Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 17 — Viðskiptalífið Framhald af bls. 18 sina og ættingja sér tii aðstoðar og fulltingis. Thomas McCann segir i bók sinni. að Black hafi verið alveg ókunnugur bananarækt og verzlun, kaupskiparekstri, og stjórnmálum i Miðameriku. En það hafi ekki verið aðalmeinið. Aðalmeinið hafi verið það, að Black hélt sig hafa vit á þessum efnum. 1969 varð hrun á verðbréfa- markaðinum og United Fruit varð verr úti en flest önnur fyrirtæki. Þetta ár, 1969, varð 33 milljóna dollara (6170 millj. kr.) grðði af United Fruit. Árið eftir, 1970, varð tveggja milljóna tap (374 miHj. kr). — en 24 milljóna tap (4488 millj. kr.) 1971. Black fór þá að selja ýmis undirfyrirtæki við lágu verði. Hann reyndi að bæta bókhaldið og enn fremur hóf hann mikla áróðursher- ferð fyrirtækinu til framdráttar. En enn fékk United Fruit á sig brot. Fyrirtækið var þá komið á bland við AMK og hét United Brands. Árið 1974 afréðu sjö Mið- og suðtwameríkurlki að leggja eins dollara (187 kr) útflutnings, toll á hvern 20 kg kassa af banönum, Bananaræktendum tókst þó að koma ( veg fyrir þetta; rlkin slógu af og lækkuðu tollinn i kvartdollara (u.þ.b. 47 kr). En United Fruit tapaði samt 70 milljónum dollara (13090 millj. kr.) þetta ár og Black tók að missa móðinn. Þegar kom fram á árið 1975 lá við borð. að uppreisn yrði I fyrirtækinu; svo illa var þá komið undir stjórn Blacks. Og einka- fé hans sjálfs var hartnær þrotið. Hann brá á það ráð að stökkva út um glugga á 44. hæð verzlunarhúss I New York. Þegar hann var allur kom i Ijós. að bandarisk yfirvöld höfðu verið byrjuð að rannsaka fjárreiður United Fruit og það hafði Black vit- að. Meðal annars, sem upp kom, var það. Black hafði látið greiða Hondur- asforseta eina og kvartmilljón doll- ara (u.þ.b. 235 millj. kr.) fyrir þann vinargreiða að lækka útflutningstoll- inn, sem áður var nefndur. Ævareið- ir. sómakærir borgarar i Honduras, og aðrir, sem höfðu bara farið var- hluta af fégjöfum United Fruit, steyputu svo Hondurasstjórn. Og það er líklega siðasta stjófnarbylt- ingin, sem „Kolkrabbanum" verður um kennt. Jafnvel áður en Eli Black tók við stjórninni voru byrjaðar sið- bætur i fyrirtækinu. Og þeim hefur verið haldið áf ram upp frá því. — TOM BUCKLEY. Afhenti trúnadarbréf HINN 22. nóvember 1976 afhenti Hans G. Andersen Luis Echeverria Alvares, forseta Mexíkó, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands i Mexíkó. design: Henrik Arnoson GUDLAUGUR A. MAGNUSSON L. skai toiitxiverzlun • A \lCI.VSIXCASÍMINN KR: 22480 JRoröttnblaíitb Norræn tónverk Eins og á undanförnum árum, veitir Norræni menningarmálasjóðurinn styrki til einleikara, einsöngvara, kammerflokka, kóra, hljómsveita eða óperuhúsa, svo að þessir aðilar, geti fengið norrænt tónskáld, frá öðru landi en sínu til að semja verk fyrir sig. Umsóknin skal gerð í samráði og með sam- þykki viðkomandi tónskálds. Umsóknarfrestur er til 1. marz 1977. Nánari upplýsingar veitir: NOMUS, c/o Norræna húsið Reykjavík. Jazzkvöld í Glæsibæ mánudaginn 29. nóvember kl. 21, —01.00. Jazz — Sveit Björn R., Gunnar Ormslev, Jón Möller, Jón Sig, (trompet) Guðmundur Steingríms, Árni Scheving. Pnín frumflytur eigið efni. Tríó Karls Möller. Session. Klúbburinn Jazzvakning Fullt fargjald fyrir einn, hálft fyrir hina Félög sem greiða götu yðar erlendis Þannig geta þeir sem fara utan í viðskipta- erindum tekið með, ef ekki alla fjölskylduna, þá að minnsta kosti maka sinn. Þetta er rétt að hafa í huga. fujcfélag LOFTLEIDIfí /SLAJVDS 1. nóvember til 31. mars er í gildi fjölskyldu- afsláttur af fargjöldum okkar til Norðurland- anna.Luxembourg og Bretlands. Þegar fjölskyldan ferðast saman, þá greiðir einn fullt gjald, en allir hinir í fjölskyldunni aðeins hálft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.