Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 3 Stúdentafélag Reykjavíkur: Fullveldisfagnaður á 105 ára afmælinu Bústaðakirkja 5 ára STUDENTAFÉLAG Reykjavfkur varð 105 ára f þessum mánuði og enn lifir f glóðunum, segir f fréttatilkynningu frá félaginu. Fullveldisfagnaður félagsins verður haldinn föstudaginn 3. desember á Hótel Borg og hefst klukkan 19.30. AUir stúdentar eru sjálfkrafa meðlimir f félag- inu, enda eitt höfuðmarkmið félagsins að leiða saman stúdenta úr öllum starfsgreinum og aldurs- flokkum. Félagið hefur á langri ævi verið vettvangur skoðanaskipta, við- kynningar og skemmtunar meðal stúdenta í Reykjavik. Starfsemi þess hefur verið misjafnlega umfangsmikil, en á blóma- skeiðum félagsins hafa umræðu- fundir þess um hin margvíslegu málefni liðandi stundar lffgað upp á bæjarlífið. Á fullveldisfagnaðinum verður Davíð Oddsson borgarfulltrúi ræðumaður, en veizlustjóri Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Ómar Ragnarsson flytur skemmti- þátt og Garðar Cortes syngur einsöng. Tekið verður á móti borðapöntunum og aðgöngumiða- pöntunum á Hótel Borg frá 29. nóvember. Það var fyrsta sunnudag i aðventu, 28. nóv. 1971, sem Bústaðakirkja í Reykjavík var vigð. Draumur safnaðarins hafði rætzt. Færri ár höfðu liðið frá því fyrsta skóflustungan að hinni nýju kirkju var tekin og þar til dyr hennar voru opnaðar söfnuði, heldur en nokkur hefði látið sér detta í hug fyrirfram. Ekki verða hér raktar þær ástæður, sem auð- veldast koma í huga, þessum hraða til skýringar. Hitt dylst ekki að blessun hefur hvílt yfir starfinu frá upphafi. Og nú ber fyrsta sunnudag í aðventu aftur upp á 28. nóv., og þá verður hátíð i Bústaðakirkju. Bæði til að fagna nýju kirkjuári og hefja undirbúning að hinni hæstu hátíð, svó og til að halda hátíðlegt fimm ára afmæli kirkj- unnar. Um morguninn verður barna- samkoma að venju kl. 11, og þá fær lítil hönd að bera loga að fyrsta aðventukertinu á veglegum aðventukransi. Siðan verður hátiðarguðsþjónusta kl. 2 síðdeg- is, þar sem formaður sóknar- nefndar, Ásbjörn Björnsson, mun ávarpa söfnuðinn í messulok. Sið- an verður gengið í hina glæstu safnaðarsali kirkjunnar, sem nú var verið að leggja siðustu hönd á til lúkningar verkinu, þar sem Kvenfélag Bústaðasóknar stend- ur fyrir veizlu. Eru konur, sem vilja stuðla að því að jafnglæsi- lega verði tekið á móti kirkjugest- um i kaffi og á liðnum árum, beðnar um að koma kökum sinum og brauðmat upp í safnaðarheim- ili eftir kl. 11 á sunnudag. En eins og ætíð er heitið á konur, sem ekki eru félagsbundnar í kven- félaginu, að styðja þetta starf með framlagi sínu. Verður tekið á móti þeim, sem styðja vilja frek- ara starf safnaðarins með því að kaupa sér kaffi og með því, allan sunnudaginn til kvölds. Á sunnudagskvöldið kl. 20:30 hefst svo aðventusamkoma, sem Bræðrafélag Bústaðakirkju hefir veg og vanda af eins og verið hefur frá upphafi. Þar mun for- sætisráðherra, Geir Hallgrímsson, flytja ræðu kvöldsins. Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri Rikis- útvarpsins, les ljóð, og Kirkjukór- inn syngur undir stjórn Birgis Áss Guðmundssonar, sem einnig leikur á orgelið. Þá mun ungur celló-leikari, Kristján Jóhanns- son, einnig leika á hljóðfæri sitt, en samkomunni lýkur að venju með helgistund sóknarprestsins og f lok hennar verða aðventu- kertin tendruð, en hver kirkju- gestur fær lítið kerti við inngang- inn til þess að enn megi sýna og sanna, að margt smátt gerir eitt stórt. Samkomunni stjórnar hinn nýi formaður bræðrafélagsins, Sigurður B. Magnússon. Bústaðakirkja er mikið hús: Þar fer líka margt fram. Félög safn- aðarins hafa þar aðstöðu fyrir fundi og aðra starfsemi. AA- samtökin eru með vikulega fundi og þeir, sem leitað hafa til Free- port-sjúkrahússins í Ameríku, hittast þar hálfsmánaðarlega. Fjölbreytt starf fyrir æskuna hef- ur verið rekið, en mun nú eflast á allan hátt með tilkomu Bústaða, félagsmiðstöðvar, sem Æskulýðs- ráð Reykjavíkur rekur, en í sam- vinnu við söfnuðinn. Og nú standa vonir til, að hægt verði að hefja starf fyrir aldraða líka. En hvers konar starfsemi krefst ákveðinna útgjalda. Þvi er einnig fjársöfnun í gangi til að ljúka við greiðslu þeirra reikninga, sem valdið hafa áhyggjum og gera enn. Er því heitið á alla velunn- ara Bústaðakirkju og starfsins þar að sýna velvilja i verki, ekki aðeins á sunnudaginn kempr, heldur ætið. Guð blessi allan jólaundirbún- ing, sýnilegan sem ósýnilegan. Úlafur Skúlason. Ógleymanlegar jólaferðir til fjarlægra landa: brottför 1 6. des 3 vikur. brottför 21. des 2 vikur. Ferðaskrifstofan Ferðaskrifstofan AUSTURSTRÆTI 17 — SIMI 26611 OG 20100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.