Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1977
Bjarni Bjarnason
—Minningarorð
Fæddur 8. apríl 1891
Dáinn 22. janúar 1977
Þessi orð eiga ekki að vera
annað en fábreytt kveðja, skrifuð
af því einu að mig langar til að
minnast manns sem lætur eftir
sig sterka mynd í huga mér, þó ég
kynntist honum ekki fyrr en hann
var kominn um áttrætt, fyrir
nokkrum árum. Þá fluttist ég
ásamt konu minni og dóttur að
Ljósvallagötu 32, og hafði varla
verið þar meira en einn dag, þeg-
ar hár og þrekvaxinn maður kom
að finna mig, gekk við staf, tók
þéttingsfast í hönd mér, og brá
fyrir bliki í augum hans um leið
og hann kynnti sig, bauð mig vel-
kominn í húsið og tók að.ræða við
mig hressilega, lá hátt rómur, en
var þó hlýlegur. Þetta var Bjarni
Bjarnason sem bjó á hæðinni
fyrir ofan okkur ásamt konu
sinni, Dagnýju Albertsdóttur.
Bjarni var Skaftfellingur að ætt
og uppruna, fæddur 8. aprfl 1891
að Hofi í Öræfum, en á sömu
klukkustund og hann fæddist dó
faðir hans, Bjarni Jónsson, bóndi
þar. Drengurinn ólst upp á Hofi
og Fagurhólsmýri hjá móður og
stjúpa, en móðir hans, Þuríður
Runólfsdóttir, fluttist að Fagur-
hólsmýri með síðari manni sínum,
Jóni Jónssyni. Hann var bróðir
fyrri manns hennar. Foreldrar
þeirra bræðra voru Jón Bjarna-
son hreppstjóri á Hofi og Sig-
ríður Gisladóttir. Þau voru ann-
áluð á sinni tið fyrir þrek og
dugnað. Systkini Bjarna voru
sjö, og lifa hann tveir al-
bræður, Sveinn og Guðmundur,
báðir búsettir að Ljósvallagötu
32, og hálfbróðir hans, Þórhallur,
sem er á hjúkrunardeild Hrafn-
istu.
Bjarni Bjarnason fór um tvitugt
frá Fagurhólsmýri til Hafnar i
Hornafirði, þar sem hann var í
mörg ár við verslunarstörf hjá
Þórhalli Danielssyni. Þaðan flutt-
ist hann til Reykjavikur árið 1929,
og átti þar heima síðan til dauða-
+
Eigmmaður minn, faðir og tengdafaðir
BJARNI BJARNASON,
Ljósvallagötu 32,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni, mánudaginn 3 1 janúar kl 1 3 30
Blóm afþökkuð en þeim, er vildu minnast hans er bent á Hjartavernd
Dagný Albertsdóttir,
Sigrún Bjarnadóttir,
Einar Halldórsson
t
Móðir okkar,
ÞÓRHILDUR L. ÓLAFSDÓTTIR.
Skólabraut 63, Seltjarnarnesi,
andaðist á Landakotsspítala þann 28 janúar s I
Sigríður Johnson,
Þorkell Pálsson,
Sigfús Pálsson,
Ólafur Pálsson.
t
Maðurinn minn,
JÓN HJÖRTUR FINNBJARNARSON,
prentari,
Austurbrún 6,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 1 febrúar kl. 3
F h barna, tengdabarna. barnabarna og systkina,
Jensína Sveinsdóttir.
t
Eiginkona mín og móðir okkar
RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Ægisíðu 96,
andaðist föstudaginn 28 janúar í Landspítalanum
Magnús Kristinsson
Ágústa Kristfn Magnúsdóttir,
Sofffa Magnúsdóttir.
+ Bróðir okkar
GÍSLI HALLDÓRSSON,
símvirki.
frá Skeggjastöðum, Reynimel 84,
sem lést 21 janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudag-
inn 1. febrúar kl 1 30
Systkinin.
t
Eiginkona min. dóttir. móðir okkar. tengdamóðír og amma.
SIGRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR,
frá Viðey,
Suðurlandsbraut 91 H,
sem lézt 22 þ m verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. þriðjudaginn
1 febrúar kl 3 e h Ásgeir Einarsson,
Sólveig Sigmundsdóttir,
Sólveig Þóra Ásgeirsdóttir, Guðmundur Annellusson,
Þórður Ásgeirsson, Ólöf Guðmundsdóttir,
Einar Ásgeírsson, Ásthildur Vilhjálmsdóttir,
og barnabörn.
dags. Þar vann hann hjá Ríkii
skip, var þar lengi verkstjóri og
sýndi frábæra trúmennsku i
starfi sinu, að því er ég hef sann-
frétt. Bjarni kvæntist árið 1927
Þórunni Gísladóttur og eignuðust
þau tvær dætur, Sigrúnu, sem gift
er Einari Halldórssyni í Reykja-
vik, og Þórhöllu Ingibjörgu, sem
dó á barnsaldri. Þórunn, kona
Bjarna, andaðist 1940. Seinni
kona hans var Dagný Alberts-
dóttir frá Hafnarfirði, og lifir hún
mann sinn. Höfum við hjónin
kynnst því hversu snyrtilegt og
hlýlegt heimili hún hefur búið
manni sinum.
Bjarni Bjarnason kom mér
fyrst fyrir sjónir eins og gamall
höfðingi. Vesturbæjaraðallinn,
hugsaði ég með mér, þegar ég sá
hann, án þess ég vissi neitt um
þann aðal nema það sem ég hafði
úr bókum eða af sögusögnum eða
úr ímyndun minni, en ennþá
finnst mér að svona hljóti hann að
hafa verið hér upp úr aldamótun-
um, þó ég hafi fengið vitneskju
um það að Bjarni lifði þroskaár
sin fjarri Vesturbænum og þurfti
að leggja á sig strangan barning
áður en hann yrði vel bjargálna á
síðari hluta ævinnar. Hann varð
fyrir meiðsli ungur maður og
gekk haltur æ siðan. Þess vegna
meðal annars var hann ekki mikið
á göngu eftir að ég kynntist
honum hér á Ljósvallagötu fyrir
eitthvað fimm árum, en hann
gekk þó daglega eftir götunni að
kaupa til heimilisins, og þó það
værí stuttur spölur, var hann oft
lengi á leiðinni, ekki endilega
vegna heltinnar, heldur sökum
þess að hann þekkti hvern mann
sem heima átti við götuna og
staldraði til að tala við þá sem
hann hitti. Mér fannst gatan
missa svip, þegar heilsu Bjarna
hafði hrakað svo að hann sást
ekki lengur að vorlagi á tali við
nágrannana við Ljósvallagötu,
höfðinglegur á velli, klæddur
dökkum jakkafötum og hvítri
skyrtu, jafnan með hatt á höfði,
og hallaði sér ofurlítið aftur á
stafinn sinn sem hann brá undir
aðra mjöðmina, þannig að van-
heili fóturinn hvildist. Bjarni var
mannblendinn og kom oft að
spjalla við okkur hjónin, meðan
hann gat farið ferða sinna um
húsið. Hann sagði okkur ýmsar
sögur sem gaman var á að hlýða,
því hann hafði sinn sérkennilega
frásagnarmáta, og þar var ekki
allt heflað eða spónlagt, en satt og
lifandi, og hýran og góðsemin
skein af andliti sögumanns, þótt
hann væri stundum að reyna að
gera sig hörkulegan í frásögninni,
því Bjarni var umfram allt hýr-
legur maður og góðsamur, það
sem ég þekkti hann, óg því sakna
ég hans nú þegar hann er ekki
lengur hér, en minningin lifir
sterkari en ýmsar aðrar minning-
ar. Það er mynd af sérstæðum
sómamanni. Jón Óskar.
— Höfum hvergi
Framhald af bls. 48
Ijóslega rétt, hlíðin hefur skrið-
ið.“
í lok greinar sinnar fjallar
ísleifur um þær holur, sem bor-
aðar voru á siðasta ári. Segir
hann þar um holu 6 að afköst
séu lítil, um 2 MW, hola 7 muni
afkasta 3 MW og vonir um
meiri afköst eftir kælingu hafi
reynzt tálvonir. Hola 8 gefi 0
MW, en hola 9 geti gefið 1—3
MW, en afköst séu enn óþekkt.
Hola 10 er sú hola, sem mestar
vonir eru bundnar við, afköst
hennar voru mæld 10—12 MW,
en holan hefur breytt sér og er
óstöðug eins og komið hefur
fram, gefur e.t.v. aðeins 5 MW.
Hola 11 var svipuð í borun og
holur 6 og 7, segir ísleifur Jóns-
son. „Holan er enn óreynd, en
væntanleg afköst gætu orðið
2—3 MW, varla meira miðað
við þann langa tima, sem hún
hefur þurft til að komast i gos-
hæft ástand." segir Ísleifur, en
holur 9 og 11 var lokið við að
bora rétt fyrir jól og eru enn
ekki komnar upp.
— Sigfús
Einafsson
Framhald á bls. 2.
út bók með islenzkum hióðlögum
og í inngangsorðum að bókinni
segir hann m a, að íslendingar
eigi að sinna meira þessu oln-
bogabarni, sem íslenzk þjóðlög
eru. Sigfús stjórnaði mörgum
kórum og þótti ná sérlega góðum
árangri með þá. Þá ritaði hann
mikið um tónlist í íslenzk blöð.
Var m.a. tónlistargagn rýnandi
Morgunblaðsins.
Morgunblaðið náði i gær í tvö
tónskáld, þá dr. Hallgrím Helga
son og Þorkel Sigurbjörnsson og
bað þá að segja nokkur orð í
minningu Sigfúsar Einarssonar.
Hallgrímur Helgason sagði
ma: „Sigfús Einarsson var bezt
menntaði maðurinn í tónlistar-
fræðum hér á landi framan af
öldinni og áhrifa hans gætti
mjög. Sem kennari við Kennara-
skólann útskrifaði hann marga
songkennara, sem breiddu út það
sem þeir lærðu hjá Sigfúsi. Hann
var mjög góður söngstjóri, natinn
og vandvirkur. Sem tónskáld var
hann merkur brautryðjandi ásamt
Sveinbirni Sveinbjörnssyni, sem
slikur var hann fyrst og fremst
Ijóðrænt tónskáld. Hann samdi
aðallega sönglög og verk fyrir
fiðlu og pianó. Þegar á allt er litið
var hann merkur brautryðjandi og
sannur menntamaður i bezta
skilningi þess orðs," sagði dr.
Hallgrimur.
Þorkell Sigurbjömsson tón-
skáld sagði i viðtali við Morgun-
blaðið i gær, að Sigfús hefði haft
mikil áhrif á íslenzkt tónlistarlif
með störfum sinum. „Allir, sem
kynntust Sigfúsi báru honum vel
söguna sem mikils persónuleika,
hann var fágaður einstaklingur
og smekkvís," sagði Þorkell.
„Sigfús hafði mikil áhrif á tón-
listarlif hér á landi bæði sem
kennari og eins sem tónskáld.
Þau eru ófá lögin hans sem
sungu sig inn Í fólk. Ég kynntist
honum ekki persónulega, en
samt finnst mér eins og svo hafi
verið, maður þekkir hann ein-
hvern veginn f gegnum lögin
hans. Ég hef alltaf borið virðingu
fyrir þessum merka brautryðj-
anda," sagði Þorkell að lokum.
— Veröld
Framhald af bls. 23
Myagkov það, er ungur hermaður
var sendur i geðsjúkrahús af þvi, að
hann kvað lifskjör verkamanna betri
i Bandarikjunum en Sovétrikjunum.
Segir Myagkov, að þessi atvik og
mörg áþekk hafi haft mikil áhrif á sig
og orðið þess valdandi að hann afréð
að flýja sæluna. Hann segir það líka
hafa vakið sér viðbjóð, að KGB-
menn voru verðlaunaðir sérstaklega
fyrir unnin „afrek", og nutu þeir
mikilla forréttinda umfram aðra,
fengu brennivín, klæði góð og jafn-
vel bila, sem þeir þurftu, einbýlishús
í bæjum og landskika á fögrum stöð-
um uppi í sveit.
Ótrúlegt virðist, að leyniþjónustur
á Vesturlöndum hafi grætt mikið á
Myagkov. Hann var lágt settur í
KGB. Hins vegar eru frásagnir hans
og lýsinga úr lifi óbreyttra hermanna
í Rauða hernum og lágt settra liðs-
foringja i KGB hinar fróðlegustu.
Það eru þær, sem gefa bók hans
mest gildi.
— JOHN CORNWELL.
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
^22480
Eigendur Disilbifreiða
Athygli eigenda disilbifreiða með öku-
mæli er vakin á því, að þungaskattur skv.
ökumæli hækkar að afloknu yfirstandandi
álesturstímabili. Sé ekki komið með bif-
reið til álestrar fyrir lok álesturstima þ.e.
10. feb. n.k. verður allur gjaldfallinn
þungaskattur innheimtur skv. hækkuðu
gjaldi sbr. ákvæði í 15. gr. reglugerðar
frá 27. des. 1976. c , .. .. .
rjarma/araðuneytio.
i
Hafnarfjörður
Dagheimilið í Norðurbæ
Innritun á börnum á dagheimilið í Norður-
bæ í Hafnarfirði fer fram alla virka daga,
nema laugardaga kl. 13 —16:30 í dag-
heimilinu.
Vakin skal athygli á því, að í heimilinu er
deild fyrir vöggustofu og skriðdeild ásamt
deild fyrir þroskaheft börn.
Félagsmálaráð Hafnarfjarðar.
Sumarhús til sölu
Til sölu eru 3 sumarhús á friðsælum stað í
nágrenni Laugavatns. Tvö þeirra seljast
fullbúin en eitt fokhelt. Tilvalið fyrir
félagasamtök.
Stemho/t, fasteignasala,
Keflavík sími 20 75.