Morgunblaðið - 15.10.1976, Side 39
kCnfa*
Gallabuxur og
flauelsbuxur í úrvali.
KÓRÓNA
BÚÐIRNAR
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15.0KTÓBER 1976
UTGERÐARNENN
Litli leikklúbburinn á ísafirði:
TEDDINGTON örygg-
isrofarnir fyrir Ijósa-
vélar fyrirliggjandi.
S. STEFÁNSSON & CO. H.F.
Grandagarði 1B sími 27544
„Vid byggjum baðhús”
Isafirði 6. okt.
HJÁ Litla leikklúbbnum á Isa-
firði eru æfingar langt komnar á
finnska nútímagamanleiknum,
„Við byggjum baðhús“ eftir Finn-
ann Johan Bargum. Frumsýnt
verður á Alþýðuhúsinu fimmtu-
daginn 14. október kl. 20.30 og er
þetta frumflutningur á verki höf-
undar hér á landi.
Það er í mörg horn að líta síð-
ustu vikuna fyrir frumsýningu
fyrir þá sem starfa með L.L., og
það sem gera þarf verður aðeins
gert í frlstundum því að allir eru í
vinnu annars staðar. öll tækifæri
eru notuð, matartímar, kvöld og
jafnvel nætur til að mála, smíða,
lita og sauma. Þó að skellinaðran
hafi loksins fengist að láni, þá á
leikmunavörður eftir að finna
þessa réttu skó á frk. Pajölu og
Lind vantar ennþá jakka o.fl. o.fl.
Smiðirnir eru að leggja síðustu
hönd á sánuna (baðhúsið), ljósa-
menn að hengja upp kastara,
tengja og finna þá liti sem þarf I
lýsinguna. Framkvæmdastjóri er
á höttum eftir aðstoðarfólki fyrir
hin mannfrekari undirbúnings-
störf. Verið er að undirbúa leik-
skrá fyrir prentun, taka myndir,
vinna auglýsingaspjöld. Hljóð-
færaleikarinn æfir sig og leikar-
arnir stunda æfingar af kappi.
En auðvitað verður öllu þessu
að vera lokið fyrir frumsýningu.
Höfundurann Johan Bargum
(1943) er talinn í fremstu röð
ungra rithöfunda í Finnlandi I
dag. Fyrsta bók hans, smásagna-
safnið „Svart hvítt“, kom út árið
1965 er hann var aðeins 22 ára.
Síðan hefur henn sent frá sér
þrjár skáldsögur og þrjú leikrita
hans, sem öll voru frumflutt á
„Lilla Teatern“ i Helsingfors,
hafa verið gefin út f bókarformi,
eftir að hafa hlotið hinar beztu
viðtökur leikhúsgesta og gagnrýn-
enda um alla Skandinavíu.
t riti finnska bókasafnsfélags-
ins „Finnskar bókmenntir frá
1965“, sem kom út á síðast liðnu
ári, segir um Johan Bargum:
„Styrkur hans felst í hinum
hversdagslegu og hnitmiðuðu
samtölum og skyldi þá engan
furða að hann hafi einnig hlotið
mikið lof sem leikritahöfundur í
skandinaviskum leikhúsum."
Fyrir utan að hafa skrifað sögur
og leikrit, hefur Bargum skrifað
kabarett-þætti ásamt Clars
Anderson (Fjölskyldan, Iðnó
1975) og fleirum fyrir „Lilla
Teatern". Einmitt þessa dagana,
þegar „Við byggjum baðhús" er
frumsýnt hér á tsafirði, eru þeir
Bargum og Anderson að skrifa
einn einn kabarettinn.
Borgþór S. Kærnested hefur
þýtt leikritið fyrir Litla leik-
klúbbinn og kunnum við honum
beztu þakkir fyrir það og tillit
hans við hinn bágborna fjárhag
klúbbsins.
Leikstjórinn, Kári Halldór, er
L.L. ekki ókunnur með öllu, því
að áður en æfingar hófust I byrj-
un september, var hann með nám-
skeið í leiktækni sem stóð yfir í 2
vikur. Kári hefur fengist við al-
hliða leikhússtörf hér heima og
erlendis m.a. við leikhús i Kaup-
mannahöfn og stundað fram-
haldsnám við Ríkisleiklistar skól-
ann I Stokkhólmi, og s.l. vetur
kenndi hann við Leiklistarskóla
Islands.
Leikarar eru: Ásthildur Þórðar-
dóttir, Birgir Edvardsson, Finnur
Gunnlaugsson, Guðni Ásmunds-
son, Guðrún Eiríksdóttir, Hansfna
Einarsdóttir, Jón Oddsson, Magn-
ús J. Magnússon, Margrét Geirs-
dóttir, Reynir Ingason, Sarah Vil-
bergsdóttir og Trausti Hermanns-
son, en alls eru það 25 manns sem
vinna að þessari uppsetningu.
Vegna mikils áhuga vina og vel-
unnara Litla leikklúbbsins sunn-
anlangs, er I bigerð að skipu-
leggja leikhúsferðir vestur á tsa-
fjörð frumsýningarhelgina. En
eins og fyrr segir verður „Við
byggjum baðhús" frumsýnt i Al-
þýðuhúsinu fimmtudaginn 14.
október kl. 20.30, önnur sýning
föstudaginn 15. og þriðja laugar-
daginn 16. okt. á sama tíma.
Með þökk fyrir birtinguna
Kári Halldór
Kristfn Hálfdáns.
parkel
BYG GIN G AVÖRU VERSLU N
KÓPAVOGS SF
NÝBÝLAVEGI 8 SÍMI:41000
TIMBURSAIAN KÁRSNESBRAUT 2
BYKO
3m fagmennimirverzla,
jr óhætt
nú viðarklæðningu á veggi, í loft
jlf. Verðið er hagstætt.
iuverðið hið hagstæðasta
aðinum, vonum við.
Ulpurnar eftirspurðu
nýkomnar
Terylenebuxur margar gerðir. Mjög lágt verð.
Skyrtur, peysur, nærföt ofl., nýkomið á lágu
verði.
Opið föstudaga til kl. 7 og laugardaga til kl. 12.
Andrés, Skólavörðustíg 22A.
Bazar
Systrafélagið Alfa heldur sinn árlega bazar að
Hallveigarstöðum, sunnudaginn 1 7. október kl.
2 e.h. Margt góðra muna og kökur. Allt á góðu
verði.
Stjórnin.