Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1977 25 EINS OG MÉR SÝNIST eftir Gísla J. Ástþórsson Að pjakka með pomp og prakt Fyrst eru tækin sett f kyrr- þey f gang og prufukeyrð eins og það heitir, sfðan eru þau sett „opinberlega" f gang nokkrum dögum síðar þegar menn vilja mest við hafa. Ráð- herrann stfgur fram og ýtir á takka; þá fer apparatið i gang eins og ýtt væri á takka; og sfðan eiga menn víst að takka fyrir sig. Mér hefur samt alltaf fundist þessar viðhafnargangsetningar dálftið hjákátlegar ef ég á að vera alveg ærlegur. Aldrei heimta ég til dæmis heima hjá mér að fá að skríða fram með háleitu brosi og ýta á takkann. Ég setti það ekki einu sinni á oddinn þegar við eignuðumst glænýju þriggja gíra hakkavél- ina okkar um árið með króm- uðu skrúfunni á endanum. Við hökkuðum bara okkar slög f kyrrþey og bjuggum til rúllu- pylsu; og prufuátum hana svo strax sama kvöldið á beinhörð- um eldhúskollum. Ég held ekki heldur að þeir sem fá að vera viðstaddir opin- bera takkapotið séu alltaf neitt hrifniraf þeirri upphefð þannin séð. Mig grunar meira að segja stundum að menn mæti fremur af ótta við potarann en að þá langi svo voðalega mikið að sjá hann pota. Ég hef á blaða- mennskuferli mfnum verið við takkapot með andakt oftar en einu sinni (því miður), og ekki í eitt einasta skipti minnist ég þess að hafa séð gleðina skfna af hverju andliti né að hafa orðið vitni að þvf að fagnaðar- orgin brytust úr hverjum túla né einu sinni að hafa séð pels- klædda efstuhillukellingu fara heljarstökk af hrifningu eins og hún væri Olga Korbút. Menn húka bara þarna eins og illa gerðir hlutir og bfða eftir því að kempan hefji potið. Mönnum er fjandans sama hvort appa- ratið hunskast í gang oða fret- ar takkanum beint f augað á kempunni. Menn vilja bara fara að komast í kokteilinn for helvede da. Það sama á við um opinberar skóflustungur: þar hef ég held- ur aldrei séð menn leika við hvern sinn fingur né Ijóma eins og nýþvegna barnsrassa. Jú, þeir látast sumir hverjir vera að rifna af ánægju, en það er bara gamla góða þrælslundin eða eins og þrennir tvöfaldir. Við opinberan mokstur bætist forin og kuldinn auk þess ofan á aðrar þjáningar manna. Ráðuneytisstjórar liggja botn- frosnir út um allar jarðir og ambassadorar brjótast um f leðjunni eins og dinosórar. Sfð- an kemur höfuðpaurinn með rennuhatt og skóflu og öslar út f mýrina. Hann veit sjaldnast hvað snýr upp og hvað snýr niður á herjans verkfærinu. Hann gæti ekki grafið sig útúr sykurkarinu heima hjá sér án þess að emja á hjálp. Sfðan gutlar hann eins og einni mat- skeið uppúr svaðinu og gapir hróðugur upp á áhorfendur. Sfðan situr hann venjulega fastur þarna útf og það þarf alvörumokara með alvörulúkur til þess að moka hann upp. Nei, opinberir mokarar eiga ekki sjö dagana sæla þó að sumt fólk haldi það kannski. Takkapjakkar lifa eins og kóngar f samanburði við skóf lupjakka. Hér uppi á íslandi lærðum við það Ifka af útlendingum að láta pótintáta ráðast með skæraglamri á silkisnúrur sem undirtyllur þeirra hafa strengt samviskusamlega yfir nýlega brúarsporða og unglega vegar- spotta. Fyrr en pótintátinn er búinn að sarga i sundur snúr- una er brúarsmíðinni eða veg- argerðinni þykjast alls ekki lokið þó að annarhver lands- maður sé löngu búinn að skæl- ast yfir hvorutveggja. Þessar naflastrengsathafnir (eins og ég kýs að kalla þær) fara oftast fram í beljandi rigningu þar sem island er island. Eiginlega ættu allir að mæta ! stakk, frá klipparanum og niður í arm- asta hreppstjóragrey. En það þykir ekki fyrirmannlegt að vera í stakk: af tvennu illu þykir skárra að vera blautur á rassinum. Pótintátinn eða skærapjakk- urinn eins og líka mætti kalla hann er heldur ekki aldeilis af lakari endanum. Ráðherrar eru stundum eins og mý á mykju- skán við nýlega brúarsporða með Halldór þó fyrir miðju f svipinn og upphækkaðan á nærtækri steypufötu til dæmis af þvf hann er samgöngumála pótintátinn Vafstrið ! kringum snúruna er auðvitað hund- leiðinlegt. Skærapjakkurinn kemur askvaðandi og heimtar skæri. Sveitafólk og aðrir ein- feldningar halda þá stundum eða vona það kannski fremur að nú fari loksins að verða fjör og að þessi borubratti með ný- burstaða rennuhattinn ætli jafnvel að klippa niður um fólk af þv! hann sé kominn f kipp- inn. Hann sást vera að pukrast á bakvið vinnuskúrinn við þriðja mann. En þeir voru bara þið vitið hvað. Ugglaust eru til einhverjir fyrirmenn sem gangast ekkert upp við það að þurfa að koma fram f hlutverki takkapjakksins ellegar skóflupjakksins ellegar skærapjakksins. Þeir vildu langtum frekar vera heima að bölva sjónvarpinu heldur en að vera þykjast að vera vaskir menn úti i einhverri rækarls freðmýrinni. Þeir syngja hvorki né tralla né fara f splitt þegar þeir fá boðin um að byrja að brýna skófluna, þó að þeir kunni ekki alminlega við að fara f verkfall. En aðrir hygg ég að séu ekki frábitnir svona stússi og telji sig jafnvel menn að meiri að vera kvaddir til pjakkverkanna. Ég fullyrði ekki að þeir séu komnir með sigg á pjakkputtann, en það má samt engu muna. Kannski er þetta Ifka dálftill litur ofan í tilveru okkar hérna og óneitanlega er þetta langt hafið yfir þá hvers- dagslegu veröld þar sem skær- in eru notuð til þess að snfða brók og skóflan til þess að hálfdrepa menn í bakinu og takki er bara til þess að setja hakkavélina i gang þegar mað- ur er að missa vitið af rúllu- pylsuleysi. Þó veit ég ekki hvern fjárann þeir taka til bragðs þegar röðin kemur að Kröflu. Ef takkinn fæst loksins til þess að tolla á henni, þá er ég samt alls ekk- ert viss um að menn verði svo áfjáðir f að fá að pjakka f hann með andakt. Það eru hinir óbrotgjörnu minnisvarðar sem fyrirmenn okkar vilja fá að leggja putta sfna við, og óbrot- gjörn verður Krafla vist naum- ast kölluð úr þessu. Kannski smápjakkarnir fái nú loksins að komast að deUingar o>a HeimdeU- vib pWss- skrliib ab sts- stri v*ng vtrb- ivensr sem ax • Sér til „ib Mbl. Jón úr Vör alkunna er. En kjarninn er þó heill ef að er gáð, eins og segir í ljóði Einars Benediktssonar um Njál á Bergþórshvoli. Kjarni borgaralegrar menningar hér á landi er heili og sterkur og enginn vafi er á því að hún ræðúr úrslitum um það, að lýðræði rikir hér enn. Og raunar er það svo, að það er vegna þessa heila kjarna borgaralegrar menningar, að enn rikir lýðræði i nokkrum löndum heims. 1 raun og veru er nú svo komið, að lýðræði ríkir einungis þar, sem borgaraleg öfl hafa tögl og hagldir og geta óhikað staðið vörð um þingræði, frelsi og mann- réttindi en alls staðar annars er unnið að því að afnema þessi réttindi, oftast i nafni „þjóðar- innar“ eða ,,alþýöunnar“. Við höf- um áreiðanlega öll einhvern tima örvænt um framtíó borgaralegrar menningar og þess lýðræðis, sem okkur hefur verið trúað fyrir. En í raun og veru ætti ekki að vera ástæða til þess, þvi að gagnrýni á lýðræði er sjálfsögð og í raun og veru er það eina stjórnarfarið, sem við þekkjum, sem kallar beinlinis á gagnrýni og háværar óánægjuraddir, Á þessari óánægju á framtiðin að nærast og eflast og hún á að verða öllum þjóðfélagsþegnum til þroska og innihaldsmeira lífs, þegar til lengdar lætur. Stundum keyrir hún þó úr hófi. Þá fyrst ættum við að örvænta, þegar gagnrýni minnkar og þjóðfélagsumræður koðna niður, því að þá dregur úr afli lýðræðisins og almenningur getur orðið eins og ónýtur líkams- hluti, sem visnar upp vegna þess að hann er hættur að gegna hlut- verki sínu. Þannig er borgaraleg menning undirstaða alls þess bezta, sem við búum við hér á landi, og hún helzt mjög i hendur við þann kristna arf, sem hefur hajt meiri áhrif á menningu okkar en flest annað, eins og kunnugt er. Við verðúm að sjálfsögðu að rækta þessa menningu, efla hana og hlúa að henni — ekki sizt nú á dögum, þegar að henni sækja heilar her- deildir vinstri sinnaðra öfga- manna, sem þykir ekkert sjálf- sagðara en -að ganga af henni dauðri. En það mundi auðvitað ekki hafa neitt annað í för með sér en endalok lýðræðis á íslandi, þingræðis og almennra borgara- réttinda, eins og þau tiðkast i lýð- frjálsum löndum. Þá yrói skammt i alræði fámennra vinstrihópa, en það eru kölluð „alþýðuvöld" nú á dögunt og sjáum við fyrirmyndir þeirra í þeim löndum heims, þar sem einræði, ofbeldi og aðför að einstaklingum er daglegt brauð. Við skulum hafa þetta i huga, þegar við gerum upp við samtíð okkar og lýsum yfir óánægju með flokka og stefnur og þingræðið, sem við búum við, með kostum þess og göllum. Eða mundum við vilja fórna þessu frelsi, þessum mannréttindum og reisn þess forna arfs, sem við eigum, fyrir nýjungar, sem hafa ekki haft annað í för með sér en ofbeldi og einræði og aðför að einstaklings- frelsi, eins og andófsmenn i kommúnistaríkjunum hafa t.a.m. orðið svo eftirminnilega fyrir barðinu á — og þá ekki sízt þeir, sem hafa staðið að mannréttihda- yfirlýsingunni í Tékkóslóvakiu nú undanfarið. Þeir vinstrimenn, sem hafa samúð með andófs- mönnum í öllum þessum löndum og trúa á þá hugsjón, að marxismi boði betri tið, ættu að minnast þess að stjórnarherrarnir austan járntjalds háfa lýst yfir því, að barátta andófsmanna stafi ein- göngu af móðursýkislegu hatri á kommúnismanum, eins og komizt er að orði. Það eru sem sagt ekki einungis hin borgaralegu öfl í heiminum, sem eru ásökuð um slíkt móðursýkislegt hatur, heldur einnig þeir vinstrimenn, sem hafatekið upp hanzkann fyr- ir þá, sem erfiðast eiga uppdrátt- ar í austantjaldslöndunum og standa raunar svo höllum fæti, að enginn veit hvenær þeir eru frjálsir ferða sinna eða hvenær þeir eru i fangelsum og geð- veikrahælum. Það er skylda okkar að rétta þessum mönnum þá hjálparhönd, sem við megum, enda hefur komið í ljós, að almenningsálitið á Vesturlöndum hefur beinlínis ráóið úrslitum um, að menn eins og Búkovskí lifðu af fangavist sina og hlutu aö lokum vegna gífurlegs þrýstings þau örlög, sem munu vera næst verst í augum Rússa, þ.e. að verða útlagar frá eigin landi. Vist á geðveikrahælum og i þræla- búðum mun ein þ.vkja verri örlög en útlegðin. En þeir eru þó a.m.k. frjálsir ferða sinna. Þeir geta hjálpað okkur, sem búum við lýð- ræði, til að meta eigið þjóðskipu- lag betur en ella, en gera að sjálf- sögðu um leið þá kröfu til okkar, að við stöndum af heilindum gegn þvi ofbeldi, sem þeir hafa þurft að berjast við. En til þess þarf mikið þrek, ræktað hugarfar, sanngirni og víðsýni — og þá ekki sizt að gera sér nokkra grein fyrir þeim borgaralega arfi, sem er undirstaða þjóðfélags okkar. íslenzkum stjórnmálaflokkum er öðru fremur nauðsyn að þekkja þennan arf og byggja á honum. Borgaraleg menning hlýt- ur að vera sá slagkraftur, sem íslenzkur stjórnmálaflokkur eins og t.d. Sjálfstæðisflokkurinn byggir tilveru sína á. Sumum hefur stundum þótt á skorta, að þaö menningarlega afl væri í Sjálfstæðisflokknum og öðrum borgaralegum flokkum hér á landi, sem nauðsyn krefur til að unnt sé að vinna þá orrustu, sem nú fer fram um land okkar og þjóð. Sjálfstæðismenn eiga ekki sizt áð gera sér grein fyrir þessu. Þeir eiga að lita i eigin barm og hyggja að því, sem þeim hefur verið trúað fyrir — og þá er ekki sízt nauðsynlegt að gera sér grein f.vrir þvi, á hverju íslenzkt þing- ræði og lýðræði nærist í raun og veru, en það cr sú borgaralega menning, sem hlýtur að vera undirstaða þeirrar stefnu, sent flokkur eins og Sjálfstæðis- flokkurinn markar sér. En á þetta vill þvi miður oft og einatt skorta. Allt koðnar niður í dægurmálum og háværu tali um stundargæði og þrýstihópa. en það sem mestu máli skiptir, kjarninn sjálfur, vill gleymast. Þá fyrst væri voðinn vis, ef flokkur eins og Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ekki alltaf að leiðarljósi hver eru hin raunveru- legu verðmæti, sem lýöræöiö byggir á. Sem betur fer hafa forystumenn flokksins oftast gert sér grein fyrir þessu og Morgun- blaðið hefur i málefnabaráttu sinni a'vinlega tekiö mið af þeirn staðreyndum, sem hér hafa veriö nefndar. Hér er ekki átt við, að allir hafi sömu skoðun, heldur hlýtur sitt að sýnast hverjum í frjálsu þjóðfélagi. En um megjn- Iínurnar þarf ekki að deila. I framhaldi af þessu er ekki úr vegi að vitna í bréf, sem undirrit- uðum barst nýlega í hendur frá ungum manni, seni hefur rnikinn áhuga á þvi eins og stór hópur ungs borgaralega sinnaðs fólks á Islandi nú um stundir, að efla þann jarðveg. sem allt hvílir á. þ.e. menningarlega .undirstööu lýðveldisins. Hann segir: „I fram- haldi af stuttum viðræðum okkar langar mig til að hæta við fáein- uni orðum: að orða á annan hátt þær hugmyndir. sem ég hafði á kreiki. I f.vrsta lagi: stjórnmála- flokkur, sem ekki markar sér sjálfstæða, skýra stefnu í menningar- og menntamálum, verður aldrei úrslitaafl i þjóðmál- um almennt. Ekkert þjóðskipulag getur leyft félagslegu afli að leiða hjá sér einn eða fleiri af grund- vallarþáttum þess fyrirhrigðis, sem við köllum þjóðlíf. A hinn bóginn er líka fátt jafn máttugt í stjórnmálabaráttu og einmitt Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.