Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1977 3 T-r j I Alþjóðaholdsveikrahjálpin The Leprosy Mission hefur á undan- | förnum árum unnið í mörgum löndum að lækningu holdsveikra. Alþjódaholdsveikradagurinn: 12—15 milljónir holdsveikra í heiminum í dag 1 DAG er alþjóðaholdsveikra- dagurinn og stendur Hjálpar- stofnun kirkjunnar að honum hér á iandi sem fyrr. Á þessum degi hafa prestar landsins minnzt holdsveikra í ræðum sfnum og beðið fyrir málstað þeirra. lljálparstofnunin viil minna á giróreikning sinn, nr. 20.000, og sagði Guðmundur Einarsson frkvstj. að tslending- ar hefðu ætíð brugðizt vel við á holdsveikradaginn og vonaðist hann að svo yrði einnig nú. Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarkona, afhenti nýlega Hjálparstofnuninni 100.000 krónur til málefnis holds- veikra, til minningar um Dag- bjart Jónsson cand. theol. sem lézt árið 1942. Dagbjartur stundaði kennslu i Flens- borgarskóla að loknu guðfræði- prófi, en hann lézt ungur að árum vorið 1942. Ólafur Ólafsson, landlæknir, sagði i viðtali við Mbl. i gær að fyrir tveimur árum hefði holds- veikrahælið hér verið lagt nið- ur og húsnæðið nú notað fyrir þroskaþjálfaraskóla, enda væri enginn holdsveikisjúklingur hérlendis lengur. Sagði Ólafur að það væri ástæða fyrir íslend- inga að hafa það í huga, „sem alltaf erum að kvarta, að þessi alvarlegi sjúkdómur skuli vera horfinn héðan.“ í frétt frá Hjálparstofnun kirkjunnar þar sem vitnað er i grein Sigurðar B. Þorsteinsson- ar, læknis, segir, að nú séu um 12—15 milljón holdsveikra- sjúklingar eftir í heiminum. Meginþorri sjúklinga er i fátækustu löndum Asiu og Afríku, en engin heimsálfa get- ur státað sig af þvi að hafa fullkomlega útrýmt holdsveiki og skjóti henni jafnvel upp i Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku öðru hverju, segir í grein Sigurðar. Tekizt hefur með lyfjagjöfum að koma I veg fyrir að holdsveiki sé smitandi, sé hún uppgötvuð nægilega snemma, en segir að enn vanti mikið á að allir holdsveikisjúkl- ingar fái þá meðferð sem nauð- synlegt sé, og stafi það af fjár- skorti og skipulegum aðgerð- um, þar sem tiðni sjúkdómsins sé mest. N Sýna árgerð 1977 BÍLASÝNING verður í sýningarsölum Egils I Vilhjálmssonar við Hlemmtorg í dag frá klukkan 14—18. Meðal bifreiða sem þar verða sýndar verða I átta bifreiðar af árgerð 1977, þannig að ýmislegt forvitnilegt ætti að bera þar fyrir augu þeirra, sem hug hafa á bifreiðum af nýjustu árgerðinni. Fólk farið að koma með framtölin — FRAMTÖLIN eru ekki seinna á ferðinni en áður, og nú þegar eru töluvert margir búnir að skila sínum framtöl- um, sagði Gestur Steinþórsson aðstoðarskattstjóri í Reykjavík þegar Morgunblaðið spurði hann hvort fólk væri farið að koma með framtölin. Sagði Gestur, að væntanlega kæmu flestir með framtölin um helgina og á mánudag. Mjög margir kæmu nú og færu fram á aðstoð við framtölin og væri sú þjónusta að sjálfsögðu veitt enda bæri skattyfirvöldum skylda til þess samkvæmt lög- um. Fiskflök og heilfrystur fiskur fyrir 2,1 milljarð til Rússlands SAMNINGAR hafa tekizt milli Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og Sjávarafurðadeildar Sambandsins annars vegar og Prodintorg í Moskvu hins vegar um sölu á um átta þúsund tonnum af fiskflökum og fimmtán hundruð tonnum af heilfrystum fiski. Verðmæti þessa samnings mun vera um 2.1 milljarður ísl. kr Eftir þeim upplýsingum, sem Morgun- blaðið hefur aflað sér, er verðið sem fékkst fyrir fiskflökin um 27 — 28% hærra en það verð sem fékkst við síðustu samninga Það voru þeir Ólafur Jónsson aðstoðarframkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sam- bandsins og Árni Finnbjörns- son sölustjóri SH, sem undirrit- uðu samninginn fyrir hönd seljenda. Pantið réttu ferðina tímanlega Kanaríeyjaferðir vikulega Ódýrar Kaupmannahafnar- og Glasgowferðir Vikuferðir til ' London á þriðjudögum og laugardögum Páskaferðin eftirsótta: T orremolinos 1 2 dagar — þar af aðeins 4 vinnpdagar. Brottför 6. apríl. Verð frá kr. 59.800 Flugfarseðlar um allan heim. gefnir út af kunnáttufólki, sem tryggir hagstæðustu fargjöld og beztu þjónustu. Einkaumboð á íslandi: Tjæreborg — American Express. Austurstræti 17, sími 26611 fl/luniö útsý11?! Idiö ■■ kvo porra Sögu tel Með fyrirhyggju tekst enn að gera draumaferðina að veruleika. Aðeins 6—8 þúsund króna sparnaður á mánuði er allt sem þarf til að komast í eftirsóttustu sólarferðirnar i suðurlöndum — — ÚTSÝNARFERÐIR — en þær setj- ast upp löngu fyrirfram — því að allir mæla með Útsýnarferðum Spénn: Costa del Sol: Costa Brava: ftalía: Lígnano: Apr. 6., 17. Maí 8., 29 20. 11. Júní 19. 10. 1- 22. Júli 3., 17., 24., 31. 1„ 15„ 29. 6„ 13., 20„ 27. Ágúst 7., 14., 21., 28. 12„ 19„ 26. 3„ 10„ 17„ 24„ 31. Sept. 4„ 11., 18., 25. 2„ 9. 7. Okt. 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.