Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1977 BLfiM UMSJÓN: ÁB, ® NERIA (Nerium oiander) Nería er sígrænn runni eða litið tré sem á heimkynni í Mið- jaróarhafslöndunum, Persíu og Japan en er ræktuð víðsvegar um heim þar sem veðurlag leyf- ir. Á Norðurlöndum er hún nær eingöngu ræktuð i stofu eða gróðurskálum og er talið að hún láti sér borgarloftið vel lika. Blómin, sem oftast eru ilmandi, ber hún f skúfum eða klösum á greinaendunum, al- gengast er að þau séu bleik eða rauð á lit, en einnig eru til afbrigði með gulum og jafnvel hvitum blómum en sjaldgæf eru þau hér á landi. Blöðin eru leðurkennd 1—2 sm. á breidd og 15 sm. eða meira á lengd, þau eru gagnstæð og mynda oft krans þrjú saman. Neríu er auðvelt að fjölga með græðlingum sem skjóta rótum í vatni. Til þess að fá bústnar og greinóttar ;nöntur Eitt af því sem tryggir blómg- un neríunnar er að hún sé höfð á björtum og svölum stað yfir vetrarmánuðina (æskilegt að hitinn fari ekki upp fyrir 10° C j og má þá ekki fá mikla vökv- un en þó ekki skrælþorna. Þeg- ar vöxtur hefst að nýju á að vökva reglulega og þegar blóm- hnappar lofa öruggri blómgun má nota áburðarupplausn til þess að vökva með, en þó skal það ekki gert nema á meðan á blómgun stendur. Eftir að blómgun byrjar má plantan aldrei þorna. Á sólar- dögum má "potturinn gjarnan standa í skál með vatni en ekki gildir það sama um svala sólar- lausa daga og alls ekki eftir að blómin taka að falla en þá er komið að því að jurtin ljúki vexti fyrir næsta árs blómgun þvi blómin ber hún á sprotun frá fyrra ári. Skal þess því gætt NERIA — gróskumikil og blómsæl stofujurt skal stýfa af þeim toppinn strax og vöxtur er kominn í þær, að öðrum kosti má búast við að þær verði heldur renglulegar. Ungum piöntum skal velja létta næringarrika mold: mó- mold, laufmold eða grasrótar- mold blandaða grófum sandi eða vikri og gömlum húsdýra- áburði. Oft þarf að skipta um mold á ungum plöntum og stækka pottana eftir því sem vöxtur krefur, en sé um eldri plöntur að ræða nægir að endurnýja moldina á nokkurra ára fresti. Óhætt virðist að skerða ræturnar nokkuð tii þess að komast hjá því að nota of stóra potta. Heppileg moldar- blanda fyrir eldri plöntur er sandblandin grasrótarmold, ílát skulu vera rúmgóð en ekki of djúp. að stýfa hana ekki alla í einu. Plöntur sem orðnar eru háar og renglulegar skal stýfa snemma vors svo þær hafi nægan tima til þess að mynda sprota fyrir næsta árs blómgun. Fjarlægja skal sprota sem skyggja á blóm- in eða hylja þau. Brúnir blettir á blaðoddunum geta stafað af ofþornun en einnig af þvi jð rætur hafi kafnað af of mikilli vökvun. Þá geta ýmsir sveppir valdið brúnum blettum á blöð- um og skal þá úða með sveppa- eitri t.d. Dithane eða Benlate. Eins og fram hefur komið i sjónvarpsþætti er nerian eitruð og þvi ástæða til að hvetja þá sem hana rækta að gæta þess að smábörn nái ekki að narta I blöð hennar. H.L. 33 þúsundir iun viðhaidi oiiuverki spissum um CAV I UEL FILTEBS Ptoiectlng luol mjection cquipnient evorywhere Skipholti 35 * Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa mma ---------------------------------------------------------------------------------------------------! ’ ' ‘Á.' : 1 í s s w * ■ iHS M|gg§ ý-^lfýí ■ ) r '■ £ mm j., .■ i j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.