Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÖVEMBER 1976 13 sem var stillt þannig að hún spryngi í vissri hæð Til allrar hamingju komu stúlkurnar tækinu fyrir í farangri sinum og héldu ekki á því á leiðinni og komu þannig í veg fyrir að flugvélin spryngi í loft. upp. Farangursgeymslurnar i flug- vélum El Al eru brynvarðar og gerði sprengjan því tiltölulegan lítinn skaða, en flugstjóranum tókst að nauðlenda vélinni. ísraelsmenn álitu Zvaiter vera annan Arabanna, sem hafði kvatt stúlk- urnar með gjöfinni Dráp Zvaiters var ákveðið og dag- setningin valin: 1 6 október. Það kvöld var hann i heimsókn hjá ítalskri vin- konu sinni. Á leiðinni heim til sin kom Zvaiter við á bar og hringdi en um kl. 10.30 var hann kominn i blokkina þar sem hann bjó. Hann var skotinn á ganginum,, tólf byssukúlur gerðu út um hann Ein byssukúla lenti í eintaki af 1001 nótt, sem hann var með í vasanum. Meðan Aleph-mennirnir tveir frömdu morðið. beið Beth fyrir utan, það voru þau Mike og Tamar. Þau voru fallegt par, hann í Ijósgráum jakkaföt- um og hún með Ijósa hárkollu. Þau sátu í grænum Fiat 125, undankomu- bifreiðinni og reyndu að vekja sem allra minnsta athygli. Þarna var tölu- verð umferð. fólk að fara og koma i bílum og þau Mike og Tamar reyndu að koma í veg fyrir að einhver legði bíl sínum á stæðinu beint fyrir framan þau, svo flóttinn yrði sem skjótastur. Loks komu morðingjarnir hlaupandi út úr blokkinni. Zamir. sem var nálægt I öðrum bíl, til að fylgjast með, sá sér til mikillar skelfingar, hvar Mike þaut Ijós- laus af stað og hafði næstum lent í árekstri við „rúgbrauðsbil". Þar með hefði verið úti um þau öll. En Mike tókst að forðast árekstur og þeim tókst að komast út á flugvöll og ná vélinni til Tel Aviv samkvæmt áætlun „Eiginkonan horfði á. . ." Uppástungur um skipan morðsveitar af þessu tagi höfðu komið fram áður en Munchenar-hryðjuverkin áttu sér stað. Golda Meir hafði ævinlega neitað slíkum aðferðum í baráttunni gegn arabísku skæruliðunum þar eð henni þótti það meira virði að halda virðingu ísraels á loft út á við en að drepa nokkra hryðjuverkamenn hér og þar. „Hvernig getið þið ábyrgzt, að eigin mistök eigi sér stað?” spurði hún. „Einn góðan verðurdag kemst upp um okkur og þá munið þið spyrja, hvað eigum við að gera?" ísrelska ríkis- stjórnin gat, að mati Goldu Meir, ekki verið ábyrg fyrir kaldrifjuðum morðum En Golda Meir átti þó eftir að gefa opinberar yfirlýsingu um aðgerðir morðsveitarinnar og þar með lýsa yfir ábyrgð sinni og stjórnarinnar Það var eftir morðin í apríl 1 9 73. Kl. 1.30 að morgni 9. apríl 1973 komu 1 5 kafarar upp á yfirborð sjávar- ins úti fyrir strönd Beirut Þetta voru ísraelskir njósnarar Þeir drógu á eftir sér gúmmíbát og stigu á land neðan við strandgötu borgarinnar. í bátnum voru palstpokar fullir af fatnaði. vopn- um, sprengjum og útvarpstækjum. ísraelarnir skiptu um föt og fóru upp i bifreiðar, sem biðu þeirra á strandgöt- unni, allir fullir af benzíni, með lyklana á sinum stað Þarna voru fimm bifreið- ar og þrír njósnarar fóru i hverjum þeirra Þeir lögðu öllum bifreiðunum úti fyrir stórri íbúðarblokk í miðri Beirut og sneru þeim í þá átt, sem þeir höfðu komið úr. Einn maður úr hverri bifreið fór inn i blokkina, sem var i eigu PLO og allir íbúarnir tilheyrðu þeirri hreyfingu Dyravrðd nivoru skotnir nið- ur. Að þvi loknu bættist ísraelunum liðsauki frá bifreiðunum. skiptu sér í þrjá hópa og brutust inn i þrjár ibúðir samtimis. Þeir skutu á læsingarnar. í fyrstu ibúðinni bjó Abu Youssef, yfirmaður i Svarta september. þriðji valdamesti maðurinn í PLO ísraelar álitu hann ábyrgan fyrir mörgum morð- um og flugvélaránum. Þeir skutu hann niður með vélbyssu Eigmkona hans særðist en börn þeirra, sem horfðu á hildarleikinn. sluppu ómeidd. Kona i næstu íbúð, sem heyrði hávaðann og kom fram á gang til að athuga hvað væri um að vera, var einnig skotin til bana. Á næstu hæðjyrir ofan horfði önnur eiginkona á mann sinn deyja fyrir byssukúlum ísraelsmanna Það var Kemal Adwan, annar framámamaður Svarta september í íbúðinni við hliðina á þeirra bjó Kamal Nasser, palestinskt Ijóskáld og háttsettur í PLO Nasser sat við skrif- borð sitt og var að semja ræðu. þegar ísraelarnir hentust inn til hans. Þeir skutu hann í bakið og Nasser féll fram á skrifborðið ísraelarnir yfirfóru ibúðirnar og komu út úr blokkinni með þrjá skjala- skápa Þyrla sveif yfir gangstéttinni meðan þeir komu skápnum fyrir i spil- taug hennar og þyrlan sveif siðan á brott. Árásarmennirnir stukku upp i bifreiðar sinar og óku aftur þá leið sem þeir komu, niður að ströndinni og niutíu mínútum eftir að þeir komu fyrst upp á yfirborð sjávarins, voru þeir aftur horfnir í djúpið Bifreiðarnar stóðu á bakkanum, og lyklarnir sveifluðust í rofanum Daginn eftir sagði Golda Meir ísraelska þinginu og dagblöðunum: „Þetta var stórkostlegt, við drápum morðingjana, sem voru að skipuleggja fl^iri morð. . Auga fyrir auga,tönn fyrir tönn Ellefu israelskir iþróttamenn féllu fyrir arabískum skæruliðum i Munchen 1972 Morðingjsveit ísraels hefndi grimmilega fyrir dauða þeirra, og sumarið 1973 hafði þeim tekizt að drepa ellefu meðlimi Svarta september og PLO Þjónninn saklausi i Lillehamm- er varð sá tólfti Allir þeir jsraelar, sem þar áttu hlut að máli. hættu drápsað gerðum eftir mistökin i Noregi og fara nú huldu höfði i Evrópu, ísrael eða Suður-Ameríku Þýtt og endursagt. The Times Heth — „felufólk Beth — varðmenn og aðstoðarmenn morð- ingjanna Alep — morðingjarnir sjálfir Yariv — serstakur ráð- gjafi Goldu Meir. Engin Ijósmynd fáanleg. Zvi Zamir — höfundur morðingjasveitar. Stundum fylgdist hann með mönnum sfnum við manndrápin. Ayin — 6—8 manna flokkur, sporhundarnir Ooph — tenglarmr Lá tið raf m agns- AÐM FENTl JLJÓS heimili lýsa u\ ð 'i skai / itmai c9fogeh »p nmdeginu Mon h.f. (Gaggenau) Bökunarofnar með innbyggðu grilli og viftu, sem jafnar hitanum um ofninn. Bæði eru til einfaldir og tvöfaldir. Myndin sýnir tvöfaldan ofn Allir ofnarnir eru sjálfhreinsahdi. Helluborð með fjórum hellum, krómaðar eða í lit (béige og mocca). Helluborð með tveimur hellum, bæði venjulegar og með coringáferð (sléttar). Auk þess kolagrill, djúpsteikingarpottar og viftur • borð. Einnig eldhúsvaskar i litum, bæði hringlaga og venjulegir. Litir: Mocca, mosagrænir, beige og rauðir. Til afgreiðslu í þessari viku. © \ förumarkaðurinn hl. Ármúla 1A. Matvörudeild S. 86111 Húsgagnadeild S 86112 Vefnaðarvörudeild S 86113 Heimilistækjadeild S 8611 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.