Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 Rætt við Vilhjálm Einars- son, þættir úr íþrótta- ferli hans rifjaðir upp „Einn af ykkur, utan af landi, sem flestir álitu að aldrei gæti orðið annað né meira en sæmilegur kúluvarpari, og beztu þjálfarar landsins álitu að ekki kynni að hlaupa og þyrfti að hætta að vera útskeifur, var annar í keppni á Ólympíuleikunum. Hvað getið þið ekki???“ Þannig spurði Vilhjálmur Einarsson um leið og hann hvatti íslenzka íþróttaæsku til dáða fyrir 20 árum. Hann hafði þá unnið það glæsilega afrek að verða annar í þrístökks- keppni Ólympíuleikanna í Melbourne í Ástralínu og mældist stökk hans 16.26 metrar og var í nokkurn tíma Ólympíumet í grein- inni. Mikið vatn hefur runnið til sjávar sfðan þessi víkingur utan af tslandi kom íþrótta- fólki um allan heim á óvart. Þessi hái Ijós- hærði Austfirðingur hafði gert það sem eng- inn átti von á. Þetta var 27. nóvember 1956, eða fyrir nákvæmlega 20 árum. Vilhjálmur er nú orð- inn 42 ára gamall og er skólastjóri héraðsskól- ans á því forna menntasetri og höfuðbóli Reykholti í Borgarfirði. Við lögðum leið okk- ar þangað einn fallegan haustdag fyrir nokkru og ræddum við Vilhjálm Einarsson, manninn, sem ungt fólk á tslandi þekkir aðeins í fjarlægð, en fólk, sem komið er yfir þrítugt, telur sig enn eiga nokkurn hluta f. FÓTBOLTI OG FRJÁLS- ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ SVANURINN Fyrstu kynni Vílhjálms Einars- sonar af íþróttum voru austur á Fjörðum, en þar ól hann aldur sinn allt fram aó því að leið hans lá í Menntaskólann á Akureyri. Frjálsar íþróttir voru þó ekki ofar á vinsældalistanum en sund og knattspyrna. Vílhjálmur er fædd- ur á Hafranesi við Reyðarfjörð 5. júní 1934 og átti heima á Reyðar- firði þar til hann fluttist með for- eldrum sínum 11 ára gamall til Egilsstaða og varð fjölskyldan meðal þeirra fyrstu sem fóru að búa í hinu unga þorpi þar. — Fyrstu kynni mín af íþrótt- um voru þau, að við strákarnir á Reyðarfirði keyptum okkur fót- bolta í félagi, segir Vilhjálmur í viðtali við Morgunblaðið. — Ætli við höfum ekki borgað 2 krónur hver fyrir boltann og fengið að hafa hann í geymslu í 2—3 daga hver okkar. Frjáisum íþróttum kynntist ég hins vegar fyrst á Seyðisfirði, þegar ég var með í því ásamt Kristjáni Ingólfssyni nú- verandi námsstjóra og fleirum að stofna Frjálsíþróttafélagið Svaninn. A uppvaxtarárum sínum dvald- ist Vilhjálmur á mörgum stöðum á Austurlandí, en faðir hans var byggingameistari og ferðaðist mikið um starfs síns vegna. Á Eiðum dvaldi Vilhjálmur t.d. tals- vert og segir okkur frá því, að sundíþróttin hafi þá átt hug hans allan. Sumarið sem Vilhjálmur varð átta ára starfaði faðir hans þar og voru haldin sundnámskeið fyrir Austfirðinga í sundlauginni á Eiðum. Voru þrjú námskeið í gangi mestan hluta sumarsins og var Vilhjálmur þrisvar á dag í lauginni með öllum hópunum. — Ég var yfirleitt í sveit á sumrin eins og svo margir strákar og hafði örugglega mjög gott af því. Ég var kúasmali á Mýrum í Skriðdal og það voru talsverð hlaup á eftir kúnum, en þó aðal- lega við leitína að þeim. etta breyttist þó eitt sumarið þvi þá kom simi á bæinn og í stað þess að leita kannski langt yfir skammt létum við kúasmalarnir á Mýrum og bænum beint á mótí, Eyrarteig duga að hringja okkur saman. Hann gat sagt mér hvar mínar beljur voru og öfugt. — Ekki má gleyma þeim frænd- um mínum Þorvarði og Tómasi Árnasyni alþingismanni, sem báð- ir voru framarlega í frjálsum íþróttum á Austurlandi. Tómas var t.d. góður í stangarstökki og átti Austurlandsmet í spjótkasti. Þeir hafa sjálfsagt ýtt undir áhuga minn á frjálsum íþróttum, segir Vilhjálmur. NEITAÐI AÐ TRtJA TÖLUNUM Leið Vilhjálms Einarssonar lá síðan til Akureyrar árið 1950 og þar hóf hann nám í Menntaskól- anum. Tók hann þar þátt í ölium íþróttagreinum, sem iðkaðar voru innan skólans undir forystu Her- manns Stefánssonar íþróttakenn- ara og segir Vilhjálmur það hafa verið mjög gott fyrir sig að hafa komizt í tæri við svo margar og ólikar íþróttagreinar. — Þegar kom að landsmóti ung- mennafélaganna á Eíðum árið 1951 var ég mjög óráðinn í hvaða grein ég ætti að taka fyrir. Hafði alltaf verið frekar þungbyggður og upp úr fermingu hafði ég helzt hugsað mér að ég gæti örðið sæmilegur í kastgreinum, t.d. kúluvarpi og kringlukasti. En þegar svo landsmótið var haldið árið 1951 svo að segja alveg v.ð bæjardyrnar þá hafði ég unnið mér rétt til að keppa í stökkgrein- unum, langstökki, hástökki og þrí- stökki. Það má eiginlega segja að þrístökkið hafi valið mig, en ekki ég þrístökkið því á úrtökumóti UlA fyrir landsmótið var mjög illa mætt og það var mín heppni því þannig varð ég þátttakandi í þessum þremur greinum, en ekki einhverjum öðrum! — Það fór nú svo að ég missti af hástökkskeppninni vegna mis- skilnings eða rangra upplýsinga, en var mættur tímanlega fyrir þristökkskeppnina og bar sigur úr býtum, en ég held varla að nökkur maður hafi átt von á því. í fyrsta stökkinu lenti ég í þeim erfiðleikum að atrennan passaði ekki og ég man að það þaut í gegnum huga minn þegar ég sá að ég yrði að stökkva af vinstra fæti, en ekki þeim hægrí, að þetta yrði hneyksli. Það fór þó svo að ég stökk 13.96 metra, sem var nýtt drengjamet. Það var fullt af fólki, Vilhjálmur með silfurpeninginn frá Ölympluleikunum 1956 og skjalið, sem hann fékk til staðfestingar á Ólymplumetinu. Við hlið hans má sjá hina glæsilegu verðlaunagripi, sem hann vann til á fþróttaferlin- um, 1 skáp sem foreldrar hans gáfu honum og austfirzkur hagleiksmaður gerði. „Mér fannst ég geta enn meira, en vissi að það gátu aðrir iíka" Vilhjálmur á sér mörg önnur áhugamál en Iþróttirnar, hann hefur fengizt við áð leika á hljóðfæri, hann tekur makið af myndum og síðast en ekki sfzt er hann áhugasamur frfstundamálari. Þarna er hann við eina af myndum sfnum og svo margar eru þær af landslagi austur á f jörðum. sem fylgdist með mótinu og Aust- firðingar í meirihluta, því það var mikill íþróttaáhugi á Austfjörð- um á þessum árum. Þeir fögnuðu mér innilega, en sumir áttu erfitt með að trúa því að ég hefði stokk- ið svo langt. — Þannig neitaði Þórarinn Sveinsson, sá mæti íþróttakenn- ari á Eiðum, að trúa tölunum er ég sagði honum fréttirnar. Hélt hann fyrst að skrifarinn hefði far- ið metravillt og ætlað að skrifa 12.96. Þórarinn sannfærðist loks og að því kom að ég átti að stökkva annað stökk mitt í keppn- inni. Ég ákvað á breyta ekki at- rennunni og stekk enn af „vit- lausum“ fæti og mældist þetta stökk 14.21 metri, sem nægði til sigurs i képpninni. — I þriðja stökkinu ætlaði ég svo að sýna rækilega hvað í mér byggi og breytti atrennunni þann- ig að ég færi upp af hægra fætin- um. Eftir hátt og mikið fyrsta stökk lenti ég illa á gljúpri braut- inni, hálfpartinn sökk og við hnykkinn sem kom á mig brotnaði geislungur í baki. Þrátt fyrir þetta óhapp fann ég þarna að þrí- stökk var mín grein og vinstri fóturinn var minn „plankafótur". FRAMFARASAGAN HEFST Eftir að Vilhjálmur lauk stúdentsprófi frá MA vorið 1954 hélt hann til Bandaríkjanna og stundaði nám við háskólann í Dartmouth í 2 ár. Lauk BA-prófi í almennri listasögu vorið 1956 og kom, þá heim til Islands á ný. Þann tíma sem Vilhjálmur dvaldi í Bandaríkjunum æfði hann frjálsar íþróttir og keppti í liði háskólans. Þrístökk var ekki sér- lega vinsæl keppnisgrein í banda- rískum háskólum á þessum tím- um og var Vilhjálmur í skólalið- inu í kúluvarpi, langstökki og há- stökki. — Þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum að loknu námi í júní 1956 var ég með það i huga að ná Ólympíúlágmarkinu í þrí- stökki og komast síðan á Ólympíu- leikana í Melbourne í lok ársins. I Bandaríkjunum hafði ég reyndar gælt við þá hugmynd að verða tugþrautarmaður, en þrístökkið átti orðið sterkari ítök í mér en aðrar greinar og það varð ofan á. — Þetta sumar hafði ég starf hjá Skipulagsstjórn ríkisins og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.