Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 39 — Minning Axel Framhald af bls. 31 hafa á heimili sinu. Allar eru þær mjög vel af guði gerðar og hafa lagt áherzlu á áð afla sér mennt- unar til nýtra starfa. Þrjú barna- börn eiga þau Áslaug og Axel, sem eru afa og ömmu einstaklega kær. Nærri má geta, hvílikur söknuð- ur muni vera ríkjandi á heimili Axels, þegar hann hverfur á brott með svo sviplegum hætti. Að vísu hafði hann kennt sér lasleika fyr- ir um það bil ári, en engum mun þó hafi dottið i hug, hversu alvar- legs eðlis sá lasleiki reyndist vera. Engin orð geta bætt þeim mæðg- unum þann missi, sem þær hafa orðið fyrir, en víst er um það, að fjölmargir munu þeir vera, og vafalaust fleiri en þær grunar, sem senda þeim á þessari rauna- stundu hlýjar hugsanir og inni- lega samúð. Megi sú vitneskja vera þeim huggun i harmi þeirra. Ég vil að lokum fyrir hönd mína og fjölskyldu minnar votta Ás- laugu og dætrum svo og systkin- um Axels og öðrum ástvinum hennar, innilega hluttekningu i sorg þeirra. Drottinn blessi minn- ingu Axels. Þorsteinn Arnalds. Er það fréttist s.l. mánudag, að Axel V. Tulinius, fyrrv. sýslumað- ur, hefði látist i Borgarsjúkrahús- inu af afleiðingum hjartaáfalls setti margan hljóðan. Fáir vissu um það, að hann hafði ekki geng- ið heill til skógar síðustu misser- in. Jafnvel þeir sem störfuðu með honum daglega gerðu sér þess ekki grein. Leiðir okkar Axels Tulinius lágu snemma og lengi saman. Við vorum saman i Menntaskólanum og Háskólanum og við fluttum báðir fyrir röskum 30 árum til starfa á Vestfjörðum, þar sem við m.a. vorum samherjar í stjórn- málum. Um skeið var þó vik milli vina, er Axel gerðist bæjarfógeti í Neskaupstað og síðar sýslumaður í Suður-Múlasýslu, En undanfarin átta ár vorum við samstarfsmenn hér í Reykjavík. Allan þennan langa tíma hefur aldrei fallið skuggi á vináttu okkar og stend ég í mikilli þakkaskuld við hann fyrir margvíslegan greiða og góð- vild. Af fjölþættum störfum i þrem landshlutum öðlaðist Axel við- tæka þekkingu á lifi og kjörum fólksins i landinu, til sjávar og sveita. Það gerði hann óvenju víð- sýnan og frjálslyndan. Hann hafði lifandi áhuga á framfaramálum þeirra byggðarlaga, sem hann starfaði fyrir og var virkur og leiðandi þátttakandi í félagsstarfi á fjölmörgum sviðum. Hvar sem hann starfaði eignaðist hann fjöl- marga vini og naut óvenjulegra vinsælda fyrir alúðlega fram- komu sína og ljúfmennsku, sem jafnan hefur einkennt ættmenn hans. Hjálpsemi og greiðvikni ein- kenndi öll störf Axels. Þeir voru ófáir viðskiptamenn borgar- fógetaembættisins, sem jafnan snéru sér beint til hans um úr- lausn mála sinna og kynntust því af eigin raun. Þeir munu nú vissulega sakna góðs drengs. Við samstarfsmenn Axels við embættið fórum ekki varhluta af góðum kostum hans. Hann var ágætur vinnufélagi, flugskarpur og gott með honum að vinna. Hon- um fylgdi jafnan heiðrikja dreng- skaparmannsins, líf og fjör. Hans er nú mjög saknað úr hópnum. I mörg ár bjó ég og fjölskylda min i húsi athafnamannsins, Marselliusar Bernharðssonar á Isafirði, i ánægjulegu sambýli, sem margar dýrmætar minningar eru við tengdar. I þetta hús sótti Axel „stóra vinninginn" eftirlif- andi konu sina, Áslaugu Kristjánsdóttur, stjúpdóttur Marselliusar, mikla dugnaðar- og myndarkonu. Þau eignuðust fjór- ar mannvænlegar dætur, sem nú eru allar uppkomnar. Axel var mikill og góður heimilisfaðir og heimili þeirra Áslaugur annálað fyrir myndarskap og gestrisni. Fráfall hans langt fyrir aldur fram er þungbær sorg fyrir fjöl- skyldu hans. En ljúfar minningar um góðan dreng eru huggun harmi gegn. Ég kveð kæran vin og öðlings- dreng. Ég vil fyrir hönd okkar samstarfsmanna Axels hér við embættið, senda Áslaugu, dætr- unum og fjölskyldu hans innileg- ar samúðarkveðjur. Ásberg Sigurðsson. Útför Axels V. Tulinius fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 29. nóvember kl. 10.30. — Jón Sigurðs- son . . . Frambald af bls. 15 þeirra brýn, ekki sízt þar sem mörg þeirra ættu i miklum greiðsluvandræðum. Hagvöxtur í hinum fátækari þróunarrikjum í heild hefði verið afar hægur frá 1965 og nær enginn frá 1970 og innflutningur þeirra hefði dregizt mikið saman frá síðustu árum sjö- unda áratugsins, ekki sízt inn- flutningur ýmissa framleiðslu- nauðsynja, sem eru undirstaða efnahagsframfara. Við þessar að- stæður þyrfti þvi að veita til þeirra auknu fé. Ræða McNamara var annars mikií hvatningarræða til aðildarríkjanna að efla bank- ann og stofnanir hans. Hann benti á þann hróplega ójöfnuð lífs- kjara, sem nú væri milli ríkra þjóða og snauðra og að nú færi hvarvetna vaxandi fylgi við kröf- ur um réttlátari skiptingu lífs- gæða í heiminum. Hann fór með ýmsar tölur, sem sýndu, hvernig bilið milli þess milljarðs manna sem býr við örbirgð og okkar hinna hefði vaxið á síðasta áratug, þrátt fyrir svokallaða efnahags- kreppu í iðnríkjum allra síðustu árin. I þróunarlöndum og sérstak- lega fyrir snauðustu þegna þess- ara landa er efnahagsvandinn ekki sá að halda í við sig heldur að halda lífi. Neyðin, sem fylgir örbirgðinni, stendur þó utan við alla skýrslugerð. Næringarskort- urinn, sem lamar viljann, bækl- ar likamann og syttir ævina ólæsið, sem myrkvar sálina og skýtur loku fyrir hurð til fram- tiðarinnar, farsóttirnar, sem fara eins og lok yfir akra og óþverrinn, sem forpestar umhverfið, ekkert af þessu verður læst i tölur; en það eru reyndar þessi kjör sem eru hlutskipti milljóna manna, sem þarf að reyna að bæta. Ríku þjóðirnar leggja lítið af mörkum til þessa miðað við auðlegð sína. McNamara hélt því fram, að ríku þjóðirnar fjarlægðust fremur en færðust nær markmiði Samein- uðu Þjóðanna um 0.7% af þjóðar- tekjum iðnríkjanna til opinberrar þróunaraðstoðar, nema þær tækju sig verulega á. Á fundinum virtist eining um að tryggja ný framlög til IDA, AJþjóðaframfarastofnunarinnar, sem veitir lán með vildarkjörum til hinna lakast settu landa. Nokk- ur munur var þó á afstöðu ein- stakra ríkja til þess, hvort auka ætti þessi framlög að raungildi eða eingöngu halda þeim óbreytt- um að nafnverði. William Simon, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var helsti formælandi þeirra, sem fremur vildu halda aftur af fjár- framlögunum. Þessi afstaða ræður vitaskuld mikiu um möguleikana til þess að veita aðstoð sem um munar, því þar gildir ekki aðeins, að mest munar um framlag auð- ugustu þjóðar heims, heldur hef- ur hún einnig áhrif á gerðir ann- arra ríkja í þessu efni með for- dæmi sinu. Fróðlegt verður að sjá, hvort ný ríkisstjórn í Banda- ríkjunum breytir þessari stefnu. Þá virtist all almennur vilji til að auka á næstu árum stofnfé sjálfs Alþjóðabankans, en einnig í þessu efni voru fulltrúar sumra hinna alira ríkustu landa tregir til stuðnings. Alþjóðalánastofnun- in IFC, sem lánar fyrst og fremst til einkafyrirtækja í þróunarlönd- um, fékk þó eindreginn stuðning Bandaríkjanna og fleiri landa. Þá var einnig áberandi, að menn lögðu áherzlu á, að utanaðkom- andi þróunaraðstoð ein sér dygði skammt. I þróunarlöndunum sjálfum þyrfti að ríkja efnahags- stefna heima fyrir, sem miðaði að því að auka þar framleiðslu og framleiðni, og jafnaði lífskjör í þessum löndum, svo árangur mætti nást. Vandamál þriðja heimsins væri fyrst og fremst vandi hinna snauðustu í öllum löndum og til þeirra yrði hjálp til sjálfshjálpar fyrst og fremst að ná. Öneitanlega voru skarpar and- stæður á milli þess glæsibrags, sem var yfir fundarhaldinu í Manila og þessa viðfangsefnis, þ.e. hvernig beina ætti aðstoð til þeirra, sem lifa í örbirgð sumir næstum við dauðans dyr. Á fundinum hélt Matthías Á Mathiesen fjármálaráðherra stutta ræðu um málefni bankans og systurstofnana hans fyrir hönd Norðurlandanna fimm, en sá hátt- ur er jafnan á hafður á þessum fundum, að fyrir hönd Norður- landa talar einn fulltrúi um mál- efni sjóðsins og annar um málefni bankans. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem íslenzkur ráðherra talar á þessum vettvangi fyrir öll Norðurlöndin, en vitaskuld bar ræðan svip af því, að Norðurlönd- in — nema tsland og Finnland — standa í fremstu röð með framlög til þróunaraðstoðar. I ræðunni var farið viðurkenningarorðum um störf bankans undir stjórn McNamara. Vitaskuld eigum við fyrir okkar leyti að reyna að standa við þessi stuðningsorð i verki, og reyndar hefur framlag okkar til bankans og IDA verið forsvaranlegt, en það er meira en sagt verður um þróunarframlög okkar að öðru leyti, ekki sízt þar sem við höfum notið góðs af lán- um frá Alþjóðabankanum til skamms tíma, þótt það sé nú liðin tið, en reyndar einnig nýlega framlaga frá þróunaraðstoð Sam- einuðu Þjóðanna. Raunverulegt framlag okkar til þróunaraðstoð- ar hefur þvi verið hverfandi, sem er okkur til vanza. Á næstu árum verðum við að snúa við blaðinu í þessu efni og stefna markvisst að því að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um 0.7% af þjóðar- framleiðslunni til þróunaraðstoð ar, t.d. á næstu 7 árum, með þvi að ætla til þess hluta af hagvextin- um, ef okkur auðnast að vekja hann á ný. Þetta kann að virðast erfitt i framkvæmd vegna vand- ræða, sem að okkur sjálfum steðja um sinn, en þau eru þó hégómi einn samanborið við vandamál þróunarlandanna. Ef við viljum bera höfuðið hátt í félagi tekju- háu þjóðanna, en i þeim hópi eig- um við sem betur fer heima, verð- ur ekki undan því vikizt að gera átak í þessum efnum á næstu ár- um. I fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1977 má telja bein framlög til þróunaraðstoðar tæplega 190 milljónir króna. Mér þykir þetta helzt til stuttur fyrsti áfangi, en gæti þó gengið, ef ákveðið væri að auka framlög til verðugra verk- efna af þessu tagi um 300 m.kr. (á verðlagi fjárlagafrumvarps 1977) árið 1978 og siðan um 300 m.kr. á ári næstu fimm árin. Með þessum hætti kæmumst við langleiðina að 0.7% markinu á næstu 7 árum; til þess að ná því þarf fyrst og fremst stjórnmálalegan viljastyrk. Lokaorð Ég vil ljúka þessum orðum með því að minna á, að mikilvægi al- þjóðlegra peningastofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans er ekki eingöngu fólgið í þeirri fjárhagsaðstoð, sem þær geta látið í té, heldur ekki siður i því .að koma á og viðhalda gagnkva'mu trausti á sviði al- þjóðaviðskipta og tryggja sam- vinnu milli þjóða til að leysa vandamál, sem ekki verða Ieyst af einstökum ríkjum í einangrun. Reynsla síðustu tveggja ára hefur þrátt fyrir allt sannað gildi al- þjóðasamvinnu á sviði efnahags- mála. En mörg verkefni biða og þeirra brýnast er að stuðla að framförum í þróunarlöndunum og reyna að draga úr hróplegri misskiptíngu lífsgæðanna milli heimsins barna. Islendingar hafa sérstaka ástæðu til þess að fylgjast vel með á þessum vettvangi. Við höfum á undanförnum árum notið góðs af alþjóðlegri efnahagssamvinnu með ýmsum hætti, beint og óbeint. ekki sízt með aðgangi að lánsfé Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Þetta er að sönnu mikilsvert, en þó eigum við miklu meira undir þvj, að efna- hagur heimsins dafni og þróist með eðlilegum hætti, sem er reyndar forsenda jafnvægis í al- þjóðaviðskiptum og alþjóðamál- um yfirleitt. Sú hagsæld, sem okk- ur hefur hlotnazt, leggur okkur þær skyldur á herðar að taka þátt í þróunaraðstoð við þá sem af- skiptir eru í heiminum i ríkari mæli en hingað til. Hestamenn takið eftir Tvo umgengis góða hesta vantar tilfinnanlega bása til að vera á í vetur helst í Víðidal eða nágr. Við bjóðum góða leigu. Ýmis aðstoð stendur til boða. Uppl. veitir eigandinn í síma 84054 í kvöld og næstu kvöld. Ung barnlaus hjón sem koma til landsins frá námi í byrjun des. óska eftir 2ja—4ra herb. íbúð til leigu á Reykjavíkursvæðinu. Vinna bæði við sjúkrastörf. Algjör reglusemi og góðri umgengni heitið. Allar nánari uppl. gefnar í síma 84028 í dag og næstu daga. ’flSTUílD AUSTURVERI kynnir 1 ■ ■ ■ mm mm mm mm mm u sportvörurnar HUMMEL r. Buxur JfiV 1 4 * • 1:C;-r- ‘ ; m f*\ # 1 ' ' UÍ&yW iKx * :: v : %*•’" dilÉiPIIÍ Bolir Töskur * * i., Tra ■ & - w . jft JjL. Skór j|. ( Oí Sundtöfflur Æfingagallar Anorakkar I ‘ xV"*' - .• ' Hummel í ’flSTUflD ’flSTUílD AUSTURVERI Bóka- og sportvörubúö. Sími 84240. Póstsendum AUGLÝSINííASÍMINN ER: 22480 iRor0unbI«t>it>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.