Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976
MATTHÍAS Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra, undirritaði reglu-
gerð um 200 mílna fiskveið ilög-
sögu fslands hinn. 15 júlí 1975.
í dag er eitt ár liðið frá því að
þessi reglugerð tók gildi og af
því tilefni hefur Morgunblaðið
átt stutt samtal við sjávarút-
vegsráðherra um útfærsluna,
þann árangur, sem af henni
hefur orðið og horfurnar fram-
undan. Ferviðtalið við Matthías
Bjarnason hér á eftir:
Stærsti sigurinn
— Hvaða árangur hefur að þínum dómi
náðst á árs afmæli útfærslunnar?
— Með útfærslu í 200 mílur var jafnframt tekin
ákvörðun um, að íslendingar nýttu fiskveiðílög-
sögu sína einir í framtíðinni, segir Matthías
Bjarnason. Hins vegar var okkur fullkomlega Ijóst,
að við gætum ekki í einu vetfangi losnað við
veiðar erlendra sjómanna innan 200 mílnanna
eins og dæmin sanna frá fyrri útfærslum. Ég vil í
þessu sambandi benda á, að 1958 varð nokkur
samdráttur í veiðum erlendra manna á íslands-
miðum, þannig að afli erlendra fiskiskipa minnk-
aði úr 53,1% í 48,3% 1959 en hins vegar fór
hlutdeild útlendinga í heildarafla aftur nokkuð upp
á við, þannig að 1962 eru þeir með 52,4% og
komast hæst 1967 í 53,5%. Það er rétt að geta
þess að á árunum 1 958— 1 973 að báðum árum
meðtöldum, er meðaltalsveiði útlendinga 47,9%
en á árinu 1974 fer maðaltalsveiðin niður í um
38% og ég hygg, að 1975 sé hlutdeild útlend-
inga um 33% og á þessu ári fer hún örugglega
neðar.
Þessar tölur sýna, að útfærslan I 200 mílur
hefur þegar borið góðan árangur þrátt fyrir það,
að hún byggðist á einhliða ákvörðun íslendinga
sjálfra og ennþá höfum við ekki að baki okkur
alþjóðasamþykkt, sem við þó gerum ráð fyrir,
þegar við gáfum fiskveiðireglugerðina út, að
mundi verða orðin að veruleíka seint á þessu ári.
Ég tel, að stærsti sigur okkar í landhelgismálinu
hafi verið hinn svonefndi Óslóarsamningur við
Breta. Með þeim samningi minnkar veiði Breta
um allt að 40 þúsund tonn á þessum 6 mánuðum.
Mikilvægasta atriðið var þó viðurkenning brezku
ríkisstjórnarinnar á yfirráðum íslendinga yfir 200
mílna fiskveiðilögsögu. í samningum þeim, sem
áður voru gerðir, eins og samningnum frá 1973,
var ekki um nokkra slíka viðurkenningu að ræða.
Þáverandi ríkisstjórn og meginþorri þáverandi
stjórnarandstöðu töldu þá samninga vera það
mikilsvirði til þess að halda friðinn á miðunum og í
samskiptum þessara þjóða, að það bæri ekki að
hika við að gera þetta samkomulag þótt Bretar
veittu enga viðurkenningu á umráðarétti íslend-
inga yfir 50 mílna fiskveiðilögsögu.
Skrifin í Degi
— Fyrir nokkru birtist forystugrein f Degi,
málgagni Framsóknarflokksins á Norðurlandi,
þar sem því var haldið fram, að Sjálfstæðis-
menn hefðu skipulagt rógsherferð á hendur
forystumönnum Framsóknarflokksins til þess
að breiða yfir það, að Framsóknarmenn hefðu
komið f veg fyrir að óhagstæðari samningar
hefðu verið gerðir. Hvað viltu segja um mál-
flutning af þessu tagi?
— Ég tel að þessi skrif Dags séu hin mesta
markleysa. Landhelgismálið hefur verið rætt á
tugum funda i ríkisstjórn og milli einstakra ráð-
herra og landhelgisnefndar og við sérfræðinga og
embættismenn. Ég hef aldrei orðið þess var, að
það hafi orðið ágreiningsefni milli þessara sam-
starfsflokka, að annar þeirra hafi viljað ganga inn
á tiltekin atriði en hinn ekki. Við höfum ráðherrar,
sem einstaklingar, metið hverníig málin hafa stað-
ið í það og það skiptið og ég held að það sé óhætt
að segja, að enginn ráðherra hafi verið á því að
ganga til samninga við Breta á þeim grundvelli,
sem sendimenn þeirra buðu upp á i fyrstu samn-
ingaviðræðum. Ég vil hvorki væna þá eða aðra um
Matthfas Bjarnason, sjávarútvegsráSherra, undirritar reglugerSina um 200 mflna fiskveiSi-
lögsögu íslands hinn 15. júlf 1975.
Oslóar-
samningur-
inn
stærsti
sigurinn
— segir Matthías Bjarnason sjávar-
utvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið