Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 16
X0 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NOVEMBER 1976 „Byggjum ekki ódýrt heldur á eðlilegu kostnaðarverði" FJALLAÐ hrlur verið um það f fjölmiðlum og mikið rælt manna á meóal hversu ódýrar fhúðir þær urðu, sem BygK'nf'asamvinnufélaK unes fólks, Byujíung, afhenti nýlega að Hanamel 51 og 53. Á hlaðamanna- fundi sem Byggung hélt í síðustu viku var m.a. sagt að þessar íbúðir væru langt undir því verði sem almennt gerist á fasteignamarkaðnum. Ilér verður ekki dæmt um réttmæti þessarar fullyrðingar, en í viðtali þvf, sem fylgir hér á eftir, er rætt við Þorvald Mawby, formann Byggung í Reykjavík, Vilhjálm Þorláksson, verkfræðing, sem var byggingarstjóri og verkfræðilegur ráðgjafi, og Gunnar M. Sigurðsson byggingarmeistara, sem byggði húsin. Á það skal bent að hér fyrir neðan er einnig rætt við nokkra aðila sem fengu lóðir um svipað leyti og Byggung. Vilhjálmur Þorláksson byggingaverkfræðingur, Þorvaldur Mawby for- maður Byggung í Reykjavík og Gunnar M. Sigurðsson bygginga- meistari. (Ljósm. Friðþjófur). Rætt um byggingu Byggung Húsið að Hagamel 51 og 53 séð að utan. — Okkur var úthlutað þessari lóð við Hagamelinn 16. apríl 1975, segir Þorvaldur Mawby í viðtali við Morgunblaðið. — I júníbyrjun var byrjað að grafa grunninn og um sama leyti var leitað til teikni- stofunnar ARKO og Verkfræði- stofunnar að Armúla 1 um teikn- íngu hússins og vinnu á útboðs- gögnum. Þá fengum við fljótlega eftir að lóðinni var úthlutað Vil- hjálm Þorláksson til að vera ráð- gjafa okkar við byggingu hússins og verkfræðilegan sérfræðing. — Strax í upphafi ákváðum við að reyna að hafa íbúðirnar í hús- unum sem allra ódýrastar og eitt af aðalatriðunum í því efni er að skipuleggja verkið strax í upp- hafi. Skipuleggja alla þætti bygg- ingarinnar og fb.ua ekki að neinu. Til að nýta tímann sem bezt þá fengum við Gunnar M. Sigurðsson byggingameistara til að steypa grunninn meðan unnið var að út- boðsgögnum, á þessu græddum við a.m.k. tvo mánuði víð fram- kva'mdirnar. — Við fengum samþykkt að fara aðeins út fyrir byggingarreit- inn og fengum þannig fleiri íbúð- ir í húsinu en ella. Hins vegar fengum við ekki að hafa húsið upp á fjórar hæðir eins og við höfðum hugsað okkur, en með því móti hefðum við fengið enn fleiri íbúðir í húsinu og þá um leið gert kostnað við hverja íbúð minni. — Gunnar M. Sigurðsson bygg- ingameistari átti síðan lægsta til- boðið í byggingu hússins, þegar tilboð voru opnuð í framkvæmd- irnar þann 10. september 1975. Hljóðaði tilboð hans upp á 65.422 milljónir í stigahúsin tvö og var því tilboði að sjálfsögðu tekið þar sem það var auk þess að vera lægst talsvert undir kostnaðar- áætlun. Það kom okkur á óvart hversu fáir buðu í verkið, þar sem um þetta leyti var fáum lóðum úthlut- að og meistarar höfðu kvartað yf’ir því um þetta leyti að lítið va-ri um verk. Ef tíl vill hefur þeim fundizt framkvæmdatíminn stuttur, en þó hef ég fregnað að ýmsir byggingameistarar hafi ekki talið þá fjárhagslega öruggt að leggja fé í framkvæmdir með byggingasamvinnufélagi sem kennt er við ungt fólk, segir Þor- valdur Mawby. Meistarinn ánægður með sitt Nú er verkinu svo gott sem lokið og fyrstu íbúðirnar hafa verið afhentar tilbúnar undir tré- verk og sameign að mestu frá- gengin Þorvaldur og Gunnar M. Sigurðsson eru sammála um að aldrei hafi komið til neinna erfið- leika í sambandi við greiðslur, sem áttí að inna af hendi á ákveðnum tima. En við spyrjum Gunnar hvort notuð hafi verið einhver ný tækni við bygginguna. Gunnar segir það ekki beinlínis vera, en þó hafi hann hagnýtt sér ýmsar aðferðir, sem ekki falli undir hefðbundnar byggingarað- ferðir og hafi þær átt sinn þátt í að fækka handtökum, lækka kostnað og flýta verkinu. Hafi þessar aðferðir helzt verið fólgnar í lítilli timburhreinsun vegna notkunar á einungrunarplasti sem sett var í mótin, hefluðum við og krossvið við steypuvinnu. Múr- un og pússun hafi verið minni en venjulega vegna. notkunar á krossvið og í sambandi við raf- lagnir sagði Gunnar að rafverk- takinn hefði lagt lagnir um leið og hefði það flýtt fyrir um leið og það hefði sparað. Burðarveggir voru steyptir fyrst síðan plata og útveggir um leið og hafi það gefið góða raun, meiri hagræðing hafi fengizt og betri vinnuskilyrði. Þeir þremenningarnir Þorvald- ur, Gunnar og Vilhjálmur eru sammála um að það sem þó hafi e.t.v. verið þyngst á metunum í sambandi við hversu ódýrar íbúð- irnar urðu, hafi verið gott skipu- lag við verkið frá byrjun og einnig hve yfirbyggingin hafi verið lítil í sambandi við bygging- una. Skrifstofukostnaður er t.d. nær enginn. Þá þakka þeir einnig góðri samvinnu þeirra á milli og við aðra aðila, félagsmenn í Bygg- ung og iðnaðarmenn í húsinu, hve vel tókst til. Ljóst er að kaupendur fbúð- anna mega vel una við það verð, sem er á íbúðum þeirra. Byggung fer sem sterkara félag út úr bygg- ingunni, en hvað skyldi verktak- inn, Gunnar M. Sigurðsson, segja um sinn hlut. Hver er fjárhagsleg útkoma hans út úr þessu verki? — Ég hef kannski ekki umtals- verðan hagnað af þessu verki, en ég fer þó engan veginn með tap frá verkinu. Verkið er komið á það stig að séð verður hve mikill heildarkostnaður verður og ég sé fram á að eiga nokkurn afgang þegar upp verður staðið. Undir- verktakar mínir fara en betur út úr þessu en ég, þannig að ég held að allir geti verið sæmilega ánægðir með sinn hlut, segir Gunnar. Byggingarkostnaður óhóflega mikill Þremenningarnir eru sammála um að byggingarkostnaður er óhóflega mikill hér : landi og einn helzti verðbólguvaldurinn. En eru einhverjar leiðir til að lækka byggingarkostnað. Verk- fræðingurinn í hópnum, Vil- hjálmur Þorláksson, svarar þeirri spurningu. — í mörgum framkvæmdum er fjármunum hreinlega sóað vegna dýrrar hönnunar, sem síðan er erfitt að sjá hvaða tilgangi þjónar. Það eru margir fleiri þættir varð- andi byggingarkostnað sem þyrfti að athuga gaumgæfilega og betrumbæta. Stjórnun á peninga- málum og framkvæmdum er höfuðatriði og það er þvf miður ekki nærri nógu gott í mörgum tilvikum. Óhagkvæm innkaup eru gerð og nýtni verður oft ekki mikil hjá fyrirtækjum. — Mikil og fullkomin tækni lækkar yfirleitt byggingar- kostnað, en það kemur því miður oft á móti hjá mörgum stórfyrir- tækjum að kostnaður við skrif- stofuhald og yfirbyggingin kostar mikið fé, auk þess sem nýtni stóru fyrirtækjanna verður oft minni en hjá smáum fyrirtækjum. I sambandi við bygginguna Bygg- ung á Hagamelnum þá vil ég taka það fram að sú tækni sem Gunnar notaði er e.t.v. ekki ný af nálinni hér á landi, en reyndist okkur samt mjög drjúg og hentug við þessar framkvæmdir. Það þarf oft ekki að breyta miklu frá hef- bundnum byggingaraðferðum til að fá fram meiri afköst og betri nýtingu. — Mikil og fullkomin tækni lækkar byggingarkostnað mikið, ef hægt er að nota hana að fullu, en tæknina þarf að þróa því ekki er víst að okkur henti nákvæm- lega það sama og annars staðar. Eitt dæmi vil ég nota í sambandi við byggingar almennt og hvað við erum seinir að færa okkur kunnar staðreyndir í nyt. Við not- um alltaf sama grófa sandinn í steypu til múrhúðunar þó svo að það sé vitað að með honum þarf að nota meira sement en með fínni sandi. Hann kallar einnig á meira vatn og vatnið tefur fyrir því að steypan þorni, sem svo aftur tefur fyrir því að unnt sé að halda áfram með framkvæmdir. — Erlendis er stöðugt verið að taka í notkun nýjar aðferðir við mótatækni og hefðbundnar bygg- ingaraðferðir eru stöðugt betrum- bættar. Með þessu þurfum við að fylgjast og færa okkur það bezta í nyt. Fyrst og fremst þurfum við þó að þróa betri vinnubrögð, endurbæta þau stöðugt og auka vandvirkni, segir Vilhjálmur að lokum. I lok þessa viðtals gefum við Þorvaldi Mawby formanni Bygg- ung orðið að spyrjum um framtið Byggung. — Byggung mun sækja um lóð við hæstu úthlutun og halda áfram svo framarlega sem við fá- um úthlutað. Við ætlum að halda áfram að byggja, sumir segja ódýrt, en ég vil segja að við byggj- um ekki ódýrt heldur á eðlilegu kostnaðarverði, sagði Þorvaldur Mawby að lokum. — áij. Eldhúsinnréttingin komin á sinn stað og I stofunni er unnið við að mála af fullum krafti. Margs að gæta í samanburði á verði íbúða Á árinu 1975 fengu nokkrir aðilar úthlutað lóðum til byggingar fjölbýlishúsa og er um þessar mundir verið að Ijúka gerð þeirra, þ.e. ibúðirnar eru að verða tilbún- ar undir tréverk. Haft var samband við nokkra þeirra og þeir beðnir að skýra frá kostnaði við framkvæmdir og hvernig þeir skýrðu þann mun sem væri oft á verði fbúða. Hjá Breiðholti h.f. fengust þær upplýsingar I viðtali við Sigurð Jónsson forstjóra að þeir hefðu hafið bygg- ingu að vori 1975 á fjölbýlishúsi við Krummahóla 8, sem þeir fengu úthlutað árið 1975. Nú er verið að afhenda þær fhúðir, en ekki gat Sigurður sagt nákvæm- lega til um verð pr. fermetra. —En það er dýrara að byggja 8 hæða blokk, sagði Sigurður, og það er fleira innifalið i sameign hjá okkur en hjá Byggung. Það eru maibikuð bílastæði teppi á sitgagöngum, þvottahús með vélum, frystihólf fyrir hverja íbúð og lyfta. Einnig má nefna að það er um 10% dýrara að byggja 1 Breiðholti vegna ákvæða kjara- samninga um aukagreiðslur vegna fjarlægðar vinnu- svæðis. Sigurður sagði að lauslega reiknað væru sambæriieg- ar fbúðir 1 Krummahólum 100 til 200 þúsund krónum ódýrari en hjá Byggung. Byggingarfyrirtækið Miðafi tók við Ióð, sem var endurúthlutað árið 1975, við Fiúðasel 89—91. Magnús Jensson byggingarmeistari sagðist ekki hafa handbær- ar tölur um hvað íbúðir hjá sér kostuðu og gæti þvf ekki að svo stöddu borið sig saman við aðra. Sigurður Guðmundsson málarameistari hefur byggt fjölbýlishús við Flúðasel 65—7 og sagði Ágúst Hró- bjartsson, sem annast sölu þeirra fbúða að verð þeirra væri undir þvf verði sem fbúðir Byggungs væru. Tekið skal fram að lóðinni fyrir þetta fjiilbýlishús var úthlut- að nokkru fyrir áramót 1974 eða á undan Byggung og hafist handa um framkvæmdir um vorið 1975. —Ibúð- irnar voru seldar í apríl og maí og var skilað fvrir um mánuði sfðan. lbúð, sem er 107 m2, kostaði hver fer- metri 43.925 og væri það þvl undir verði Byggungs þó að bflageymsla væri reiknuð inni í verðið. Samt sem áður væru fleiri fbúðir á hverjum stigapalli f F'lúðaseli en f umræddri blokk Byggungs, og deildist þvf kostnað- ur á fleiri aðila hjá þeim en hjá Sigurði Guðmundssyni, sagði Ágúst Hróbjartsson að lokum. Þá kom fram f viðtölum við forráðamenn þessara fyrirtækja að fleiri atriði þyrfti að skoða þegar svona samanburður væri gerður, húsgrunnarnir væru mjög' misjafnir og misdýrir, fjarlægðagjaldið. sem fyrr var nefnt og kostnaður við stjórnun bygginganna \a‘ri mjög misjafn, sumir byggingameistarar hefðu skrifstofur en aðrir vnnu að miklu leyttsjálfir alla skrifstofuvinntí.— J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.