Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÖBER 1976 ÍÞRÚTTAIÐKENDUR Á INU UM 58 ÞÚSUND 53. Iþróttaþing ISl var haldið ð Akranesi 4.—5. sept. s.l. og sóttu það 105 fulltrúar af 110 sem rétt áttu til þingsetu. Var þingið haldið á Akranesi I tilefni 30 ára afmælis t.A. Þingforsetar voru kjörnir: Rfk- harður Jónsson, Akranesi, og Jón M. Guðmundsson, Reykjum, og þingritarar Hannes Þ. Sigurðsson og Sig. Magnússon. Meðal gesta þingsins, sem við- staddir voru þingsetninguna, voru Danfel Agústfnusson, forseti bæjarstjórnar Akraness, Asgeir E. Gunnarsson, bæjarritari, Valdimar Örnólfsson form. Iþróttanefndar rfkisins, Þor- steinn Einarsson, íþr.fulltr., Reynir G. Karlsson, æskulýðsfull- trúi, og Hafsteinn Þorvaldsson form U.M.F.t. Fluttu þessir aðilar þinginu kveðjur og ðrnaðaróskir. Minnzt látinna félaga 1 upphafi íþróttaþings minntist forseti I.S.l. eftirtalinna aðila, sem látizt höfðu frá því Iþrótta- þing kom saman síðast: Her- manns Jónassonar, fyrrv. forsæt- isráðherra, Þorgils Guðmundsson- ar, íþr.kennara, Halldórs Hansen, yfirlæknis, og Birgis Kjaran, alþ.manns. — Rakti hann í stuttu máli þátt þessara manna í vexti og viðvangi íþróttahreyfingarinnar, en þingfulltrúar risu úr sætum í virðingarskyni við minningu hinna látnu. Setningarræða forseta ISt Jafnframt því að lögð var fram skýrsfa og reikningar ISÍ fyrir tvö s.l. ár, flutti forseti ISI ýtarlega setningarræðu, þar sem m.a. kom fram eftirfarandi: 1. Að á s.l. tveimur árum hefði íþróttaiðkendum fjölgað um 15% og væru nú um 58 þús. manns skráðir íþróttaiðkendur í 18 íþróttagreinum. 2. Að þrátt fyrir mikla fjölgun iðkenda á síðustu árum, hefði iþróttafélögum ekki fjölgað eins og búast mætti við. 3. Að fjárhagur íþróttahreyf- ingarinnar er stöðugt vandamál. — Utlagður kostnaður ásamt hluta af sjálfboðaliðskennslu nam um 280 millj. króna 1975. 4. Að fjárstuðningur ríkisins vegna íþróttakennslu á s.l. ári hafi numið um 2.6% af heildar- kostnaði og aðeins 1 % ef öll vinna félagsmanna væri metin til fjár. 5. Að ferðakostnaður utanlands og innan væri hraðvaxandi vegna aukinna íþróttasamskipta og að ISI og UMFl hefðu gert hagstæða samninga s.l. sumar um Norður- landaferðir við Flugleiðir h/f og Ferðamiðstöðina. 6. Að húsnæðisaðstaða Iþrótta- kennaraskóla Islands að Laugar- vatni og starfsaðstaða væri óvið- unandi og fyrirsjáanleg væri stöðnun og skortur á íþróttakenn- urum. 7. Að Grunnskóli ISI ynni nú markvisst að því að mennta vænt- anlega leiðbeinendur íþrótta- og ungmennafélaga og mundi m.a. leita samstarfs við Iþróttakenn- araskólann. 8. Að koma þyrfti á föstu skipu- lagi skólaíþrótta og tengja þær íþróttahreyfingunni. 9. Að enda þótt íþróttafréttarit- arar hafi oft skrifað ágætlega um íþróttir og íþróttastarfið, vanti stundum á að þeir skýri rétt frá staðreyndum. Reikningar t.S.t. Gunnl. J. Briem gjaldkeri sam- bandsins lagði fram endurskoð- aða reikninga og skýrði þá. — Niðurstöðutölur rekstrarreikn- ings 1975 námu Kr: 28.229.987.00 Breytingar á lögum l.S.l. Fyrir íþróttaþingi lágu töluvert viðamiklar breytingar á lögum ISI og dóms- og refsiákvæðum lSl, er unnið hafði verið að af milliþinganefnd. Voru tillögur milliþinganefndar samþykktar í flestum tilvikum og ein þýðingar- mesta breytingin var sú, að skip- an Sambandsstjórnar var breytt á þann veg, að nú eiga þar sjálf- krafa sæti formenn héraðssam- banda og formenn sérsambanda innan ISI, auk framkvæmda- stjórnar sambandsins, eða sam- tals u.þ.b. 50 manns. Sambands- stjórnin heldur fundi sína árlega að vori til. Framkvæmdastjórnina skipa hins vegar 5 menn eins og áður. Miklar umræður — Samþykktir Að verju voru miklar umræður á Iþróttaþingi, fastanefndir störf- uðu og m.a. voru eftirtaldar sam- þykktir gerðar: 1. Iþróttaþing ISI 1976, sam- þykkir að skattur sambandsfélag- anna fyrir árið 1977 og 1978 verði kr. 20,- á hvern félagsmann 16 ára og eldri. 2. Iþróttaþing ISI haldið á Akranesi 4.—5. sept. 1976, skorar á hæstvirtan f jármálaráðherra, að hann beiti sér fyrir lækkun tolla af fþróttavörum þannig að tollur- inn verði ekki hærri en 35% af C.I.F.-verði. 3. íþróttaþing ISI haldið á Akranesi 4.—5. sept. 1976 skorar á fjármálaráðherra og Alþingi að breyta grundvelli þess gjalds sem ISI hefur notið af sölu vindlinga til þessa. I það horf að f stað ákveðinnar upphæðar af hverjum vindlingapakka, komi ‘A hundr- aðshluti af andvirði hvers pakka. 4. Iþróttaþing ISI haldið á Akranesi 4. og 5. sept 1976, telur það mjög miður að ríkisstjórn og Alþingi skuli enn eigi hafa sinnt kröfum íþróttahreyfingarinnar um aukið fjármagn í neinu sam- ræmi við hækkandi verðlag og sívaxandi starf og þátttöku lands- manna í fþróttum. Fyrir því skorar Iþróttaþing á þessa aðila að verða við umsókn Iþróttasambands Islands um verulega aukna fjárveitingu á fjárlögum 1977. 5. íþróttaþing ISI haldið á Akranesi 4. og 5. sept. 1976 skorar á hæstvirtan menntamálaráð- herra að hlutast til um að tillögur ISl um viðmiðunarstærðir íþróttamannvirkja skóla verði lagðar til grundvallar við ákvörð- un á þátttöku ríkissjóðs i kostnaði við byggingu íþróttahúsa, sund- lauga og leikvalla. 6. Trimm Iþróttaþing ISI haldið á Akra- nesi 4. og 5. sept. 1976, fagnar aðgerðum margra sambandsaðila til eflingar íþróttum og útilífi meðal almennings, en telur að gera þurfi enn betur á þessu sviði. Þingið samþykkir að kjósa 3ja manna nefnd er móti framtíðar- stefnu f TRÍMM-málum á tslandi. Nefndin skili áliti til sambands- stjórnarfundar ÍSl vorið 1977. Nefndinni verði tryggt nægi- legt fjármagn af því fé sem varið er til TRlMM-mála á fjárhags- áætlun ISI 1976 og 1977. 7. Iþróttaþing ISI haldið á Akranesi 4. og 5. sept. 1976, beinir því til hæstvirts menntamálaráð- herra, að hann hlutist til um að íþróttasalir ríkisskólanna verði látnir íþróttabandalögum og héraðssamböndum í té til afnota að lokinni kennslu, það er á kvöldin, um helgar og í leyfum, og að fylgt verði ákvæðum 25. gr. íþróttalaga um afnot iþróttafélag- anna af iþróttamannvirkjum rfkisskólanna og skóla í sameign rfkis og bæjarfélags eða sveitar- félags. 8. Iþróttaþing iSt haldið á Akranesi 4. og 5. sept. 1976, skor- ar á öll sveitar- og bæjarfélög landsins, að byggja nauðsynleg fþróttamannvirki til þess að mæta auknu íþróttastarfi og tekið verði þá fullt tillit til þarfa skóla og iþróttasamtakanna. 9. Iþróttaþing ISI, haldið á Akranesi 4. og 5. sept. 1976 fagnar auknu starfi rfkis og sveitarfélaga að æskulýðsmálum vfða um landið. Þingið bendir á nauðsyn þess að koma á virku samstarfi héraðssambanda og þessara aðila til að samræma æskulýðsstarf- semi á sambandssvæðunum. 10. Iþróttaþing ISI, haldið á Akranesi 4. og 5. sept. 1976 beinir þvf til hæstvirts heilbrigðis og tryggingarmálaráðherra, að hraðað verði útgáfu reglugerðar um slysatryggingar fþróttafólks, sbr. lög frá 16. maf 1975. 11. Iþróttaþing ISI, haldið á Akranesi 4. og 5. sept. 1976 beinir þvf til framkvæmdastjórnar ISI, að hún á komandi kjörtfmabili beiti sér fyrir auknu skipulögðu samstarfi skóla og fþróttasamtaka landsins með það markmið að auka þátttöku f fþróttum. 12. Iþróttaþing ISI, haldið á Akranesi 4. og 5. sept. 1976, beinir þeim tilmælum til IKI og sérsam- banda ISI, að þessir aðilar hefji nú þegar samstarf um vinnslu og útgáfu samræmds kennsluefnis í hinum ýmsu íþróttagreinum — sé það samstarf ekki nú þegar hafið. 13. Iþróttaþing ISI haldið á Akranesi 4. og 5. sept. 1976 beinir þeim tilmælum til framkvæmda- stjórnar ISI, að hún beiti sér fyrir árlegum fundi með kennurum Grunnskóla ISI. 14. Iþróttaþing ÍSl haldið á Akranesi 4. og 5. sept. 1976 þakkar þá viðleitni framkvæmda- stjórnar að fá ferðakostnað lækkaðan. Þingið beinir því til allra fþróttafélaga og sambanda að skipuleggja tímanlega ferðir íþróttamanna innanlands og utan, svo unnt sér enn frekar en orðið er að lækka ferðakostnaðinn. Telur þingið, að til greina komi að ISI geti gerst aðili að samtök- um, sem ráða yfir eigin farkost- um, gagngert í þvf skyni að lækka enn frekar ferðakostnað samtak- anna og auka á möguleika þeirra til vaxandi samskipta bæði innan- lands og utan. 15. Iþróttaþing 1976 lýsir yfir eindregnum stuðningi sínum við tillögur skólanefndar Iþrótta- kennaraskóla Islands til mennta- málaráðherra um: 1. Byggingu íþróttahúss og sund- laugar við skólann. 2. Ráðningu sérstaks kennara að skólanum til þess að annast um fræðslu leiðbeinenda í íþróttum í samráði við skólanefnd. Með nýjum lögum um skólann sem samþykkt voru á Alþingi 1972 var skólinn gerður að 2ja ára skóla. Með þeim breytingum viðurkenndi ríkisvaldið þörfina á aukinni og fjölþættari menntun íþróttakennara og leiðbeinenda f íþróttum en verið hefði fram að þeim tíma og mátti því ætla að í beinu framhaldi af þeirri breyt- ingu myndi rikisvaldið halda áfram nauðsynlegu uppbygginga- starfsemi við skólann og sjá honum fyrir eðlilegri starfsað- stöðu. Á þessu bryddar ekkert enn nú 4 árum seinna. Iþróttaþing telur nauðsynlegt að ríkisvaldið búi nú þegar þann- ig að skólanum, að honum verði gert fært að gegna þvf hlutverki sínu, sem Alþingi sjálft hefir ætlað honum I samræmi við 1. grein laganna um skólann. Skoðunarferð á Akranesi I þinghléi síðari fundardagsins var þingfulltrúum boðið að skoða nýja fþróttahúsið, íþróttavöllinn og byggðasafnið. Einnig nutu þeir gestrisni bæjarstjórnar Akraness, Sementsverksmiðju ríkisins og íþróttabandalags Akraness. Næsta stjórn tSt I stjórn ISI til næstu 2ja ára voru kjörnir: Gísli Hafldórsson forseti, Sveinn Björnsson varafor- seti, Gunnlaugur J. Briem gjald- keri, Hannes Þ. Sigurðsson ritari og Alfreð Þorsteinsson fundar- ritari, sem kom f stjórnina f stað Þorvarðar Árnasonar, sem baðst undan endurkosningu. Við þingslit var GIsli Halldórs- son forseti ISI sæmdur gullmerki Iþróttabandalags Akraness. Frá tSt-þinginu á Akranesi. t ræðustól er einn stjórnarmanna f framkvæmdastjórn tSl, Hannes Þ. Sigurðsson, og við háborðið má m.a. sjá Sigurð Magnússon, skrifstofustjóra tSl, Gfsla Halldórsson, forseta tSl, Rfkharð Jónsson, þingforseta, Svein Björnsson, varaforseta tSl, Gunnlaug Briem, gjaldkera tSl, og Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóra tSl. Fremst á myndinni eru þingfulltrúar Iþróttabandalags Reykjavfkur (Ljósm. Kristinn Benediktsson). ;ður kostnaður iþrottahreyfingarinnar NAM UM 280 MILUÖNUM KRÓNA Á ÁRINU1975

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.