Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 26
— Þorsteinn 0. Stephensen Framhald af bls. 12 Kvaran, sem hann birti i Eimreiðinni eftir lát frú Stefaniu gefi ljósari liug- mynd um það hve hún var í senn stórbrotin og yndisleg leikkona, en nokkuð annað. Einar segir: ... Ég sá hana fyrst I gamansömu hlutverki. Og nú er fljótt yfir sögu að fara. Ég gleymdi allri gagnrýni. Ég hlustaði og horfði hugfanginn. Þegar fyrsta kvöldið sem ég sá hana leika, var ég ekki i neinum vafa um það, að hér var á ferðinni hæfileiki, sem skipa mátti á bekk með þvi besta i veröldinni, ef hann fengi að njóta sin að fullu. Gamanið varð létt hjá henni eins og gleðin í barnssálur.um. Yndisleikurinn átti, eftir því, sem hann speglaðist í min- um huga, eitthvað mikið skylt við morgunroðann á fjöllum og skýjum, eða við vorið — sem einmitt var nú líka að koma i þessari grein listar- innar. Mér fannst öll þessi fegurð og allur þessi léttleikur og öll þessi listræna gleði og allur þessi yndis- leikur vera eins og einhver ný opin- berun, sem verið væri að veita yfir þann litla og að öllu leyti fátæklega bæ, sem Reykjavik var þá. Eða eins og einn af mestu gáfumönnum þjóðar vorrar, Þorsteinn skáld Erlingsson, orðaði það: Hér var um nýtt landnám að tefla. „Leiklistin á íslandi er landnám Stefaní.uý, segir hann í bundnu máii og óbundnu'. Og það er hverju orði sannára. Vió hof- um eignast góða leikendur síðan. Það er mjög fjarrri mér að draga úr þvi. En hún var fyrsta landnáms- konan. Hún var morgunroðinn. Hún var vorið. Árin liðu, og list hennar breyttist og magnaðist. Hlutverkin voru gjör- ólík þeim, sem hún hafði byrjað á. í stað þess leikandi gamans, sem hafði verið byrjunin, kom nú margt og margt annað, þar á meðal ástriðu- þrungin alvara, sárar sorgir, þyngstu vonbrigði og botnlaus óhamingja. Allt þetta faðmaði list hennar og mjög oft náði hún þeim tökum á þvi sem vandasamast var, að með afbrigðum hefði þótt, hvar sem verið hefði i veröldinni... Og síðar i greininni segir Einar Kvaran: Ég ætla mér ekki að reyna að gera grein fyrir þvi, hvernig stóð á þeirri miklu ástsæld, sem frú Stefania átti að fagna sem leikkona — af því að ég get það ekki. Það lýsir enginn ilminum af rósum, af þvi að enginn getur það. Mér finnst eitthvað kyn- lega svipað um alla list, og ekki sízt leiklistina. Ef hún er á háu stigi, þá á hún eitthvert dularfullt eðli, sem enginn lýsir, allt af vantar inn í alla „lærdóms sundurhlutan", eins og eitt skáldið okkar kemst að orði. Vér getum tint til hin og önnur atriði sem skifta máli. Vér getum t.d. sagt um frú Stefaniu, að hún hafi verið gáfuð og skilningsgóð. Hún var það. Vér getum sagt, að hún hafi haft ...p.venjulega hæfileika til þess að leggja sína eigin sál inn í hlut- verkin. Hún hafði það. Vér getum sagt, að rödd hennar hafi verið dásamleg. Hún var það. Vér getum sagt að hreyfingar hennar á leik- sviðinu hafi verið yndislegar. Þær voru það. Vér getum sagt, að hún hafi verið gædd fyrirmannlegri prúðmennsku, sem fleytti henni langt. Hún var þeirri gáfu gædd. Vér getum haldið svo áfram nokkura stund með upptalning á kostunum á list hennar. Og samt verður alt af það eftir, sem mestu máli skiftir — sjálf náðargáfa listarinnar... Frú Stefania Guðmundsdóttir lést þ. 16. janúar 1926, innan við fimmtugs- aldur, og hafði þá lokið miklu og far- sælu starfi fyrir leiklist á íslandi, auk alls annars sem hún afrekaði um sína æfidaga. Á fáum islenskum lista- mönnum fyr og siðar hygg ég að betur hafi sannast hið spaklega ljóðstef Jónasar: Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf. En þegar við í dag heiðrum minningu hennar hugsum við einnig með þakklæti og virðingu til hinna frumherjanna, sem ásamt henni lögðu traustan og góðan grunn að islensku leikhúsi við erfiðar aðstæður. Með frú Stefaníu i broddi fylkingar tókst þeim að flytja forgöngufánann á veglegan stað, þar sem hann vel má sjást enn í dag, og þar sem hann eggjar alla íslenska leikhúsmenn, bæði í nútið og framtið, að stefna hátt I list sinni. Ég vil svo að síðustu fyrir hönd stjórnar minningarsjóðsins sem tengdur er nafni frú Stefaníu, láta i ljós ánægju okkar með rausn og góðvild sem þrir merkir leiklistaraðilar hafa sýnt sjóðnum i tilefni af aldar- afmælinu, en þeir eru leikhúsin í Reykjavík og Félag islenskra leikara. Þessir þrír aðilar hafa i dag hver um sig sent sjóðnum peningaupphæðir að gjöf sem ég hérmeð þakka fyrir hönd sjóðstjórnar. Ég vil að lokum vekja athygli allra íslenskra leikhúsmanna á þvi að minningarsjóðurinn er sameign þeirra allra. Hann var gefinn þeim af einlæg- um vinarhug og mikilli rausn tveggja fátækra listamanna. Hann væntir sér líka, vegna upphafs sins og tilgangs, stuðnings og velvildar þeirra allra. Á sama hátt vona ég að minning þeirrar mætu konu sem við heiðrum í dag verði í æ ríkara mæli dýrmæt sameign allrar þjóðarinnar. Sú ein viðurkenning hæfir, fyrir hið mikla framlag hennar til íslenskrar menningar. Hún var einn af bestu lista- mönnum íslands. — Bjarni Framhald af bls. 13. samast var, að með afbrigðum hefði þótt, hvar sem verið hefði í veröldinni...“ Eða eins og einn af mestu gáfumönnum þjóðar vorrar, Þorsteinn skáld Erlings- son, orðaði það: Hér var um nýtt landnám að tefla. „Leiklistin á íslandi er landnám Stefaníu," segir hann í bundnu máli og óbundnu. Og það er hverju orði sannara. Við höfum eignast góða leikendur síðan. Það er mjög fjarri mér að draga úr því. En hún var fyrsta landnámskonan. Hún var morgunroðinn. Hún var vorið.“ Hinn snjalli rithöfundur Jónas Jónsson frá Hriflu lýsir frú Stefaníu þannig í ritverki sínu „Aldamóta- menn“: „Stefanía Guðmundsdóttir brást aldrei vonum landa sinna, hvorki í leikmenntinni eða sem mann- dómskona. Hún var gædd fágætum meðfæddum leik- listargáfum. Með stórþjóð myndi hún hafa getið sér alþjóðlega frægð fyrir afburði í leikmennt. Forlögin höfðu að vísu ekki ætlað henni frægðar- göngu í stórlöndum heimsins, en hún var eins og skáldið sagði, landnámskona í íslenzkri leikmennt. Stefanía Guðmundsdóttir sannaði með afrekum sínum í leiklist að íslendingar geta í þeirri list tekið þátt í keppni við afburðamenn stærri þjóða. Eftir fyrsta sigur sinn á leiksviðinu gekk Stefanía strax í hina vösku, fámennu sjálfboðaliðssveit leik- listarvina í Reykjavík. Henni tókst á löngum starfs- tíma að leysa af hendi hin fjölbreyttustu verkefni á leiksviðinu. Jafnframt stýrði hún heimili sínu og ól upp mannvænleg börn. .. Hún var góð móðir barna sinna og öfundarlaus drottning í Iðnó.“ Indriði Einarsson segir svo um frú Stefaníu í bók sinni „Menn og listir: „.. . frú Stefanía hreif áhorfend- ur með æsku sinni og fjöri og með því hugrekki sem hún hafði til þess að sökkva sér í hlutverkið og sleppa sér alveg. Það var meiri æska og yndisþokki yfir henni á leiksviði en hér hafði sést áður. Hún hafði góða söngrödd en ekki mikla og fór vel með hana. En mesti kostur hennar og bezti sem leikkonu, var málrómur- inn. Rödd hennar var þægileg og hlý og skýr. En fögur rödd er hin mesta prýði á leiksviði. Og hún var náðargjöf frú Stefaníu." Öll börn þeirra hjóan 6 að tölu hafa komið fram á leiksviði, en eins og kunnugt er varð næst elsta dóttir þeirra, frú Anna Borg-Reumert, kunnust systkina sinna og frægust, og var það öllum sem þekktu hana mikið hryggðarefni, er hún lézt af völdum hins mikla flugslyss er flugvélin „Hrímfaxi" fórst fyrir mörgum árum, og þá ekki sízt ástvinum hennar. En áður hafði fjölskyldan orðið fyrir öðru sáru áfalli, þegar eigin- maður frú Þóru lézt á stríðsárunum. Ég, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna, að eiga heima í húsi þeirra hjóna, frú Stefaníu og Borg- þórs, að Laufásvegi 5, um 6 ára skeið, á árunum 1914 til 1921, ásamt foreldrum mínum. Það er bjart yfir þessum tíma í huga mínum og myndir þær sem ég geymi frá þessum árum eru góðar og fagrar. Þessvegna langar mig til að rita þessar línur. Mér fannst þau hjónn ákaflega traustar og góðar manneskjur. Frú Stefanía hin glæsilega kona og fyrir- myndar húsmóðir, ákaflega ljúf í umgengni eins og eignmaður hennar, Borgþór, og „systir" Sólveig, eins og hún var kölluð, virt og elskuð af öllum. Og oft var glatt á hjalla, þegar við krakkarnir í húsinu og krakkarnir úr nágrenninu lékum okkur á Laufásveginum, fórum t.d. í danskan boltaleik, og ekki skemmdu húsbændurnir leik okkar krakkanna, okkur þótti mest gaman þegar Öskar var líka með. Mikil og einlæg vinátta ríkti á milli frú Stefaníu og fjölskyldu hennar, og foreldra minna, systra og mín alla tíð, og voru þær frú Stefanía og móðir mín og fóstra hennar vinkonur frá því áður en frú Stefanía giftist, enda nábýlisfólk í miðbænum. Þegar frú Stefanía hætti að leika vegna veikinda sinna, hafði hún leikið í 32 ár og hlutverkin voru orðin nálægt 90, en eiginmaður hennar kom einnig mikið við sögu þegar um leikhúsmál var að ræða og var einnig einn af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur eins og frú Stefanía, árið 1897. Það hefir áreiðanlega verið erfitt oft og tíðum „í gamla daga“ eins og við segjum stundum, að stunda leiklist jafnframt erilsömum daglegum störfum, og bera lítið eða ekkert úr býtum fyrir leik sinn við erfiðar kringumstæður en ánægjuna af starfinu, og má með sanni segja að nú sé öldin önnur. Ég lýk þessum orðum með blessunaróskum til fjöl- skyldu frú Stefaníu, og innilegu þakklæti fyrir ein- læga vináttu á liðnum árum. Blessuð sé minning hinna mætu hjóna, frú Stefaníu og Borgþórs, og ástvina þeirra sem látnir eru. .......*******......*....«1. Rey kj aví kurbréf Laugardagur 29. janúar... Framhald af bls. 25 skýrt afmörkuð stefna í þeim greinum, sem flokkurinn lætur sig varða. Daglegt lif þjóðar býður upp á óendanlega fjöl- breytni í atvikum og kringum- stæðum. Stjórnmálamaður eða stjórnmálaflokkur, sem er ekki reiðubúinn að mæta óvæntri uppákomu með þaulhugsaða stefnu með hugmyndafræði að baki, verður aldrei leiðandi afl til langframa. Hann mun að sjálf- sögðu stundum hitta naglann á höfuðið, benda á snjalla lausn, en það verður tilviljunum háð. Það vantar samræmi og markmið í aðgerðir hans; hann mun snúast á sama blettinum og hinar dagfars- snjöllu hugmyndir munu ekki gera lífsverk hans stórt. Hug- myndafræði felur í sér markmið og aðferðir. Maður með raunsæja hugmyndafræði veit hvenær hann á að taka ákvarðanir og hvenær hann verður að láta fallega áferð lönd og leið — stefnumark hans er í framtiðinni og hann hikar ekki við aðgerðir sem eru óvinsælar skamma hríð, ef endanleg niðurstaða leiðir til velfarnaðar. .. Allar þessar hug- myndir eru fyrir löngu fullreyndar í visindum, tækni og framleiðslu. Sannfæring mín er sú, að þær eigi eins vel við i menningu og kannski að vissu marki í listum sérstaklega. Skort- ur á menningarlegri hugmynda- fræði hefur orðið jákvæðum póli- tískum öflum að fjörtjóni og það, sem verra er: óbilgjörn hug- myndafræði í menningarmálum hefur oft orðið andlýðræðislegum öflum lyftistöng. Hugmyndafræði er nátengd ,,strategíu“ — hug- myndafræðin býður upp á vissa „strategiu" — ,,strategía“ er ekki alltaf fólgin f sókn — stundum er hún fólgin í þvi að verja eignir sínar, andlegar og veraldlegar. Engan mann þarf að hvetja til að verja veraldleg auðæfi sín, en allt of oft leiða frjálslynd öfl hjá sér ásælni og menningarlega land- vinninga harðskeyttra niðurrifs- afla. Þú segir að drengilega hafi verið barizt. Ágætt. En drengileg barátta er svo lítils virði, ef hún endar með ósigri, vegna skorts á fyrirhyggju. Við þörfnumst ekki snjallra hugdettna tilfyndinna tækifærislausna. Við þörfnumst skýrt afmarkaðrar stefnu á grundvelli þeirrar mannúðar- stefnu og þjóðmenningar, sem við höfum hlotið að erfðum.“ Svo mörg eru þau orð. Okkur er hollt að hugleiða slikar ábendingar frá ungu fólki. Morgunblaðið tekur heilshugar undir það, sem hér er sagt. Og ef að likum lætur, ættu þessi orð ekki að vera í andstöðu við megin- kjarnann í stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins. „Heimdellingar í úfnu skapi” 1 framhaldi af þessu er ekki úr vegi að minnast hér í lokin á mikinn uppslátt i Alþýðublaðinu um síðustu helgi, þegar skríbentar blaðsins lögðu það á sig að leita eftir svörum forystu- manna Heimdallar vegna þess að Morgunblaðið hafði ekki slegið upp Heimdallarfréttum eins og forystumönnum ungra sjálf- stæðismanna hefði þótt eðlilegt eða ákjósanlegt. Morgunblaðið er blað allra Iandsmanna, það metur hvorki fréttir né annað efni eftir pólitiskum línum, né því, hvort ákveðnir hópar innan Sjálfstæðis- flokksins krefjast þess eða ekki. Það verður að hafa víðari sjón- deildarhring en svo. Oftast liggja leiðir ungra sjálfstæðismanna og Morgunblaðsins saman, en þó ekki alltaf, eins og fram hefur komið. En ungu sjálfstæðis- mennirnir skilja, að Morgunblað- ið getur ekki verið Heimdallar- blað. Þetta kemur fram í svörum þeirra og ætti Alþýðublaðið m.a. að láta sér það að kenningu verða. Alþýðublaðið segir m.a.: „í nýút- komnu málgagni Heimdallar, Gjallarhorni, taka þeir sig til og gagnrýna Morgunblaðið frá hægri (leturbr. Mbl.) og ráðamenn Sjálfstæðisflokksins fyrir setu í fílabeinsturni. Sem dæmi um afstöðu Morgun- blaðsins til heiðskírrar íhalds- stefnu (svo!) taka þeir fram að Mogginn hafi ekki birt stjórn- málaályktun Heimdallar frá því í september fyrr en tveimur mánuðum eftir að hún var gerð. Segja Heimdellingar að borið sé við plássleysi en finnst þó skrýtið að sértrúarmenn á vinstri væng virðast fá þar inni hvenær sem er. Þeir hafa og bent á það að Mao formaður „fékk um sig dauðan langa Iofrollu í „blaði allra lands- manna““. Þetta er rétt. Morgunblaðið telur einfaldlega, að daúði Maos formanns hafi verið meíri við- burður en sumt af því, sem kemur frá Heimdellingum. Við það verða menn að sætta sig. Það kemur líka fram í samtölum við forystu- menn ungra sjálfstæðismanna i Alþýðublaðinu, að þeir skilja, að Morgunblaðið er ekki eins konar póstkassi fyrir einstök flokks- félög Sjálfstæðisflokksins. Vitnum aftur í Alþýðublaðið: „Jón Magnússon, formaður Heimdallar, hafði þetta um málið að segja: „Það er rétt að það hafa verið uppi nokkrar óánægju- raddir vegna þeirrar fyrir- greiðslu, sem Heimdallur og SUS hafa fengið hjá Morgunblaðinu og er þessi grein í Gjallarhorni endurspeglun á þeim viðhorfum. Það verður hins vegar að hafa i huga aó Mbl. er sjálfseignarstofn- un (svo!) sem ræður fullkomlega því, sem þar birtist — þeir leggja sitt mat á hlutina og við okkar. Annars er þetta ekkert nýtt mál, þvi að yfirleitt hafa yfirlýs- ingar okkar þurft að bíða um mis- langan tíma eftir birtingu, ekki aðeins í Morgunblaðinu heldur ekki síður (svo!) í öðrum blöðum, ef þær hafa þá fengizt birtar þar. Nú þegar okkur hefur verið far- ið að lengja eftir þvi að greinar eða yfirlýsingar, sem við höfum sent frá Mbl. (svo!) birtust, höf- um við spurzt fyrir um þær. Hefur okkur þá verið tjáð, að þar væri um að kenna plássleysi i blaðinu. Að visu hafa sumir vefengt þá skýringu, en það er önnur saga. Annars er þetta mál sem unnið er að lausn á (svo!).“ Hreinn Loftsson, framkvæmda- stjóri Heimdallar sagði m.a.: „Það gefur auga leið að, við erum alls ekki ánægðir með þá fyrir- greiðslu Mbl. sem við höfum fengið. Til dæmis þessi yfirlýsing, sem birtist á innsíðum blaðsins í dag. Þá var stjórnmálayfirlýsing félagsins sem samin var á aðal- fundi félagsins 22. september ekki birt fyrr en 19. nóvember eða tveimur mánuðum siðar. Við bjuggumst að sjálfsögðu ekki við þvi að þessar yfirlýsingar okkar yrðu birtar með fyrirsagnaletri (svo!) í Mbl. enda kannski ekki við þvi að búast, þar sem þær skoðanir sem i þeim koma fram samrýmast ekki alltaf þeirri stjórnmálastefnu, sem blaðið (þ.e. Morgunblaðið) hefur sett fram í leiðurum. Það skal tekið fram að ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að Mbl. er ekki flokksblað Sjálf- stæðisflokksins heldur sjálfstætt og rekið af einkaaðilum.““ Ungu mennirnir virðast sem sagt skilja stöðuna. Morgunblaðið er ekki flokksgagn, heldur dag- blað, og það starfar samkvæmt þeirri ábyrgð, sem því er samfara. Hitt er svo annað mál, að Heim- dellingar ættu að hugsa sig um tvisvar, áður en þeir láta Alþýðu- blaðið túlka málstað sinn, því að ekki bætir úr skák að hafa stefnu- skrána á því hrognamáli, sem fyrrnefndar tilvitnanir bera vott um. Engu er likara en lögð hafi verið á það áherzla í herbúðum krata að gera málflutning ungra sjálfstæðismanna sem óskiljan- legastan. Það hefði verið ástæða til að vera í „úfnu skapi“ af þvi tilefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.