Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NOVEMBER 1976 „Kaupirðu ístenzkar plötur? " „Nei, þær erlendu eru betri" Niðurstödur skyndikönnunar sem Slagbrandur gerdi í plötuverzlunum „Kaupirðu Íslenzkt?" — „Ann- að væri ekki sanngjarnt." Þessar setningar dynja á fslenzkum sjón- varpsáhorfendum á hverju kvöldi fyrir tilstilli tslenzkrar iðnkynn- ingar, og ýmsir velta því vafa- laust fyrir sér, þegar þeir fara f verzlanir, hvort þeir eigi nú ekki frekar að kaupa þetta fslenzka, af þvf að sjónvarpið er alltaf að tönnlast á þessu. I Slagbrandur fór að hugleiða þetta mál á dögunum f sambandi við fslenzkar plötur og komst að þeirri niðurstöðu, að f sjálfu sér ! Viðar Karlsson, 19 ára nemi ( iMR, sagði m.a.: „Mér finnst meirihluti íslenzku platnanna ferlega lélegur. þó eru sumar mjög góðar, eins og t.d. þessi sem er verið að spila núna (Vísnaplata Gunnars Þórðarsonar og Björgvins Halldórssonar). Ég væru fslenzkir plötukaupendur búnir að svara þessari spurningu játandi fyrir löngu, þvf að sala á íslenzkum plötum hefur stórauk- izt á undanförnum árum. En engu að sfður fannst Slagbrandi for- vitnilegt að heyra álit hins al- menna plötukaupanda og fleiri aðila á þessu máli og arkaði þvf um bæinn og tók viðskiptavini plötuverzlana tali, svo og af- greiðslumann einnar verzlunar- inn. Og spurningarnar, sem Slag- brandur bar upp við fólkið, eftir atvikum, voru þessar: kaupi ekki íslenzkar plötur. Það eru svo margar erlendar plötur sem ég þarf að ná mér i frekar. Þó reyni ég að kynna mér þær ís- lenzku, en hef ekki undan. Mér finnast íslenzku plöturnar of dýr- ar. Það er of lftill verðmunur á þeim og erlendum plötum. Is- lenzku plöturnar eru orðnar sam- bærilegar þeim erlendu hvað upp- tökur snertir siðan stúdíóið kom suður í Hafnarfirði, en þær eru hins vegar yfirleitt ekki nógu vel gerðar tónlistarlega séð. MaÓur verður bara að bíða eftir Eik- inni.“ Og þegar Viðar var spurður hvort honum fyndust allir þeir listamenn sem hefðu leikið inn á íslenzkar plötur að undanförnu hafa átt erindi á plötur, svaraði hann: „Margir eiga mikið erindi inn á plötur, t.d. Sigrún Harðardóttir, Gunnar Þóróarson, Spilverkið og Stuðmenn, Megas og Þokkabót með Fráfærur." — Hvernig lfzt þér á hina miklu plötuútgáfu að undanförnu. Ertu ánægður með hana eða finnst þér þetta vera komið út f öfgar? Kaupirðu fslenzkar plötur? Ger- irðu þér far um að fylgjast með útgáfunni og hlusta á plöturnar? Hefurðu undan f þeim efnum? Finnst þér tónlistin á fslenzkum plötum sambærileg að gæðum við erlendu tónlistina? Hvað með upptökurnar? Hvað finnst þér helzt að fslenzkum plötum? Finnst þér allt það tónlistarfólk, sem hefur sent frá sér plötur að Selma Ágústsdóttir, 16 ára starfsmaður f verksmiðju, sagði m.a.: „Mér lfzt mjög vel ásumar plöt- urnar, en ekki allar. Margt er mjög gott. Ég kaupi þó lítið af íslenzkum plötum. Ég kaupi frek- undanförnu, hafa átt erindi á plötur? Hvort viltu frekar hafa fslenzka texta eða enska á fslenzk- um plötum? Slagbrandur fór að dæmi bank- anna og lét enga vitneskju um þessa skyndikönnun leka út (nema til vildarvina), en skauzt sfðan út f rigningarsuddann einn daginn f sfðustu viku og arkaði á milli plötubúðanna, með ljós- myndarann f slagtogi, og snarað- ist sfðan að óviðbúnum viðskipta- vinum. Og útkoman varð þessi: ar erlendar plötur, mér finnst ein- hvern veginn meira varið í þær.“ — Reynirðu að fylgjast með og hlusta á allar nýjar fslenzkar plöt- ur? „Ég reyni eins og ég get að fylgjast með, en ég hef ekki und- an.“ — Finnast þér íslenzkar plötur sambærilegar við erlendar að gæðum? „Ég veit ekki nóg um upptöku- málin til að geta dæmt um þau, en mér finnst sumt íslenzkt vera mjög gott og alveg sambærilegt við það erlenda. Mér finnst t.d. Celcius mjög góð hljómsveit. Af plötum vil ég nefna Paradísar- plötuna, sem er mjög góð, og nýju Lónli blú bojs-plötuna og Spil- verkið.“ — Hvort viltu hafa textana á íslenzku eða ensku? „Ég vil hafa meira af íslenzkum textum á íslenzkum plötum, en þó finnast mér sums staðar enskir textar eiga betur við.“ Hákon Eydal, 17 ára gagn- fræðaskólanemi, sagði m.a.: „Mér finnst að það megi gefa út miklu meira af islenzkum plötum. Það eiga allir að fá að reyna sig sem vilja spila inn á plötur. En ég kaupi lítið af íslenzkum plötum. Þær er ekki nógu góðar, ekki nógu áhrifaríkar.“ — Hverjir er helztu gallarnir á íslenzkum plötum að þínum dómi? „Mér finnast söngvararnir yfir- leitt betri á erlendum plötum og svo nær tónlistin einhvern veginn betur til mín, er áhrifaríkari." Daði Tómasson, 19 ára gamall nemi í MH, varð næstur fyrir svörum og sagði m.a.: „Ég tel að það sé heldur of mikið gefið ut af íslenzkum plöt- um. Það er ábyggilega eitthvað af ... og enn jamma þeir... 0 Klúbburinn JASSVAKNING heldur ótrauður áfram starfi sfnu f þágu ís- lenzkrar jassmenningar og á mánudagskvöldið (á morgun) mun klúbburinn halda sitt annað jasskvöld á þessum vetri f veit- ingahúsinu Glæsibæ. Fyrsta jass- kvöld klúbbsins var haldið í Glæsibæ f byrjun nóvember og heppnaðist það með miklum ágætum, eins og reyndar hefur komið fram hér f Slagbrandi. ^Jazzvakning hefur á stefnu- skrá sinni eflingu fslenzks jazzlífs eins og frekast er unnt og auk jasskvölda verður efnt til kynninga f ýmsu formi, s.s. með tónlistarflutningi jassleikara, hljómplötukynningum og kvik- myndasýningum. Formaður klúbbsins, Jónatan Garðarsson, hefur ásamt hljómsveitinni JAZZMENN (þ.e. Rúnar Georg- son, Birgir Hrafnsson, Pálmi Gunnarsson, Guðmundur Stein- grfmsson og Karl Möller) heim- sótt tvo skóla á höfuðborgarsvæð- inu og gaf þetta form jasskynn- ingar góða raun að sögn Jónatans. 0 Annað kvöld munu koma fram þrjár hljómsveitir f Glæsi- bæ: Jass-sveit skipuð gömlu kempunum Birni R. Einarssyni, Gunnari Ormslev, Jóni Möller, Jóni Sigurðssyni og Guðmundi Steingrímssyni, — hljómsveitin Pnín sem skipuð er Arnþóri Jóns- syni (pianó, cello), Frey Sigur- jónssyni (flauta), Steingrfmi Guðmundssyni (slagverk), Gunn- ari Hrafnssyni (bassa), og Hans Jóhannssyni (gftar). Auk þess mun koma fram kvartett Karls Möller, en auk Karls skipa kvartettinn þeir Rúnar Georgs- son, Árni Scheving og Guðmund- ur Steingrfmsson. Hillingar sjö sýnis- homa Hillingar G .S. 102— LP—stereo Hljómplötuútgáfan Gimsteinn hef- ur nýlega sent frá sér hljómplötu þar sem sjö islenskir söngvarar syngja tólf frumsamin lög. Nefnist platan Hillingar en söngvararnir eru: María Baldursdóttir, Rúnar Júlíusson, Magnús Kjartansson, Engilbert Jens- en, Gylfi Ægisson og Gunnar Frið- þjófsson auk þess sem Björgvin Hall- dórsson kemur fram I milliröddum. Undirleik á plötunni annast: Alan Herman (trommur), Ragnar Sigur- jónsson (trommur), Rúnar Júlíusson (bassi, gítar), Tómas Tómasson (bassi), Axel Einarsson (gítar), Magnús Kjartansson (planó, streng- ir), Engilbert Jensen (slagverk) og Björgvin Halldórsson (munnharpa). Eins og sést á þessari upptalningu er hér á ferðinni einvalalið tónlistar- manna enda er flutningur þeirra á þessari plötu hnökralaus þótt tón- verkin sem slfk bjóði að vísu ekki upp á mikil tilþrif. Söngurinn áplöt- unni er hins vegar eins misjafn og mennimir eru margir og sömuleiðis eru lögin afar misjöfn að gæðum og kennir þar ýmissa grasa sem von er. Rúnar Júlíusson á drýgstan þátt á plötunni og sleppur hann vel frá sínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.