Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÖVEMBER 1976 37 — Minning Jódís Framhald af bls. 31 Æðruleysi i mótlæti og sorg var aðal Jódísar á langri vegferð. Og fremur horft til hinna bjartari stundanna, er fundum bar saman. Og sungið — því að henni var í blóð borið að taka lagið. 1 Staðhverfingafélaginu var hún frá stofnun þess og kjörin heiðursfélagi 1963. Þar endur- nýjaði hún fyrri kynni við Suður- nesjafólk á árshátiðum og skemmtifundum, Og gladdist með glöðum. En þegar halla tók ævidegi og líða svo á vistina vestur á Grund, hjá nærgætnu og umhygggju- sömu starfsfólki, að minnið sveip- aðist móðu — þá lifðu samt enn hin gömlu lögin og ljóðin I vitund minnar aldurhnignu frænku. Og hún söng — einsog á bernskuheimilinu að Sperðli forðum. Einsog við saumana og prjónavélina meðan starfsorkan leyfði. Ég votta Vallý og Árna, Svan- hildi og ástvinum öðrum samúð mina og barna minna. Og Jóu frænku biðjum við alls góðs. Kæmi þar för minni síðar, að eg heyrði óm af söng hennar I fjarska — þá hlyti eg að vera á réttri leið. Kristinn Reyr Karlmannakuldaskó með gæru. St. 41—46. Kúrekastígvél kven- og karlmanna. Fótlagaskó, háa og lága. Kven- og karlmannagötu- skó. Telpnaskó. St. 28—35. Inniskó og m.fl. Póstsendum. Sími 17345. Næg bilastæði Skóverzlunin Framnesvegi 2. Junitas Náttúrunnar hörundsnæring Nú hefur tekist að meðhöndla leirinn, sem kraumað hefur í iðrum jarðar í þús- undir ára. Þannig getum við með JUNITAS leirmaskanum notið hinna fjöl- mörgu náttúruefna, sem lengi hefur verið vitað, að væru í leirnum. ■\ Snyrtistofan ÚTLIT Garðastræti 3 PHu rúllugluggatjöld Ný mynstur — nýir litir. Þér getið fengið Pílu rúilugluggatjöld með tungum að neðan. Stuttur afgreiðslutími OLAFUR KR. SIGURÐSSON o. pn SUÐURLANDSBRAUT 6, SÍMI 83215. Þaö er óneitanlega eitthvaö sérstakt viö Hótel Loftleiöir. Ekki vegna þess aö þaö er eina hótelið, þar sem hægt er aö fara í sund og sauna baö. Heldur hitt að þaö tekur hreinlega nokkurn tíma aó átta sig á öllum þeim þægindum og þjónustu sem boóið er upp á. Veitingasalir, barir, hárgreiðslu-, snyrti- og rakarastofur, minjagripa- verslun, flugstöö og fleira. Og þaö er vert aö vita aö þó öll her- bergin séu vistleg og vel búin, meö síma og útvarpi, þá eru þau misstór. Og annað hvort meö sturtu eöa sturtu og baði. Látiö eftir yður aö gista á Hótel Loft- leiðum, það er óneitanlega svolítið sérstakt. HOTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.