Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 c\ n VER©LD VIÐSKI PTALÍFIÐl Af ávöxtunum skulið þid þekkja þá? LIFIÐ í SJONUMBB Þegar hákarl- arnir kunnu að fljúga Allt á sér blómaskeið einhvern tíma — og einnig hákarlar. Nú segjast bandarískir dýrafræðing- ar hafa fundið ótvíræð merki um gullöld hákarlanna. Það er í gljúfrum miklum á nautabúgarði í Montanafylki, tveimur kíló- metrum yfir sjó. Dýrafræðingarn- ir fundu þarna urmul steingerðra hákarla. Þeir syntu forðum sæ, sem nú er löngu þornaður; kannski hafa þeir jafnvel þrifizt um allan heim. En síðan eru liðn- ar 320 milljónir ára. Þarna, sem nú heitir í Montana, voru hákarlar miklum mun fjöl- breyttari að gerð en nú þekkist. um að gagni i viðureignum við sér stærri skepnur. Fram að þessu hafa dýrafræð- ingarnir í Montana fundið 64 teg- undir hákarla, sem áður voru óþekktir. Aragrúi beinagrinda hefur varðveitzt þarna, líkast til vegna þess,að set hefur hætzt hratt á sjávarbotninn og grafið fiska, sem ella hefðu eyðzt. Voru sumir hákarlarnir svo vel geymd- ir, að rækjuleifar fundust í kviði þeirra. Af þessum steingerving- um má ráða það, að hákarlar hafi orðið fyrstir fiska til þess að laga sig ;ð fjölbreyttum lífsháttum. Löngu slðar komu til sögunnar fiskar með beinagrind en ekki brjósk eins og hákarlarnir; smám saman tóku þeir fiskar einnig upp fjölbreytta lífshætti og útrýmdu þá flestum hákörlunum áður en langt leið. En fyrir daga fiska með beinagrindur töldu hákarlar helming allra þekktra fiskteg- unda. Hákarlarnir mega sem sé muna sinn fifil gegurri... — BOYCE RENSBERGER. nuGwmmamm UNITED Fruithringurinn var stofnað- ur árið 1899. Allar götur upp frá því hafa menn jafnan tekið hann til dæmis um efnahagslega heimsvalda- stefnu Bandarfkjanna. Fyrirtækið hefur einkum átt ftök f Miðameríku- rfkjum. Reyndar hafa framámenn þess löngum haft töglin og hagld- irnar í þeim löndum. Og þeir hafa Ifka átt góða að í Bandarfkjunum, verið nátengdir utanríkisráðuneyt- inu, öryggisráðinu og CIA, banda- rfsku leyniþjónustunni. Hefur þetta oftlega birzt f verki. Árið 1954 lagði CIA á ráðin um það að steypa stjórn Jacobs Arbenz f Gautemala. Stjórnin hafði þá gerzt svo djörf að leggja hald á 200 þúsund ekra, sem United Fruit hafði keypt eingöngu til að keppinautar þess hrepptu þær ekki. Sjö árum sfðar fékk CIA tvö skip úr flota fyrirtækisins að láni til inn- rásarinnar á Kúbu. Fidel Castro hafði þá gert upptækar eignir United Fruit á Kúbu, 100 milljóna dollara virði. Fjölmargir mið-amerfskir stjórnmála- menn hófust til valda fyrir tilstyrk United Fruit eða féllu úr sessi fyrir tilverknað þess. Ýmist stóð fyrir- tækið að þessu upp á eigin spýtur eða naut hjálpar bandarfskra yfir- valda. Það er til dæmis um reynslu miðamerfkumanna af United Fruit, að það var jafnan nefnt ,,EI Pulpo" suður þar; það þýðir „Kolkrabbinn". Fyrir átta árum voru örlagatfmar hjá United Fruit. Kvöld nokkurt f september það ár voru hæst settir menn f fyrirtækinu saman komnir í klúbbi einum í Boston og biðu manns, sem þeir vissu ekki hver var. En þessi maður hafði fyrr um daginn keypt 10 hundraðshluti í fyrirtækinu og grunaði forráðamenn þess með réttu, að hann hygðist Ifka komast yfir afganginn. Hann hafði greitt 41 milljón dollara (7667 millj. kr.) fyrir hina 10 hundraðshluti, og voru það þriðju mestu viðskipti, sem orðið höfðu í kauphöllinni í New York. Hinn dularfulli kaupandi reyndist heita Eli M. Black. Hann var Gyðing- ur, fæddur og uppalinn f Póllandi. Hann hafði verið vfgður rabbf meðal Gyðinga, en snúið sér síðar að kaup- sýslu og stofnað stórfyrirtæki, AMK Corporation, sem seldi fyrir billjón dollara á ári, þegar þarna var komið sögu. En sagan er úr bók eftir Thomas nokkurn McCann; hún heitir „An American Company" og kom út fyrir skömmu. McCann réðst til United Fruit árið 1951. Hann var þá 19 ára. Hann byrjaði skrifstofu- maður, en þegar Black kom til sög- unnar var hann orðinn næstæðstur f „almannategnslum" hjá United Fruit. McCann var ekki á fundinum, sem áðan var getið, en hann fylgdist vel með þvf, sem fram fór þá og síðan allt til ársins 1971. Þá sagði hann upp starfi sfnu, en jafnvel eftir það var hann f góðum vinskap við marga þá framámenn United Fruit, sem koma við sögu hans. Og áfram með hana. Um það bil, sem Black skarst f leikinn, var United Fruit ekki sérlega vel statt. Mikið gekk á í fjármálun- um á þessum árum. Þótt undarlegt megi virðast var slæmur fjárhagur United Fruit einkum því að kenna, hve fjármálastjórn þess var gætin og íhaldssöm. En þannig var, að stjórnin hafði varið geysimiklu fé til þess að losa fyrirtækið úr langvinnum skuld um. Voru hlutabréfin f því ekki hátt skrifuð, þegar Black fór að kaupa. Og hann lagði svo fram tilboð, sem varla varð neitað. Fyrir hlutabréf, sem þá voru metin til 56 dollara (u.þ.b. 10.500 kr.) bauð hann ýmis- leg bréf úr fyrirtæki sfnu, AMK, sem metin voru 86—100 dollara virði (16—18.700 kr). í september 1970 var hann kominn yfir fyrirtækið og auk þess búinn að setja gamla starfsmenn Framhald á bls. 17 Þaö voru hákarlar með horn upp úr miðju höfði, aðrir áþekkir lúð- um í laginu. Sumir höfðu sérlega stóra ugga svo, að þeir gátu stokk- ið úr sjó upp og svifið nokkurn spöl í loftinu, aðrir höfðu grip- klær fram úr kjálkunum og enn aðrir voru dvergvaxnir, ekki nema rúmlega þriggja sentimetra langir. Einn sá merkilegasti, sem fannst þarna í Montana hafði bak- ugga, sem lék á nokkurs konar hjörum líkt og flugvélarstýri. Er hann blakaði bakugganum gat hann ,,snúið á punktinum“ og hef- ur það áreiðanlega oft komið hon- Concorde, Carter og framtíðin NtJ snemma í mánuðinum gat að lita þessa fyrirsögn i franska blað- inu Le Figaro, sem er heldur íhaldssamt: „CONCORDE GLAPPASKOT?" Um sömu mundir birtist svohljóðandi fyrir- sögn í Le Quotidien, sem hneigist til vinstri: „CONCORDE -ER NtJ ÖLLU LOKIÐ?“ Þarna var vissu- lega ekki spurt út í loftið. Svo sem allir vita stóðu Bretar og Frakkar saman að smiði Concordeþot- unnar, mestu farþegaflugvélar, sem sögur fóru af. Það hefur gengið á ýmsu fyrir Concorde þessi ár, sem hún hefur verið á lofti. Einkum hefur það þó staðið henni fyrir þrifum, að hún fær ekki að lenda nema á fáum stöð- um á jörðinni. Það stafar nefni- lega svo mikill ófriður af henni. Þetta kemur sér illa fyrir breta og Frakka. Concordevélarnar eru geysidýrar i smiðum. Og sárafáir hafa treyst sér til að kaupa þær fram að þessu. Nú þykjast ýmsir sjá fram á það, að Concordeævin- týrið endi með fjárhagslegum. ósköpum, bæði f Bretlandi og Frakklandi. Reyndar hafa margir verið á móti Concorde frá byrjun. En því hljóp nú þessi æsingur I Eirðarleysi, brennivín — og 50 bækur JACK London var vinsælastur og bezt launaður höfundur I Bandarfkjunum um sfna daga Hann hafði jafnan mikið umleik- is; hann var líka róttækur f skoð- unum og komst af þessu oftar f fréttirnar en aðrir höfundar, jafnvel oftar en Hemingway og Mailer sfðar meir. London skrif- aði 50 bækur á 17 árum og eru það fádæma afköst. Þessar bækur voru skrifaðar af hamslausum Iffsþorsta og gegnsýrðar þjóð- félagsgagnrýni, sem höfundurinn stenfdi að kjarna valds og forrétt- inda og færði þannig von þeim, sem lftils máttu sfn. Nú eru 60 ár liðin frá þvf London dó. Enn ná bækur hans máli á þann kvarða, sem alltaf gildir: menn lesa þær. Um þessar mundir eru einar 80 útgáfur verka hans á almennum markaði. Ein skáidsaga hans að minnsta kosti („Óbyggðirnar kalla“) og sex eða sjö smásögur eru öruggar á skrá um mestu VANGASVIPURI skáldrit bandarfsk fyrr og sfðar. Verk Londons hafa verið þýdd á 68 þjóðtungur og aflað honum langfrægðar vfða um lönd, eink- um f Evrópu. I janúar sfðastliðn- um voru 100 ár frá fæðingu Lond- ons. En f föðurlandi hans, Banda- rfkjunum, varð þess þó varla get- ið nokkurs staðar; að minnsta kosti varð enginn hávaði af því tilefni. London var sonur Floru nokk- urrar Wellman, andatrúarkonu, sem nefndi Wilfiam Chaney, stjörnuspeking, föður að drengn- um. En sá kom ekki meira við söguna. Þegar Jack var nfu mán- aða giftist móðir hans John Lond- on, farandverkamanni og bónda; drengurinn hlaut svo nafn af hon- um. Fjölskyldan var lengstum fá- tæk. Sfðar sagðist Jack oft hafa „langað f kjöt“, og mun það hafa verið fáséð á borðum. 10 ára var hann farinn að selja blöð á götun- um og 14 ára vann hann 10 stunda vinnudag f niðursuðuverksmiðju. Þar fékk hann reynsluna, sem hann notaði seinna f „FráviIIing- inn“, fræga sögu af barni, sem þrælar f verksmiðju. 16 ára var Jack orðinn allharðn- aður, farinn að drekka brennivfn ómælt og lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann gerðist forsprakki ostruveiðiþjófa við San Franciscoflóa. Sfðar skipti hann um og gekk f lið með landhelgis- gæzlunni. 17 ára munstraði hann sig á selfangara, sem sigldi á Jap- an og Beringshaf. Þá fékk hann efniviðinn f „Sæúlfinn** og þann alkunna voðamann (Jlf Larsen. Ári seinna steig London á land f Bandarfkjunum og lagðist á flakk yfir þau. Þrjá mánuði sat hann inni f Niagarafangelsi, fyrir það, og margt annað bar til tfðinda, en heim komst hann þó um sfðir. Svo kom upp gullæðið mikla og allir, sem vettlingi gátu valdið þustu til Klondike að verða rfkir. Þá var Jack London orðinn 21 árs; hann fór auðvitað Ifka. E’ ,i fann hann gull. En hann 1 Jði, eins og endranær, ómetanlegan efnivið f sögur upp úr krafsinu, efni f bæk- ur, sem gáfu milljón dollara f aðra hönd áður lauk. Reynsla hans af almennri verkamannavinnu, eins og hún gerðist á þessum árum, varð til þess, að hann strengdi þess heit að verða aldrei framar „vinnu- dýr“. Hann einbeitti sér nú að þvf að læra til rithöfundar. Og hann gekk að þvf með sama dugnaðin- um og öðru. Hann las og skrifaði 18—20 tfma á dag og hélt svo áfram þar til hann var nærri bú- inn að missa heilsuna. Hann var orðinn 23 ára, þegar hann seldi fyrstu sögu sfna. Það var árið 1899 og hann fékk fimm dollara fyrir söguna. Árið 1903 kom “Obyggðirnar kalla" út og varð strax geysivinsæl. Árið eftir kom út „Sæúlfurinn". Þá var London 29 ára og þegar orðinn vinsælastur allra bandarfskra höfunda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.