Morgunblaðið - 28.01.1977, Page 20

Morgunblaðið - 28.01.1977, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askrif targjald 1100.00 í lausasölu 60 hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. kr. á mánuði innanlands. .00 kr. eintakið Norðurlandaráð Norðurlandaráð er 25 ára á þessu ári. Af því tilefni hefur upplýsingadeild þess sent frá sér viðtal við Sigurð Bjarnason sendiherra, sem var einn af frum- kvöðlum að stofnun ráðsins, og var forseti þess bæði 1965 og 1970. í þessu viðtali er að finna margþættan fróðleik um aðdragandann að stofnun ráðsins og starfsferil þess í aldarfjórðung. Hans Hedoft, hinn góðkunni, danski stjórnmálafröm- uður, setti fram hugmyndina um stofnun norræns ráð- gjafaþings, Norðurlandaráðs. Hugmyndin var sett fram á fundi norræna þingmannasambandsins í Stokkhólmi árið 1951. Hún fékk þegar vængi og varð að veruleika á tiltölulega skömmum tíma. Aðild íslands að Norður- landaráði var samþykkt á Alþingi íslendinga með 28 atkvæðum gegn 7, einn greiddi ekki atkvæði og 16 voru fjarverandi, en Alþingi var þá skipað 52 þingmönnum. Þannig var ekki algjör eining um þessa aðild, sem fyrir löngu hefur þó sannað ágæti sitt, ekki sízt fyrir hina smærri aðila hinnar norrænu þjóðaf jölskyldu. í viðtali því, sem hér hefur verið gert að umtalsefni, tíundar Sigurður Bjarnason sendiherra ávinning íslend- inga af starfi Norðurlandaráðs. Hann minnir m.a. á Norræna húsið í Reykjavík, Norræna iðnþrónunarsjóð- inn, Norrænu eldfjallarannsóknastöðina á íslandi og hina mikilvægu aðstoð Norðurlanda við uppbygginguna í Vestmannaeyjum eftir eldgosið á Heimaey. Hann minnir einnig á mikilvægan stuðning Norðurlanda í sambandi við útfærslur fiskveiðilandhelgi okkar, m.a. stuðnings- yfirlýsingu forsætisnefndar Norðurlandaráðs við mál- stað íslands sem vakti mikla athygli á sinni tíð. Þá nefnir hann afnám vegabréfaskyldu, sem hafi orðið öllum þjóð- unum til mikils hagræðis, samvinnu á sviði löggjafar og félagsmála og stofnun norræna menningarsjóðsins. Það olli mörgum áhugamanninum um norræna sam- vinnu vonbrigðum þegar hugmyndin um Nordek, sam- vinnu á sviði efnahagsmála, rann út í sandinn, en það var aðalmálið á fundi Norðurlandaráðs i Reykjavík árið 1970. Hins vegar er stofnun norræna fjráfestingarbankans merkilegt spor samvinnu á þessu sviði. Eftir að fjölþjóða- hringurinn Union Carbide hvarf út úr myndinni um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði, sem var og er ein af markaðsforsendum Sigölduvirkjunar, var horfið að norsk-íslenzkri sameign járnblendiverksmiðjunnar. Þetta norsk-íslenzka samstaf féll að markmiðum hins nýja, norræna fjárfestingarbanka, sem leggur til mikil- væga lánsfjárfyrirgreiðslu, varðandi fyrirhugaða upp- byggingu fyrirtækisins. Aðild Dana að EBE hefur af sumum verið túlkuð sem þröskuldur i vegi viðskipta- og efnahagssamstarfs Norð- urlanda. Engu að síður kann aðild einnar Norðurlanda- þjóðar að þessari sterku efnahagsblokk, að koma öðrum Norðurlöndum að framtíðargagni. Það er enginn efi á því að Norðurlandaráð hefur fært þessar náskyldu þjóðir nær hver annarri. Þær þekkja nú miklu betur en áður sjónarmið og þarfir hver annarrar. Samstarf þeirra á alþjóðavettvangi, þar á meðal innan Sameinuðu þjóðanna, er og mjög mikilsvert. Um það efni segir Sigurður Bjarnason: „Við lifum nú í heimi, þar sem einangrunin er á undanhaldi. Norðurlandaþjóðirnar eru hluti af Evrópu, sem við hljótum að eiga mikil samskipti við. Og hin norræna mannúðarstefna stefnir að jafnrétti og friði meðal allra þjóða heims, óháð litarhætti fólks og stjórnmálaskoðunum." Undir þessi orð skal tekið. Nor- ræn samvinna á vaxandi hlutverki að gegna, ekki bara inn á við í málefnum Norðurlanda, heldur ekki síður út á við á alþjóðavettvangi, í heimi misréttis og skorts, sem stór hluti mannkyns býr við. Norðurlandaráð hefur vaxið að gildi og virðingu í hugum íslendinga, ekki síður en annarra þjóða norðurs- ins. Aðild Færeyinga og Álendinga, árið 1970, gaf því nýjan svip og nýtt gildi. Á þessum tímamótum er hægt að gleðjast yfir mörgum áfanganum, sem náðst hefur. Jafn- framt þarf að efla samstarfið og horfa fram á veginn, til nýrra áfanga. Samstarf norrænna þjóða á líðandi stund stendur traustum skyldleikarótum í sögulegum jarðvegi. Það er því engin ástæða til að ætla annað en það beri ríkulegan ávöxt í framtíðinni. Sú von styðst og við aldarfjórðungsreynslu af störfum Norðurlandaráðs. ÓVÆNTUR svipur af Viktoriu Bretadrottningu 24 ára að aldri. Myndin, sem gerð yar af Winterhalter, hefur verið falin almenningi siðan hún var mái- uð árið 1843, en nú hefur hún loks verið sýnd opinberlega. Myndin, sem hingað til hafði hangið f Windsor-kastala, hef- ur verið til sýnis f tvo mánuði f konunglegu akademíunni f London. Financial Times: EBE standi samein- að gegn Rússum London 27, janúar — Einkaskeyti frá AP. ÓIIÁÐA dagblaðið The Fin- ancial Times f London gerði á fimmtudag fiskveiðimál að um- ræðuefni f leiðara sfnum. Sagði þar meðal annars: „Nú þegar búið er að komast að samkomu- lagi um veiðikvóta Sovétmanna innan fiskveiðilögsögu Efna- hagsbandalagsins, þá verða að- ildarlöndin að vinna saman að þvf að framfylgja þeim. Ef til átaka kæmi væri það mun betra ef öll rfkin nfu stæðu saman gegn Sovétríkjunum en að Bretar gerðu það einir. Það var með undraverðum hraða, ef miðað er við það sem gengur og gerist innan EBE, sem Bretum tókst að fá banda- menn sfna til að fallast á 200 mílna útfærslu þann 1. janúar og að koma á ströngu kvóta- kerfi í kjölfarið, sem fram- kvæmt verður með leyfisveit- ingum til landa utan Efnahags- bandalagsins." Síðan segir: „Hvað snertir kröfur Breta um 50 mílna einkalögsögu við strendur sín- ar, þá hefur framkvæmdanefnd EBE ekki viljað fallast á meira en 12 milur, sem ekki einu sinni allar aðildarþjóðirnar hafa viljað fallast á. Allt bendir til þess að ómögulegt verði fyr- ir Breta að ná þessu markmiði slnu þvi hvort sem samkomulag næst um sameiginlega stefnu bandalagslandanna í fiskveiði- málum eða ekki þá munu skip annarra EBE-þjóða hafa heim- ERLENT 14 milljónir Evrópumanna deyja ild til að veiða upp undir land- steinum i Bretlandi eftir 1982. Þó að menn í London sjái allar ástæður til þess að taka upp verndun við strendur Bret- lands, þá hefur það sjónarmið lítinn lagalegan stuðning í Bríissel og brýtur i bága við alla húgmyndafræði EBE. Ríkis- stjórninni gæti þvi heppnazt betur við að ná samstarfi við bandamenn sína ef hún af og til sýndi þeim aðeins meiri félags- anda en hún gerir.“ Kuldi seink- ar klukkum Omaha, Nebraska 27. janúar. AP. ALLAR rafmagnsklukkur I austur rfkjum Bandaríkjanna urðu 28 sekúndum of seinar i siðustu viku vegna þess að kuldakas* skapaði of mikið álag á raforkukerfið, að sögn talsmanna rafveitnanna. Fáir urðu varir við timamuninn á milli rafmagnsklukknanna og upp- trekktra úra né á milli staða á úr krabba 1970 til 1980 Genf 27. janúar — NTB. Á ÁRATUGNUM 1970—80 munu allt að 14 milljónir manna í Evrópu deyja úr krabba að þvf er segir i skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnun- inni, WHO. 1 iðnrfkjunum er það aðeins þriðja hver fjöl- skylda, sem hlfft er við krabba- meini. Reiknað hefur verið út f Bandarfkjunum að krabba- meinssjúkdómar kosta atvinnu- Iffið um 3.200 milljarða fs- lenzkra króna. Á fundi yfirstjórnar WHO, sem haldinn var í gær, var lögð fram skýrsla um alþjóðlega samvinnuáætlun um samstarf við baráttuna gegn krabba- meini. Þar segir meðal annars að meira þurfi að gera af þvi að miðla þeirri þekkingu, sem iðn- ríkin hafa aflað sér með rann- sóknum til hinna fátækari þjóða. Var sett á fót nefnd, sem á að vinna með hraði að gerð tillagna um hvernig þetta má gera og hvernig auka má sam- starf þjóða um krabbameins- rannsóknir. vesturströndinni og austurströnd inni, en á fyrrnetnda svæðinu, er önnur orkuveita og þar hafði kuld- inn engin áhrif á rafmagnið. Talsmaður rafveitunnar í Omaha, sagði að klukkur hefðu byrjað að hægja á sér klukkan 6 á márrudags- morgun i siðustu viku, þvi að frost leiddi til þess að álag varð of mikið á öllu orkuveitukerfinu í austurhluta Bandarikjanna. Klukkunum seinkaði á næstu 32 klukkustundum um 28 sekúndur og urðu á eftir i um 6 tima Þá uppgötvaðist seinkunin og brást rafmagnsveitan skjótt við og jók hraðann á rafölum sinum þannig að tíminn var jafnaður á næstu 32 klukkustundum Hvernig koma á í veg fyrir leiðindi í hjónabandinu ÞRJÁR af hverjum fjórum konum í V-Þýzkalandi eru þeirrar skoðunar, að engin ástæða sé til að hjónabönd, sem byrji vel, þurfi að þróast f leiðinlega sambúð á nokkrum árum. Þetta eru niðurstöður rannsókna sálfræðingsins tordula Kriiger við herhá- skólann í Hamborg. Krtiger gefur einnig nokkur ráð til að koma í veg fyrir þessi leiðindi, sem birtust f The German Tribune fyrir skömmu. 1. Hjón ættu að eyða eins miklum tíma saman og hægt fcr og gera cins mikið sameigin- lega og þau geta í sambandi við tómstundir, íþróttir og annað slíkt. Þau ættu ekki að hika við að skilja börnin eftir í góðum höndum um helgar og öðru hverju og fara saman í stutta ferð. 2. Smágjafir eins og blóm og konfekt geta haft undraverð fhrif í þá átt að hressa upp á hjónabandið. 3. Hjónin ættu að leggja mikla áherzlu á að tala út um hlutina og virða skoðanir hvors annars. Það kom Krtiger á óvart hve mikill meirihluti þeirra kvenna, sem þátt tóku í könn- uninni, sagði að engu máli skipti hve mikill upphæð væri eytt í jóla- eða afmælisgjafir, þær gætu aldrei komið í staðinn fyrir þá hugulsemi, sem fylgir litlum gjöfum öðru hverju. Hins vegar kom fram, að karl- menn eru ekki alveg eins slæm- ir hvað þetta snertir eins og margir halda fram. Næstum annar hver eiginmaður kemur með litla gjöf reglulega og þriðji hver maður annað slagið. Aðeins fimmti hver gérir það aldrei.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.