Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1977
Vörubílar — Vörubílar
Scanía 140 '73 m/Foco krana.
Scanía "76" '67 m/nýjum palli
Volvo FB-86 '72 m/búkka.
Volvo N-88 '69 m/búkka,
Volvo N-86 '66 m/búkka, nýr pallur, talstöð.
Man '71 m/framdr. og búkka.
Man '69 m/dráttarvagni með sturtum.
Man '75 m/grjótpalli, 2ja hás.
Henchel'68 framb. m/Focokrana.
Bedford '72 1 0,1 tonn, 5 m. pallur og kranapláss Ódýr bíll.
Skúiagötu 40, símar 19181 og 15014.
Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-11 2 | Matvörudeild S 86-111, Vefnaðarv.d. S 86 113
Bretar íhuga notkun loft-
skipa við landhelgisgæzlu
Um þessar mundir fara fram
viðræður milli brezka varnar-
málaráðuneytisins og fvrir-
tækis eins í Lundúnum um
möguleika á notkun loftskipa
við eftirlit með 200 mílna fisk-
veiðilögsögunni við strendur
landsins.
Forstjóri fyrirtækisins Aero-
space Developments, John
Wood, segir að hvert skip kosti
fullbúið um hálfa milljón
sterlingspunda (165 millj.
■slenzkra króna) og rekstrar-
kostnaður á klukkustund sé um
120 pund (tæp 40 þús
islenzkar) og geti það haft
eftirlit með um það bil þúsund
sjómílna svæði á dag. Hann
bendir á til samanburðar að
Nimrod-þoturnar, sem nú
annast eftirlitið, kosti um 8
milljónir punda og hver flug-
stund um 2 þúsund pund.
Fyrirtækið er um þessar
mundir með 10 loftskip í
smíðum fyrir Venezuela.
TJie Observer hefur
ennfremur eftir John Wood að
brezka varnarmálaráðuneytið
hafi áhuga á loftskipum við
kafbátaeftirlit. Þá komi einnig
til greina að nota þau við að
fylgjast með ölíubrák og bæta
þeim inn í aðvörunarkerfi
hersins.
„Loftskip springa ekki nú
orðið," segir John Wood. „Áður
voru þau fyllt með vetni en nú
er notað helíum, sem er
fullkomlega öruggt.“
galleri
VERKSMIÐJUUTSALA
Karlmanna-, kven- og drengjabuxur
Pils — Topparog margt fleira.
GERIÐ GÓÐ KAUP Næg bílastæöi
mánudag til föstudagskvölds
frá kl. 9—18, föstudagskvöld
til kl. 22
DÚKUR hf.
Skeifan 13, suðurdyr