Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1977 vl» <í:_>)v MORöJN- V KAFFÍNO ■, (!) liTh- Það er enginn hætta, — við- brenndar kótilettur hvftu mannanna. \/ — í Sviss er bergmálið svo nákva’mt, að það tekur nákvæntlega fimm mínútur frá þx í maður kallar og þar til mað- ur heyrir bergmálið. —Ilvað er það, þegar óg \ar vestur í Arisona vorum við van- ir að fara út á kvöldin kl. 11 og kalla: Nú förum við á fælur. ()g á slaginu 8 morguninn eftir vakti hergmálið okkur. 1 leikhúsinu. Leiksviðið var ákaflega rómantfskt. Elskendurnir f leiknum sátu úti í kvöld- húminu. Hún (um leið og hún færir Þór segist ekki geta lifað á kaupinu — en kauplaus? sig nær honum): Erum við ekki ein? Einn áhorfandinn: Ekki alveg, ég er hér á næstu grös- um. — Ef þú ma'ttir óska þér þriggja hluta, hvað mundir þú þá velja? spurði vinkona stöllu sfna. — Eg mundi velja mér eiginmannn. — En það er bara ein ósk — hvað meira? — Ég mundi bfða með afgang- inn, þar til ég sæi hvernig hjónabandið gengi. — Henrik og Jón höfðu drukk- ið talsvert mikið og voru á hcimleið. — Sérðu þarna, sagði Henrik við vin sinn, þarna er Ijós. Eg læt þig fá þrjú þúsund kall og þú skalt kaupa eina flösku af vodka. — Sjálfsagt, sagði Jón og hélt f áttina til Ijóssins. Nokkrum dögum sfðar fékk Henrik bréf frá Jóni, en í því stóð fyrir- gefðu hvað ég hef verið lengi, Ijósið var nefilega aftan á vöru- bfl. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson SAGNHARKA og áræðni er orðin mun meira áberandi f hópi betri spilara en var fyrr á árum. Spilið i dag kom fyrir i sveitakeppni í haust og sagnharkan gafst þá vel á báðum borðum. Allir á hættu. Norður S. ÁKG7 II. 6 T. KG974 Austur L. 965 Vestur S. 1)1043 S. 865 H. KD73 II. 9852 T. 5 T. Á832 L. KG74 Suður, l. D10 gjafari S. 92 II. ÁG104 T. D106 L. Á832 í lokaða herberginu opnaði suð- ur á einu grandi(!) og varð siðan sagnhafi f þrem gröndum. Vestur fékk tvo fyrstu slagina á lauf og skipti i spaða, sem tekinn var með ás. Vestur tók á tfgulásinn þegar sagnhafi spilaði litnum í þríðja sinn en austur lét 7 og 3 í hjarta. Aftur spaði, tekinn með ás og þegar sfðasta tiglinum var spilað var austur í kastþröng. Hann lét lauf og varð þvi laufáttan nfundi slagurinn. 1 opna herberginu sagði suður pass en austur varð signhafi í einu hjarta dobluðu eftir þessar sagnir: Norður 1T; austur dobl; suður redobl; austur 1H og suður dobl. 1 hjarta virðist eiga að vinnast slétt en vörninni urðu á mistök. Suður spilaði út tígli, sem tekinn var með ás, tók laufdrottningu með ás og skipti í spaða. Kóngur og nú spilaði norður trompinu sfnu. Suður tók kónginn með ás en í stað þess að fá að trompa . spaða, spilaði hann trompgosa. Austur var fljótur að nýta þennan möguleika. Tók á drottningu, lauftíu og trompaði heim tfgul. Spaðaspil blinds fóru í laufkóng og gosa, spaði trompaður og tígull aftur trompaður heima. Suður átti nú eftir 10—4 í trompi og þegar sagnhafi spilaði spaða varð nian, siðasta tromp blinds, niundi slagurinn. Þrjú grönd á hættunni á öðru borðinu og eitt hjarta, doblað, unnið með tveim yfirslögum á hinu. Samtals 15 impar — takk! Oftrú á nöglum Að undanförnu hefur það nokkuð verið rætt í blöðum hvort útbúa ætti strætisvagna með nöglum í hjólbörðum eða ekki og er t.d. svo að strætisvagnar í Kópavogi aka á negldum hjólbörðum en ekki strætisvagnar í Reykjavík. Vel- vakanda hefur nú borizt bréf frá einum af vagnstjórum S.V.R. þar sem hann segir sína skoðun á þessu máli: „Ég undirritaður vagnstjóri hjá S.V.R. get ekki orða bundizt leng- ur svo tillitslaus og rangsnúinn finnst mér mál flutningur Leifs Karlssonar og annarra „ofsa- naglatrúarmanna". Það sem rek- ur mig til að skrifa þessar linur er í fyrsta lagi það að menn eru að því er virðist í fullri alvöru farnir að tala um strætisvagnana sem hættulega í umferðinni. Það er mjög auðvelt að sanna hve hlægi- legt það er og vil ég i því sam- bandi benda mönnum á hve ör- sjaldan strætisvagn lendir í óhappi miðað við aksturinn. Það sannar að strætisvagninn hefur aldrei verið hættulegur í umferð- inni enda búnaður þeirra á hverjum tíma eins og lög mæla fyrir um. Það er komið á annan áratug síðan ég hóf akstur strætis- vagns og er ég því allvel kunn- ugur þeirri fyrirgreiðslu sem vagnstjórar fá hjá S.V.R. I því sambandi vil ég taka fram, að það hefur ekki komið fyrir í eitt einasta skipti sem ég hef ósk- að eftir lagfæringu, sem varðaði öryggi vagnsins, að það væri ekki gert bæði fljótt og vel, þar með talin endurnýjun á hjólbörðum, hafi mér fundizt þeir vera orðnir of slitnir. Það er með öllu óskiljanlegt, hvernig stendur á þessari nagla- dellu þegar berlega er komið í ljós* takmarkað notagildi þeirra ásamt þeim öðrum ókostum svo sem götuslit og hve dýrir þeir eru, enda hafa valinkunnir og þraut- reyndir menn látið í ljós þá skoð- un sína, að þeir tækju saltdreif- ingu fram yfir nagla í hjólbörð- um. Vil ég í því sambandi benda á blaðagrein eftir Gunnar Guðjóns- son fyrrum vagnstjóra, nú vakt- formann hjá S.V.R. Leifur Karlsson var vagnstjóri hjá S.V.R. um nokkurra mánaða skeið. Hvort hann hafi í starfi sinu tekið svo öðrum fram að það réttlætti þá gagnrýni, sem hann virðist ávallt tilbúinn með skal ég ósagt láta um, en hitt get ég full- yrt, að i stað gætni, lagni og þjálf- unar getur enginn nagli komið. Ef ekið er ógætilega og þjösnalega hlýzt af árekstur þó svo hjólbarð- arnir séu negldir. Auk þess hefur enginn komið með fullnægjandi rök fyrir því að naglahjólbarðarn- ir væru það eina rétta, þvert á móti hafa menn íarið að efast meira og meíra um þennan svo kallaða öryggisútbúnað. Að lokum þetta. Ég lýsi fullum stuðningi við meirihluta stjórnar S.V.R. og vil árétta að það var aldrei meining, mér er óhætt að segja margra þeirra, sem skriíuðu undir listann á dögunum, að hann væri notaður svona, enda gjör- breytt viðhorf eftir að saltdreif- ing komst í svona gott horf. Gísli Marfsson, Goðheimum 11." 0 Góðir knatt- spyrnumenn. „Éj; vil þó seint sé þakka íþróttasiðu Morgunblaðsins fyrir hinai' bráðsnjöllu greinar um knat^tspyrnu á íslandi sem þið birtuð eftir rússneska þjálfarann sem þjálfað hefur Val að undan- förnu. Þarna er greinilega á ferð vel la'rður, athugull og hógvær leiðbeinandi í þessari íþrótt, enda Valsliðið eitt skemmtilegasta lið sem við höfum átt lengi. En það skýtur skökku við um þann þjálf- ara sem var með landsliðið okkar á siðasta sumri og sem nú er að lokka og grínast með stjórn K.S.Í. þ,annig að maöur getur ekki orða bundizt lengur. Eftir því sem bezt verður séð af blaðafréftum og öðrum sögum virðist aðalhæfileiki þessa manns liggja i talanda hans, auglýsinga- skrumi um sjálfan sig og að hafa nógu hátt. Það sem hann virðíst kunna í knattkspyrnu er gamal- dags varnarleikaðferð, sem spiluð var í Englandi fyrir mörgum árum og þá leikaðíerð heíur hann látið íslenzka landsliðið leika eins og hann hafi verið með knatt- spyrnumenn á algjöru írumstigi í höndunum, þakkað sér árangur- inn af frammistöðu manna okkar sem þessi þjálfari hefur hvergi komið nálægt uppgyggingu á eða hvað voru margir menn úr því liði sem þessi þjálfari þjálfaði i tvö sumur í landsliði okkar og hver var árangur hans þar? ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI 19 herbergið sem var inn af bóka- herberginu. Ég var fegin að hafa eitthvað að gera og þaut fram i forstof- una. Eftir þvf sem ég vissi bezt voru herbergi Minu og Fannyar á efri hæðinni og ég var einmitt að leggja af stað upp stigann þegar ég heyrði raddir gegnum opnar eldhúsdyrnar og flýtti mér þá þangað. Kónurnar tvær sem ég hafði ætlað að leita að sátu við eldhúshorðið ásamt Gabriellu, Helene og Otto og þau virtust vera að Ijúka við að snæða kvöldverð. Ég held þau hafi séð á mér hvað um væri að vera og áður en ég gat stundið upp einu orði gekk Fanny rak- leitt inn til bróður sína. Á þess að hlýða á of langorðar skýring- ar greip Otto Malmer símann og hringdi til læknisins f Skóg- um. Og sfðan áttum við ekki ann- arra kosta völ en að bíða. Otto reyndi að fullvissa okkur um að Daniel Severin, sem virtist vera hvort tveggja í senn heimiiís- læknir fjölskyldunnar og gam- all vinur, væri vanur bugðótt- um vegunum á leiðinni til Kauðhóla og hann yrði kominn á staðinn innan hálftima. Þessi hálfa klukkustund virt- ist mér eins og eilffðin «11. Fanny frænka sást ekki, en Mina frænka sem læddist með jöfnu miliibili inn til hins sjúka til að vita hvort hún gæti orðið að liði, sagði áhyggjufull frá því að hann hefði enn sama verkinn fyrir hjartanu og drægi ekkert úr honum, þó svo að hann hefði fengið lyf sitt. Hún kveikti eins og ósjálfrátt undir kaffikönnunni, en þegar kaffið var orðið heitt hafði eng- in utan hún sjálf lyst á kaffinu. Gahriella hallaði sér að öxl Christers og grét hljóðlega. Helene reykti hverja sfgarett- una eftir aðra án þess að mæia orð af vörum og Otto gekk hvíldarlaust fram og aftur um gólfið, fram í forstofuna, út á tröppurnar og sömu leiðina inn aftur og ég skildi vel þegar Helene gat ekki lengur á sér setið hrukkaði örg breitt ennið og sagði: — Góði Otto, þú gerir okkur öll vitskert ef þú hættir ekki þessu eilífa rápi. Það bætir ekkert málið að maður missi vald á sér. Hann nam staðar. eins og vandræðalega og deplaði brún- um augunum sem voru langt- um Ijósbrúnni en augu föður hans og föðursystur, eins og hann ætti bágt með að hemja að tár leituðu fram f augnkrók- ana. — Það er skritið, sagði hann eins og hann væri háifpartinn að tala við sjálfan sig. — Við höfum vitað lengi að hann... að hann gæti dáið nánast hvenær sem væri og samt... samt er það ekki fyrr en nú í kvöld að ég skil hvað hann hefur skipt miklu og hvað það mun breyta miklu þegar hann er horfinn okkur... Helene missti ösku ofan á hvitgula kjólinn sinn. Hún blés henni vandlega á brott og sagði óþolinmóð: — Klukkan er orðin fimm mínútum yfir hálfellefu. Hvað f ósköpunum tefur Daniel? En ekki iiðu nú margar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir * þýddi mínútur unz við heyrðum lang- þráð vélarhljóð nálgast og síð- an var numið staðar fyrir utan hliðið. Bflhurð var skellt og sfð- an heyrðum við þegar járnhlið- inu var lokið upp og skall aftur og síðan var fótatak sem nálg- aðist óðfluga. Við vörpuðum öndinni fenginsamlega við til- hugsunina um að nú myndi reynt að draga úr þjáningum veslings gamla mannsins og að hann væri nú að komast f góðar hendur. Severin læknir var kominn þegar klukkuna vantaði tutt- ugu mfnútur f ellefu og rétt fyrir klukkan hálftólf kom hann aftur fram f eldhúsið þar sem víð hiðum hans og sagði þrumandi bassaröddu: — Svona, svona! Það versta er yfirstaðið í þetta sinn. Ef ekkert óvænt gerist lifir hann þetta af... en hann verður að sýna meiri aðgát. Og meðan spenna og sorg kvöldsins voru að dvfna og hverfa á braut og breytast f fögnuð og gleði horfði ég á þá manneskju sem við litum á þessa stundina sem eins konar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.