Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 35
35
Jakob Tryggvason
Akureyri—sjötugur
Jakob Tryggvason organisti
Akureyrarkirkju er 70 ára á
morgun. Fæddur er hann að Ytra-
Hvarfi í Svarfaðardal 31. janúar
1907. Jakob er sonur merkishjón-
anna, er bjuggu að Ytra-Hvaffi,
Tryggva bónda Jóhannssonar og
Guðrúnar Soffíu Stefánsdóttur
bónda á Sandá i Svarfaðardal
Jónatanssonar.
Jakob hlaut tónlistargáfu i
vöggugjöf, eins og fleiri börn
þeirra hjóna. Ólafur, bróðir Jak-
obs, sem tók við búi föður þeirra
er organisti i Svarfaðardal og Jó-
hann bróðir þeirra, sem býr í
Reykjavik, er og kunnur fyrir sín
tónlistarstörf.
Snemma hefur Jakob Haft
næmt eyra fyrir söng, og hlustað
hefur hann sem drengur á raddir
náttúrunnar undir bröttum hlíð-
um dalsins í hinu tilkomumikla
umhverfi fjallanna. Söngur er líf-
inu áskapaður sagði Sigurður
Birkis söngmálastjóri: „Fuglarnir
syngja, það syngur í fjöllunum,
það syngur dramatiskt í fossun-
um, það syngur lýriskt í lækjun-
um, það syngu jafnvel í götunum,
þegar gengið er eftir þeim. Það
syngur í storminum og það syng-
ur blitt i sunnanblænum."
Svo langt sem rekja má að upp-
tökum kristni og kirkju hefur
söngurinn og tónlistin verið tján-
ingarmáti og tæki guðsdýrkunar.
Þeim söng og þeirri tónmennt
hefur Jakob Tryggvason helgað
krafta sina. — Árið eftir að hin
nýja Akureyrarkirkja var vígð 17.
nóv. 1940, var Jakob ráðinn org-
anisti við kirkjuna og því starfi
hefur hann gegnt æ siðan nema
árin 1945—48, er hann var við
framhaldsnám við Royal Áca-
demy of Music í London.
Ennfremur hefur Jakob verið
við tónlistarstörf á Akureyri þetta
langa timabil, sem of langt yrði
upp að telja i lítilli blaðagrein.
Hann hefur haft með höndum
stjórn söngkóra, skólastjórn,
kennslu og stjórn lúðrasveitar i
fjölda ára, annast undirleik ein-
söngvara og kóra á Akureyri og
vítt um byggðir norðan lands.
Það sem einkennir Jakob í öllu
hans músikstarfi er umfram allt
vandvirkni, smekkvisi og lotning
fyrir tónlist. Hann vandar hvert
verk, sem hann tekur að sér, og
lætur það ekki frá sér fara fyrr en
það er þaulæft. — Akureyringar
mega lengi muna og vel þakka allt
það, sem hann hefur gert á sviði
tónlistar i bænum, og við, sem
erum í Akureyrarkirkju, þökkum
honum langt og fagurt starf hans,
söngstjórn og orgelleik. Það er
hlutskipti Jakobs að sitja við
stærsta pípuorgel landsins og
leika á það við messugjörðir og
aðrar athafnir i kirjunni. Okkur
dylst ekki, sem vinnum þar með
honum, að verkið er honum heil-
agt starf, heilög þjónusta.
Jakob er kvæntur hinni ágæt-
ustu konu, Unni Tryggvadóttur,
og er hún manni sinum mikil stoð
i hinum margvislegustu störfum
hans. Á þessum merku timamót-
um færum við hjónin Jakobi
Tryggvasyni heillakveðjur og árn-
aðaróskir og fjölskyldu hans, og
biðjum Guð að blessa störf hans
og heimili um alla framtíð. Jakob
verður að heiman á afmæli sinu.
Pétur Sigurgeirsson
Jakob Tryggvason organisti og
fyrrverandi skólastjóri á Akur-
eyri verður sjötugur á morgun. Á
þeim degi munu eflaust margir
senda honum hlýjar kveðjur og
þakkir fyrir margháttuð störf í
þágu tónlistarmála á Akureyri.
Meðal þeirra sem Jakob hefur
helgað starfskrafta sina er Lúðra-
sveit Akureyrar. Sá félagsskapur
hefur oft átt erfitt uppdráttar,
einkanlega á fyrri árum, meðan
hún var að slíta barnsskónum.
Lúðrasveitin var endurreist eft-
ir nokkurra ára hvíld laust eftir
1940 og kom það í hlut Jakobs að
vera stjórnandi hennar um tutt-
ugu ára skeið. Hann stjórnaði,
leiðbeindi og kenndi nýliðum,
sparaði aldrei vinnu og spurði
aldrei um laun. Stundum voru
meðlimir lúðrasveitarinnar 20—
25 en kannski skömmu siðar að-
eins 12—15. Má því nærri geta um
hvernig starfsaðstaða stjórnand-
ans hefur verið við slikar kring-
umstæður. En hann gafst ekki
upp og leiddi sveitina yfir erfið-
asta hjallann I sögu hennar.
Það kom einnig í hlut Jakobs að
leggja grunninn að þeirri starf-
semi sem hvað best hefur stutt
við bakið á lúðrasveitinni síðasta
áratuginn, en það var að koma á
fót barnalúðrasveitunum, sem
fyrst i stað voru á vegum barna-
skólanna en siðar á vegum Tón-
listarskóla Akureyrar. Hann
kenndi og stjórnaði tveim fyrstu
barnalúðrasveitunum og úr þeim
hópum komu margir góðir liðs-
menn til Lúðrasveitar Akureyrar.
Þó að hér hafi aðallega verið
getið starfa Jakobs i þágu Lúðra-
sveitar Akureyrar þá er siður en
svo að þau séu hin einu sem hann
hefur lagt af mörkum til tónlist-
arlifs bæjarins. Organistastarfið
við kirkjuna, skólastjórn
tónlistarskólans, kórstjórn og
kennsla, öll þessi störf hefur
hann unnið af alúð og vandvirkni,
en vandvirkni og smekkvisi hefur
ætíð verið hans aðalsmerki.
Á 35 ára afmæli sinu, árið 1967,
dæmdi Lúðrasveit Akureyrar
hann gullmerki sinu og kjöri
hann heiðursfélaga.
Jakob Tryggvason fæddist að
Ytra-Hvarfi I Svarfaðardal, sonur
hjónanna Tryggva Jóhannssonar
og Soffíu Stefánsdóttur, sem þar
bjuggu myndarbúi um meira en
hálfrar aldar skeið. Um ferming-
araldur hóf hann nám í orgelleik
hjá Tryggva Kristinssyni, siðar
tengdaföður sinum, sem þá var
organisti i Vallaprestakalli. Jakob
stundaði nám í Samvinnuskólan-
um og lærði jafnframt hljóðfæra-
leik hjá Páli ísólfssyni. Eftir það
lagði hann stund á skrifstofu-
störf, bæði á Akureyri og i Reyka-
vík, þar til hann fluttist til Akur-
eyrar árið 1941 og gerðist orgel-
leikari við Akureyrarkirju. Síðar
stundaði hann framhaldsnám við
Royal Academy of Music i London
á árunum 1945—1948.
Jakob er kvæntur Unni
Tryggvadóttur, Kristinssonar org-
anista á Siglufirði og eiga þau
Framhald á bls. 19
Vetrar
morgun
LÆKJARGÖTU 2 - SÍMI FRÁ SKIPTIBOROl 28155