Morgunblaðið - 15.10.1976, Síða 29

Morgunblaðið - 15.10.1976, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÖBER 1976 29 send að svo stöddu en islenska og breska ríkisstjórnin höfðu þá ákveðið að taka upp viðræður sín í milli um fiskveiðideiluna. Islenska Landhelgisgæslan hélt að sér höndum fyrstu tvo dagana eftir að veiði- heimildirnar féllu úr gildi en um 60 erlendir togarar, flestir breskir, voru þá við ólöglegar veiðar úti fyrir landinu. Landhelgisgæslan lét til skarar skriða gegn bresku togurunum á þriðja degi frá því að veiðiheimildirnar féllu úr gildi og þann dag var klippt á togvira tveggja breskra togara þennan sama dag komu til Islands bresku samningamennirnir Roy Hattersley og Edward Bishop en ekkert miðaði í samkomulagsátt og hurfu Bret- arnir héðan af landi brott i fússi. Krafan um herskipavernd verður æ háværari Bresku verndarskipin þrjú voru nú send á Islandsmið og Roy Hattersley lét þau orð falla við komuna til London að flotinn yrði til reiðu og fréttastofufregnir hermdu að þá, 17. nóvember, væru frei- gátur hins konunglega breska flota við- búnar að halda áleiðis á tslandsmið. Kraf- an um vernd frá flotanum varð nú æ háværari frá hendi forsvarsmanna út- gerðarinnar í Bretlandi og breska rikis- stjórnin virtist vera staðráðin í að togar- arnir hopuðu ekki af Islandsmiðum þrátt fyrir áreitni varðskipanna. Bresku togaraskipstjórarnir biðu nú komu verndarskipanna en svar þeirra við fyrstu klippingum varðskipanna var á þá lund að togararnir héldu sig i hópum og var iðulega einn togari að veiðum meðan — allt frá tveimur upp í sex — hringsól- uðu kringum þennan eins og reyndu að varna varðskipum leið að honum. Ekki þótti skipstjórunum á bresku tog- urunum nægilegt gagn að hinum óvopn- uðu verndarskipum og þann 19. nóvember setja þeir bresku rikisstjórninni þá úr- slitakosti að ef þeir fái ekki vopnaða vernd fyrir áreitni islensku varðskipanna frá flotanum innan þriggja daga, þá mundu þeir sigla af miðunum. Svar bresku stjórnarinnar við beiðninni var á þá leið að biðja skipstjórana að vera í hnapp um verndarskipin. Síðar um dag- inn gaf'eitt verndarskipanna út þá tilskip- un til togaraflotans að hann ætti að halda sig á ákveðnu svæði, sem yrði gætt af „Stjórn- mála- menn- irnir sýndu fram- f «tf sym — ÞEGAR útfærslan ( 200 milur gekk ( garð var allt óljóst hvernig þróun mðla yrði. Mér blandaðist þó aldrei hugur um að þetta átti eftir að verða strið. Það kom lika á daginn og þetta varð jafnframt harðasta þorskastrið okkar tslendinga við Breta, þvi tvö þau fyrri voru barnaleikur I samanburði við þessi ðsköp, sagði Guðmund- ur Kjærnested skip- herra, en hann dvelst nú i Danmörku, þar sem unnið er að við- gerðum á varðskipinu Tý. — Hámarki náðu átökin I april og mai og vissulega máttum við strax ( upphafi gera ráð fyrir að þau færu harðnandi eftir þvi sem á liði. Við lslendingar sðttum harðar en i fyrri þorskastrfðum þegar ( byrjun og þá var lika harðar varist af hinum. — Ég gleymi senni- Iega seint aðför freigát- unnar Falmouth að Tý, þegar hún var næstum búin að hvolfa skipinu en Týr hallaðist þá um 70 gráður út á hlið. Það Guðmundur Kjærnested. var ekki hægt að vera f neinum vafa um að eini tilgangur freigátuskip- stjórans með þessum aðgerðum var að reyna allt, sem hann gæti til að gera Tý ðvirkan f strfðinu. Það skipti engu hvernig það yrði gert, þetta var lokatil- raun hans. — Við skulum gera okkur grein fyrir þvf að bresku freigáturnar og dráttarbátarnir gerðu það viljandi að sigla á varðskipin. Einhverjir hafa sagt að það væri enginn vandi að forðast þessar ásiglingar. Það var hægt með þvl að vera ekki á staðnum eða iáta togarana afskipta- lausa. En það var tilgangur okkar að verja landhelgina og samkvæmt þvi unnum við. — Staðan hjá Land- helgisgæslunni nú er þannig að við ráðum við að verja þessa 200 mflna landhelgi eins og sakir standa. Eina vandamálið eru skip okkar tslendinga sjáifra og við vitum heldur ekki nema fisk- veiðiflotar frá erlend- um rfkjum taki á ný að herja á fiskimiðin við tsland þannig að Gæslan verður alltaf að vera á varðbergi. — Aðstöðu gæslunnar þarf að bæta á mörgum sviðum. Það hefur verið vel vandað til uppbyggingar á skipastóli hennar en að- staða starfsfðlksins f landi er mjög bágborin. Skrifstofur Gæslunnar eru I tveimur herbergj- um, önnur tvö herbergi undir súð eru notuð fyrir loftskeytastöð og kaffistofu. Flugáhöfnin hefur til umráða gamla sðttvarnarhúsið við Ananaust en það var dæmt ðnothæft fyrir „ástandspfur“ árið 1942. Það er þvf heitasta ðsk mfn að vel verði búið að fólkinu f landi, þvf verkefnin hjá þvf eiga ekki sfst eftir að aukast. — Þegar ég Ift yfir þetta eina ár, sem liðið er frá útfærslunni er mér efst f huga sú framsýni, sem þeir stjðrnmálamenn, er að útfærslunni stððu, sýndu. Ég sé þetta ef til vill betur hérna úti f Danmörku en heima. tsland er alls staðar tal- ið forysturfki f land- helgismálum og jafnvel Bretar hafa orðið að gera okkar orð að sfn- um. Stefna okkar var rétt og það eina, sem umheimurinn skildi ekki, var að við vorum á undan, sagði Guðmundur að lokum. verndarskipunum. Ekki vildu bresku togaraskipstjórarnir sætta sig við þessa tilskipun og krafan um herskipavernd varð æ háværari í talstöðvum togaranna. 20 breskir togarar fara út fyrir 200 milurnar í mótmælaskyni Til að koma ti^gnóts við óskir togara- skipstjóranna stækkuðu bresku verndar- skipin það svæði, sem togurunum var gert að veiða á úti fyrir Austurlandi en 21. nóvember voru þar um 40 breskir togarar. Varðskipin héldu sig i námunda við hóp- inn og stugguðu við þeim togurum, sem voru á veiðum utan hans. Sex breskir togarar voru þennan sama dag við veiðar fyrir Vestfjörðum en varðskip stuggaði við þeim og héldu þeir í átt á miðin fyrir austan. Breskir ráðamenn drógu við sig að gefa togaraskipstjórum svar við úrslitakostum þeirra um flotavernd en þessa sömu daga sátu samninganefndir V-Þjóðverja og Is- lendinga á fundum í Bonn og var þar gengið frá þeim samkomulagsdrögum, sem Alþingi síðar staðfesti. íslensku varð- skipunum tókst þrátt fyrir vernd eftirlits- skipanna að halda stórum hluta bresku togaranna frá veiðum og jafnvel að klippa á togvira togaranna. Þessi vasklega fram- ganga varðskipsmanna varð mjög til að skapa örvinglan meðal bresku togaraskip- stjóranna sem nú héldu sig í hnapp úti fyrir Austurlandi. Ölgan meðal bresku togaraskipstjór- anna fór enn vaxandi. Fæstir togaranna voru við veiðar og fresturinn, sem togara- skipstjórarnir höfðu sett bresku stjórn- inni um að svara beiðni þeirra um flota- vernd, rann út án þess að nokkurt svar bærist. Tveimur sólarhringum eftir að fresturinn rann út barst togaraskipstjór- unum skeyti frá bresku stjórninni þar, sem þeir voru beðnir að biða átekta um stund. Ekki voru allir bresku togaraskip- stjórarnir ánægðir með þetta svar og til- kynntu 20 breskir togarar að þeir væru á leið út fyrir 200 sjómilna mörkin. Breski flotinn sendur á íslandsmið Willlam Rodgers, flotamálaráðherra Breta, tilkynnti á fundi í neðri málstof- unni 25. nóvember að ákveðið hefði verið að senda flota Bretadrottningar á íslands- mið og um svipað leyti og ráðherrann mælti þessi orð lagði fyrsta freigátan Leopard af stað á íslandsmið og kom þang- að siðdegis. Tilkynnt var jafnframt að tvær aðrar freigátur væru væntanlegar á íslandsmið á næstu dögum. Þar með var „þriðja þorskastríðið" á lslandsmiðum hafið. islenska rikisstjórnin mótmælti þessari flotaíhlutun og tók fram að slik valdbeiting útilokaði allar frekari viðræð- ur við ríkisstjórn Bretlands, a.m.k. unz hin bresku skip hyrfu af Islandsmiðum. Andrúmsloftið hjá skipverjum bresku togaranna gjörbreyttist við komu freigát- unnar Leopard á miðin en 37 breskir togarar voru þá á miðunum fyrir austan land og hófu þeir veiðar og tóku að dreifa sér á ný um veiðisvæðið. Eins og síðar átti eftir að koma glögglega á daginn i þessu þorskastriði, sem þeim fyrri, reyndist breska flotanum oft erfitt að hindra að- gerðir islensku varðskipanna. Fyrsta atvikið af þessu tagi átti sér í þann mund, sem freigátan Leopard var að koma á míðin en þá varð hún að láta i minni pokann i kappsiglingu við varðskip- ið Ægi að hópi breskra togara. Þrir dráttarbátar lögðu einnig sitt af mörkum til að verja togarana en skipshöfn Ægis undir stjórn Gunnars Ólafssonar skip- herra tókst að klippa á togvíra eins Grims- bytogara við nefið á freigátunni og þrem- ur dráttarbátum. Bretar beittu ekki einungis dráttarbát- um og freigátum gegn islensku Land- helgisgæslunni því Nimrod- njósnaþotur voru iðulega á sveimi hér við land meðan Sjá næstu síðu^^/^ ÞAR VAR LÁTIÐ VAÐA Á SÚÐUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.