Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1976 Tæpri milljón stolið í Njarðvík LÖGREGLAN I Keflavlk Ieitar nú að ákveðnum manni, sem hún grunar um að hafa stolið um 900 þúsund krónum í peningum og ávfsunum I benzfnafgreiðslu Fitjanestis í Njarðvfkum s.l. sunnudagsmorgun. Fitjanesti er greiða- og benzínafgreiðsla á horni Reykja- nesbrautar og Flugvallarvegar. Umræddur maður kom í benzín- — Hópuppsagnir Framhald af bls. 2 skýringu á þvi hvers vegna félög- in hefðu kosið að beita mætti sínum gagnvart Borgarspftalan- um og Landakotsspitala en ekki Landspítalanum. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér í gær hefur hjúkrunarfræðingur um það bil 95 þúsund krónur í mánaðarlaun frá og með 1. október. Er þá um að ræða hjúkrunarfræðing í hæsta þrepi. Þar ofan á fær viðkomandi vaktaálag og siðan yfirvinnu, ef um slíkt er að ræða Ekki er óalgengt að hjúkrunar- fræðingar hafi með öllu um 110 og getur farið upp í 120 þúsund krónur. Röntgentæknar er síðan i sama launaflokki og hjúkrunar- fræðingu, 10. launaflokki, en meinatæknirínn er i 12. flokki og eftir 4 ára starf i 13. flokki og fær þá samkvæmt því fyrir dagvinnu 101 þúsund krónur í mánaðarlaun frá og með 1. október. Þess ber og að geta að bæði röntentæknar og meinatæknar eru yfirleitt á bakvöktum á næturnar og í Utköllum, sem geta hækkað tekjumar. Obbi þessa fólks er þo ungar stúkur sem eru ekki mjög hrifnar af slikri vinnu og því munu þau rök, að telja laun vegna slikrar vinnu með, vera fremur haldlítil. Vill fólkið helzt ekki vinna slíka vinnu — og gildir það raunar einnig um hjúkrunar- fræðinga. I uppsögnum meinatækna hjá Landspítalanum iku þeir sér- staklega fram að þær stöfuðu ekki af launakjörum, heldur starfsskil- yrðum eingöngu. Meinatæknar hjá Borgarspítalanum og Landa- kotsspitala munu ekki hafa sagt upp störfum. — Krafla Framhald af bls. 2 enda þess, sígur hann nú með 5—10 földum hraða rissins sem áður var. Páll segir að ef gengið sé út frá því að landrisið hafi stafað af aðrennsli hraunkviku, þá bendi þessí nýja þróun til þess að kvikan streymi nú burtu af þessu svæði. Með tilliti til smáskjálfta- hrinunnar sl. laugardag norður af Kröfluöskjunni megi þess vegna geta sér þess til að kvikan hafi brotið sér leið norður eftir sprungukerfinu, og samfara því minnki kvikuþrýstingurinn sem verið hefur á Kröflusvæðinu. Páll tók þó fram, að þetta væru að miklu leyti getsakir því að erfitt væri að segja með neinni vissu um það sem þarna væri að gerast. — Hermenn Framhald af bls.47 um að reisa La Paz frá grunni. Þeir sem af komust kenna yfir- völdum um að stíflan brast, en flóðið sem fylgdi í kjölfarið olli mesta tjóninu í fátækrahverfi borgarinnar. Borgarstarfsmenn héldu blaðamannafund tíl að skýra frá því að stíflan hefði verið reist samkvæmt settum reglum og að hrun hennar hefði verið slys af völdum náttúruhamfara. Lík þau sem hafa fundizt voru lögð í fjöldagröf og viðstaddir grétu og hrópuðu. Landstjórinn i La Paz, Cesa Mendoza Aramburu, sagði að endurreisn borgarinnar mundi taka tvö ár. afgreiðsluna rétt eftir klukkan 10 á sunnudagsmorguninn. Afgreiðslumaðurinn hafði skroppið frá I 2—3 mfnútur og notaði maðurinn tækifærið og hirti peningana á meðan og hvarf á brott. Þetta voru 3—400 þúsund krónur i peningum og 5—600 þúsund krónur í ávísunum. Ávísanirnar fundust seinna um daginn á hótelinu á Keflavíkur- flugveili. — Skák Framhald af bls. 48 tefld á laugardag. Þá urðu úrslit þessi: Vukic vann Bulo- jovieic, Friðrik vann Marjan, Garcia vann Deze, Guðmundur vann Popovic, biðskák varð hjá Sax og Velimirovic, Smejkal og Hort sömdu um jafntefli, sömuleiðis þeir Ivkov og Matu- lovic, en biðskák varð hjá Motaros og Gligoric. Fimmta umferð var siðan tefld á sunnudag og urðu Urslit þessi: Sax og Ivkov sömdu um jafntefli, Smejkal vann Velimirovic, biðskák hjá Guðmundi og Garcia, Marjan vann Deze, biðskák hjá Vukic og Friðrik, og biðskák hjá Matulovic og Notaros og einnig hjá Hort og Popovic. I sjöttu umferð sem fer fram i dag eins og fyrr segir teflir Friðrik við Buljovic og Guðmundur við Marjan. Staðan að loknum fimm um- ferðum er þessi: 1. Vukic 3.5 vinningar og biðskák, 2. Smej- kal 3V* vinningur, 3.—4. Friðrik og Guðmundur með 3 vinninga og biðskák, 4.—5. Gligoric og Buljovici 2Vi vinn- ingur og biðskák, 6.—7. Velimirovic og Sax 2V4 vinning, 8.—9. Ivkov og Garcia 2 vinn- inga og biðskák, 10.—11. Hort og Matulovic l'A vinningur og biðskák, 12. Marjan með l'A vinning, 13. Popovic með 1 vinning og biðskák, 14. Deze, Notaros 'A vinning og 2 biðskákir. — Slæm staða Framhald af bls. 48 tækja og þá í þeirri von að freð- fiskdeildin endurgreiddi rikis- sjóði er fé safnaðist þar á ný. Matthías sagói að lokum að ríkis- stjórnin hefði nú boðið ákveðna ábyrgð fyrir hönd ríkissjóðs varð- andi nýtt viðmiðunarverð, þannig að fiskverð gæti hækkað til sam- ræmis við önnur laun. — Albert Guðmundsson Framhald af bls. 2 stöðvarinnar engar athugasemdir. I ljós hefur nú komið að áður en áðurnefndur fundur var haldinn voru húsgögnin keypt af Gamla Kompaníinu h/f og þau voru að hluta þegar komin á staðinn þeg- ar stjórn ISR fjallaði um málið. Tvennt ber að víta í þessu máli. í fyrsta lagi að kaup skuli gerð með þessum hætti enda er það and- stætt þeim reglum sem borgar- stjórn hefur samþykkt. I öðru lagi framkomu framkvæmdastjóra Heilsuverndarstöðvar, á fundi þar sem hann er kallaður til að upplýsa mál, þegir vísvitandi yfir mikilvægustu staðreynd málsins, þ.e að stjórn ISR var að fjalla um mál, sem þegar var afgreitt. Stjórn ISR hlýtur að gæta sér- stakrar varkárni gagnvart beiðn- um um bein kaup hér eftir.“ Bókun Alberts Guðmundssonar „Vegna framkominna bókana frá Sigurjóni Péturssyni og Al- freð Þorsteinssyni óska ég að eft- irfarandi verði fært til bókunar: Að sjálfsögðu ber að harma, að framkv.stj. Heilsuverndarstöðv- arinnar gaf ekki betri upplýsing- ar um málsmeðferð á húsgagna- kaupum til heilsugæzlustöðvar- innar í Árbæ, þegar hann bar undir stjórn ISR ósk um, að um- rædd kaup yrðu gerð frá Gamla Kompaníinu h/f. Hinsvegar hafa byggingarnefndarmenn komið á fund stjórnar ISR, og staðfest að umrædd húsgagnakaup voru gerð í fullu samráði við byggingar- nefnd heilsugæzlustöðvarinnar. Því tel ég ekki rétt að samþ. vítur á framkvæmdastjórann vegna kaupanna, en tel nægjanlegt á þessu stigi, að beina þvi til borg- arstjóra, að hann tilkynni öllum forstöðumönnum og byggingar- nefndum borgarinnar hvernig standa beri að innkaupum á veg- um borgarinnar almennt, og jafn- framt undirstrika starfssvið ISR. Þá vil ég taka fram að þrátt fyrir þátt framkvæmdastjóra Heilsu- verndarstöðvarinnar i umrædd- um húsgagnakaupum, að hér er um trúverðugan embættismann að ræða, sem gegnt hefur störfum sínum aðfinnslulaust, enda flutt- ur til meiri trúnaðarstarfa tiltölu- lega nýlega, eftir margra ára störf hjá Reykjavíkurborg." — Kohl biðlar Framhald af bls. 1. demókrata fyrst um sinn. Líklegt er talið að FDP kunni að ganga til samstarfs með CDU í Neðra- Saxiandi og Saar þar sem kristi- legir demókratar eru við stjórn án þess að hafa meirihluta. Hvað sem því líður er sagt að Schmidt eigi erfiða daga í vænd- um vegna hægri sveiflunnar í kosningunum. Urslitin staðfesta þróun sem hefur komið fram f fylkiskosningum og bæjar- og sveitarstjórnarkosningum á und- anförnum fjórum árum og fylgir í kjölfar sigurs borgaraflokkanna í þingkosningunum í Svíþjóð. Schmidt treysti því að fá laun fyrir að bjarga Vestur- Þjóðverjum frá áhrifum sam- dráttarins í heiminum en 4% verðbólga og atvinnuleysi voru of mikið að mati kjósenda sem muna verðbólguna og kreppuna sem leiddu til valdatöku Hitlers. Minnkandi vinsældir Schmidts eru einnig taldar stafa af því að Kohl hefur verið lagið að koma honum í varnarstöðu, að Schmidt hóf kosningabaráttu sína seint, ótta miðstéttarfólks við unga vinstri sinna í flokki Schmidts og efasemdum um stefnuna um að bæta sambúðina við Austur- Evrópu (Ostpolitik). Einkennis- orð Kohls voru „frelsi í stað sósíalisma" og hann hóf kosninga- baráttu sina í vor, kosningabar- áttu sem virðist hafa verið áhrifa- meiri en kosningabarátta Schmidts sem hélt því fram að stjórn sín hefði sýnt að hún kynni að stjórna en Kohl væri sveita- maður og leppur hægrimannsins Franz-Josef Strauss frá Bæjara- landi. Nýkjörið þing kemur saman 14. desember. Úrslitin Staða vestur-þýzku flokkanna eftir kosningarnar (tölur frá kosningunum 1972 f svigum) Kristilegir demókratar (CDU/CSU) 48.6% (44.9%), 244 þingmertn (225) Sósfaldemókratar (SPD) 42.6% (45.8%), 213 þingmenn (230) Frjalsir demókratar ^ (FDP) 7.9% (8.4%), 39 þingmenn (41) Stjóarnarflokkar: 50.5% (54.2%) — Umfangsmesta Framhald af bls. 47 Skýrslur frá allmörgum ríkj- um benda og til að töfin og deilurnar um áætlunina hafi orðið töluverður þrándur í götu, en hafi þó ekki haft nein verulega alvarleg áhrif á af- stöðu almennings til bólusetn- ingaráætlunarinnar I heild. Dr. Lowell E. Bell, heilbrigð- isfulltrúi New York-borgar, segir að þar hafi fengizt loforð fyrir 3.700 þús. skömmtum, en þó skorti enn eina milljón á. I San Mateo f Kaliforníu sagði dr. George Pickett yfir- maður heilbrigðismála það að hann óttaðist að vegna seinkun- arinnar yrði ekki unnt að tryggja ónæmi fyrir flensunni nema fyrir hluta borgara áður en næsti inflúensufaraldur brytist Ut. — 1 milljarður Framhald af bls. 1. stefnumótandi tillögur í þessum efnum. Ekki er gert ráð fyrir að formlegur árangur verði af þessum umræðum og herma heimildir að mikil- vægustu málin muni verða rædd að tjaldabaki í einkavið- ræðum fulltrúanna. Helztu um- ræðuefnin á slíkum fundum munu væntanlega verða lækkandi verð á gulli, stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á gulluppboðum og krafa kínverska alþýðulýðveldisins um brottrekstur Taiwan Ur bankanuum og gjaldeyris- sjóðunum svo og skilyrði sjóðs- ins fyrir 3.9 milljarða dollara lánveitingu til Bretlands. — Helmuth Kohl Framhald af bls. 29 sem tvöfaldaði flokksbundna fé- laga i CDU í 650 þúsund. Meira að segja reyndir andstæðingar hans I Jafnaðarmannaflokknum játa að Kristilegi demókrataflokkurinn hafi rekið betur skipulagða kosn- ingabaráttu en jafnaðarmennirn- ir. Dr. Kohl var óþreytandi að halda fundi og mun hafa sótt að minnsta kosti 140 fundi, þar sem hann flutti ávörp, hér um bil eins marga og Helmut Schmidt kansl- ari og Willy Brandt formaður jafnaðarmanna báðir til samans. Stjórnmálasérfræðingar telja að þegar næstu kosningar eiga að fara fram verði Kohl aðeins fimmtugur og vegna þess hve mjótt er á munum og hversu nauman meirihluta núverandi stjórnarflokkar hafa, geti svo far- ið að kosningarnar verði haldnar fyrr. Dr. Helmut Kohl var lítt þekkt- ur utan Vestur-Þýzkalands fyrir kosningarnar. Stjórnarþingmenn hafa lagt áherzlu á, að hann hafi enga reynslu i stjórnun, utan síns kjördæmis og að hann væri aöeins skjöldur fyrir Franz Josef Strauss, leiðtoga systurflokks CDU í Bajaralandi. Helmut Kohl er lögfræðingur og sagnfræðingur að mennt. Hann er sagður hafa gaman af að stunda fjallaöngur og dáir Beet- hoven mest tónskálda. Hann er stór og stæðilegur, 193 sm á hæð og mikill pipureykingamaður. — Mikill dagur Framhald af bls. 29 an Jafnaðarmannaflokksins virð- ast þannig hafa borið árangur. Umræður um frelsishugtakið voru eitt af meginatrfðum kosn- ingabaráttunnar, en þær umræð- ur spunnust Ut af slagorði Franz Josefs Strauss: „Frelsi eða sósíal- ismi“. Leiðari í SUddautsche Zeitung í dag bendir ennfremur á eftirfar- andi staðreyndir sem kunna að skýra yfirburði hægri aflanna, einkum þó CSU í Bayern. I fyrsta lagi tókst flokki Strauss að ná óákveðnum kjósendum til sín, þeim virðist hafa tekizt betur að virkja stuðningsmenn slna og í þriðja lagi náðu þeir á sitt band meiri fjölda ungra kjósenda 18—25 ára en áður. Hið nýkjörna þing kemur sam- an eftír 14. desember til að kjósa nýjan kanslara. Allt bendir til að það muni verða Helmut Schmidt þrátt fyrir kröfur hægri flokk- anna um siðferðislegan rétt Kohl, svo og viðleitni hans nú til að ná flokki Genschers á sitt band. Viðurkenna I Reuters-frétt um kosningarn- ar segir einnig að enda þótt Schmidt hafi lýst að flokkurinn myndi stjórna áfram, hafi Willy Brandt formaður hans þó viður- kennt að flokkurinn hefði beðið verulegan ósigur og töluverðar skipulagsbreytingar og ef til vill mannabreytingar yrði að gera. Hann vildi ekki skilgreina nánar I hverju slíkt gæti verið fólgið. Flestir stjórnmálafréttaritarar segja að jafnaðarmenn hefðu beð- ið mun meira afhroð ef ekki kæmu til miklar persónulegar vinsældir Schmidts kanslara. — Ráðherra Fords Framhald af bls. 1. hatur þyrfti ekki að koma við sögu í kosningabaráttu Fords þar sem hann hefði ákveðið að segja af sér og sagði að forsetinn væri sómakær maður sem gerði þá kröfu að jafnt væri komið fram við alla Bandaríkjamenn og af fullum sóma. Ford vftti Butz fyrir ummælin á föstudag en andstæðingur hans, Jimmy Carter, hélt því fram að það bæri vott um skort á forystu- hæfileikum að forsetinn ræki ekki Butz þegar í stað. I dag sagði Ford að Butz væri það vitur og hugrakkur að gera sér grein fyrir að einn einstaklingur mætti varpa skugga á heiður stjórnar- innar með ummælum sínum. Nixon skipaði Butz landbúnaðar- ráðherra 1971. — Norsku 200 Framhald af bls. 1. verið undirritað. Jens Evensen, hafréttarmálaráðherra Noregs, fer til Sovétríkjanna eftir viku til viðræðna við Alexander Ishkov, sjávarútvegsráðherra. Fjöldi sér- fræðinga fer með Evensen til Moskvu, til að reyna að komast að samkomulagi um miðlinu Rússlands og Noregs á Barentshafi, en aðilar eru ekki á einu máli um hvar sú miðlína skuli vera. Er svæðið, sem deilt er um, 155 ferkílómetrar, eða um helmingur þess svæðis á Barents- hafi, sem Norðmenn gera kröfur til yfirráða yfir. Heimildir i Ósló sögðu í dag, að Norðmenn myndu færa út í 200 mflur hverjar svo sem niður- stöður Moskvuviðræðnanna verða og reyna þá að komast að sam- komulagi siðar. Heimildirnar segja að ljóst sé að þjóðir eins og V-Þýzkaland, Frakkland, A- Þýzkaland og Pólland verði að hætta veiðum undan Noregs- ströndum innan skamms, því að þær hafi lítið upp á að bjóða í staðinn fyrir fiskveiðiréttindi. — Stemmningin Framhald af bls. 29 á núverandi stjórn, en á bak við tjöldin er sagt að það sé þing- flokki jafnaðarmanna um að kenna hversu tapið var mikið hjá þeim. Hvað sem þvl Hður höfðu jafn- aðarmenn ekki gert ráð fyrir svo miklum ósigri. Lfkurnar á þvf að Helmut Kohl verði kanzlari Þýzkalands I náinni framtfð eru alls ekki svo litlar þegar á allt er litið. Yfirleitt er almenningur þeirr- ar skoðunar að stærsti þingflokk- urinn, það er kristilegir demó- kratar, eigi að mynda stjórn ásamt frjálslyndum. Slfk stjórn hefði nægan meirihluta á bak við sig. Það verður þvl fróðlegt að fylgjast með stjórnmálaþróun- inni á næstunni. — Reiðhjólarall Framhald af bls. 18 Verðlaunaafhending fór slSan fram I skála unglingadeildanna vi8 Hafravatn þegar stigin höfSu veriS reiknuð út og sá fyrsti var Ingi Erlingsson með 36 stig og keppti hann fyrir Fálkann. Næsti var með 38 stig. Þorsteinn Ólafur Þor- steinsson, sem keppti fyrir Dag blaðið, og þriðji Valdimar Guðlaugsson en hann keppti einnig fyrir Fálkann. Korneltus Jónsson gaf firmabikar og einnig fengu þeir þrlr fyrstu verðlauna pening, sem Árni Höskuldsson gullsmiður gaf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.