Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 40
Atlantica&> lceland Review Látiö gjafaáskrift 1977 fylgja jóla- og nýárskveöjum til vina og viðskipta- manna erlendis. Gjöf, sem endist i heilt ár og allir kunna vel aö meta. Sími 81590, Pósthólf 93, Reykjavik SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 Þakið rifnaði af — vegg- irnir tættust í sundur Þannig var umhorfs innan dyra f húsinu að Vesturgötu 32 á Akranesi eftir sprenginguna í fyrrinðtt. Húsmóðir- in féll af pallinum til hægri og niður á jarðhæðina. Búizt við nokkrum átökum á ASÍ-þingi Tólf tonna næturhit- unartankur sprakk á Akranesi ÍBÚÐARHUSIÐ við Vesturgötu 32 á Akranesi eyðilagðist í mikilli spreng- ingu laust fyrir kluk an 5 í gærmorg- un. Tólf tonna næturhitunartankur sprakk upp um mitt húsið og svo mikill var sprengikrafturinn að þakið rifnaði af húsinu að hluta og útvegg ur og innveggir tættust í sundur eða brotnuðu í húsinu sváfu mæðgurnar Rannveig Böðvarsson, ekkja Stur- laugs Böðvarssonar, og 1 3 ára dóttir hennar, Helga Ingunn Sturlaugs dóttir Brenndist Rannveig nokkuð á fótum og brákaðist, en Helga Ingunn slapp ómeidd með öllu. Næturhitunartankurmn, sem sprakk, er í kjallara hússms og þeyttist hann upp i gegnum húsið Tók hann með sér gólf og báða stigana i húsinu. Lyftist húsið af grunnmum og er talið ónýtt Hús þetta reisti Haraldur Böðvarsson árið 1924 og var mjög traustbyggt Gluggar í nærliggjandi húsum brotnuðu við hinn mikla þrýst- ing og fólk á Akranesi vaknaði við sprengmguna Aðkoman var vægast sagt ömurleg er Morgunblaðsmenn komu upp á Akranes um hádegisbilið í gær Hlutar úr húsmu lágu á við og dreif umhverfis og innannstokksmunir sömuleiðis Inni í húsinu var unmð að því að tina það saman sem heillegt er og verið var að kanna tjónið Ægði þar öllu saman, dýrindis postulini, leirtaui, silfurskeið- um. fjölskyldumyndum og fleira sfíkt lág ems og hráviði mnan um glerbrot og brot úr veggjum hússms og þaki Við sprenginguna fylltist húsið af gufu og mikil olíustybba var í húsinu Mæðgurnar sváfu báðar á efri hæð hússins og í hjónarúminu, þar sem Rannveig Böðvarsson svaf, skemmdist dýnan við hlið hennar mjög mikið Rannveig taldi fyrst í stað. að um jarðskjáífta hefði verið að ræða Fór hún fram úr og ætlaði niður á neðn hæðina Er hún kom fram á stigapall- inn féll hún niður um gat á gólfinu og niður á neðri hæðina Við það brákað- ist hún á fæti og einnig féll skápur ofan á hana Auk þess brenndist hún af gufunni, en meiðsli hennar voru ekki talin alvarlegs eðlis Helga dóttir henn- ar slapp alveg ómeidd og eftir aðvörun móður sinnar beið hún róleg eftir hjálp, sem barst fljótlega Að morgni 2 7. september 19 74 gjöreyðilagðist húsið að Löngumýri 20 á Akureyri Næturhitunargeymir sprakk af gifurlegu afli og má segja að húsið hafi tætzt i sundur íbúar hússins höfðu dvalið erlendis og áð í Reykjavík nóttina fyrir sprenginguna, manntjón varð þvi ekki Aðrar skemmdir urðu m a þær, að bíll við húsið gjöreyði- lagðist BtJIZT er við, að til töluverðra átaka kunni að koma á þingi Alþýðusambands tslands, sem hefst að Hótel Sögu á morgun. Mun hópur verkalýðsleiðtoga inn- an Alþýðubandalagsins hafa I hyggju að reyna að útiloka frá miðstjórn ASl verkalýðsfrömuði sem taldir eru fylgja Sjálfsta-ðis- flokknum eða Framsóknarflokkn- um að máli, og koma á „alþýðu- völdum" innan sambandsins, eins og þeir nefna það sjálfir en í þvi mun felast að aðlaga stefnu Alþýðusambandsins sem mest að stefnuskrá Alþýðubandalagsins. Helztu forustumenn þessa hóps eru sagðir vera Bjarnfríður Leós- dóttir frá Akranesi, Baldur Öskarsson, forstöðumaður menn- ingarog fræðslusambands alþýðu, Kolbeinn Friðbjarnarson frá Sauðárkróki og verkalýðsleiðtogi Framhald á bls. 2. „Dýnan þar sem mamma svaí tættist sundur öðrum megin” Rætt við Harald Sturlaugsson um tanksprenginguna — Það er algjört kraftaverk að ekki urðu meiri slys á fólki en raun ber vitni, sagði Harald- ur Sturlaugsson í viðtali við Morgunblaðið í gær, en móðir hans og systir bjuggu í húsinu, sem hreiniega sprakk í loft upp í tanksprengingunni á Akra- nesi I fyrrinótt. — Sem dæmi um þetta mikla lán má nefna, að dýnan f hjónarúminu, þar sem mamma svaf, tættist í sundur öðrum megin, en mamma svaf hinum megin f rúminu. Þá svaf Helga systir f eina herberginu íhúsinu, sem ekki skemmdist að ráði, sagði Ilaraldur. Haraldur og fjölskylda hans vaknaði við sprenginguna og einnig fólk i nærliggjandi hús- um. Allir gluggar á vesturhlið húss Haralds mölbrotnuðu, en húsin standa á sömu lóð. — í vesturvegg hússins sem ég bý var fastur blómsturpottur, sem hafði hreinlega þeytzt þangað í sprengingunni, sagði Haraldur. — í fyrrinótt sváfu átta manns í húsinu og þarf ekki að fjölyrða um, að voveiflegir at- burðir hefðu átt sér stað, hefði svo margt fólk verið I húsinu í nótt. Það vildi til, að húsið var traustlega byggt og veggir þykkir þegar þessi 12 tonna tankur sprakk með gífurlegum krafti. Nei, maður skilur ekki það lán, að ekki fór verr, sagði Haraldur Sturlaugsson og bæt- ir því við að lokum, að sér finn- ist full ástæða fyrir fólk að at- huga kynditæki sfn af þessu tagi til að koma f veg fyrir slys sem þetta. Að sögn Haralds var húsið tryggt hjá Brunabótafélaginu, en ekki sagðist Haraldur vita hvort tryggingin næði yfir tjón sem þetta. Innbú var tryggt hjá Tryggingamiðstöðinni og unnu menn frá þvf fyrirtæki f gær að því að kanna tjónið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.