Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1977
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 1100.00
í lausasölu 60
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
kr. á mánuði innanlands.
.00 kr. eintakið.
Aöllu svæðinu frá Hvera-
gerði að Höfn i Hornafirði
er aðeins ein verzlun i einka-
eign Þessi staðreynd er lýs-
andi dæmi um það þróun, sem
orðið hefur í verzlunarmálum
landsbyggððarinnar að þvi er
Gunnar Snorrason, formaður
Kaupmannasamtaka íslands,
upplýsti fyrir skömmu, en þar
kom fram, að verzlunum i
einkaeígn hefur fækkað mjög á
landsbyggðipni á undan-
förnum árum. Það þýðir, að
einokun kaupfélaganna hefur
vaxið í sama hlutfalli í verzlun
landsbyggðarinnar.
Það er út af fyrir sig mjög
skiljanlegt, að einkafyrirtæki
eigi undir högg að sækja í
samkeppni við samvinnufélög.
Mismunandi skattlagning er
nægileg skýring á því I fyrr-
greindri ræðu formanns
Kaupmannasamtakanna gerði
hann grein fyrir samanburði á
skattgreiðslum samvinnufélags
og hlutafélags, sem hvort um
sig hefði eina milljón króna í
hreinar tekjur. Þessi saman-
burður leiðir í liós, að af þessari
einu milljón i hreinar tekjur
greiðir samvinnufélagið
1 32.500 krónur í tekjuskatt og
útsvar en hlutafélagið
397.500 krónur Eiginfjár-
myndun í samvinnufélaginu af
þessum hreinu tekjum verður
þá 867.500 krónur en i hluta-
félaginu 602 500 krónur
Raunveruleg skattgreiðsla sam-
vinnufélagsins af hreinum
tekjum nemur 13,25% en
hlutafélagið greiðir 39.75%.
Ef um einkafyrirtæki væri að
ræða, sem ekki væri rekið í
formi hlutafélags, mundi skatt-
greiðsla þess af hreinum
tekjum nema 51%. Það gefur
auga leið, að svo mismunandi
skattlagning tekna eftir
rekstrarformi hlýtur smátt og
smátt að leiða til þess að hallar
undan fæti hjá því rekstrar-
formi, sem verr stendur gagn-
vart skattlagningu.
Nú kann það að vera sjónar-
mið einhverra, að það sé
jákvæð þróun, að hlutur sam-
vinnufélaga i verzlun lands-
manna vaxi og einkafyrirtæki
búi við sifellt skarðari hlut. En
ekki getur það verið sjónarmið
neytenda t.d. út á lands-
byggðinni Það kom t.d. i Ijós i
haust að það var hagkvæmara
fyrir bændur i Skagafirði að
kaupa tiltekna vöru til búrekstr-
ar frá einkafyrirtæki á Akureyri
og kosta flutning hennar til
Skagafjarðar heldur en að
kaupa vöruna frá kaupfélaginu
á Sauðárkróki, þaðan sem
flutningskostnaður hlaut að
vera mun minni. Þetta er
aðeins eitt dæmi um það, að
einkafyrirtæki bjóða upp á hag-
kvæmari viðskipti en sam-
vinnufélögin.
Þar að auki er reynslan auð-
vitað sú, að einokun, hvort sem
hún er hjá samvinnufyrirtæki,
einkafyrirtæki eða ríkisfy rir-
tæki, er öllum til bölvunar. Svo
til alger einokun samvinnu-
hreyfingarinnar á gærum hefur
t.d. á siðustu mánuðum leitt til
harðra deilna og yfirvofandi
hættu á lokun einkafyrirtækis á
Sauðárkróki. Sú deila virðist nú
að nokkru leyst en sýnir þó
hver hætta er fólgin í einokun
af þessu tagi. Stuðningsmenn
einkaframtaks hljóta einnig að
gera sér grein fyrir því, að
einstök einkafyrirtæki í landinu
eru komin i þá stöðu á sínu
starfssviði að frjálsri samkeppni
getur stafað hætta af.
Það er fyllsta ástæða til þess
fyrir stuðningsmenn einka-
framtaks og frjálsrar sam-
keppni að huga vel að sínum
málum. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur jafnan verið og mun
verða helzta brjóstvörn hins
frjálsa framtaks i landinu. Það
er nauðsynlegt fyrir forystu-
sveit Sjálfstæðisflokksins og
ráðherra að huga vel að þess-
um grundvallarþætti í sam-
félagi okkar. Einstaklingshyggj-
an er ríkur þáttur í þjóðareðli
okkar íslendinga og stuðningur
Sjálfstæðisflokksins við rétt
einstaklingsins til athafna er
ein af höfuðforsendum þess
fylgis, sem hann nýtur með
þjóðinni Og það er heldur eng-
an veginn svo, að einkafram-
takið hafi alls staðar orðið að
hopa. Þvert á móti stendur það
með miklum blóma í útgerð og
fiskvinnslu, verksmiðjuiðnaði
og þjónustugreinum og verzlun
á höfuðborgarsvæðinu, þar
sem ný verzlunarfyrirtæki hafa
risið upp og rutt nýjar brautir.
En tilhneigingin í okkar þjóð-
félagi og nágrannalöndum hef-
ur á undanförnum áratugum
verið til æ meiri opinberra af-
skipta. Sú þróun er nú að
flestra dómi komin of langt t.d.
á Norðurlöndum og jafnvel í
Bretlandi og í þessum löndum
gætir vaxandi andstöðu við
opinber afskipti i óhófi. Slíkar
raddir heyrast hér einnig nú og
eru til marks um, að umsvip og
afskipti hins opinbera séu kom-
in út yfir viss mörk. Það ber því
að hlusta á slikar raddir og taka
tillit til þeirra. Okkar land hefur
jafnan verið byggt af sterkum
og sjálfstæðum einstaklingum,
sem vilja hafa sem mest svig-
rúm fyrir athafnaþrá sína Þau
sjónarmið eru fullkomlega sam-
rýmanleg þeim félagslegu við-
horfum, sem nú eru einnig ríkj-
andi En á milli þessara tveggja
þátta, frelsi einstaklings til orðs
og æðis og félagslegrar sam-
hjálpar, þarf að rikja eðlilegt
jafnvægi
Framtak einstaklings
og f élagsleg viðhorf
[ Reykjavíkurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 29. janúar.>♦♦♦•♦♦♦<
Jón úr Vör
Jón úr Vör varó sextugur i s.l.
viku. Jóhann Hjálmarsson skáld
minntist þessa starfsbróður sfns
hér í Morgunblaðinu af því til-
efni. Jón úr Vör er brautryðjandi
í íslenzkri ljóðlist, svo að ekki
verður á móti mælt, og varð fyrst-
ur íslenzkra skálda til aö varpa
fyrir borð ljóðstöfum og rími og
sýna fram á, að ljóð þurfa ekki að
styöjast við þessa aldagömlu,
skemmtilegu arfleifð til að vera
frambærileg í fslenzkum skáld-
skap. Mörgum hefur að vísu orðið
eftirsjá að ljóðstöfum og rími, en
þess ber þó að gæta, að mörg
helztu nútimaskáld íslendinga
yrkja jöfnum höndum s.k. bundin
og óbundin ljóð og láta sér í raun
og veru fátt um finnast, hvort
formið er. Þannig hefur skapazt
jafnvægi. Hin. róttæka byltingar-
stefna í ljóðlist vex nú og dafnar
við hliðina á aldagamalli hefð,
sem íslendingar unna og fæstir
vilja að gengið verði af dauðri.
Enginn vafi er á því, að óbund-
in ljóð hafa haft jákvæð áhrif í þá
átt að endurnýja hefðbundinn
skáldskap íslenzkan og hreinsa
hann af ýmiss konar kækjum og
klissjum, sem voru orðin til
mikillar óprýði. En þá er hins
einnig að gæta, að nú er farið að
örla á þvf, að nýir kækir og klissj-
ur setji mark sitt á óbundin ljóð,
enda ekki óeðlilegt, því að flestir
yrkja í þeim dúr nú um stundir,
þótt Ijóðstafirnir haldi, sem betur
fer, velli og sæki jafnvel eitthvað
á.
Jón iir Vör hafði sýnt, þegar
liann gerði l.jóöformsbyltinguna
hér á landi, að hann kunni vel tíl
verka í ljóðlist og byltingarstarfið
var siður en svo í því fólgið, eins
og margir vildu vera láta, að rífa
niður, heldur vildi hann byggja
upp, leita íslenzkri ljóðlist nýrra
farvega, efla hana að fjölbreytni,
m.a. með andstæðum, sem örvað
gætu þá hefðbundnu arfleifð, sem
við höfum lengstum verið stoltari
af en flestu öðru, sem íslenzk
menning hefur haft fram að færa.
Nú dafna þessar stefnur hlið við
hlið, veita hvor annarri heilbrigt
og nauðsynlegt aðhald, hafa gagn-
kvæm áhrif og leiða til grósku,
því að enginn vafi er á því að
islenzk ljóðlis't á enn miklum vin-
sældum að fagna hér á landi og
ljóðaunnendum hefur síður en
svo fækkað, ef miðað er við,
hverjar viðtökur þeir fá, sem
vekja áhuga með góðri ljóðlist.
Það hefur legið í landi, að ís-
lendingar hafa unnað ljóðlist
sinni, og er það vel, enda eru
engar rætur íslenzkrar
menningar dýpri en þessi merki-
legi arfur né á sér lengri sögu;
fátt hefur haft eins mikil áhrif á
hugsun, viðhorf og tilfinningalif
íslenzku þjóðarinnar í ellefu
hundruð ár og ljóðlistin. Þeir sem
lesa t.a.m. upp í skólum finna
glöggt, hversu opin börn og ung-
lingar eru fyrir 1 jóðlist, hvort sem
hún er i gömlu formi eða með
þeim nýja brag, sem formbylting-
in hefur Ieitt til sigurs á okkar
timum. Hitt er svo annað mál, að
góð ljóðlist á við erfiðan keppi-
naut að etja, þar sem er popp-
þruglið og ambögurnar í skarkala-
söng þeim sem nú tíðkast og á það
leirbull ekkert skylt við list. Við
skulum vona, að góð ljóðlist beri
sigurorð af þessu ömurlega fram-
lagi til mengunar hér á landi.
Þeir, sem mest gagnrýna
óbundin ljóð, ættu að minnast
þess, að einstigið milli leirbulls og
góðs skáldskapar er vandrataðra í
óbundnu formi heldur en hinu
heföhundna, þar sem unnt er að
skýla andlegn fátækt með marg-
víslegum rímkúnstum. Sigurður
Nordal benti á þetta manna
fyrstur hér á landi og enginn vafi
er á þvf, að orð hans hafa á sínum
tima haft áhrif á Jón úr Vör, ekki
síður en sá erlendi skáldskapur,
sem vafalaust hefur ráðið úrslit-
um um hvert ljóðlist hans stefndi.
Bylting hans var ekki gerð bylt-
ingarinnar vegna, heldur Ijóð-
listarinnar vegna, í því skyni að
ný tegund ljóðlistar eignaðist
hljómgrunn hjá nýrri kynslóð,
enda hefur reyndin orðið sú.
Þeim einum er treystandl til
breytinga í bókmenntum, sem
kunna vel til verka og hafa sýnt,
að byltingar þeirra stafa ekki af
því, að þeir vilji fyrir hvern mun
forðast erfiðleika, ýmist af van-
kunnáttu, getuleysi eða sýndar-
mennsku. Jón úr Vör er of alvar-
legur listamaður til þess að hafa
fallið í þann pytt. Hann hafði
einnig sýnt og sannað að hann
kunni tök á rími og ljóðstöfum;
brautryðjandastarf hans var ekki
flótti, heldur nýir landvinningar
og endurnýjun íslenzkrar sam-
tímaljóðlistar. Það féll i hans hlut
að láta eggið standa upp á
endann, þó að fæstir væru trúaðir
á, aö það yrði unnt, svo gömul og
gróin sem ljóðlistarhefð okkar er.
En enginn er lengur svo fordóma-
fullur, að hann viðurkenni ekki,
að margt gott hefur sprottið af
þessari stefnu, enda fór enginn
smákarl út á sömu braut og Jón
úr Vör, þar sem var Steinn
Steinarr. Hann var um tíma öðr-
um mönnum fremur eins konar
ábvrgðarmaður atómskáldskapar
á íslandi og bar þá stefnu ekki
síður fram til sigurs en Jón úr
Vör og arftakar hans. Þó var
Steinn hefðbundið skáld í eðli
sínu eins og Davíð og Tómas en
fáir hafa endurnýjað ljóðlist
okkar meir en hinn siðarnefndi,
sem ruddi brautina með listfengi
og fjölbreytni innan hefð-
bundinnar stefnu. Má óhikað full-
yröa, að Tómas Guðmundsson sé
nú i fremstu röð ljóðskálda í
heiminum. Margir sigldu í kjölfar
Jóns úr Vör og af höfuðskáldum
má þar nefna Jóhannes úr
Kötlum, sem orti öðrum þræði
óbundið, eins og kunnugt er, og
aflaði órimuðum skáldskap
áreiðanlega meiri vinsælda á
Islandi en flestir aörir.
Um leið og Morgunblaðið
sendir Jóni úr Vör heillaóskir í
tilefni af afmæli hans er ástæða
til aö vitna í ummæli, sem hann
viðhafði í blaðinu fyrir mörgum
árum í samtali við þann, er þetta
ritar. Jón úr Vör sagði þá m.a.
(sjá einnig formála Einars Braga
fyrir 100 kvæðum, 1967); ,,Ég
hafði náð mikilli leikni í rimi og
heföi sjálfsagt getað orðið hlut-
gengur rimari. Sú leið hefði
sennilega líka orðið vinsæl. En
fyrir vestan var að vaxa upp ný
tegund af Íslendingum og ég var
einn þeirra. Þetta voru þorps-
menn. Ég gat því ekki farið að
yrkja eins og fyrirrennarar mínir,
sem flestir voru uppaldir í sveit-
um og komnir á mölina og hörm-
uðu þau örlög að hafa ekki getað
orðið bændur og dýrkað moldina,
enda sjáum við að vinsælustu ljóð
þessara skálda eru um traðir og
tóftabrot og þær minningar sem
þeir eiga frá gróðri og störfum
uppi í sveit. Til þess að tjá þessa
nýju lífsreynslu þorpsmanna
þurfti annað form. Þessu hvers-
dagslega lífi, sem þarna var lifað,
hæfði ekki neitt málsskrúð og
þegar ég komst ungur til útlanda
og kynntist sænsku öreigaskáld-
unum, sem voru alin upp við rýr
lífskjör, sá ég, að tjáningarform
þeirra var bezt til þess fallið að
gefa sanna mynd af æskuum-
hverfi minu..
Heim
í úín<
.lUngar vu*
daganavera
úfnu skapi oi
|eir póVUiskur
n sinum
ga. ótt og «t
haíaþeir kr
9 afi Geir
geti tveim
óknarrábherr
frá storfum
Menning
Það fer vist ekki á milli mála,
að Morgunblaðið er málgagn
borgaralegrar menningar hér á
landi, enda hefur það oft komið
fram í blaðinu. Þessi borgaralega
menning hefur, eins og kunnugt
er, átt undir högg að sækja á
okkar timum og að henni sótt úr
öllum áttum. Hún hefur oft og
einatt orðið að lúta i lægra haldi,
ekki sizt i nágrannalöndum
okkar, enda harkalega að henni
vegið og málsvarar hennar hafa
þvi miður stundum gripið til
óþokkaðra aðferða í nauðvörn,
eða þá misst móðinn og jafnvel
gripið til sams konar vopna i Dar-
áttu sinni við öfgaöfl til vinstri og
þessi öfl hafa sjálf notað eins og