Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 19
19 — Sjötugur Jakob Framhald af bls. 35 þrjú börn. Hefur fru Unnur verið manni sinum mjög samhent og stutt hann frábærlega vel i störf- um hans. Lúðrasveit Akureyrar vill á þessum tímamótum senda Jakob Tryggvasyni og fjölskyldu hans innilegustu árnaðaróskir og þakk- ar honum störf hans á liðnum árum. Lúðrasveit Akureyrar — Afmæli Jóhanna Framhald af bls. 34 háfnarbótum og kom með góð rök fyrir þvi að þarna mætti gera úr- valsaðstöðu til sjóróðra fyrir suð- urbyggð Snæfellsness. En þetta fékk ekki hljómgrunn þá en á kannski eftir að rætast. Það var algengt að Ólafsvikingar stund- uðu sjó frá Búðum á vorin. Krist- ján segir það, að sjór hafi verið orðinn ofsalegur ef ekki var hægt að lenda í Búðaós. Svo er það fyrir tilstilli vinar hans, Sigurðar Ágústssonar, að hann flyst til Stykkishólms árið 1936. Sigurður útvegaði honum bæði atvinnu og húsnæði og reyndist þeim hjónum sem bróðir alla tima og kveðst Kristján engu fólki eiga meir upp að unna en frú Ingibjörgu og Sigurði. 1 Hólminum hefir Kristján fengist jöfnum höndum við smiði báta og húsa og verða afköst hans á þeim vettvangi ekki talin i þess- ari afmælisgrein. Margir hafa notið handa hans og vináttu. Fyrir mörgum árunt keypti svo Kristján jarðnæði foreldra sinna i Skógarnesi. Hefir oft dvalist þar vor og sumar og nýtt hlunnindin. Þar unir hann vel við yl minning- anna. Fullorðinn lærði hann að aka bifreið og keypti sér jeppa sem hann ekur milli og eftir þörf- um. Þau hjón eiga fjögur börn, Gunnlaug og Hörð húsasmiða- meistara, Önnu húsfreyju og Gísla sem dvelur hjá þeim hjón- um. Öll eru þau búsett i Stykkis- hólmi. Jóhanna og Kristján meta vel sina eigin gæfu, hið góða heimili og allt skyldulið. Þau eru viss um gömlu göturnar, hamingjuleiðina. Þess vegna er þökk þeirra djúp og einföld. Vinahópur þeirra er stór og hann sendir þeim hlýjar kveðj- ur og árnaðaróskir i tilefni þess- ara timamóta. Undir þær þakkir og óskir tekur fjölskylda min og óskar þess að Hólmurinn eigi enn eftir um langt skeið að eiga þau hress og glöð uppbyggjandi hvern þann sem á vegi þeirra verður. Árni Ilelgason. ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Það er banastuð á BANDAG Minnsti kostnaður pr. ekinn km. BANDAG er ífararbroddi. BANDAG erekki eftiriíkinq. BANDAG ereina sólunaraðferðin sem innifelur full - komna viðgerðarþjónustu fyrir sólun og það án aukagjalds. Lengri ending á sjálfum hjólba Betra jafnvægi. Springa sjaldnar og kosta minna í viðgeróir Lengsta ending sólaðra hjólbarða. Bandag Hjólbarðasólun h.f. Dugguvogi 2 simi UTSALAN HEFST A MORGUN þernhard laKdal KJÖRGARD/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.