Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 í»;r0imMafoíifo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árii Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. slmi 10100 Aðalstræti 6. slmi 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands j lausasolu 60.00 kr. eintakið. ing Alþýðusambands ísl- ands kemur saman til fundar á nr.orgur ' fyrsta skipti í fjögur ár Áður voru ASÍ-þing haldin á tveggja ára fresti en því var breytt á síðasta þingi, sem haldið var árið 1 972 Má því gera ráð fyrir, að fulltrúar verkalýðsfélaganna h?fi margt að ræða Poxt verkefni ASI- þings séu vafalaust mörg og fjölbreytileg má þó ganga út frá því sem visu, að umræður um kjaramál muni setja svip sinn á þetta þing eins og svo oft áður. Þegar þing ASÍ kom saman tíl fundar fyrir fjórum árum var svokölluð vinstri ,tjórn við völd í landinu. Ekki þarf að draga í efa, að margir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafi bundið miklar vonir uið þá rikis- stjórn enda áttu sæti í henni tveir forsetar ASÍ, fyrst Hanni- bal Valdimarsson og síðar Björn Jónsson. Þegar upp var staðið hefur þó væntanlega þessum sömu forystumönnum verkalýðshreyfingar verið orðið Ijóst, að vinstri stjórn er ekkert töfraorð fyrir verkalýðssamtök- in. í raun og veru má segja, að vinstri stjórnin hafi að lokum gert allt það í kjaramálum laun- þega, sem verkalýðshreyfingin um árabil hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir, þ.á.m. að breyta gildandi kjarasamning- um, afnema visitölubindingu launa og margt fleira. Að auki varð verðbólgan stjórnlaus á þeim árum og ekkert er meira áfall fyrir launþega. Þess vegna ætti reynslan af síðustu vinstri stjórn að hafa sýnt verkalýðs- hreyfingunni og sannað að af- koma launþega er ekki betri undir vinstri stjórn. Því hefur verið haldið fram, að núverandi ríkisstjórn væri ..fjandsamleg" verkalýðshreyf- ingunni, hún væri ,,hægri stjórn" og „íhaldsstjórn" Þetta er auðvitað fráleitt viðhorf, sem á við engin rök að styðjast. Auðvitað er sú ríkisstjórn, sem við völd situr í landinu, ekki fjandsamleg einum eða öðrum. Henni hefur verið falið það verkefni að leiða málefni lands og þjóðar um fjögurra ára skeið. Hún tók við stjórn lands- ins, þegar efnahagsmál þjóðar- innar voru komin i algert öng- þveiti, óðaverðbólga geisaði, og gjaldeyrissjóðir tómir. Það var ekki öfundsvert hlutskipti að taka við stjórnartaumunum á þeim tima og við þær aðstæð- ur. Á þessum tveimur árum hefur ríkisstjórnin fært fisk- veiðilögsöguna út í 200 mílur og haldið þannig á þeim mál- um gagnvart Bretum, sem hafa verið okkur erfiðastir viðureign- ar, að i næstu viku, meðan ASÍ-þing stendur yfir, munu allir brezkir togarar hverfa af íslandsmiðum í fyrsta skipti í aldir, samkvæmt samningum, sem forystumenn ASÍ töldu svikasamninga! Annað mikið hagsmunamál launþega er að sjálfsögðu að dregið verði úr verðbólgunni. Á þessum tveim- ur árum hefur ríkisstjórninni tekizt að halda þannig á mál- um, að verðbólgan hefur minnkað um nær helming. Þetta er ekki nógu góður árangur en verulegur samt og skiptir höfuðmáli fyrir laun- þega. Hitt er auðvitað alveg Ijóst, að dýrtiðin er geysileg og hefur kreppt mjög kjör hins almenna launamanns. Verðlag á nauðsynjavörum hefur hækk- að það mikið, að launþegar eiga afar erfitt með að láta enda ná saman. Þetta er stað- reynd, sem menn verða að horfast í augu við. Þess vegna er eðlilegt, að frá verkalýðs- hreyfingunni komi kröfur um kjarabætur. Hvernig er hægt að tryggja þær? Enda þótt verð- lag á afurðum okkar erlendis hafi farið hækkandi er alveg Ijóst, að ný launasprenging í vor mundi hafa hinar alvarleg- ustu afleiðingar fyrir þjóðarbú- ið. Verðbólgan mundi magnast á ný, staða atvinnufyrirtækj- anna og þá sérstaklega sjávar- útvegs versna mjög, þar sem ekki er hægt að búast við áframhaldandi hækkunum af- urða okkar erlendis o.sv.frv. Þessa sögu þarf ekki að rekja áfram. Hana þekkja allir. Spurningiri nú er því sú með hverjum hætti unnt er að tryggja kjarabætur án þess að um miklar beinar launa- hækkanir verði að ræða. Þetta er í rauninni spurning, sem snýr ekki sízt að ríkisstjórninni. Það hefur jafnan á hinum siðari árum verið stefna Alþýðu- sambandsins að það skipti ekki höfuðmáli í hvaða formi kjara- bótin komi og telja verður að sú stefna sé óbreytt. Nú þurfa menn að átta sig á því í sam- einingu, hvort unnt er að tryggja hinum lægstlaunuðu, sem eru fyrst og fremst ákveðnir hópar ófaglærðra verkamanna, iðnverkafólk, ákveðnir hópar i verzlunar- mannastétt og meðal opinberra starfsmanna og ýmsir lífeyris- þegar kjarabætur, þótt aðrar og betur launaðar stéttir geti ekki búizt við kjarabótum til jafns við þá sem best eru settir. Hér kemur margt til greina. Hugsanlegt er að ná fram kjarabótum með skattalækkun- um. Vandinn er sá, að hinir lægstlaunuðu borga litinn sem engan tekjuskatt. Útsvarið, sem er brúttóskattur, kann hins vegar að vera orðið þessu fólki nokkur byrði. Hugsanlegt er einnig að færa niður verðlag á nauðsynjavörum í landinu með ýmsum hætti. Þau tæki, sem ríkisstjórnin hefur yfir að ráða í því sambandi, eru tollar, sölu- skattur og niðurgreiðslur. Aðal- atriðið er, að launasprenging, sem margir telja sig sjá fyrir í vor, tryggir engum raunveru- lega kjarabót og kemur verst við þá, sem sízt skyldi, þ.e. hina lægstlaunuðu. Þjóðin væntir þess, að að það þing Alþýðusambands íslands, sem saman kemur á morgun, muni taka ábyrga afstöðu til kjara- mála, og þá um leið getur verkalýðshreyfingin gert kröfur til þess að ríkisstjórn og Alþingi komi til móts við sjónarmið verkalýðssamtakanna. Þing ASÍ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 21 jarðskjálfti” Helga Ingunn Sturlaugsdóttir slapp ómeidd úr sprengingunni og vann við það I gærdag að tlna saman heila hluti úr búslóðinni. Séð inn I stofuna „Hélt fyrst að þetta væri — ÉG HÉLT fyrst að þetta hefði verið jarðskjálfti, en þeg- ar ég leit út um giuggann og sá að öll hin húsin stóðu uppi sá ég að eitthvað annað hafði gerzt, sagði Helga Ingunn Stur- laugsdóttir, I viðtali við Morg- unblaðið i gær en hún svaf I þvi eina herbergi i húsinu að Vest- urgötu 32 á Akranesi, sem ekki skemmdist i hinni miklu sprengingu þar í fyrrinótt. — Ég veit ekki hvort ég varð hrædd, ég vissi eiginlega ekk- ert af mér, þetta gerðist svo snöggt, sagði Helga. Rannveig Böðvarsson, móðir Helgu, kallaði til hennar fljót- lega eftir sprenginguna og að- varaði hana. — Mamma hafði dottið niður á fyrstu hæðina í gegnum gat á gólfinu þegar hún ætlaði að fara niður stig- ann, sem fór i sprengingunni. Hún sagði mér að bíða eftir hjálp og það gerði ég, ég hef ekki hugmynd um hve langan tíma það tók og veit í rauninni ekki af mér fyrr en ég var kom- in út í garðinn, sagði Helga. Helga vann að því i gær að safna saman þvi sem ekki eyði- lagðist og flytja það I geymslu. I húsi við Vitastiginn hitti Morg- unblaðið hins vegar að máli þá tvo menn, sem fyrstir komu á vettvang og björguðu mæðgun- um út úr húsinu. Sigurður Gunnarsson var á leið eftir Vitastígnum, er hann heyrði sprenginguna. Hann vissi ekki hvað var að gerast fyrst í stað, en lét það verða sitt fyrsta verk að hlaupa í næsta hús og hringja á lögregluna. — Siðan hljóp ég út að hús- inu og á eftir mér kom Stefán Jónsson, segir Sigurður. — Ég skreið inn um glugga á fyrstu hæðinni, en sá lítið fyrir gufu þegar inn var komið. I samein- ingu hjálpuðumst við Stefán siðan að þvi að bera Rannveigu út úr húsinu, en siðan fórum við inn aftur og upp um gat á stigapallinum skriðum við upp á gólfið og hjálpuðum Helgu einnig út, segir Sigurður Gunn- arsson. Sigurður Gunnarsson og Stefán Jónsson björguðu mæðgunum út úr húsinu. Verðlagning og innflutningur Það vakti mikla athygli, þegar sjónvarpið sendi nýlega út samtal við verðlagsstjóra þar sem fram kom að innkaupsverð á nokkrum vörum frá Bretlandi var mun hærra til okkar en menn eiga að venjast í Bretlandi sjálfu. Við- brögð stórkaupmanna hafa ekki síður vakið athygli, enda brugðu þeir hart við, kölluðu saman blaðamannafund og gagnrýndu sjónvarpsþáttinn harðlega. I fréttatilkynningu þeirra segir m.a. svo: „Þá vill félagið (Félag Islenzkra stórkaupmanna) nota þetta tilefni til að gagnrýna þau vinnubrögð sjónvarps og verð- lagsstjóra að birta umræddar upplýsingar um tiltekin vöru- merki án þess að hlutaðeigandi innflytjendur eða félagið fengju tækifæri um leið til að gefa skýr- ingar á þeim verðmun, sem um- rædd könnun leiddi í ljós.“ Á blaðamannafundi með stór- kaupmönnum kom fram, að skýr- ingar væru á þeim niðurstöðum, sem verðlagsstjóri komst að i ferð sinni til Bretlands, en þar kann- aði hann innkaup íslenzkra inn- flytjenda erlendis og kom fram munur á innkaupsverði íslenzkra innflytjenda og brezku heildsölu- verði, sem nemur átján til tuttugu og sjö prósentum. Skýringar stór- kaupmanna á fyrrnefndum blaða- mannafundi eru m.a. þær, að verð á þeim vörum, sem um er að ræða, er boðið innflytjendum þessa varnings, hvar sem er í heiminum og því ekki um að ræða neitt sérverð fyrir íslenzkan markað. Þá segja stórkaupmenn ennfrem- ur, að skýringar séu á verðmunin- um, sem fram kom, þ.e. að vörurn- ar eru keyptar með skilmálum, sem nefnast frítt um borð í Felixstowe, — „flutningskostnað- ur innanlands í Bretlandi er því innifalinn, auk hafnargjalda og afgreiðslugjalds... Vörurnar eru sérpakkaðar í útflutningsumbúð- ir, sterka tvöfalda pappakassa með millilögum, og fljótandi vörur eru i sérstökum flöskum með traustum töppum. Þessar ytri umbúðir eru dýrari og vand- aðri en þær umbúðir, sem notaðar eru á innanlandsmarkaði i Bret- landi. Vegna sjóflutninga til Islands og smæðar sendinga þarf að hand- pakka vörurnar í mörgum tilfell- um og breyta stillingu véla og veldur þetta allt saman auka- kostnaði." Og loks segja innflytj- endur, að brezkar verksmiðjur veiti „magnafslátt til brezkra verksmiðjuaðila vegna stórinn- kaupa.“ Óiafur Johnson tók á blaða- mannafundinum dæmi um vöru, sem nefnd hafði verið í samtals- þættinum með verðlagsstjóra, og sagði ástæðurnar fyrir þvi að is- lenzkur innflytjandi greiddi meira en enskur kaupmaður fyrir t.d. eina dós af Heins-bökuðum baunum m.a. þá, „í fyrsta lagi væru mun vandaðri umbúðir utan um vöruna, ef hún ætti að fara til tslands og búast mætti við að hún yrði fyrir hnjaski á leiðinni. Þá þyrfti að aka vörunni frá verk- smiðjunni til hafnar í Felixstowe og væri það yfir hundrað kíló- metra leið, mikil pappirsvinna væri i sambandi vió flutninginn til íslands og i mörgum tilfellum umskipun." Með allt þetta í huga sagði Ólafur, að verð til íslenzkra aðila væri engan veginn óeðlilega hátt, eins og hann kemst að orði. Annar kaupmaður, Jón Guð- bjartsson, sagði, að um sinar vörur gegndi að flestu leyti hið sama og þær vörutegundir, sem Ólafur hafði nefnt, en kvaðst vilja koma þvi á framfæri, „að flest það, sem sagt hefði verið, um Cerebos-salt I sjónvarpsþættinum hefði verið rangt.“ Það er að sjálfsögðu léleg frammistaða sjónvarpsins að nefna vörutegundir að innflytj- endum fjarstöddum og hafa svo ekki upp á réttar upplýsingar að bjóða. Gagnrýni Félags íslenzkra stórkaupmanna um þáttinn á því við rök að styðjast, og mættu menn hugleiða það, áður en efnt verður til nýrrar krossferðar. Þá kom það fram hjá stórkaupmönn- um, að hluti hins opinbera væri orðinn allt of mikill I vöruverði, „þar sem tollar eru of háir á mörgum vörutegundum enn sem komið er, þrátt fyrir EFT( aðild. Rikið tekur allt upp I 70 toll af matvörum, auk þess 18% vörugjald ofan á tollinn af mörg- um nauðsynjavörum, og loks 20% söluskatt af öllu saman.“ Þess ber að geta að á blaða- mannafundinum, sagði Jón Magn- ússon, að hann fagnaði þó þeim ummælum Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra, i fyrrnefndum sjónvarpsþætti, að koma bæri á frjálsri verðmyndun, eins og hann komst að orði. Með því móti fengist hagstæðast vöruverð og hefði þetta verið eitt helzta bar- áttumál Félags islenzkra stór- kaupmanna í mörg ár. Þess má geta að þetta hefur einnig verið stefnuskráratriði í Morgunblað- inu frá upphafi. Því að í raun og veru er frjáls samkeppni eíni rétti verðmyndunargrundvöllur- inn, enda hefur reynslan verið sú í þeim löndum, þar sem slíkt hef- ur tiðkast og verðskyn viðskipta- vina hefur ekki verið brenglað með þeim hætti, sem hér hefur orðið, og má þar t.d. nefna Vestur- Þýzkaland. Sú verðmyndunar- regla sem hér .. hefur ríkt, með verðlagshömlum ýmiss konar, hefur leitt til þess, að almenning- ur hefur ekki talið ástæðu til að leggja á sig að fylgjast með verð- lagi, en ætlast til þess að opinber- ir aðilar sjái um allt slikt. Hver maður getur séð I hendi sér, að slíkt skapar hvorki áhuga né löng- un til að fylgjast með því, sem er að gerast i viðskiptamálum. 1 fyrrnefndri fréttatilkynningu, segja stórkaupmenn ennfremur: „Ef hér rikti frjáls verðmyndun myndi innflytjandi frekar leita eftir hagkvæmari innkaupum, þar sem álagning gæti þá hreyfst í prósentutölu, þó svo að krónutala, sem hann tæki, yrði svipuð og áður. A hinn bóginn gæti neyt- andi fengið verðlækkun og stöð- ugra verðlag þar sem margföldun- aráhrif álagningar, tolla og sölu- skatts minnkuðu." Grundvöllur heilbrigðs þjóðfélags Það hlýtur að vera röng stefna, að þeir innflytjendur séu beinlin- is verðlaunaðir, sem kaupa inn með óhagstæðari kjörum en aðrir, en það er I raun og veru gert með því, að veita þeim heimild til að fá meira í aðra hönd, eftir því sem varan er dýrari i innkaupi. Þetta hefur áreiðanlega haft slæm áhrif, bæði á neytendur og ekki siður verzlunarstéttina, og slævt áhuga manna á frjálsri verzlun, sem er einn af grundvöllum heil- brigðs þjóðfélags. Vmsir hafa gengið á lagið og menn treysta ekki öllum kaupmönnum lengur fyrir frjálsri verðmyndun. Því er ekki út í hött að ætla, að viss tortryggni hafi skapazt og fólk vilji halda í það hálmstráið, sem þvi er nærtækast, þ.e. ákvarðanir og eftirlit opinberrar verðlags- skrifstofu. Loks er ekki hægt að ganga fram hjá þeirri staðreynd, að ýms- ir kaupmenn hafa sjálfir komið óorði á verzlunina. Þeir berast mikið á, hagnast augsýnilega úr hófi fram, að áliti almennings, á sama tima og þeir barma sér. Bör Börssonar eru ekki fulltrúar verslunarstéttarinnar, a.m.k. ekkv\ þess bezta sem hún hefur upp á að bjóða. Nýlega hafa birzt samtöl í vikublaði við nokkra nýríka kaupmenn og hafa þau verið með þeim hætti, að þau hafa fremur vakið tortryggni en skilning og samúð með málstað verzlunarinn- ar. Auðæfi þeirra og allsnægtir hafa verið tíundaðar, jafnvel full- yrt að Salómon konungur hefði ekki haft efni á þvi að búa I þeim lúxusumbúðum, sem myndir eru birtar af ásamt eigendum. Þá hefur jafnvel í sliku samtali verið gert lítið úr frjálsri álagningu og þeirri frjálsu verðmyndunar- reglu, sem ein er í samræmi við frjálsa verzlun, og heilbrigða sam- keppni og leitt getur til hagstæð- ari og betri vörukaupa en tíðkast þegar hömlur og verðlagshöft eru látin ráða ferðinni. Kaupmenn, og þá ekki sist stór- kaupmenn, ættu einstaka sinnum að líta i eigin barm og gagnrýna sjálfa sig og félaga sína, þegar málstaður þeirra er illa túlkaður — og jafnvel með þeim hætti, að alið gæti á tortryggni og úlfúð i garð verzlunarinnar. Það vekur ekki sizt tortryggni þegar menn kunna ekki að greina á milli eigin fyrirtækis og einkalífs. Kaupmenn ættu ekki sízt að íhuga þessar staðreyndir, þegar þeir fjalla um erfiðleika sina og verzlunarinnar og gagnrýna þá, sem skella skollaeyrum við kröf- um þeirra um heilbrigðari og hag- kvæmari verzlunarhætti. Frum- skilyrðið er, að kaupmenn sjálfir vinni málstað sinum það gagn, sem nauðsyn er; að þeir vinni trúnað almennings og geti, síðast en ekki sízt, sannfært almenn- ingsálitið um, að frelsi verði ekki misnotað í viðskiptum, heldur muni það leiða til góðs, bæði fyrir verzlunina og almenning í land- inu. Hrognamál og vafasamar reglur Frá blaðamannafundi kaupmanna Georg Ólafsson Fram kom hjá verðlagsstjóra, að óhæfileg verðlagning væri á leikföngum, 100—200%, og það hafi hann séð eftir könnun sina I London. En hvers vegna vissi hann þetta ekki aður fyrst verð- lagsskrifstofan fær alla verðút- reikninga áður en varan er seld, hvort sem hún heyrir undir verð- lagsákvæði eða er frjáls? Af hverju var engin athugasemd gerð af hans hálfu við viðkomandi innflytjanda fyrst verðlagsskrif- stofan telur, að hér sé um okur- álagningu að ræða — eða er full- víst að leikföng séu dýrari hér á landi en í nágrannalöndum, t.a.m. Danmörku? Það væri í þágu ábyrgra innflytjenda, að slikt mál væri upplýst, en ekki tekið sem dæmi um almennan óheiðarleika í verzlun. Hér er þó ekki við kaup- menn eina að sakast, þvi að sam- vinnuhreyfingin er einn stærsti innflytjandi leikfanga. Ástæða er til að gruna ríkið um að - vilja hafa álagningarfyrir- komulagið með þeim hætti sem raun ber vitni, vegna þess, að þvi dýrari sem varan er I innkaupi því meir rennur til rikisins, i toll- um, vörugjaldi og söluskatti. Þannig fær rikið tækifæri til að selja erlendan gjaldeyri á marg- földu gengi. Það mun jafnvel vera heimild fyrir því í tollskránni, að reikna megi aðflutningsgjöld mið- að við heimsmarkaðsverð, þó að varan sé keypt á hálfvirði, og sér hver maður I hendi sér, að slíkt örvar innflytjendur ekki til að kaupa ódýrt, því að í raun og veru getur slik heimild kallað á sið- leysi í verzlun og viðskiptum. I reglum tollskrárinnar um undirboðs og jöfnunartolla, 26. og 27. greinum, segir svo: 26. g’r. „Nú má ætla, að erlend vara sé flutt inn eða boðin fram með und- irboðskjörum (dumping) og slikt geti stofnað innlendum atvinnu- rekstri í hættu eða torveldað hann að mun, og má þá fjármála- ráðherra leggja á sérstakan und- irboðstoll til að hamla gegn slik- um viðskiptum. Þá má fjármálaráðherra í sama skyni og með sömu skilyrðum leggja á sérstakan jöfnunartoll, ef ætla má, að útflutningsverðlaun, uppbætur, endurgreiðslur o.þ.h. erlendis hafi sams konar áhrif hér á landi og getið er i 1. málsgr. þessarar gr. Akvarðanir fjármálaráðherra um þetta efni taka gildi frá og með þeim degi, sem þær eru birt- ar I A-deild Stjórnartiðinda. Undirboðs- og jöfnunartolla má ekki leggja á til lengri tima en 6 mánaða i senn. 27. gr. Með undirboði eða undirboðs- kjörum í lögum þessum er átt við það, ef erlend vara er flutt inn eða boðin fram a. á verði, sem er lægra en sam- bærilegt verð í útflutningsland- inu á tilsvarandi vöru við venju- leg viðskiptaskilyrði, eða b. ef slikt verð er ekki fyrir hendi I útflutningslandinu, þá annað- hvort 1. á verði, sem er lægra en hæsta útflutningsverð á tilsvarandi vöru til einhvers annars lands, eða 2. á verði, sem er lægra en fram- leiðslukostnaður vörunnar í upp- runalandinu, að viðbættu sann- gjörnu álagi fyrir sölukostnaði og ágóða. Við samanburð þann, er um ræðir í 1. málsgr., skal taka tillit til mismunandi sölu- og af- greiðsluhátta, flutningskostnað- ar, skatta og annars sliks aðstöðu- munar, sem skipt getur rnáli." Þessi ákvæði eru vist höfð til að vernda innlendan atvinnurekst- ur, eins og segir I upphafi 26. greinar, og er slikt að sjálfsögðu réttlætanlegt, en þá ætti hrein- lega fremur að tilgreina í reglun- um, hvaða vörur talið er nauðsyn- legt að vernda, en láta þetta ekki ná alfarið til alls innflutnings, þvi að með því er góðum innflytjend- um hegnt að ástæðulausu. I skjóli tollfrelsis hafa útlendingar kom- ist inn á íslenzkan veiðafæra- markað með undirboðum. Þess má geta að veiðarfæri hafa verið tollfrjáls til skamms tíma, en ef þessi iðnaður hefði fengið toll- vernd, hefði hann nú betri að- stöðu, að ýmissa áliti. Þá hefur komið fram, að ef inn- flytjendur reiknuðu umboðslaun hér heima, ætti að vera unnt að komast hjá því að aðflutnings- gjöld legðust á umboðslaun, en rikið heimtar sitt; samkvæmt toll- skrá um þóknanir ber að reikna umboðslaunin inn í eðlisverð vör- unnar, eins og það er nefnt, þann- ig að þóknun, sem næmi t.d. 5% kostar neytapda 15%, þegar rikið hefur tekið sitt. Innflytjendur verða að fara eftir reglum og þvi er varla raunhæft að taka dæmi, sem brýtur i bága við þær reglur, sem þeim eru settar. Af vöru, sem kostar samkvæmt fyrrgreindri skilgreiningu 400 krónur út úr verzlun hér á landi, hefur ríkið tekið helminginn eða 200 krónur, ef um er að ræða bannvarning, sem verðlagsstjóri gerði að um- talsefni í fyrrnefndum sjónvarps- þætti. Hitt er svo annað mál, að regl- urnar um þóknanir eru nánast óskiljanlegar og ágætt dæmi um það opinbera hrognamál, sem fólki er boðið upp á og ætlazt er til að það skilji. Klásúlan um þóknanir er svohljóðandi i toll- skránni — og ekki úr vegi að ljúka þessu Reykjavíkurbréfi með tilvitnun í slikar gullaldar bókmenntir: „Bæði sölu- og innkaupsþókn- anir skulu meðtaldar í eðlisverð- inu. Er þvi ekki heimilt að leyfa frádrátt frá vörureikningsfjár- hæðinni vegna sölulauna, sem í henni kann að vera reiknað með til umboðsmanns, sem komið hef- ur viðskiptunum í kring. Nemi fjárhæð sú, sem tilgreind er á vörureikningi, söluverði til kaup- anda að frádreginni slíkri þóknun (annað hvort þannig, að frádrátt- urinn sé sýndur eða gerður nettó- reikningur), skal skýrt frá þókn- uninni og hún talin með í eðlis- verðinu, án tillits til þess, hvort kaupandinn á að standa seljand- anum skil á henni eða greiða hana umboðsmanni beint. Innkaups- þóknun til umboðsmanns skal einnig látin uppi og talin með í eðlisverðinu. Það sem hér hefur verið sagt um þóknun til umboðs- manns, á einnig við um þóknun til umboðssala (varðandi innflutn- ing varnings sem umboðsvöru- birgða, sjá 2.4.4). Um þóknanir allar, af hvaða tagi sem er, gildir sú regla, að engu skiptir, hvort þóknunin er greidd aðila innan eða utan Islands.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.