Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NOVEMBER 1976 31 hann ætíð mjg vinsæll og vin- margur, hvar sem hann bjó og hvað sem hann starfaði. Axel fæddist í Reykjavík hinn 4. apríl 1918, og voru foreldrar hans Hallgrímur Axel Tulinius, stórkaupmaður, og kona hans, Hrefna Lárusdóttir. Á hann til merkra ætta að telja. Afi hans í föðurætt var Axel V. Tulinius, sýslumaður í Suður-Múlasýslu og síðar fyrsti framkvæmdastjóri Sjóvátryggingarfélags Islands. Móðurafi hans var Lárus G. Lúð- víksson, skósmíðameistari, sem flestir eldri Reykvikingar munu kannast við. Axel var elztur systkina sinna. Átti hann tvær alsystur, þær Guð- rúnu og Málfriði, og einn hálf- bróður, Hrafn, af síðara hjóna- bandi Hallgríms. Einnig ólst upp á heimilinu Hagbarður Karlsson, bróðursonur Hrefnu, móður Ax- els, og litu systkinin ávallt á hann sem bróður sinn. Hagbarður er látinn fyrir nokkrum árum, en hin systkinin eru öll á lifi. Þau systkinin ólust upp i Gimli við Lækjargötu og var heimilinu við brugðið fyrir rausn og myndar- skap. Þykist ég vita, að þaðan hafi Axel flutt inn á heimili sitt þann skemmtilega heimilisbrag, sem jafnan rikti á heimili hans. Fjölskyldan varð fyrir þeirri sorg, að Hrefna, móðir Axels, lézt af slysförum árið 1928. Var Axel þá aðeins 10 ára gamall. Hefur þetta vissulega verið mikið áfall fyrir svo ungan dreng. Hallgrim- ur kvæntist siðar Margréti Jó- hannsdóttur, sem var móðir Hrafns. Að sjálfsögðu tók Mar- grét á sig mikla ábyrgð, svo ung sem hún var, aðeins 25 ára gömul, er hún tók að sér svo stórt heimili. Leysti hún hlutverk sitt af hendi með prýði og gekk börnunum í móður stað. Axel lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykavík árið 1936, þá nýlega 18 ára, og lög- fræðiprófi frá Háskóla tslands vorið 1941, hvoru tveggja með mjög góðum vitnisburði. Á árun- um 1941—1945 rak hann heild- verzlun i Reykjavík með föður sínum, og var hann um stundar- sakir blaðamaður hjá dagblaðinu Vísi árið 1945. Sama ár var hann skipaður lögreglustjóri i Bolungarvík, og gegndi hann þar ýmsum trúnaðarstörfum, unz hann var skipaður sýslumaður i Suður-Múlasýslu árið 1960. Árið 1966 félk hann lausn frá því em- bætti samkvæmt eigin ósk og fluttist til Reykjavikur. Tók hann þá við starfi sem fulltrúi hjá yfir- borgarfógeta í Reykjavík, þar sem hann starfaði til dauðadags. Á embættisferli sínum leitaði Axel sér frekari menntunar er- lendis. Arið 1948 dvaldist hann í París til að kynna sér alþjóðamál- efni og 1948—1949 lagði hann stund á eignarrétt við Kaup- mannahafnarháskóla Axel var tvíkvæntur. Árið 1943 kvæntist hann Kristjönu Kristins- dóttur frá Húsavík, hinni ágæt- ustu konu. Þau slitu samvistum. Voru þau barnlaus. Hinn 25. desember 1949 gekk Axel að eiga Áslaugu Kristjáns- dóttur frá Isafirði, og lifir hún mann sinn. Var þetta eitt mesta gæfuspor, sem Axel steig á ævi sinni, þvi að Áslaug hefur frá upphafi verið manni sínum hin mesta stoð, tryggur og góður lifs- förunautur. Bjó hún Axel og fjór- um dætrum, sem þau eignuðust, hið smekklegasta heimili, fyrst í Bolungarvík og siðan á Norðfirði og Eskifirði, og síðast í Reykjavík. Hvar sem þau bjuggu á landinu var heimili þeirra rómað fyrir rausn og gestrisni, og áttu bæði hjónin þar hlut að máli. Margir eru þeir, sem eiga þaðan góðar minningar, hvort sem um var að ræða vini og vandamenn eða aðra, sem ef til vill komu þar aðeins einu sinni. Bar þar margt til. Hvort tveggja var, að húsmóðirin var myndarleg og gestrisin, svo af bar, og Axel veitull og skemmti- legur húsbóndi heim að sækja. Við hjónin minnumst fjölmargra gleðistunda, er við höfum átt á heimili þeirra, ýmist í hópi góðra vina á tyllidögum eða er við hitt- umst án sérstaks tilefnis. En það voru fleiri en húsbænd- urnir, sem áttu sinn þátt i hinum skemmtilega heimilsbrag. Dæt- urnar fjórar áttu þar einnig sinn mikla þátt, en þær eru: Hrefna, fædd 1950, nú kennari í Reykja- vik gift Guðmundi Sigurvin Ar- mannssyni, sem er við nám í lyfja- fræði. Alberta, f. 1952, nú kennari í Egilsstaðakauptúni, gift Kristni Helga Halldórssyni, kennara þar. Guðrún Halla, f. 1954, stundar nám i stjórnmálasögu og tungu- málum i Englandi, og loks hin yngsta þeirra, Helga, f. 1955, sem stundar nám i jarðeðlisfræði við Háskóla Islands. Gestkomandi á heimili þeirra Axels og Áslaugar verða þess fljótt varir, hversu kært er með systrunum fjórum og foreldrun- um, og hversu miklar mætur þær Framhald á bls. 39 Jódís A rnadóttir — Minningarorð F. 8. janúar 1883 D. 19. nóvember 1976 Móðursystir min, Jódís Árna- dóttir, lézt á elliheimilinu Grund 19. nóvember i-hárri elli. Hún var fædd að Sperðli í Landeyjum 8. janúar 1883, dóttir hjónanna Vilborgar Guðmundsdóttur og Árna Jónssonar, er þar bjuggu og siðar I Krýsuvik 1900—1907, þá að Húsatóftum og Vindheimum í Grindavík, unz þau fluttust þaðan til Reykjavíkur árið 1919. Af fjórtán börnum þeirra Vilborgar og Arna er eitt á lifi — Svanhildur, kona Guðbergs Daviðssonar, fyrrverandí starfs- manns hjá þjóðleikhúsinu. Þær systurnar, Jódís frænka og Agústa móðir mín, voru einkar samrýndar frá því fyrst, að ég man. Og atvikin höguðu því svo til um árin, að sjaldan var nema steinsnar á milli heimila þeirra. Einsog i Staðarhverfinu i Grindavik undir lok fyrri heims- styrjaldar, þegar kúturinn eg fór að skynja tilveruna heima á Blómsturvöllum og horfa til bæjanna i kring. Og byrjaði að leggja land undir lítinn fót heim að Vindheimum til að finna leik- bróður minn og órofa vin, Árna Vilberg, son Jóu frænku. 1 minningunum frá þeim bernskudögum má vart á milli sjá, hvor þeirra systra var móðir min — þegar beðið var um bita milli mála. Þegar verma þurfti kalda hönd eða færa úr votu. Þegar þerra skyldi tár við blíðan barm ellegar loka brá við sungið stef á síðkvöldi. En þannig klædd kom frænka til dyranna þá. Og eg vissi hana aldrei hafa fataskipti i þeim efnum. Viðmótið ævinlega glað- legt og hjartahlýtt. Og framrétt hjálparhönd til hinna góðu verkanna. Árið 1929 byggði Jódis sér lítið hús að Þverholti 18 hér í borg og bjó þar lengst af með börnum sínum, Valgerði Krist.iönu Eiriks- dóttur og Árna Vilberg síðar vélstjóra og bifreiðastjóra. Tveim árum síðar, tók hún bróður sinn, Sigurð mállausa, að sér og átti hann þar athvarf til æviloka 1955. Lifsbaráttan var hörð, allt frá bernsku, og krafðist þess, að ekki félli verk úr hendi, stundum nótt sem nýtan dag. En svo skall kreppan á með atvinnuleysi, bjargarskort, úrræðaleysi. Og lá við sjálft, að margt eitt alþýðu- heimilið legðist af með öllu. I þann tið varð Jódís að horfa fram á langvarandi veikindi dóttur sinnar. Og fylgja tengda- dótturinni, Jóhönnu Halldórs- dóttur, til grafar frá nýfæddum syni. En sveininum unga, Jóhanni Vilberg, var borgið í kærleiks- rikum faðmi ömmu sinnar. Og hjá henni ólst hann upp til mann- dómsára við gagnkvæmt ástriki. Fyrir sex árum, var svo enn kveðinn þungur harmur að fjöl- skyldunni er Jóhann lézt af slys- förum í blóma lífsins frá konu og kornungri dóttur, sem ber nafn langömmu sinnar. Framhald á bls. 37 CROWN SAMBYGGT STEREO Hver verður tvöþúsundasti kaupandinn að CROWN 3100 SHC? Tækin verða aftur á boðstólnum eftir helgina. Höfum sýningartæki. Tekið við pöntunum. Pantanir óskast staðfestar. Crown SHc 3100 sambyggðu tækin útvarp Áæt/að verd: 110.000.- Mest seldu stereotæki landsins. með öllum bylgjum, stereosegulband, stereoplötuspilara, tveimur hátölurum, tveir hljóðnemar ásamt heyrnartólum. BUÐIRNAR NÓATÚNI, SÍMI 23800, KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800 25 ÁR í FARARBRODDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.