Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 27
35 Heimilistæki fyrir Pfaff í Reykjavík sett um borð í flugvél Iscargo í Mflanó. Flugfragt: Vaxandi flutningaleið sem getur lækkað vöruverð FLUTNINGAR eru einn þeirra þátta sem hafa mikil áhrif á vöruverð og þá ekki hvað sízt þegar um er að ræða erlendar vörur sem fluttar eru til landsins um langan veg. Sama gildir um íslenzkan útflutning, að fjarlægð framleiðslustaðar frá markaði er mikil, þannig að flutningskostnaður verður mikil- vægur hluti hins endanlega vöruverðs ekki síður en aðrir þættir eins og álagning heildsala og smásala, opinber gjöld og annað. Vöruflutningar með flugi eru ung grein og er óhætt að segja að þess háttar flutnmgar hafi ekki haft verulega þýðingu fyrr en eftir 1967 þegar þotu- flug Flugfélagsins og siðar Loftleiða hófst. Veruleg aukning hefur síðan átt sér stað það sem af er þessum áratug og er það ekki sízt fyrir tilkomu flugfé- lagsins Iscargo 1970, sem algerlega helgar sig vöruflutningum. Sést skýrt hvernig tilkoma Iscargo hefur skapað markað, á þvi að frá 1969 til 1970 jókst útflutningur með flugi til Evrópu um rúmlega 109% og frá 1969 til 1974 um 266%, en 1974 flutti Iscargo 97% af þeim útflutningi, sem fór með flugi til Evrópu. Það sýnir einnig greinilega hvað vöruflutningar með flugi hafa aukizt að flutningar Flugfélags íslands og Loft- leiða til og frá íslandi jukust frá 1969 til 1 974 um tæplega 31 6% Þau flug- félög eiga bróðurpartinn af flutningun- um milli íslands og annarra landa, en 1974 annaðist þó Iscargo 45% af flugfraktinni frá Evrópu til íslands En hverjir eru þá kostir vöruflutninga í lofti og hvaða hagkvæmni sjá sum fyrirtæki í að flytja vörur sinar með flugvélum fremur en skipum? Ljóst er að grunnflutningsgjald með flugi er hærra en með skipum, en samt sem áður nota mörg fyrirtæki flug til að koma vörum sinum til eða frá íslandi Yfirmenn Iscargo álíta að um 35 fyrir- tæki flytji reglulega vörur með þeim frá Evrópu auk viðskiptavina, sem flytja minna reglubundið Tvö þeirra fyrirtækja, sem flutt hafa reglulega vörur með Iscargo, eru Pfaff hf. og Veltir hf. Kristmann Magnússon, fram- kvæmdastjóri Pfaff, sagði Morgunblað- inu að fyrirtækið flytti aðallega heimil- istæki og léti nærri að upp undir helm- ingur innflutnings fyrirtækisins kæmi með flugi. Nefndi hann tvær höfuð- ástæður fyrir þvi að Pfaff notar flug svo mikið í fyrsta lagi er minna um flutn- ingsskemmdir og í öðru lagi tekur það mun minni tima. „Við fáum okkar vöru frá ítaliu og það er raunverulega ekki hægt að flytja hana lausa vegna þess hvað miklar skemmdir verða í flutningum. Við höf- um því orðið að flytja vörur í gámum alla leið frá verksmiðjunni hingað til lands. Aðrir hafa flutt vörur sínar með bílum til Rotterdam eða Antwerpen og hlaðið þar i gáma. En þá er hætta á umhleðsluskemmdum. En hvort sem við flytjum vörurnar í gámum og eða keyrum þær lausar til Rotterdam, þá eru gámarnir og flutningarnir afskap- lega dýrir Með þvi að fljúga þessu beint heim losnum við þessa dýru liði Súrálsframleiðendur: Koma sér saman um verðlagningu STJÓRN samtaka súrálsframleið enda, International Bauxit Associ- ation (IBA) hefur samþykkt drög að reglum um verðlagningu aðildarrfkja sinna á súráli, en það er helzta hráefnið sem notað er við fram- leiðslu áls. Eru drögin f athugun hjá rfkisstjómum aðildarlanda sam takanna, en þau geta haft mikil áhrif á verð áls á komandi árum. Ekki er vitað um einstök atriði regln- anna og ekki álitið að skýrt verði frá þeim opinberlega fyrr en eftir ráðherra- fund samtakanna, sem verður I Sierra Leone 29. nóvember til 3 desember Aðildarlönd IBA hafa lengi reynt að komast að samkomulagi um sameigin- lega verðlagningu súráls en gengið illa þar til á fundi samtakanna i Kingston á Jamaica í siðustu viku, þar sem stórt spor var stigið i átt til samkomulags að sögn Financial Times Ráðherranefndin mun fjalla um þær leiðir sem til greina koma við verð- lagningu en taka verður tillit til ýmissa þátta eins og gæða súrálsms, aðferða við uppgröft, fjarlægðar frá markaði, skattakerfis i einstaka aðildarlöndum og efnahagslegra þarfa aðildarríkja Aðildarriki IBA ráða yfir um 70% af þekktum súrálsforða veraldar en þau eru Ástralia, Indónesía, Ginea, Ghana, Sierra Leone, Júgóslavía, Surinam, Guyana, Haiti, Dóminikanska lýðveldið og Jamaica íslenzka álfélagið kaupir sitt súrál frá Ástralíu, sem er stærsti súrálsframleiðandinn Sagði Ragnar Halldórsson, forstjóri ísals, Morgun- blaðinu að ekki væri Ijóst hvaða áhrif samkomulag IBA-landanna gæti haft á álverð, þar sem enn væri ekki vitað um efni þess. ísal hefur tveggja til þriggja ára samning um súrálskaup frá Ástraliu. og þurfum ekki að óttast meiriháttar flutningsskemmdir þó vörurnar séu fluttar lausar." Kristmann sagði að öll flutnings- gjöld væru samkvæmt rúmmálstaxta sem er nokkuð hár og með því að blanda saman sendingum, það er að segja léttavöru eins og kælitækjum og uppþvottavélum og þyngri hlutum eins og þvottavélum gæti fyrirtækið nýtt flugvélina vel, bæði rými hennar og burðarþol Þannig yrðu flutningarnir mjög hagkvæmir Kristmann kvað flutninga með flugi ekki spara fyrirtækinu kostnað vegna lagers og geymslupláss. Hann sagði að þeir hefðu orðið fyrirtækinu erfiðari fyrir þær sakir að það hefur ekki að- stöðu í tollvörugeymslu og því þurfti að leysa vöruna út innan hálfs mánað- ar frá komu til að mögulegt sé að notfæra sér þann 50% tollafslátt, sem gefinn er af flutningsgjaldi með flugi. „Þetta er orðið erfitt vegna þess vð vörurnar hafa hækkað svo í verði og hlutur ríkisins er orðinn svo gífurleg- ur." Kristmann sagðist búast við að Pfaff færi að snúa sér meir að fluginu „Ég var að fá sendingu núna með skipi og varð að skipta henni niður I minni gáma úr stórum Eftir öllum sólarmerkjum að dæma virðist fraktin á þeim verða hlutfallslega miklu dýrari en í stóru gámunum og það gerir það að verkum að við förum að snúa okkur meir að fluqinu en áður." Ásgeir Gunnarsson, forstjóri Veltis hf , sagði að meginástæðurnar fyrir því að fyrirtækið hefði notað flugið væru að það gengi fyrr fyrir sig og að það hefði i för með sér miklu minni flutn- ingsskemmdir Flugið hefur einnig sparað fyrirtækinu lager þannig að það getur legið með tæplega helmingi minna en ella Ásgeir sagði að Veltir hefði flutt alla bílavarahluti inn með flugi frá Gauta- borg um Álaborg Hefði það flýtt flutn- ingunum um að minnsta kosti hálfan mánuð Umbúðakostnaður var áður minni með flugi en skipi en nú er sami umbúðakostnaður settur á vörurnar hvor leiðin sem farin er Ásgeir sagði að reyndar væri fyrir- tækið að gera tilraun til að senda með skipi núna þar sem það hefði fengið gott tilboð frá skipafélagi Væri hugs- anlegt að flutningar með þvi gætu lækkað vöruverð um 4—5%, en það væri þó ekki komið á daginn ennþá Hallgrimur Jónsson, einn af eigend- um Iscargo, sagði Morgunblaðinu, að það væru einkum fullunnar vörur, sem hefðu hátt verð miðað við þyngd, sem væru hagkvæmar til flutninga með flugi. Það væri þvi minna flutt af hrá- efnum, ófullunnum kjötvörum og slíku með flugvélum félagsins. Hann taldi að vöruflutningar i lofti ættu eftir að aukast eftir því sem mönnum yrði Ijósari kostur þeirra Núna eru það fremur fair, sem nota flugfrakt, en þeir nota hana mikið og sagði Hallgrimur það vera svipað og væri uppá teningnum erlendis Hella hefur fram- leiðslu álnetakúlna HELLA hf í Reykjavfk mun nú á næstunni hefja framleiðslu á netakúlum úr áli frá tslenzka álfelaginu. Hefur fyrirtækið fjárfest í vélum vegna þessarar nýju framleiðslu en mótin eru f hðnnun f Danmörku. Kúiurnar munu eingöngu fara á innlendan markað til að byrja með en möguleiki er talinn vera á að markaður geti unnizt erlendis fyrir þær. Hella hefur verið eina málmsteypan hérlendis sem notað hefur hráefni frá Isal og hefur fyrirtækið notað um 15 ti 20 tonn af íslenzku áli árlega. Meðal annara framleiðsluþátta Heilu hafa verið skilti fyrir vegagerðina f sumar og færavindur sem farið hafa á innlendan og erlendan markað. Plasteinangrun h.f. vill auka fjölbreytni NtJ STENDUR til að Pfasteinangrun h.f. á Akureyri færi út kvíarnar. Hlutafé fyrirtækisins var aukið síðastliðinn vetur og eignaðist SlS 45% hlut í því, en KEA á 45% og einstaklingar 10%. Plasteinangrun hefur eins og nafnið gefur til kynna framleitt einangrunarplast ásamt s.k. Ako-pokum, en nú er áhugi hjá eigendum um að auka magn og fjölbreytni framleiðslunnar. Velta fyrirtækisins var í fyrra 80 milljónir króna. Sykur lækk- ar í verði VERÐ á sykri hefur farið lækkandi í sumar. I sfðustu viku komst það f lágmark þegar Bandarfkjastjórn tilkynnti þreföldun inn- flutningsgjalda. Féll verð á strásykri á miðvikudag úr 135.87 pundum í London í 124.12 pund en hrásykur féll úr 115 pundum í 111 pund. Astæðan fyrir þessu er vaxandi birgðir af sykri f heiminum, og miðuðu að- gerðir bandarísku stjórnar- innar að því að vernda inn- lenda framleiðendur fyrir innflutningi ódýrs sykurs. Efnahagsbandalag Evrópu á nú miklar sykurbirgðir. Er álitið að bandalagið eigi 900.000 lestir umfram eigin þarfir, sem reynt verður að flytja út. Samtals munu um- frambirgðir f heiminum vera á milli tveggja og þriggja milljóna lesta. Iran oil græddi mest BANDARISKA tfmaritið Business Week hefur gert samantekt a hagnaði og rekstri 600 stærstu fyrirtækja utan Bandarikjanna árið 1975 og samkvæmt henni bar transka oliufélagið mestan hagnað. Var gróði fyrirtækisins 3.211,6 milljarðar islenzkra króna en velta fyrirtækisins var 3.567 milljarðar króna. Mestur taprekstur var á franska fyrirtækinu Rhone-Poulenc, sem tapaði 38,2 milljörðum króna og var arðsemi þess neikvæð um 11%. Italska fyrirtáekið Montedison tapaði heldur minni fjármunum eða 34 milljörðum og hafði neikvæða arðsemi, sem nam 23%. Þriðja mesta tapfyrirtækið var British Leyland. Samkvæmt útreikningum Business Week var meðalarðsemi fyrirtækja utan Bandaríkjanna 1975 10.3% en að meðaltali stóðu sænsk fyrirtæki sig bezt með 19.3% arðsemi. Það fyrirtæki, sem mesta arðsemi hafði, var lfka sænskt, BPA, og var hún hvorki meiri né minni en 91% af eigin fjármagni. r Albirgðir minnka BIRGÐIR af áli f heiminum (fyrir utan austantjalds-löndin) hafa minnkað verulega að undanförnu. I lok júlí voru þær orðnar 2.4 milljónir lesta en voru 2.5 milljónir mánuði áður og 3.3. milljónir í lok júlí í fyrra. Ef endurunnið ál er tekið með f reikninginn voru birgðirnar 4.1 milljón lesta í júlílok og höfðu þá minnkað úr 4.2 milljónum f júnf og 4.9 milljónum i lok júli i fyrra. Alframleiðsla hefur aö sama skapi aukizt í heiminum. 1 Japan hefur álframleiðsla verðið 40% undir framleiðslugetu, en verður nú aukin upp i 70% af framleiðslugetu fram til loka þessa árs og f 80% fram til marzloka. Brezk fyrirtæki hafa einnig aukið framleiðslu sfna og British Aluminium og Alcan hafa hækkað verð sitt tvisvar á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.