Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1977
3
N eskaupstaður:
Rafmagns-
málin loks-
ins í lag
Neskaupstað27. janúar.
RAFMAGNIÐ hefur hvergi verið
tekið af i bænum f dag, þannig að
nú hefur létt mikið yfir mönnum.
Um leið og rafmagnsmálin kom-
ust I lag, batnaði veður og sást I
fyrsta skipti til sólar á árinu I
morgun. Þá kom áætlunarvél frá
Flugfélaginu hingað I morgun I
fyrsta sinn I nokkurn tfma.
Tólfhundruð tonna pláss var
laust hjá sildarbræðslunni hér I
morgun, en landað verður i það i
dag. Á morgun verður aftur laust
1200 tonna pláss og má því búast
við að einhverjir loðnubátar komi
hingað einnig á morgun. Loðnu-
bátarnir, sem hér lágu héldu á
miðin í gærkvöldi og einn þeirra
Magnús NK, sem fór ekki út fyrr
en kl. 9 I gærkvöldi var kominn
aftur inn um kl. 10 i morgun með
fullfermi. Asgeir.
Tekinn með
pillur í þús-
undatali
UNGUR maður var handsamaður
í Reykjavík I fyrrakvöld, grunað-
ur um að hafa eitthvað óhreint í
pokahorninu. Fundust á honum
pillur I þúsundatali, mestmegnis
róandi pillur. Hafði hann stolið
þeim í Selfossapóteki þetta sama
kvöld.
Maður þessi hefur fleiri innbrot
á samvizkunni og fyrir nokkrum
dögum var hann tekinn við inn-
brotstilraun í Ingólfsapótek. Til
stóð að úrskurða hann í gæzlu-
varðhald hjá sakadómí Reykjavík-
ur í gær.
Leiðrétting
I FRÁSÖGN af umræðum um ör-
yggismál SVR hér í gær var m.a.
greint frá tillögu er Sveinn
Björnsson flutti varðandi snjó-
ruðning. Sagt var að Leifur Karls-
son hefði greitt atkvæði á móti
tillögunni en hið rétta er, að hann
sat hjá. Hlutaðeigandi eru beðnir
afsökunar á þessum mistökum.
Dagur iðnað-
arins í Kópa-
vogi í dag
I DAG er I Kópavogi dagur iðnað-
arins. Hefst dagskráin kl. 8:45
með þvf að Skólahljómsveit Kópa-
vogs leikur við Félagsheimili
Kópavogs og kl. 9:00 verða fánar
dregnir að hún.
Klukkan 9:15 fara ýmsir for-
ráðamenn iðnaðarins I heimsókn í
ýmis iónfyrirtæki í Kópavogi en
kl. 11:00 verður opnuð sýning í
Víghólaskóla, sem nemendur
skólans hafa að öllu leyti séð um.
Er það nýmæli og stendur hún í
sambandi við starfsdvöl nemenda
hjá ýmsum fyrirtækjum til að
kynna sér starfsemi þeirra og er
hluti af valgrein.
Að loknum hádegisverði verða
skoðuð fleiri iðnfyrirtæki en kl.
14:30 verður fundur um iðnaðar-
mál I Félagsheimili Kópavogs.
Þar mun iðnaðarráðherra; dr.
Gunnar Thoroddsen, flytja ávarp
og sfðan flytja framsöguerindi
Björgvin Sæmundsson bæjar-
stjóri, og Davíð Sch. Thorsteins-
son, formaður Félags ísl. iðnrek-
enda. Fundarstjóri verður Magn-
úð Bjarnfreðsson bæjarfulltrúi.
Skýrt frá atburðarásinni er fanginnstrauk á Keflavíkurflugvelli:
Læsti tveimur hurðum
og reif síma úr sam-
bandi áður en hann fór
FRÉTTAMENN voru I gær boð-
aðir á fund Howards Matsons,
blaðafulltrúa Varnarliðsins á
Keflavfkurflugvelli, og greindi
hann þar frá nokkrum atriðum
varðandi rannsóknina á flótta
Christophers Barba Smiths,
sem strauk úr fangelsi Varnar-
liðsins miðvikudaginn 19. janú-
ar sfðastliðinn. Sagði Matson
meðal annars á fundinum að
ekkert hefði komið fram við
rannsóknina, sem benti til þess
að fangaverðirnir tveir, sem
gættu hans, hefðu verið I vit-
orði með strokufanganum. Þá
vfsaði Matson fréttum um að
háttsettir menn innan varnar-
liðsins hefðu vitað um flóttann
og jafnvel átt frumkvæðið að
honum, heim til föðurhúsanna.
— Slfkar sögur eru fáránlegar,
sagði Matson.
Rakti Matson atburðarásina
kvöldið, sem ,,Korkurinn“, eins
og hann er kallaður, slapp úr
fangelsinu. Verðirnir tveir og
fanginn voru í gangi fangelsis-
ins, á milli klefa „Korksins" og
anddyrisins, en þar er stúka
fyrir fangaverðina. Var verið
að sýna kvikmynd, þar sem
sjónvarpið í fangelsinu var bil-
að. Var sýningartjaldið sett upp
í innri enda gangsins, en sýn-
Mynd af Cristopher Barba
Smith frá því í ágúst 1972.
regluna, sem nú svaraði og
hringdi strax í Njarðvikurhlið-
ið. Fengu íslenzki lögreglumað-
urinn í hliðinu og bandaríski
hermaðurinn tilkynningu um
strokið á svipuðum tíma. Hlupu
þeir báðir út í hliðið er þeir sáu
í sömu andránni hvítan bíl
kóma akandi þangað. Hægði
bifreiðin á sér, en er þeir tveir
komu nær jók bifreiðastjórinn
hins vegar ferðina aftur og
t gegnum Njarðvíkurhliðið ók strokufanginn miðvikudaginn fvrir
viku síðan.
ingarvélin framar á ganginum
og nær útihurðinni. Varð að
hafa hurð á miðjum ganginum
opna, til að nægilegt bil væri á
milli vélarinnar og tjaldsins.
Voru verðirnir þannig stað-
Settir að annar var vinstra meg-
in við hurðina, hinn aðeins inn-
ar á ganginum. ,,Korkurinn“
var hins vegar hægra megin við
hurðina og allt i einu stökk
hann fram á ganginn f áttina að
kvikmyndavélinni og skellti á
eftir sér hurðinni, sem er
stjórnað með rafútbúnaði.
Fyrir ofan hurðina og vegg-
inn sem þiljaður er af á miðjum
ganginum, er um eins metra
stórt gat upp að loftinu. Tókst
fangavörðunum að klifra upp
vegginn og komast I gegnum
þetta gat eftir nokkra erfið-
leika. Er þeir komu fram í and-
dyrið sáu þeir að síminn i stúku
þeirra hafði verið rifinn úr
sambandi og gátu þeir því ekki
gert viðvart. Dyrunum að and-
dyrinu hafði fanginn læst á eft-
ir sér og mun hafa haft í fórum
sinum lás til þess. Tókst fanga-
vörðunum að brjóta upp hurð-
ina og var það ekki erfitt verk,
að sögn Howards Matsons.
Er þeir komu út úr bygging-
unni hlupu þeir strax f átt að
útvarps- og sjónvarpsbygging-
unni, sem er rétt hjá fangels-
inu. Á leiðinni þangað sáu þeir
„Korkinn" — Christopher
Barba Smith — aka fyrir horn-
ið á þeirri byggingu og virtist
þeim hann aka í átt að Njarð-
vfkurhliði Keflavíkurflugvall-
ar. Er þeir komu í sjónvarps-
húsið hringdu þeir strax í
öryggislögreglu Varnarliðsins.
Þar var á tali. Hringdu þeir þá f
aðalhliðið á vellinum og til-
kynntu það sem gerzt hafði.
Síðan hringdu þeir í öryggislög-
hvarf mönnunum tveimur út í
sortann.
TlMASETNINGAR
NOKKUÐ A REIKI
Á blaðamannafundinum í
gær sagði Matson að fangaverð-
irnir tveir álitu að „Korkurinn“
hefði sloppið úr gæzlu þeirra á
timabilinu frá 20.30 til klukkan
20.35 á miðvikudagskvöldið í
síðustu viku. Eru allar tíma-
setningar nokkuð á reiki um
hvenær atvikin áttu sér stað. Þó
munu verðirnir hafa tilkynnt
öryggislögreglunni um strokió
klukkan 20.40, en fanginn ekið
f gegnum Njarðvíkurhliðið
klukkan 20.50.
Hefur strokufanginn því haft
15—20 minútur á Keflavíkur-
flugvelli áður en hann ók i
gegnum Njarðvíkurhliðið.
Hvað hann gerði þennan tíma
er ekki vitað, því að sögn Mat-
sons blaðafulltrúa, sá enginn
neitt til fangans frá því hann
slapp úr fangelsinu, þar til
hann ók í gegnum hliðið út af
vellinum, að vörðunum tveimur
undanskildum. Blaðamenn
könnuðu það í vikunni hve
langan tima tekur að aka frá
fangelsinu að Njarðvikurhlið-
inu og tekur það um 5 mínútur.
Hvernig fanginn komst yfir
lyklana að bifreið fangavarðar-
ins, sem hann notaði til flótt-
ans, er ekki alveg ljóst. Frakki
varðarins hékk nálægt útidyr-
unum og telur fangavörðurinn
að lyklarnir hafi verið i frakka-
vasanum, er hann þó ekki alveg
viss um þetta atriði og segir að
lyklarnir hafi jafnvel verið i
bílnum.
Að sögn Guðfinns Bergssonar
yfirlögregluþjóns í Grindavík í
samtali við Mbl, sem fann bil-
inn daginn eftir flóttann, í fjör-
unni skammt frá Grindavík,
virtist honum sem lyklarnir
væru fastir i „svissinum" eins
og þeir hefðu ekki verið hreyfð-
ir þaðan lengi.
Var Matson spurður að þvi i
gær hvort mögulegt væri að svo
hefði verið. Sagðist hann ekki
vita það, en sagði að fangavörð-
urinn æki nú um á bíl sínum, og
ætti ekki í erfiðleikum með að
taka lyklana úr bílnum.
ALLAR HERFLUGVÉLAR
ATHUGAÐAR
Margar spurningar voru lagð-
ar fram á blaðamannafundin-
um í gær, meðal annars hvernig
leitinni og rannsókninni væri
hagað frá Keflavíkurflugvelli.
Sagði Matson að allar herflug-
vélar, sem færu frá landinu
væru vandlega athugaðar og
sömuleiðis áhafnir þeirra.
Hefði fyrsta vélin farið af land-
inu 12.15 daginn eftir flóttann
Howard Matson útskýrir á korti ýmis atriði í sambandi við flóttann.
Séð inn eftir gangi fanga-
geymslunnar. Barba Smith
læsti dyrunum á miðjum gang-
inum á eftir sér, en verðirnir
klifruðu yfir millivegginn í
ganginum. Á snögunum til
hægri var frakki annars varð-
anna með bíllyklunum í að því
er talið er.
og allt siðan þá hefði verið
fylgst náið með öllu flugi á veg-
um varnarliðsins.
Reynt væri að hafa eins náið
samstarf við íslenzku lögregl-
una og framast væri unnt.
Skipst væri á upplýsingum og
slíku, en utan Keflavíkurflug-
vallar væri það íslenzka lög-
reglan, sem annaðist leitina.
Aðspurður um hve þungan
dóm strokufanginn hlyti ef
hann næðist, sagðist Matson
ekkert geta sagt. Kæmi fernt til
greina; fangelsi, sektir, lækkun
í tign eða brottrekstur úr hern-
um með smán. Lægi þó beint
við að maðurinn hlyti harða
refsingu og þá fangelsi. Um lög-
fræðing „Korksins", sem kom
til landsins sama kvöld og hann
strauk, sagði Matson að það
væri ekki rétt að lögfræðingar
á Keflavikurflugvelli hefðu
ekki viljað taka mál hans að
sér. Heldur hefði verið talið
réttara að fá mann frá Banda-
rikjunum til að taka málið að
sér þannig að fanginn fengi
eins góða málsmeðferð og unnt
væri. Þeir sem væru á Kefla-
víkurflugvelli væru frekar bún-
ir að mynda sér skoðun á fang-
anum fyrirfram.
Matson var spurður hvort
hann teldi mögulegt að
Christopher Barba Smith væri
enn þá á Keflavikurflugvelli.
Sagði hann að sér fyndist það
harla ótrúlegt. Lögreglumenn
Framhald á bls. 31
r
z í w 1— TOT VARPA
KLE.R
FAN6ANS
tjald
m
jSYNm&'
/VRVtL
Afstöðumynd af fangageymslunni, þar
strokufanginn Smith.
sem V er merkt inn á myndina voru verðirnir, en S er