Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1976 13 Sigriður : „Ætli það sé nokkur fjarstæða að segja að bústofn foreldra okkar hafi verið 30—60 kindur og 2 kýr fyrir heimilið." Ólafur: „Faðir okkar var bókbindari og hafði töluverðar aukatekjur af því en það hlýtur að hafa verið erfitt að framfleyta öllum þessum krökkum." Sigríður: „Mér finnst það afrek hjá þeim með svo litla jörð.“ Ólafur: „Manni finnst það óhugsandi nú.“ Sigríður: „Þetta var erfitt á margan hátt og vegna smæðar túnsins varð að slá I bröttustu hllðum á skikum þar og til þess að raka saman var auðveldast að renna sér á rassinum, þvl brattinn var svo mikill. Hver skiki var nýttur." Ólafur: „Svo þröngt var oft I búi hjá foreldrum okkar að það leyfði ekkert af þvl að við hefðum að borða, oft aðeins stuttan tlma á ári, þvi oft var björg við bæjardyrnar. Þegar unnt var brá pabbi sér I silungsveiði innj á heiði, fuglaveiði og garðrækt höfum við ávallt lagt stund á hér. Það var hjá okkur gömul kona og pabbi undraðist oft hvað hún komst af með litið fæði þegar litið var að borða og hve mikið hún gat borðað þegar nóg var til að borða, sérstaklega silungur. Hún drakk mikið kaffi og stundum nægði það henni I marga daga." Ég veik nú talinu að uppruna þeirra og ætt til Bólu-Hjálmars, en hann var langa-, langafi þeirra. Sigrlður Hjálmarsdóttir var langamma þeirra og Ingibjörg Lárusdóttir, dóttir Sigrlðar, var amma þeirra og móðir þeirra var Sigrlður Ólafsdóttir, dóttir Ingibjargar. Ég vissi að þrjú systkinanna, sérstaklega fást nokkuð við yrkingar, Ingibjörg, Sigríður og Ólafur. Ólafur: Ef Sigga myndi yrkja eins mikið og ég, ætti hún miklu fleiri góðar vlsu en ég. Sigríður: Það bekenni ég ekki, Óli er beztur. Ólafur: Annars held ég að Ingibjörg sé bezt. En hvort sem þau eru sammála eða ekki þá lifir vísan þarna, hin þjóðlega list og sjálfsagt er að heyra nokkrar: Margar vísur hefur Ólafur gert þegar tækifæri hefur gefizt. Vindum okkur til dæmis I réttir s.l. haust: Hress í fasi, hýr (lund, hlýju masi feginn. Enn á glasa góðri stund, grfp ég vasaf leyginn. Eitt sinn á réttardegi mætti Ólafur þremur kátum rlðandi við réttina og þegar þeir stöðvuðu hesta slna hjá honum tóku þeir allir upp pela slna um leið og réttu skáldinu. Þá kvað Ólafur: Fagurlega á glösin gljár, glæst af vfni hreinu. Sjaldan hef ég sólir þrjár séð á lofti f einu. Og hér koma nokkrar sitt frá hverju tilefninu: Brosin glettin, blikar gler, brúnaléttur, fagur. Loksins þetta orðinn er indæll réttardagur. Andinn léttist, öls þvf glóð, auðnu mettar haginn. Sæll og glettinn syng ég ljóð svona á réttardaginn. Vftin öll ei varast má verða á gleðifundum gullhúfurnar ýmsum á illa settar stundum. Ég f brjósti á mér yl undír þykku hýði. Enda gerir ekkert til um mig þó að hrfði. Forðum út ég fór að sá fræi göfgra kynna. Sfðan sprettur arfi á akri vina minna. Hættuleg er hreinskilnin heimskra manna siður. Heillin getur, góði minn, glutrazt alveg niður. Þögnina segi ég sigur minn og tap sjaldan á f jöldinn hlutdeild f mfnu geði. Hláturinn glaður hressir oft mitt skap, en hávaðalaus er öll mfn dýpsta gleði. Nóttin hljóða, hlýjan gefur, hljóm f Ijóðastreng. örmum góðum um mig vefur eins og móðir dreng. Varlega vildi Sigríður fara I að leyfa mér að heyra vfsur eftir sig en þó lét hún þrjár sigla: Vetrarvfsa Hjúpa náir hugans lönd, hlýju þrá og drauma, nú þó fái frostsins hönd f jötrað bláa strauma. Sumarvfsa Mitt út færist sjónarsvið sorg er f jær og kvfði þegar hlær mér hlýjast við z heiðablærinn þýði. Hestavfsa Bjart er heið um hugarsvið hverfa greiðast þrautir hér sem breiðar hóum við hlæja reiðarbrautir. Það var ævintýri að koma I Forsæludal, hitta fólk úr bergi íslands, fólk með rammíslenzkt hjartalag, Islenzkan tón. iGrein: Árni Johnsenl OSRAM flurpipur lítur so r 'V. Hlýlegur litur Mikið Ijósmagn Það hefir sýnt sig að litur 30 ó flúrpíp- um fró OSRAM hentar einkar vel við íslenzkar aðstæður. Mest Ijósmagn allra flúrpera frd OSRAM 80 Im/W miðað við 40 W Ijósrör. (Ath. litur 20 gefur sama Ijósmagn en liturinn er blórri og því ekki eins hlý- legur). Góð reynsla ó skrifstofum, leikfimisöl- um, fundarherbergjum, stigahúsum, vinnustöðum, fyrir útilýsingu o.fl. o.fl. Litarsamsetning: Mikið gult, sem gef- ur mikið Ijósmagn. Rautt, sem veitir hlý- legan blæ. Góður litur gegn skammdegi og kulda. OSRAM Gólfdúkurinn frá BYKO Þar sem mikið er gengið, het- ur BYKO jafnan gólfklæðninguna, sem endist bezt. Þar sem minna geng- ur á, hefur BYKO það, sem ódýrast er. Hverju, sem þú stefnir að, hefur BYKO það rétta undir iljarnar, gólf- dúka eða flísar, fjölbreytt úrval efnis og lita. Þar sem fagmennirnir verzla, er yöur óhætt BYGGINGAVÖRUVERZLUN BYKO KÓPAV0GS SF NYBÝLAVEGI8 SÍMI:41000 vM/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.