Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÖVEMBER 1976 7 AÐVENTA I dag boöar kirkjan aðventu: KOMU KRISTS, og lætur fyrsta andblæ jólanna leika um hugi kristinna manna. Spámenn Hebrea og sjáendur sögðu fyrir komu hans, en þrá eftir mannkynslausnara, guð- menni, sem beindi kynslóðum veg, var miklu eldri eins og sjá má í helgiritum annarra trúar- bragða. I heiðna fornaldarheiminum höfðu trúarbrögð mjög misst áhrifavald yfir hugum manna, þegar Kristur kom fram. Hin miklu leikritaskáld og heimspekingar sumir höfðu nálega gengið af trú Forn- grikkja dauðri, og mörgum Rómverjum var hin gamla goðafræði þeirra naumast ann- að orðin er marklaus goðsögn. Sóldýrkunin, austan úr Asíu komin, og launhelgaátrúnaður- inn með öllum sinum táknrænu helgisiðum og dularfullu vígsl- um, voru þegar hér var komið sögu nálega hin einu lifandi trúarbrögð, sem margir hinna beztu manna í grisk-rómverska heiminum leituðu til, trúarþörf sinni til svölunar. Svo rík er í ævafornum trú- kerfum þráin eftir mannkyns- lausnara, að úr þeim heiðnu helgiritum mætti velja kafla og og nota með messiasarspá- dómum gamla testamentis í hið fegursta aðventurítúal. En var þessi eftirvænting ómeðvituð þrá eftir Kristi, eins og hann var, þegar hann kom? Ef við göngum fram hjá frum- stæðum og miður geðfelldum goðsögnum, sem trúarlíf forn- aldarheimsins var vafið í, og skyggnumst dýpra er auðsætt, að innsta þráin beindist að einu og sama marki. Sú uppgötvun réttlætir það sjónarmið krist- inna manna, að í Kristi finni þessi allsherjarþrá og eftir- vænting kynslóðanna svar Guðs, því að hið fegursta, æðsta í trúarleit kynslóðanna bendi til Krists, finni svar og svölun í honum. Verður okkur ekki Kristur ennþá lotningarverðari, ennþá dýrmætari, ennþá öruggara andsvar sjálfs Guðs þegar okkur verður ljós, að spámenn og guðsmenn Gyðinga voru ekki einir um að þrá hann og vænta komu hans, heldur megi, þótt öðrum höndum sé leikið, heyra sömu tóna í trúarsinfón- íu annarra kynkvísla og lýða, og annað tungutak í trúarbók- menntunum? Höfum þetta í huga, þegar kirkjan boðar aðventu, komu Krists til manna. Er hjartað svo kalt, að ekki ómi heilagur strengur þess þeg- ar koma hans er boðuð? Er hugur svo fullur heimslund að enginn ylur, enginn sársauki, enginn fögnuður, engin von, engin þrá vakni, þegar á hann er minnt, sem stendur við dyrnar og knýr á? Er þá engin vök á þeim ísi, sem á lindum hjartans liggur? Minnir ekki koma hans þig á land, fjar- lægt land, sem hjarta þitt má ekki gleyma? Á jólum fyrri heims- styrjaldarinnar beindu hörmungar þær, sem á heiminum dundu, hug tveggja islenzkra listamanna, sem þá stóðu í fremstu röð, til hans sem aðventan boðar þér nú að sé í nánd. Einar Jónsson, sem raunar var miklu meiri mynd- höggvari en málari, málaði mynd sem hann kallaði Jól 1917. Hún sýnir Maríu með Jesúbarnið i jökulhelli, þar sem hvítir óveðursbólstrar hrannast yfir ísi þaktri auðn. Þannig sér myndskáldið kærleikann sem útlaga á jörð leita athvarfs, von mannkynsins leita skjóls á köldum klaka. Tveim árum fyrr orkti Einar H. Kvaran í hinum fagra Krists- sálmi, Á jólunum 1915, þetta ákall til Krists: Kom! þó að vér aðhyllumst þrjózku og tál þá þráir þig, Kristur, hver einasta sál, frá sólskini suðlægra landa til næðinga nyrstu stranda. Til hans, þótt enginn þekkti hann þá og fáir þekki hann enn, beindist þrá beztu manna þúsundum ára áður en hann kom. Og í hugarfylgsnum allra manna leynist meðvituð eða ómeðvituð þráin eftir honum, sem aðventan boðar að nú standi við dyrnar og knýi á. Við hvefjar dyr? Við minar dyr og þínar, við allra þeirra dyr, sem í einrúmi þrá og biðja, og þeirra sem í helgidómunum um víða veröld vænta og fagna komu hans. Því hefjast jól í raun og veru með deginum í dag. VOLVO ÞJÓNUSTA Nú bjóða öll umboðsverkstæði VOLVO umhverfis landið sérstaka VETRARSKOÐUN VOLVO tilboð fram til 30.11. 1. Vélarþvottur 2. Hreinsun og feiti á geymissambönd 3. Mæling á rafgeymi 4. Mæling á rafhleöslu 7 Skipt um kerti 8. Skipt um platínur 9. Stilling á viftureim 10. Skipt um olíu og olíusíu 11. Mæling á frostlegi 12. Vélastilling 5. Hreinsun á blöndung 6. Hreinsun á bensíndælu 13. Ljósastilling Verð: kr. 9.966 - með söluskatti Innifalið í verði: Platínur, olíusía, þurrkublöð, ventlalokspakkning, vinna, vélarolía. Volvobónus: Ókeypis kerti í bílinn. Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1967 1. flokkur Kaupgengi pr. kr. 100,- 1337.76 1967 2. flokkur 1329.35 1968 1. flokkur 1 165 05 1 968 2. flokkur 1096.28 1969 1 flokkur 819 80 1970 1. flokkur 754 1 1 1970 2. flokkur 556.80 1971 1 flokkur 527.92 1972 1 flokkur 462 97 1 972 2. flokkur 400 92 1973 1 flokkur A 31 1.65 1973 2. flokkur 288 10 1974 1 flokkur 200 08 HAPPDRÆTTISSKULDABREF RIKISSJOÐS: 1972 1974 Kaupgengi pr. kr. 100.- 369 72 (10% afföll) 169.74 (10% afföll) Höfum seljendur að eftirtöludm verðbréfum VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓOS: 1965 1. flokkur 1973 2. flokkur 1975 1 flokkur Sölugengi pr. kr. 100.- 1928 44 293 98 160 00 HAPPDRÆTTISSKULDABREF RIKISSJOÐS: Sölugengi pr. kr. 100.- 1973 B 31725 1974 D 244 14 (8 4% afföll) VEÐSKULDABRÉF: 2ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (30% afföll) 3ja ára fasteiqnatryqqð veðskuldabréf með 17% — 19% vöxtum (35% afföll) 5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (42% afföll) PiÁRPEfTinCARPÉIflC IfUMlDS Hft Verðbréfamarkaður Lækjargötu 12, R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími20580 Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga. Fréttir S/étt fíaue/ ein/itt og mynstrað Riffíað fíauei ein/itt og mynstrað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.