Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1977 ÁFENGISNEYZLA 0 Timburmenn eru nefndir mörgum nöfnum eftir tungumalum. Og ekki eru þau færri, ráðin, sem mönnum hafa hugkvæmzt við þessari illræmdu vesöld, sem grípur þá eftir ofdrykkju áfengis. Norðmenn drekka þykka mjólk eða rjóma, Rússar saltan agúrkusafa, og Svisslend- ingar brandý með piparmintu. Aðrir gleypa í sig vitamin og svo mætti lengi telja. Það má segja með nokkrum sanni, að öll þessi læknisráð séu vita gagnslaus. Á hinn bóginn má líka segja, að þau geti öll komið að notum. Það fer einfaldlega eftir því, hvort menn trúa á læknisdómana eða ekki. Sumum virðist batna við það að fara i gufubað, öðrum við það að stinga hausnum i ískalt vatn, og ef að segja. þetta hrífur er ekki meira um það En sannleikurinn mun vera sá, að ekkert ráð sé til við timburmönnum — nema göð hvíld (og máski aspirín, ef mag- inn þolir það). Það er nefnilega skoðun margra sérfræðinga, að timburmenn stafi fyrst og fremst af ofreynslu og þreytu. Áfengi deyfir þá hluta heilans, sem gera okkur viðvart, þegar við erum búin að vera nógu lengi á fótum og ættum að réttu lagi að koma okkur i háttinn. Raunar fá sumir nokkurs konar timburmenn, höfuðverk, skjálfta og fleira, þótt þeir hafi ekki bragðað vín en aðeins reynt ofmikið á sig. „TIMBURMENN” ERU ÞREYTA OG OFREYNSLA Samkvæmt kenningunni er ekki ráð að drekka kaffi eða ganga langar leiðir í timburmönnum. Hvort tveggja reynir aðeins enn fremur á likamann, sem er hvíldarþurfi fyrir. Það er ekki heldur ráð að drekka meira brennivin. Það firrir menn að visu timburmönnum um stundar- sakir — en það deyfir aftur viðvörunarstöðvarnar í heilanum og menn fá sem sé einungis dálitinn gálgafrest. Timburmennirnir munu koma fram, þótt siðar verði og eru þá vanalega ekki betri viðureignar. Áfengið sjálft hefur náttúrulega bein áhrif á timburmenn. Það deyfir þær heilastöðvar, sem stjórna efnastarfi líkamans og raskar jafnvægi salts og vatns. Eftir þvi sem áfengi eykst I líkamanum þverr vatn úr vefjum og er það liklega þess vegna, sem mikill þorsti gripur menn eftir drykkju. Áfengið víkkar einnig æðarnar og talið er að höfuðverkurinn í timburmönnunum sé af því, hve æðarnar í höfðinu vikka mikið. Þá ertir áfengið slimhimnuna innan á magaveggjunum og stafar hinn velkunni brjóstsviði og ógleði liklega af þvi. Við þessu er það ráð að borða sæmilega áður en maður hefur drykkju, og helzt feitan og eggjahvíturikan mat, svo sem ost og mjólk. Enn er að nefna það að beint samband er með áfengismagni I blóðinu og timbur- mönnum. Borði menn áður en þeir fara að drekka fer áfengið hægar út i blóðið. Það er margreynt að þvi likiegra er að menn verði timbraðir, þeim mun verr sem liggur á þeim þegar þeir byrja að drekka. Sannast að segja er nærri guiltryggt, að maður verður tinibraður, ef hann hefur áhyggjur og sektarkennd af drykkjunni. í tilraun nokkurri var mönnum veitt mikið vin við þægilegar aðstæður þar, sem ekkert angraði þá. Enginn varð timbraður. í annarri tiiraun kom í ljós að þeir, sem voru mest á móti áfengisneyzlu — en drukku samt — urðu verst úti af timburmönnum. Af þessu má draga þá ályktun, að menn ættu að drekka án nokkurrar iðrunar (eða reyna það að minnsta kosti) og því aðeins að þeir séu óþreyttir og vel liggi á þeim. Nú er vitað að enda þótt beint samband sé með áfengismagni, sem menn drekka og líkindum til timburmanna, eru þeir til, sem virðast geta drukkið fylli sina og vaknað samt eldhressir um morguninn eftir. Aðrir verða hins vegar grúttimbraðir, þótt þeir drekki sáralítið. Það er vafalaust.að menn eru mjög misnæmir við áfengi og einnig það að sumir verða timbraðir af sektarkennd einni saman — þeim finnst þeir eiga timburmenn skilið eftir drykkjuna. Eins og áðan var nefnt eru til ótal læknisráð við timburmönnum. Þau munu ekki færri ráðin til þess að koma i veg fyrir timburmenn. En það er sama að segja um þau og hin. Þau duga þvi aðeins, að menn trúi á .þau. Sumir reyna að éta vítamín eða önnur lyf, sem fást án lyfseðils, aðrir láta renna af sér áður en þeir fara að sofa, borða vel fyrir svefninn eða drekka vatn svo sem þeir geta í sig látið. En ekkert af þessu forðar við timburmönnum, nema menn trúi því statt og stöðugt. Eina örugga ráðið er það að neyta alls ekki áfengis eða drekka það I hófi. Meinið er, að þótt timburmenn séu slæmir gleymast þeir svo fljótt, að undrum sætir. Og það er þess vegna m.a., sem margir hafa síðast nefnda ráðið að engu... — JANE E. BRODY SVIPUR ®Bing Crosby er orð- inn 72 ára gamall og lít- inn bilbug á honum að finna. Hann segist reyndar vera orðinn „eldri og hægari og röddin lægri. Ég næ ekki lengur hæstu nót- unum". En hann hefur ekki í hyggju að hætta söng í bili. Ekki alls fyrir löngu byrjaði hann að skemmta reglu- lega í Urisleikhúsinu á Broadway. Ég hitti hann við morgun verð stuttu áður og átti tal við hann. „Ég ætla að skemmta meðan ég get“, sagði hann. „Ég kann ekkert annað. Þetta er það eina sem ég get“. Svo lét hann þess getið með áhyggjusvip, að skemmtanirnar í Uris- leikhúsinu tefðu hann frá andaveiðunum. Andaveiðitíminn var nefnilega nýbyrjaður. En það bætti úr skák, að hann kæmist heim til San Francisco fyrir jól, og gæti haldið þau hátiðleg með konu sinni og þremur börnum þeirra, fjórum sonum sinum af fyrra hjóna- bandi og tólf barna- börnum. Crosby sagðist mundu skemmta á Broadway í þrjá tíma að kvöldi um hálfsmánaðarskeið. Það væri barnaleikur hjá þvi, sem gerðist hér áður fyrr, meðan hann var að vinna sér frægð og frama. „í gamla daga skemmti ég stundum fimm sinnum á dag“, sagði hann „Og einu sinni skemmti ég meira að segja átta sinnum i leikhúsum og einu sinn í á hverjum degi i viku“. Crosby fór snemma að syngja og ferðaðist um landið með öðrum skemmtikröftum. Hann fékk þá fljótlega þá flugu i höfðuðið, að hann væri bráðfyndinn og hann og félagar hans æfðu grínþætti, sem Sjötíu og tveggja og ennþá á fullri ferð þeir reyndu að pranga inn á leikhússtjóra hvar, sem þeir komu. „Við stálum efni úr hverjum grfnþætti, sem við sáum, og suðum upp úr þvi. Einhvern tíma í St. Louis áttum við að skemmta með Marxbræðrum. Við átt- um náttúrulega að syngja en þeir að grín- ast. Þótti gleikhússtjór- anum vissast að ítreka það fyrir þáttinn. En við gátum ekki á okkur setið að sýna mönnum hve drepfyndnir við værum og fórum að fífl- ast og segja brandara á sviðinu. Ég man siðasta brandarann vel. Hann var svona: Veiztu hvað þú átt að gera, ef hesturinn þinn fer að froðufella? Kenndu honum að spýta; Leik- hússtjórinn var snöggur að fella tjaldíð. Það er algengt, að söngvarar vilji verða grínista og grinista langi til að syngja. En þetta eltist nú af mér.“ Skömmu eftir 1930 var Crosby orðinn vin- sælasti söngvari í Bandarikjunum. „Mér var ýtt áfram á frægðar- brautinni. Ég var tlinn á margt, sem ég hefði ekki gert annars“. Hann söng með flestum máls- metandi söngvurum og öðrum listamönnum — AI Jolson og Yehudi Menuhin svo, að ein- hverjir séu nefndir. „Ég söng líka einu sinni með Sjaljapin. Ég var þá upp á mitt bezta, en hann hafði eldrei heyrt ipín getið. Hann spurði bara, hvar vodkað væri geymt“. Svo fór Crosby að leika í kvikmyndum. Það voru fyrst stuttar grínmyndir. Árið 1940 lék hann fyrst með Bob Hope; það var í „The Road to Singapore". Þeir léku síðan saman í fjölmörgum myndum. Enn seinna fór Crosby að leika alvarleg kvik- myndahlutverk. Hann hefur aldrei talið sig merkilegan skapgerðar- leikara. Þegar hann var beðinn að leika prestinn i „Going my way“ þver- neitaði hann í fyrstu. Hann trúði þvi ekki, að „dægurlagasöngvari gæti leikið prest". Hann hlaut Óskarverðlaunin fyrir leik árið 1944 og i fimm ár, að minnsta kosti, var hann tekju- hæstur allra kvik- myndaleikara. Samt segir hann. „Mér finnst ég alltaf hálfótrúlegur á tjaldinu. Ég er alltaf að leika saman hlutverkið — hlutverk Bing Crosbys“. Þó segist hann hafa kunnað ágæt- lega við sig i sumum al- varlegum hlutverkum, t.d. hlutverki drykkju- mannsins, sem hann lék i síðustu mynd sinni, endurgerð myndarinn- ar „Stagecoach". Hann bætir því hins vegar við, að hlutverkin megi ekki verða mjög drama- tísk — ella missi hann tökin á þeim. „Mér finnst Frank Sinatra betri leikari en ég“, sagði hann. Ég spurði þá, hvort hann þættist betri söngvari en Sinatra. „Nei, það er ég ekki .... Ég er þess konar söngvari, að menn geta hlýtt á mig og hugsað með sér, að þeir hefðu getað þetta lika — ef þeir hefðu aðeins reynt ofurlítið;“ —Mel Gussow. I • ALEKSEI Myagkov var liSsforingi i sovézku leyniþjónustunni KGB. Hann var siðast við gagnnjósnir i Austur Þýzkalandí. Fyrir tveimur ár- um hljópst hann úr KGB, og nú nýlega kom út eftir hann bók með frðsögnum af lifinu ð vegum þeirrar stofnunar. Heitir bókin „Insidethe KGB". Myagkov hljóp úr liSinu i febrúar- byrjun árið 1974. Hann var á ferð um Vestur- Berlin með hópi liðsfor- ingja úr Rauða hernum sovézka; átti hann að gæta þess, að þeir lentu ekki á villigötum. Það reyndust mestu mistök; heldur hefði átt að setja þá til að gæta hans. Hann brá sér inn á listasafn, skipti þar um föt, tróð einkennisbúningnum sinum bak við myndir i safninu, hringdi til lög- reglunnar og bað hana sækja sig. Hann var svo færður brezku herlög- reglunni i borginni. Myagkov er 32 ára gamall. fæddur og uppalinn i Mið Rússlandi. Þegar i barnæsku var byrjað að innræta hon- um sósialisma og góða siði. 1 7 ðra fór hann i æfingaskóla fyrir fjall- hlifarhermenn og var það I fjögur ár. „Ætlunin var að gera úr okkur eins konar sjálfmorðshermenn. Þaðvar brýnt fyrir okkur að gegna öllu, sem okkur yrði skipað og hlifa okkur hvergi. Við áttum að vera reiðubúnir aðfremja hvers kyns hryðjuverk. Fyrirmæli KGB-foringj- ans: Ef fjand- manninn vant- ar þá búðu hann bara til hvenær sem væri, t.d. að drepa frið- sama, óbreytta borgara. Við máttum ekki skirrast neins," segir hann. Ægi var allstrangur t skóla þessum. Ein- hverju sinni sat Myagkov I varðhaldi i fimm daga fyrir það, að hann hló, þegar það átti ekki við. Myagkov var i herskóla ð siðustu stjórnarárum Krustjoffs. Um eitt skeið var mikil matarþurrð i landinu. og verkamenn fóru i verkfall. Voru Myagkov og félagar hans þá hafðir viðbúnir að gripa til vopna, ef þurfa þætti. Einn herskólaneminn gerðist svo djarfur að spyrja kennara einhvers um ókyrrðina meðal verka- manna. Pilturinn var rekinn úr skól- anum þegar I stað. Segir Myagkov. að loftið i skólanum hafi mjög verið blandið hræsni. Myagkov varð svo liðsforingi i hernum. Hann kveður allan aðbúnað hermanna hafa veriðhinn versta. 60—80 menn hirðust saman i skála og máttu varla hreyfa sig þaðan frá þvi þeir komu inn á kvöldin og þar til þeir voru ræstir á morgnana. En heræfingar stóðu myrkranna á milli og voru erfiðar mjög. Á fyrirskipuð- um hvildardögum var hermönnum gertaðhorfa á „listrænar" kvik- myndir. Áfengi var harðbannað I her- búðunum. Þar kom. að Myagkov ofbauð tilhugsunin um það að verða I hernum i 25 ár og fékk hann þvi til leiðar komið. að hann var fluttur í leyniþjónustuna, KGB. Nokkrir kaflar i bók hans fjall um starfsemi KGB utan lands og er það mest allt gamalkunnur fróðleikur hér fyrir vestan. Mygakov segir einnig frá þvi, hvernig KGB-menn gættu öryggi ríkisins heima fyrir og hvernig þeirfóru með „óvini rikisins". Með- al þeirra óvina eru f ramámenn i hópi Gyðinga, ýmsir fulltrúar kirkjunnar og andófsmenn. Segir Mygkov, að KGB-menn hafi gát á mörgum þeirra mestallan sólarhringinn. Hann lýsir þvi einnig, er KGB handtekur and- ófsmenn og færir i geðsjúkrahús. í árslok 1967 var Myagkov sendur NJOSNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.