
að þeir hafi þá fyllst einum of
miklu sjálfsöryggi og fengu þeir
að kenna á því I leik sínum við
Akurnesinga í seinni umferðinni.
Breiðabliksliðið hefur leik-
menn sem hafa góða tækni og það
sem mér finnst mikils um vert:
Liðið reynir að finna sitt sérsvið
— sinn leikmáta. Þjálfarinn og
liðið verða nú að leggja aðal-
áherzluna á að nýta völlinn betur
og liðið þarf að leika af meiri
áherzlu og vera þess minnugt að
það er unnt að skora mörk á ann-
an hátt en þann að leika alveg
upp I mark andstæðingsins.
Keflavík
Ég man vel eftir Keflavíkurlið-
inu 1973, en þá lék það mjög vel
og leikmenn þess voru líkamlega
FH er lið sem dr. Yuri segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með. Það hafi ekki sýnt sannan
baráttuvilja og vörn þess verið gloppótt. Mynd þessi er úr leik FH og Akurnesinga í undanúrslitum
bikarkeppni KSÍ f sumar og munu það vera Janus Guðiaugsson og Teitur Þórðarson sem berjast um
knöttinn.
Akraness. Þannig áttu Vfkingar á
þessu keppnistímabili tvo mjög
áhugaverða sóknarleikmenn, þá
Stefán H:lldórsson og Öskar
Tómasson. Einnig átti liðið mjög
marga efnilega leikmenn bæði í
miðlínunni og í vörninni. í fyrri
hluta mótsins skoruðu Víkingar
13 mörk, eða aðeins einu minna
en Valsmenn. Það leit því út fyrir
að Víkingar ættu möguleika á að
berjast á toppnum, en þetta skeði
ekki. Tap þeirra við Fram og Val
gerði það að verkum, að leik-
mennirnir misstu allan áhuga á
leiknum. Slíkt er hættulegt. Það
er nauðsynlegt að leika af sama
áhuga og berjast keppnistímabil-
ið til enda.
Auðvitað höfðu Víkingar mest-
an áhuga á þvf að sigra og verða
meistarar. 1 leikjum þeirra var
mjög augljóst að leikmennirnir
voru harðir í sóknarleiknum og
lögðu mikla áherzlu á að skora, en
oft fundu þeir ekki réttu leiðina.
Leikur þeirra var ákaflega ein-
faldur og þeir reyndu ekkí að
gera mikið til þess að flækja mál-
in. Þetta gerði það að verkum að
sterkir og léku af miklum áhuga.
Þeir höfðu allir mikla hæfileika.
Á þessu keppnistímabili lék liðið
allt öðru vísi, og fór hinn nýi
leikmáti liðinu ekki vel. Það var
eins og leikmennirnir væru
komnir í nýtízkuleg föt, sem færu
ekki vel, en alltof seint væri að
skipta um. Og Keflavfkurliðinu
tókst aldrei að finna leikmáta
sinn, allt keppnistímabilið. Frá
mínum bæjardyrum séð held ég
að það hafi haft mikil áhrif hvað
leikmennirnir skiptu ónauðsyn-
lega oft um stöður. Þetta gerði
m.a. það að verkum að sú sam-
vinna sem þeir voru búnir að
byggja upp, var ekki fyrir hendi
lengur.
KR.
KR-ingar hafa verið mjög aftar-
lega í mótinu í mörg herrans ár.
Liðið er í sjálfu sér ekki illa valið,
og það eru góðir leikmenn I því.
KR-liðið lék I sumar mjög einfald-
an leik og alltof kerfislausan. Ég
held að þetta komi mikið til af því
að margir leikmenn liðsins eru
greinilega ekki hrifnir af taktisk-
um aga. 1 leikjum þeirra var hins
vegar oftastnóg af „hasar“ og
spenningi, en slfkt nægir skammt
þegar lítil hugsun er á bak við.
Tökum t.d. leik þeirra við Fram í
seinni hluta mótsins. Þegar 3—4
mfnútur voru eftir af fyrri hálf-
leik var staðan orðin 3—1 fyrir
KR. Það hefði liðið átt að endur-
skipuleggja leik sinn, draga sig
meira aftur á völlinn, þétta vörn
sína og freista þess að halda
knettinum. En þetta fór á annan
veg. Miðverðirnir og tengiliðirnir
æstust upp í sókn og vörnin varð
að gatasíu. Leiknum gat ekki lykt-
að nema á einn veg — með sigri
Fram 4—3.
1 lok keppnsitímabilsins lék KR
hreinlega illa. Það er mögulegt að
ástæðan fyrir þessu hafi verið, að
leikmennirnir hafi verðið orðnir
líkamlega og andlega þreyttir, en
það eru líka möguleikar á því að
fyrir þessu hafi verið dýpri og
erfiðari ástæður.
FH
Liði FH tókst ekki á þeSSu
keppnistímabili að sýna það sem
ég hafði búizt við af því. Ég átti
von á að sjá þarna áhugavert lið.
Hvað var það sem ég kunni ekki
að meta hjá FH-liðinu? Það var
fyrst og fremst illa skipulagður
leikur varnarinnar, veikur leikur
tengiliðanna og vankunnátta
þeirra í að hjálpa til við uppbygg-
ingu sóknarinnar. I liðið vantaði
hið sanna keppnisskap og vilja.
Slíkt var aðeins á yfirborðinu.
Nokkrir leikmanna liðsins voru
lfka of sjálfstæðir f leik sfnum, og
það gerði það að verkum að aðrir
leikmenn urðu áhugaminni.
Þróttur
Þróttur sýndi ákaflega gamal-
dags knattspyrnu að þessu sinni.
Jafnvel frumatriði f nútfma knatt-
spyrnu hafa ekki verið tekin upp
hjá liðinu. Sérstaklega var vörn
liðsins veik og þar af leiðandi
fékk liðið á sig alltof mörg mörk.
Knattspyrnan í heild hefur
breytzt
í þessari stuttu lýsingu minni á
íslenzkum knattspyrnuliðum