Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 — Rætt við Vilhjálm Einarsson Framhald af bls. 33 skrifar: „Hugsanirnar ásóttu mig. Ef ég gæti skrifað öll þau ósköp niður, væri það efni í heila bók. Ég reyndi allar mínar afslöppun- araðferðir og sagði við sjálfan mig: „K/ þú hcldur þér ekki í skefjum i nótt og sefur ekki eins og maður, ertu að eyðileggja margra vikna erfiði, sem tekið hefur að undirbúa þig undir þetta átak“. Ég fór með bænirnar minar oftar en eínu sinni, því miður held ég að lítill hugur hafi fylgt máli, þvi erfitt var að henda reiður á heilastarfseminni." Morguninn eftir var matarlyst- in lítii sem engin og það sem Vilhjálmur píndi ofan í sig vildí sömu leið upp aftur. Tveimur tímum áður en keppnin átti að hefjast var Vilhjálmur mættur á Ólympíuleikvanginn og skoðaði þrístökksbrautina, sem honum leizt vel á. í fyrsta stökki undan- keppninnar stökk Vilhjálmur 15.16 metra og var því tryggð þátt- taka í úrslitakeppninni. Eftir for- keppnina fór í hönd 3 tíma bið eftir aðalkeppninni og lýsir Vilhjálmur þeirri bið sem einum erfiðasta hluta keppninnar. „Þegar ég fór svo í keppnina sjálfa, var hugarástand mitt heppilegt til afreka, held ég. Ég bjóst ekki við sigri, en hafði ekki viðurkennt tap fyrirfram, hafði allt að vinna, engu að tapa, hafði enga afsökun fyrir að standa mig illa, nema ef örlögin snerust á móti og ef heppnin yrði með, þá. Hepþnin lét samt bíða eftir sér og fyrsta stökkið var ógilt, annars yfir 15.80. Sa'gur af stökkvurum fór yfir 15.50, Da Silva einn yfir 16, 16.04. Eins og oft þegar mannssálin ráfar í myrkum örvæntingarinn- ar. er ba-nin eina leiðin, og þar sem ég sat þarna í íþróttagallan- um, þá baðst ég innilega fyrir. Eg bað samt ekki um gull eða silfur, heldur það að mér mætti heppn- ast að sýna ávöxt þess erfiðis, sem undirbúningurinn hafði haft í för með sér, að mér mætti heppnast vel. Einnig bað ég þess að ef mér heppnaðist vel, þá mætti mér auðnast að nota áhrif mín, ef ein- hver yrðu, til góðs fyrir ísland og íslenzka æsku. Næsta stökk heppnaðist vel, miklu betur en ég eða nokkur annar, held ég, hafði þorað að vona. Það var svo hárfínt á plankanum, að það leið löng stund þar til það var úrskurðað gilt. Ég var eitthvað svo dofinn eftir einbeitinguna að mér fannst ekkert til koma. Þótt ég brosti og veifaði til fólksins, var eins og ég væri varla viðstaddur. Þegar Da Silva bætti metið með því að stökkva 16.35 metra varð ég ekkert hissa, ég bjóst eiginlega við fleirum fram fyrir mig. Það var ólýsanleg tilfinning að standa á verðlaunapallinum og sjá íslenzka fánann dreginn að húni, með þeim brasilíska, sem var í miðjunni, og þeim rússneska til vinstri.“ ÞETTA VAR SVO LÉTT Þannig lýsir Vilhjálmur Einars- son því afreki sínu er hann stökk inn í metabækur Ólympíuleik- anna. Er hann vann afrek, sem íslenzka þjóðin er enn þann dag í dag stolt af. Er hann stökk 16.26 metra í þrístökki og setti Ólympíumet, sem hann átti þó aðeins í rúman klukkutíma. Er hann vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956, verðlauna, sem enginn Is- lendingur annar fyrr eða síðar hefur unnið til. En gefum skólastjóranum í Reykholti, Vilhjálmi Einarssyni, orðið, 20 árum eftir að hann vann þetta afrek: — Það var dásamleg tilfinning að sjá að stökkið var gilt og ég hafði r.áð 16.26 m, segir Vil- hjálmur. Mér hafði fundizt þetta svo létt og fannst ég geta enn meira, en ég hugsaði sem svo að fleiri en ég gætu stokkið þessa lengd. Ég kunni illa við það þegar menn byrjuðu strax að óska mér til hamingju og það kom mér ekki á óvart þegar Da Silva stökk 16.36 metra. Mér fannst verst að ökkl- arnir skyldu svíkja svo ég gat ekki tekið á það sem eftir var keppninnar. HEIMSMET í HÁSTÖKKI ÁN ATRENNU Að loknum Ölympíuleikunum í Melbourne átti Vilhjálmur eftir að gera garðinn frægan í íþróttum í nokkur ár enn. Verður aðeins drepið á það helzta í þeirri sögu. Ólympíumeistarinn Da Silva kom hingað til lands 1958 og háðu hann og Vilhjálmur tvö einvígi. Lauk þeim svo að kapparnir unnu hvor sína keppnina. Evrópumót var haldið þetta ár og varð Vil- hjálmur fyrir því óhappi að togna í læri nokkru fyrir keppnina og tóku þau meiðsli sig upp á móti í Karlstad. Var Vilhjálmur að ei'gin sögn að komast í mjög góða æf- ingu þegar þetta gerðist, en varð að hvíla nær alveg fram að Evrópumeistaramótinu. Þar varð hann þó í þriðja sæti og hefði það einhvern tímann þótt góður árangur. Ólympíuleikar voru aftur haldnir í Róm árið 1960 og Vil- hjálmur var að sjálfsögðu meðal keppenda. Hann hafði nokkru fyfir Leikana stokkið 16.70 m á móti á Laugardalsvellinum og var því fullur bjartsýni er haldið var til Rómar, en segir þó að það hafi farið í taugarnar á sér hve miklar kröfur hafi verið gerðar til sín. Mikil hitabylgja gekk yfif ítalíu meðan Ólympíuleikarnir stóðu yfif og var mjög erfitt með allar æfingar. Fann Vilhjálmur út að bezt væri að æfa í Ijósaskipt- unum, en þá var svalast. Viku fyri k'eppnina var Vil- hjálmur alveg á toppi og á æfingu eins og hann gerði í Melbourne, viku áður en kom að „stóra slagn- um“ stökk hann 16.10 í Róm og var atrennan þó aðeins á hálfum krafti. Til að komast áfram úr undankeppninni þurfti að stökkva 15.50 m og tókst ekki betur til en svo hjá Vilhjálmi að fyrsta stökk hans þar mældist einum sm of stutt, 15.49. Þurfti hann nú að bíða i erfiðan klukku- tíma í hitasvækjunni áður en hann fékk að reyna aftur, en þá náði hann örugglega lágmarkinu. 1 aðalkeppninni stökk Vil- hjálmur 16.36 metra og var það annað bezta stökk hans á ferl- inum. Dugði það þó ekki „nema“ til fimmta sætis, en stutt var á milli kappanna, sem vorn í 2.—5. sæti. Um þátttöku sína á Leikunum í Róm, segir Vilhjálm- ur, að þar hafi ekki ein báran verið stök, óheppnin hafi elt hann allan tímann. Á Evrópumeistaramótinu í Belgrad 1962 varð Vilhjálmur í fimmta sæti og þannig mætti halda áfram að telja. Það verður þó ekki gert hér, aðeins litillega minnst á hæfileika Vilhjálms í hástökki án atrennu. Á jólamóti ÍR 1962 stökk Vilhjálmur 1.75 metra í hástökki án atrennu og var það þá heimsmet i greininni, en Norðmaðurinn Evans bætti metið skömmu síðar i 1.76 metra. Það er merkilegt við þennan árangur Vilhjálms að hann stökk aldrei nema 1.78 metra í hástökki með atrennu. Litið var keppt í hástökki án atrennu og mun vera alveg hætt núna, en eigi að síður er árangur Vilhjálms í greininni frábær og hann um tíma fremstur allra í heiminum í þessari grein íþrótta. SÁ SEM LIFIR I FORTÍÐINNI FER Á MIS VIÐ VMISLEGT En við erum í Reykholti og spyrjum Vilhjálm tveggja spurn- inga í lokin, fyrst hvað íþróttirnar hafi gefið honum og síðan hvort það sé stærsta stund í lífi hans þegar hann stóð á verðlaunapall- inum í Melbourne 26. nóvember 1956. — íþróttirnar hafa fært mér ferðalög um allan heim, ég hefi kynnzt fólki, löndum og álfum. Ég held að þeim tíma, sem ég varði í íþróttir, hafi ekki verið illa varið, þó svo að mikil ástundun þeirra hafi verið erfið eftir að ég var kominn með fjölskyldu. Það má segja að það sé sín ögnin af hverju, hvað iþróttirnar hafa gefið og hvað tekið. Það er erfitt að segja hvað hefði orðið ef ég hefði ekki verið í iþróttunum, ég væri þá ef til vill arkitekt, eins og ég ætlaði mér, en hætti við vegna íþróttanna. — Þróunin almennt séð í íþróttunum virðist mér nú vera sú að fólk, sem ætlar sér að ná langt, geti lítið sinnt öðru mikinn hluta unglings- og manndómsára sinna en æft íþróttir. Við það vaknar sú spurning; Hvað tekur svo við? Við íslendingar stöndum verr að vígi en áður, bilið fer breikkandi hvað aðstöðu og aðbúnað snertir. Tökum sem dæmi að nú þykir ófært alls staðar i heiminum að hafa ekki brautir úr tartan eða öðrum gerviefnum. Þegar ég var að æfa þá voru brautirnar á Mela- vellinum jafn góðar og á völlum annars staðar í heiminum. — Það er að sjálfsögðu ákaf- lega skemmtileg minning að hafa staðið á verðlaunapalli á Ólympíu- leikum, en maður var hálf dofinn eða sljór eftir að hafa náð þessu og eftir alla spennuna á undan. Verðlaunaafhendingin var kannski ekki annað en forms- atriði. Ég held að stundin, sem er að líða hverju sinni, sé stærsta stundin og það er hún sem ávallt skiptir mestu máli.. Sá sem lifir í fortíðinni hlýtur að fara á mis við ýmislegt, sem nútíðin býður upp á. leikið vió danðanit LJÓÐ JÓNS FRA LJÁRSKOGUM Skáldið sem bæði orti sig og söng sig inn í hjörtu íslendinga, þó að æviár hans yrðu ekki mörg. Steinþór Gestsson, einn af félögum Jóns í MA-kvertettinum, hefur gert þetta úrval. LEIKIÐ VIÐ DAUÐANN eftir James Dickey. Æsispennandi bók, seiðmögnuð og raunsæ. Hefst eins og skátaleiðangur, endar eftir magnaða baráttu um líf og dauða bæði við menn og máttarvöld. PLUPP fer til íslands Insa ISLANDS EK.KI FflEDDU í CÆK eftir sænska barnabókahöfundinn Ingu Borg. Bráð- skemmtilegt ævintýri í máli og myndum um sænska huidusveininn PIúpp og það sem hann kynnist á Islandi. EKKI FÆDDUR í GÆR sjálfsævisaga Guðmundar G. Hagalíns. Gerist á Seyðis- firði og í Reykjavík á árunum 1920—25. Saga verðandi skálds sem er að gefa út sínar fyrstu bækur. Sjóður frábærra mannlýsinga — frægra manna og ekki frægra. fir eruyður gemar Gieínasafh jótiíinnesir ildga GJAFIR ERU YÐUR eftir Jóhannes Helga. Greinasafn skapríks höfundar sem aldrei hefur skirrzt við að láta skoðanir sínar í Ijós tæpitungulaust. Greinar hispursleysis og rökfimi. (É Almenna Bókafélagið, Austurstræti 18, Bolholti 6, sími 19707 sími 32620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.