Morgunblaðið - 15.10.1976, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 15.10.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÖBER 1976 7 Draumurinn um stóriðju Halldór Blöndal vara- þingmaður Sjðlfstæðis- flokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra ritar eftirfarandi grein i íslending á Akureyri: „Draumurinn um stór- iðju á Norðurlandi er orð- inn gamall og má rekja hann aftur til Einars skálds Benediktssonar. Siðan hefur þessi . hug- mynd skotið upp kollinum af og til og um hrið verið fastur liður i margvislegri áætlunargerð um byggða- þróun. Ástæðan fyrir þvi er sú, að stóriðjan hefur tengzt virkjun fallvatn- anna i hugum okkar. Við höfum séð sem er, að stórvirkjun fær ekki staðizt fyrir okkar litla markað, heldur þarf ein- hvers konar orkufrekur iðnaður til að koma. Þetta er ennþá Ijósara nú, eftir að fyrir liggur, að nægi- legt heitt vatn er á Lauga- landi fyrir hitaveitu Akureyrar. Hið jákvæða við álver i strjálbýli er að sjálfsögðu það, að þar vinna um 500—600 manns. Um 3000 manns mundu m.ö.o. hafa lifsviðurværi sitt af verksmiðjunni beint og óbeint. Um sinn myndi slik fjölgun raska atvinnulifi og hafa ófyrir- sjáanlegar félagslegar af- leiðingar. Á hinn bóginn er þess að vænta, að fjölgunin hefði jákvæð áhrif til lengri tima litið. Á hinum fámennari stöðum myndi hvers konar tækni kunnátta. verkþekking og þjónustu- starfsemi fylgja i kjölfar álverksmiðju. Ég get þvi ekki undir neinum kring- Halldór Blöndal umstæðum fallizt á þá skoðun Sigurðar Óla Brynjólfssonar. bæjarfull- trúa Framsóknarflokksins. að Akureyringar eigi að beita sér gegn álveri annars staðar, þótt þeir telji það ekki henta hér við Eyjafjörð. Hér er ekki á neitt hættandi Ég skrifa þessa grein til þess að taka undir varnaðarorð Tómasar Inga Olrich á bæjar- stjórnarfundinum og gera þau að minum. Við verð- um að gæta að þvf, að Eyjafjörður er eitt mesta landbúnaðarhérað ! Norður-Evrópu. Fjörður- inn er djúpur og langur og verður kyrr. oft svo dög- um eða vikum skiptir. sem eykur hættu á meng- un stórkostlega. Mér segja að vfsu fróðir menn, ap hætta ág flúor mengun vegna álbræðslu sé hverfandi nú orðið, jafn- vel engin. Svo hafi hreinsibúnaði fleygt fram. Vel má það satt reynast, en hér er ekki á neitt hættandi. Miklu fremur hvetur þetta til þess. að það sé fhugað i alvöru, hvort ekki sé nú timabært að flytja sig austar og norðar. Mér virðast t.d. ytri skilyrði i Norður- Þingeyjarsýslu vel fallin til sliks verksmiðjurekstr- ar og leyfi mér að vænta þess að þvi verði gefinn fyllsti gaumur. Á það er að lita, að Alþingi hefur einróma samþykkt sér- staka landshlutaáætlun fyrir héruðin norður þar. En af ástæðum mér ókunnum heyrast þau ekki nefnd i þessu sambandi' EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ak;lysin(;a- SÍMINN F.R: 22480 1 Sólaðir Nýir amerískir DEIK Sendum í póstkröfu um land allt snjó-hjólbarðar í flestum stærðum MJÖG HAGSTÆTT VERÐ ATLAS snjó-hjólbarðar með hvíturn hring GOn VERÐ lélMi&ll Smiðjuvegi 32-34 Símar 4-39-88 & 448-80 Kúrekastígvél med hrágúmmísólum Litir: Ijósbrúnt og brúnt Verð 8510,- Póstsendum Opið laugardaga. Skósel, Laugavegi 60, sími 21270 ■ IMýkomið Óbleiað léreft Köflótt bómullarefni Einlit bómullarefni Denimefni einlit — röndótt Frottéefni margir litir Rifflað flauel Egill íacobsen Austurstræti 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.