Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 22. tbl. 64. árg. SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 11 sprengjur ollu miklu tjóni London 29. janúar Reuter. HELZTA verzlunargata Lundúna, Oxfordstræti, Á Nessie frænku í Sovétinu? Moskvu — 29. janúar — Reuter. SOVÉTBORGARINN Pechersky, sem er félagi í samtökum land- fræðinga, kveðst nýlega hafa séð ókennilega skepnu i Kok- kol-vatni i Suður Kazakstan. Lýs- ing hans á fyrirbrigðinu minnir mjög á Loch Ness-skrímslið, eins og þvi hefur verið lýst. Sonur Pecherskys var með honum, og ber lýsingum þeirra saman. Pravda segist hafa borið söguna undir þekktan lífeðlisfræðing, Kumov að nafni, og segir hann hafa fengið nokkrar tilkynningar um sams konar fyrirbrigði. var lokuð í dag eftir að 11 sprengjur sprungu þar og í aðliggjandi götum í nótt. Engan sakaði í sprenging- unum, en mikið eignatjón varð. Ekki er vitað hverjir komu sprengjunum fyrir, en bent er á, að nú standa yfir réttarhöld yfir 4 mönnum, sem sakaðir eru um morð og sprengjutil- ræði í London fyrir írska lýðveldisherinn, IRA Lögreglan I Lundúnum sagði, að verzlunarhverfið yrði ekki opnað á ný fyrr en gengið hefði verið úr skugga um að ekki væri um 'fleiri sprengjur að ræða. Þetta eru fyrstu sprengjutilræðin í London frá því í júní á sl. ári, er IRA-menn komu mörgum sprengjum fyrir i neðanjarðar- lestakerfi borgarinnar. Norðmenn vilja ekki tékkóslavískan ráðherra í heimsókn Prag 29. janúar. Reuter. NORSKA ríkisstjórnin hefur dregið til baka boð til viðskiptaráð- herra Tékkóslóvakíu, Andrei Barcak, um að heimsækja Noreg. Er þessi ákvörðun greinilega I tengslum við herferð yfirvalda I Tékkóslóvakfu gegn andófsmönnum, sem berjast fyrir mannrétt- indum í landinu að þvf er diplómataheimildir I Prag hermdu f dag. Barcak átti að koma til Óslóar á mánudaginn til að undirrita viðskiptasamning milli Noregs og Tékkóslóvakiu. Norskur sendi- ráðsstarfsmaður f Tékkóslóvakiu skýrði Reutersfréttastofunni frá þvf f gær, að stjórn sfn hefði ekki talið að nú væri rétti tíminn fyrir slfka heimsókn. Hann sagði einnig að herferðin gegn for- ystumönnum „Mannréttinda 77“ hefði sætt harkalegri gagnrýni á flokksþingi Verkamannaflokksins i Noregi nú fyrir skömmu. 600 læknaprófessorar skora á Sovétstjórnina Paris 29. janúar Reuter 600 franskir læknaprófessorar hafa undirritað skjal þar sem skorað er á Sovétstjórnina að leysa úr haldi lækninn Mikhail Shtern, sem dæmdur hefur verið f átta ára fangelsi. Shtern var handtekinn árið 1974, skömmu eftir að tveir synir hans sóttu um leyfi til sovézkra yfirvalda um að mega flytjast til ísraels. Hann var ákærður fyrir mútuþægni. I áskorunarskjalinu segir m.a., að verði Shtern haldið áfram f fangelsi muni það hafa afleiðingar fyrir samstarf Frakka og Sovétmanna á vísindasviðinu. Sakharov vill að Carter taki málstað andófsmanna New York —29. janúar — Reuter JIMMY Carter Bandarfkjaforseta hefur borizt bréf frá Andrei Sakharov þar sem hann skorar á hann að taka málstað þeirra sem sæta ofsóknum í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu fyrir trú sfna eða stjórnmálaskoðanir, að þvf er The New York Times skýrir frá í dag. ÁP-símamyndir. Y. A. KIRICHENKO, sendiherra Sovétríkjanna í Noregi, tengdasonur Andrei Gretchkos, landvarna- ráðherra Sovétrfkjanna sem látinn er fyrir nokkru. Kirichenko var sendiherra hér f Reykjavfk fyrir nokkrum árum. — GUNVOR GALTUNG HAAVIK, sem hefur starfað fyrir sovézku leyniþjónustuna frá þvf að ástarævintýri hennar í Moskvu lauk fyrir tuttugu árum. Njósnamálið í Noregi: Frekari hand- tökur flj ó tlega Óslð —29. janúar — Reuter. HAFT ER eftir áreiðanlegum heimildum f Osló að frekari hand- tökur fylgi I kjölfar brottvfsunar sex sovézkra sendiráðsstarfs- manna vegna njósnastarfsemi þeirra og handtöku Gunvor Galtung Haavik, starfskonu f norska utanrfkisráðuneytinu. Áreiðanlegar heimildir f Oló herma, að vegna máls þessa verði ekkert úr áformaðri heimsókn Gromykos utanrfkisráðherra Sovétríkjanna til Noregs, en hún var fyrirhuguð innan skamms. Þeir halda þvf einnig fram, að aflýst verði fyrirhugaðri heim- sókn Alexanders Ishkovs, sjávar- útvegsráðherra Sovétrfkjanna, en ber ekki saman um hvort ástæð- una megi rekja til njósnamálsins eða veikina Ishkovs. Embættismenn segja, að Haavik hafi haft aðgang að mikil- vægum leyniskjölum f ráðuneyt- inu um árabil. Hún er 65 ára að aldri og skýrir Arbeiderbladet, málgagn norska Verkamanna- Barizt Thai- landsmegin landamæranna Bangkok — 29. janúar — Reuter UM 500 manna herlið frá Kambódfu réðst f nótt yfir austur- landamæri Thailands á þremur stöðum og lagði f rústir tvö þorp, að þvf er haft er eftir stjórnvöld- um f Thailandi. Að minnsta kosti 9 Thailendingar féllu f þessum átökum, þar af einn landamæra- vörður. Þegar sfðast fréttist var enn barizt Thailandsmegin landa- mæranna. Heimsókn Gromykos aflýst? flokksins, frá því í morgun, að hún hafi starfað fyrir sovezku leyniþjónustuna frá þvi að hún fór frá Moskvu árið 1956. Þar hafði hún starfað f norska sendi- ráðinu um sjö ára skeið og átt rússneskan elskhuga. Segir blað- ið, að fundum þeirra hafi ekki borið saman síðan Haavik fór frá Moskvu, en látið er að þvf liggja að ástasamband þetta hafi verið upphafið að njósnum konunnar fyrir Sovétrikin. Haft er eftir norskum stjórn- málamönnum, að njósnamálið hafi óhjákvæmilega skaðvænleg áhrif á samningaumleitanir vegna skiptalinu á landgrunninu i Barentshafi. Rhódesía: Mikið magn sovézkra vopna til skæruliða Jóhannesarborg 29. janúar Reuter DAGBLAÐIÐ Rand Mail (Jóhannesarborg skýrði frá þvf i morgun, að Sovétríkin hafi sent gffurlegt magn vopna til Mosambique til strfðs- reksturs skæruliðasamtaka þeldökkra þjóðernissinna gegn stjórn Rhódesfu. Þá segir blaðið einnig, að hermenn fráöðrum Afrfkurfkjum muni brátt slást f lið með skæruliðum og að hermenn frá Tanzanfu hafi tekið sér stöðu á landamærum Rhódesfu og Mosambique. Fréttamaður blaðsins, Anthony Rider, hefur eftir leyniþjónustu- heimildum, að 22. desember sl. hafi 6000 lestum af sovézkum vopnum verið skipað á land i hafnarborginni Nacala i Mosambique, þ. á m T54 skrið- drekum og 122 mm eldflaugum og eldflaugaskotpöllum. Hann segir einnig að hættan á að skæruliða- hernaður þjóðernissinna breytist í styrjöld aukist með hverjum degi. Þetta kemur heim og saman við yfirlýsingu eins af forystu- mönnum þjóðernissinna fyrr i vikunni, en þá sagði hann i viðtali við Reutersfréttastofuna, að hermenn og hergögn væru í leiðinni frá Somalíu til Mosambique sem liður i undir- búningi undir styrjöld gegn Rhódesiu. Fundur Frelsisnefndar Einingarsamtaka Afríku, OAU átti að hefjast í dag i Lusaka, þar sem fjallað verðúr um leiðir til að aðstoða þjóðernissinna í bar- áttunni gegn rikisstjórn lan Smiths. Nefnd þessi sér um út- hlutun hernaðaraðstoðar til frels- isbaráttusamtaka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.