Morgunblaðið - 28.01.1977, Page 18

Morgunblaðið - 28.01.1977, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1977 Frumvarp að umferðarlögum: Aukið öryggi SIGURLAUG Bjarnadóttir (S) og Ellert B. Schram (S) hafa endurflutt frumvarp til laga um breytingu á um- feröarlögum. Efnisþættir frumvarpsins eru þessir helzt- ir: O — 1) Skylda um notkun öryggisbelta í bifreiðum. 0 — 2) Skylda um notkun öryggishjálma við akstur bifhjóla. % — 3) Um gildistíma ökuskírteina og skrifleg próf í umferðalöggjöf vió endurnýjun þeirra. % — 4) Skýrslugerð um ökuferil handhafa ökuskírt- eina og sérstakt „púnktakerfi" um brot á öryggisreglum í umferð, svipting ökuleyfa o.fl. ^ — 5) Að kennsla í akstri og meðferð bifreiða fari einvörðungu fram í löggiltum ökuskólum og löggildingu þeirra, er ökukennslu annast. Hér fer á eftir greinargerð, sem frumvarpinu fylgir: 85% umferðar- óhappa í þéttbýli Tiðni slysa og dauðsfalla i umferð Lagafrumvarp þetta var flutt á síð- asta þingi, en hlaut þá ekki afgreiðslu Má ætla, að ágreiningur um 1 gr þess. er fjallar um lögbundna notkun öryggisbelta í bifreiðum, hafi valdið þar mestu um Önnur ákvæði frum varpsins. sem fela í sér merkileg ný- mæli í umferðarmálum, féllu algerlega i skuggann af umræðum og deilum um öryggisbeltm og var það miður farið Frumvarpið er hér nú endurflutt efnislega óbreytt, en með lítils háttar breytmgum á greinargerð Því er ætlað að koma fram ýmsum umbótum á íslenskri umferðarlöggjöf, auka öryggi i umferðinni, bæta umferðarmenningu landsmanna og hvetja almenning til aukinnar ábyrgðar í samvmnu við þá aðila, sem að umferðarmálum vinna Lög og reglur koma lítt að gagni. sé ekki fyrir hendi skilningur almennings á réttmæti þeirra og nauðsyn Hm óvenjumikla tiðni slysa og dauðsfalla í umferðinni hér á landi undanfarm ár hefur vakið fólk til alvar- legrar umhugsunar um. að þörf sé ákveðinna aðgerða til úrbóta Á s I ári létust 19 manns i umferðarslysum á íslandi og 547 slösuðust. þar af 262 sem hlutu alvarleg meiðsli Árið þar áður (1975) létust 33 manns í um- ferðarslysum, 674 slösuðust. þar af 262 sem hlutu alvarleg meiðsli Á þessum tveimur árum hafa þannig 52 manns látist og 1221 slasast. þar af 524 það alvarlega að þeir bíða þess jafnvel aldrei bætur Þetta eru skelfilegar staðreyndir, sem valdið hafa miklum fjölda einstakl- inga harmi og þjáningum. sem ekki verður mælt til fjár Það mun þó mála sannast. að umferðarslysin kosta þjóðarbúið 2—3 þús milljónir árlega Það er réttilega bent á. að hér dugi ekkert eitt ráð til bóta. heldur þurfi að koma til margar samræmdar aðgerðir — öflugt og samstillt átak allra þeirra aðila, sem að umferðarmálum vinna aukm fræðsla og leiðbeiningarstarf- semi. virkari framkvæmd löggjafar- og dómsvalds. aukin löggæsla og síðast, en ekki síst. breytt viðhorf. aukin ábyrgðartilfinmng almennings i land- inu Lækkandi tala umferðarslysa á ný- liðnu ári er vissulega gleðiefni, þótt enn sé hún óhugnanlega há Og ekki má hún leiða okkur til of mikillar bjartsýni og því siður til andvaraleysis Hafa ber í huga eindæma hagstætt veðurfar það sem af er þessum vetri, og fimm dauðaslys í umferðmni nú í janúarmánuði hljóta að vera okkur áminning um að sofna ekki á verðin um 85% allra óhappa í umferð ! þéttbýli 1 gr þessa frumvarps fjallar um öryggisbelti og hjálma, en síðan 1 jan 1 969 hafa verið i gildi hér á landi lög þess efnis, að i öllum fólksbifreiðum (8 farþega og færri) og sendiferðabifreið- um. sem skráðar eru fyrir allt að 1000 kg farm og eru skráðar í fyrsta skipti 'ftir 1 jan 1969. skuli vera öryggis- belti fyrir okumenn og farþega i fram- sæti Þrátt fyrir verulegt fræðslustarf um gildi öryggisbelta er notkun þeirra enn lítil Má gera ráð fyrir. að hún sé innan við 5% i akstri í þéttbýli Notk- unin er þó mun meiri á þjóðvegunum. en er hins vegar bundin við mjög takmarkaðan tíma, þ e yfir sumarmán uðina í þessu sambandi ber að hafa i huga, að samkvæmt skýrslu Umferðar- ráðs um skráningu umferðarslysa verða um það bil 85% allra óhappa i umferð i þéttbýli, en 1 5% í dreifbýli Á árunum 1971 — 73 létust 65 manns í umferðarslysum á íslandi Af þeim voru 30 ökumenn og farþegar í fram- sæti Þrátt fyrir mjög takmarkaða notk- un bílbelta hér á landi hafa þau þegar bjargað mörgum frá alvarlegum meiðslum og dauða Niðurstöður af rannsóknum á þessum þætti umferðar- mála sýna. að notkun bilbelta nái til- gangi sinum í a m k 70% umferðar- slysa Hér er því annars vegar mikið slysavarnamál. sem þjóðir um allan heim veita vaxandi athygli í Sviþjóð var notkun bílbelta lögfest 1 jan árið 1 975 Síðan hefur meiri háttar meiðsl- um fækkað um 33% í Finnlandi voru öryggisbelti lögfest 1 júní 1975. í AIÞIflGI Noregi 1 sept 1975 og í Danmörku 1 jan 1976 Önnur lönd. sem tekið hafa upp lögleiðingu bílbelta, eru m a Ástralia. Nýja-Sjáland. ísrael. Frakk- land, Lúxembourg. Holland. Belgia. Sviss. Austurríki og Vestur-Þýskaland Fyrirhugað lagaákvæði um skyldu- notkun öryggishjálma samkv. 2 mgr 1 gr þessa lagafrumvarps. er byggt á samnorrænni tillögu útgefinni af Nor- disk Trafiksikkerhedsrád og birtist í skýrslu. sem gefin var út í okt 1974 Skýrsla þessi var byggð m a á norsk- um rannsóknum. sem leiddu i Ijós. að öryggishjálmurinn dró úr meiðslum hjá 82 5% þeirra, er notuðu hann. og bjargaði lífi ökumanna í 1 5% af tilfell- um. Slysatíðni há hjá ungum okumönnum í 2 gr. frv er kveðið svo á. að gildistími bráðabirgðaökuskirteina skuli lengdur úr einu í tvö ár Skýrslur um umferðarslys sýna. að slysatíðni er mjög há hjá ungum ökumönnum, sér- staklega þó 2—3 fyrstu árin Eftir að ökumaður hefur haft bráðabirgðaskir- teini i eitt ár fær hann samkv núgild- andi lögum fullnaðarskirteini. sem gildir í 10 ár frá útgáfudegi Getur þetta m a leitt til þess, að ökuleyfishafi telji sér alla vegi færa með fullnaðar- skírteini upp á vasann Rannsóknir hafa leitt i Ijós. að fyrstu 5 ökumanns- árin eru hættulegust Lögleiðing bráða- birgðaskírteinis var nýmæli og skref fram á við. en til að slík ráðstöfun hafi enn meiri áhrif er nauðsynlegt að lengja þennan tíma i tvö ár að minnsta kosti ísland eitt Norðurlanda hefur lágmarksaldur til ökuprófs 17 ár Á hinum Norðurlöndunum öllum er hann 1 8 ár og er svo viða annars staðar í Evrópu Það kann að vera fullróttæk ráðstöfun að hækka lágmarksaldurinn Þess i stað er mælt með því að gildis- tími bráðabirgðaskirteinis sé lengdur í tvö ár Samkv 6 mgr 27 gr umferðar laga er heimilt að ákveða, að við endurnýjun fullnaðarskírteinis skuli hlutaðeigandi ganga undir skriflegt próf í umferðarlöggjöf Þessari heimild hefur ekki verið beitt Því er lagt til i 3 gr þessa frv . að nú verði slíkt próf gert að skyldu Hér er ekki átt við skriflegt próf sambærilegt því, sem fram fer við ökuprófið sjálft, heldur eingöngu könnun til upprifjunar á Sigurlaug Bjarnadóttir. Ellert B. Schram. helstu umferðarreglum (t d 10—20 spurningar, sem svara verður á 15 minútum) Þetta leiðir til þess. að flest- ir þeir. sem endurnýja ökuskírteini sitt. munu rifja upp umferðarreglurnar, enda nauðsynlegt. m a vegna breyt- inga, sem á þeim verða. lögleiðingar nýrra umferðarmerkja o.s. frv Mistaka- eða punktakerfið Mistakakerfið eða punktakerfið eins og það er stundum nefnt, er í dag talin ein árangursrikasta slysavörnin At- hygli manna víða um heim hefur í vaxandi mæli beinst að þessu kerfi Hér er um að ræða aðferð til þess að auðvelda þeim, sem gefa eiga út öku- leyfi, að fylgjast með ökuferli manna og leggja mat á það hverjir þurfi endur- hæfingar við og hvenær Samkvæmt mistakakerfinu hafa brot á umferðar- lögum og reglugerðarfyrirmælum mis- munandi gildi eftir þvi hversu alvarleg þau eru Mistakakerfið er fyrst tekið upp i Connecticut i Bandaríkjunum 1 947 Síðan hefur það verið tekið upp i qllum ríkjum Bandarikjanna og víða í Evrópu Má nefna sem dæmi Frakk- land, Þýskaland. Sviþjóð, Sviss og að nokkru í Englandi í Sovétrikjunum er einnig notað mistakakerfi. þótt það sé nokkuð frábrugðið því kerfi sem almennt tíðkast Ráðherranefnd Evrópuráðsins hefur mælt eindregið með því að punktakerfið verði tekið upp í öllum löndum sem aðild eiga að ráðinu í nær öllum löndum eru reglur sem takmarka rétt manna til aksturs Reglur þessar hafa fyrst og fremst byggst á læknisfræðilegum atriðum. svo sem að maður hefur skerta sjón eða að hann hafi orðið fyrir einhverjum veikindum sem gera hann óhæfan til aksturs í vaxandi mæli þarf að tak- marka ökuréttindi vegna umferðar- brota Þjóðfélagið verður að hindra að óhæfur ökumaður sé á ferli í umferð- inni Réttindamissir getur undir mörg- um kringumstæðum reynst árangurs- rík slysavarnaaðgerð, bæði frá sjónarmiði einstaklingsins og almenn- ings Viss fjöldi mistaka (punkta) veld- ur ökuskírteimssviptingu í ákveðinn tíma Ökuleyfissvipting í fyrsta sinn er yfirleitt stutt eða tveir til þrír mánuðir og þá miðað við það að viðkomandi fari á námskeið til þess að rifja upp helstu umferðarreglur. Forsenda þess, að unnt sé að koma upp slíku kerfi hér á landi, er að haldin sé ökuferilsskrá yfir alla ökumenn á einum stað, Frum- varpið gerir ráð fyrir, að ökuferilsskráin verði færð við embætti lögreglustjór- ans í Reykjavík. enda gefa lögreglu- menn í Reykjavík yfir helming allra lögregluskýrslna um umferðarslys og umferðarbrot Við embætti löreglu- stjórans í Reykjavik hefur verið færð ökuferilsskrá um 10 ára skeið. Ljóst er að starf þetta hefur borið góðan árang ur, og fyrir tveimur árum var tekin upp sú nýbreytni að boða þá ökumenn, sem höfðu slæman feril, til könnunar á akstursþekkingu Tillagan, sem í 4. gr. frv. felst, miðar að þvi að renna styrkari stoðum undir þetta starf og beita ökuleyfissviptingu í vaxandi mæli. Það kemur einnig til greina. að ökuferilsskrá verði færð hjá embætti ríkissaksóknara. sem hefur með hönd- um sakaskrá ríkisins. eða hjá Um- ferðarráði, sem hefur með höndum skráningu umferðarslysa Ökukennsla Hér á landi hefur nokkuð á annað þúsund manns rétt til að hafa á hendi ökukennslu Flestir þessara aðila hafa ökukennslu að aukastarfi og margir hverjir kenna aðeins 1 — 2 memendum á ári 5 gr frv felur í sér þá megin- breytingu. að í stað þess að einstakir ökukennarar verði ábyrgir fyrir öku- kennslunni. þá verði ökuskólar og for- stöðumenn þeirra ábyrgir, en ökukenn- arar verði starfsmenn ökuskóla Gert er ráð fyrir að ökuskólar verði reknir af emstaklingum eða samtökum þeirra og forstöðumenn ökuskóla hljóti sérstaka löggildingu dómsmálaráðherra. sem jafnframt setur reglur um starfsemi ökuskóla, bæði hvað varðar húsnæði og tækjabúnað Það er skoðun flutn- ingsmanna, að með tilkomu ökuskóla verði ökukennsla undir ökupróf mun skemmri hér en I flestum nágranna- löndum okkar Þá þykir og nauðsyn- legt að nota margs konar dýran tækja- búnaðauk bifreiða til ökukennslu Slikt er einstaklingi algjörlega ofviða Frv gerir ekki ráð fyrir að skerða réttindi Framhald á bls. 31 Efling útflutningsstarfsemi Litasjónvarp, — uppbygging þjóðvega í snjóahéruðum FUNDUR var f sameinuðu þingi í gær. Tvær tillögur til þingsályktun- ar voru afgreiddar til nefnda: bann á móttöku umtalsverðra gjafa (rfkisstarfsmenn), vísað til allsherjarnefndar, og lagning bundins slitlags á þjóðvegi — vísað til fjárveitinganefndar. Tillaga um undir- ritun alþjóðasamnings um varnarráðstafanir og refsingar vegna glæpa gegn einstaklingum, er njóta alþjóðlegrar verndar, var samþykkt. Þá urðu framhaldsumræður um tvær þingsályktunartillögur, um litasjón- varp og uppbyggingu þjóðvega í snjóahéruðum, en fyrri umræður um þau efni voru ítarlega raktar hér á þingsíðu. Samræming og efling útflutn- ingsstarfsemi Lárus Jónsson (S) mælti fyrir tillögu til þingsályktunar, sem hann flytur ásamt Sverri Her- mannssyni (S), svohljóðandi: „Alþingi áiyktar að fela ríkis- stjórninni að gera úttekt á skipu- lagi og aðstöðu útflutningsversl- unar landsmanna og leita leiða tii þess að efla og samræma útfiutn- ingsstarfsemi fyrir ísienskar framleiðsluvörur og þjónustu. Um úttekt þessa, samræmingu og eflingu útflutningstarfsemi skal hafa samráð við þá aðila sem nú annast útflutning og markaðs- starfsemi. í þessu sambandi skal áhersla lögð á eftirfarandi: 1. að kanna hvort rétt sé og hagkvæmt að koma á fót sam- starfi allra aðila, sem vinna að útflutningsstarfsemi, m.a. i þvi skyni að stuðla að á skipulegan hátt almennri kynningu á íslenzk- um vörum og þjónustu erlendis og þjálfun starfsfólks, sem vinna mun að hvers konar útflutnings- starfsemi; 2. að marka enn frekar þá stefnu í skatta- og tollamálum, svo og annarri opinberri fyrir- greiðslu, sem auðveldar íslensk- um útflytjendum samkeppni á er- lendum mörkuðum; 3. að kanna hvort rétt sé og hagkvæmt að samræma eða sam- eina starf utanríkis- og viðskipta- ráðuneytis á sviði útflutnings- starfsemi og efla starf utanríkis- þjónustunnar í markaðsmálum. Ræða Lárusar, sem var itarleg og fróðleg, verður birt í Mbl. sið- ar. SH, SÍS og SÍF með 60% vöruútflutnings Guðmundur H. Garðarsson (S) sagði þessa tillögu góðra gjalda verða. Lagði hann sérstaka áherzlu á tvo fyrri liði hennar, nauðsyn samræmingar og sam- starfs útflutningsaðila og að fisk- iðnaður nyti sams konar fríðinda í tollum á vélum og tækjum og ann- ar samkeppnisiðnaður í landinu, en á það skorti nú. Þá væri fisk- iðnaði, sem væri undirstöðugrein í útflutningsiðnaði okkar, einnig mismunað í þyngra sölugjaldi en almennum iðnaði. Hins vegar þyrfti að hamla gegn of mikilli miðstýringu varðandi sjálfan út- flutninginn. Þrjú fyrirtæki, SH, SÍS og SÍF, önnuðust um 60% af vöruútflutningi þjóðarinnar, i vissri samkeppni, sem hefði gefið góða raun. Slík valddreifing væri æskileg áfram. Þessi fyrirtæki gætu hins vegar orðið öðrum út- flutningsgreinum mikill styrkur í frjálsu samstarfi útflutnings- greina. Lagði Guðmundur til að tillögunni yrði vísað til utanríkis- málanefndar. Tillaga, sem var felld Albert Guðmundsson (S) minnti á, að við afgreiðslu nýrra tollalaga, skömmu fyrir áramót, hefði hann flutt breytingartil- lögu, þess efnis, að fiskiðnaður nyti sams konar tollfriðinda i kaupum á vélum og tækjum og annar iðnaður, m.a. vegna þeirrar samkeppni, sem hann þyrfti að taka þátt í á erlendum mörkuðum við aðrar fiskveiðiþjóðir. Þessi til- laga hefði þvi miður verið felld, ásamt fleiri tillögum sinum varð- andi tollamál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.