Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
Coterpillor. Cot. og C3 eru ikrósett vórumerk
HEKLAhf
Laugavegi 170-172, — Simi 21240
SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1977
Islenzka umbossalan:
Japanir vilja 3000 lestir
af lodnu og 500—800 lest-
ir af frystum hrognum
Engar kröfur um stærri loðnu
Fjögur skip með
skreið til Nígeríu
Nígeríumenn kaupa aJla skreið af okkur
Götur á Akureyri tepp-
ast vegna
Akureyri 29. janúar
HÉR hefur verið hið versta
hrfðarveður í nótt og f morgun,
bæði stormur með snjókomu og
allhart frost. Færó er tekin að
þvngjast víða á götum f bænum,
sérstaklega í úthverfum og þar er
sums staðar orðið alveg ðfært
fðlkshílum.
Færð á vegum i nágrenni Akur-
eyrar fer versnandi, en þó er talið
fært enn vestur yfir Öxnadals-
heiði. Þar á heiðinni er veður
betra og minni snjókoma, en í
Öxnadal er mikill snjór og skaf-
renningur og færð þess vegna
ótrygg. Mjólkurbílar safna mjólk
I Svarfaðardal og gengur það all-
vel, en mikil tvisýna er talin á að
vegurinn til Akureyrar haldist
fær, einkum er orðið afar þung-
fært í Hrísamóum í Svarfaðardal.
Fátt er vitað af færðinni á Sval-
barðsströnd og í Fnjóskadal, enda
ekki margir á ferð þar. Áætlunar-
bíllinn frá Húsavik átti að fara
þaðan til Akureyrar í morgun, en
Mondale var
væntanlegur
í gærkvöldi
WALTER Mondaie, varaforseti
Bandarfkjanna, var vænlanlegur
tri Keflavfkurflugvallar klukkan
19.20 í gærkvöldi. Var ráðgert að
hann ætti stuttan fund með Geir
Hallgrímssyni, forsætisráðherra,
f flugstöðvarbyggingunni í Kefla-
vík. Varaforsetinn hefur verið á
ferðalagi um Vestur-Evrópu að
undanförnu en þaðan var ferð-
inni heitið til Japans með
viðkomu á íslandi og a.m.k.
Alaska.
snjókomu
hætt var við ferðina enda mun
veðrið vera enn verra þegar aust-
ar dregur, t.d. var sögð moldösku-
bylur á Fosshóli í morgun og ekk-
ert ferðaveður. Sv.P.
JAPANSKA risafyrirtæk-
ið Mitsubishi hefur óskað
eftir að kaupa 3000 lestír
af frystri ioðnu og 500—
800 lestir af frystum loðnu-
hrognum af íslenzku um-
boðssölunni. Ef tekst að
fullnægja þessum samn-
ingi er verðmæti hans
a.m.k. 500—600 milljónir
króna. Þá hafa Japanirnir
ÁKVEÐIÐ er að fjögur af skipum
Eimskipafélags tslands fari til
Nígeríu á næstunni með skreið,
sem samið hefur verið um kaup á
þar f landi. Skreiðin, sem
fossarnir flytja út, er framleidd á
vegum þriggja aðila, þ.e.
Skreiðarsamlagsins, Sambands-
ins og Sameinaðra skreiðarfram-
leiðenda. Nú er verið að skipa út f
Lagarfoss alls 22 þúsund böllum
af skreið, 10 þús. á vegum Sam-
einaðra skreiðarframleiðenda, 10
þús á vegum Skreiðarsamlagsins
og 2 þúsund á vegum Sambands-
ins. Þegar lestun er lokið heldur
Lagarfoss til Port Harcourt i
Nfgerfu.
Þá mun Skeiósfoss taka 15
ekki farið fram á aukin
gæði eða stærri loðnu frá
því sem verið hefur á síð-
ustu árum, að því er Bjarni
Magnússon framkvæmda-
stjóri íslenzku umboðssöl-
unnar tjáði Morgunblað-
inu í gær.
Bjarni Magnússon kvað enn
óvíst hvað hann gæti framleitt
mikið af loðnu fyrir Japanina,
þúsund balla af skreið í næstu
viku og Urriðafoss tekur aðra 15
þúsund balla síðar í febrúar og
síðasta skipið lestar síðan i marz
n.k. Bjarni Magnússon fram-
kvæmdastjóri íslenzku umboðs-
sölunnar sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að búið væri
að semja við Nigeriumenn um
kaup á allri íslenzku skreiðar-
framleiðslunni fyrir árið 1976, og
gert væri ráð fyrir að Nígeriu-
menn keyptu einnig alla fram-
leiðsluna á þessu ári, en verðið
fyrir skreiðina yrði ákveðið í mai
n.k. Talið væri að heildarskreiðar-
framleiðslan á siðasta ári hefði
numið um 10.000 böllum og er
búizt við að framleiðslan í ár
verði svipuð.
það færi eftir því hve mörg frysti-
hús innan SH fengju leyfi til að
framleiða fyrir íslenzku umboðs-
söluna. Ef þau hús, sem fram-
leiddu fyrir íslenzku umboðssöl-
úna í fyrra, fengju að frysta loðnu
fyrir fyrirtækið í vetur gætu þeir
að líkindum framleitt 2000 —
3000 tonn, og 300 — 500 tonn af
hrognum. Þá sagði Bjarni, að á s.l.
vetri hefðu um 1000 lestir af
loðnu verið frystar á vegum ís-
lenzku umboðssölunnar. Þess
bæri að gæta, að þá hefði verið
tveggja vikna verkfall á miðri
vertíðinni.
— Mitsubishi hefur ekki farið
fram á auknar gæðakröfur hjá
okkur, og getum við þvi fryst
loðnuna á sama hátt og undanfar-
in ár. Við erum búnir að skipta
við Mitsubishi siðan 1971 og það
hafa aldrei borizt kvartanir til
okkar vegna lélegra gæða, hvað
þá kröfur um aukin gæði, en Mits-
ubishi er eitt af þremur stærstu
fyrirtækjum Japans, sagði Bjarni.
Þess má geta, að Mitsubishi er
fyrirtækið sem tekið hefur að sér
að framleiða gufuhverflana fyrir
Kröfluvirkjun.
Grundartangi:
Verið að
útbúa
starfsleyfi
Ströng skilyrði sett
um mengunarvarnir
UM ÞESSAR mundir er
unnið kappsamlega að því í
heilbrigðisráðuneytinu að
útbúa starfsleyfi fyrir
járnhlendiverksmiðjuna á
Grundartanga, og er búizt
við því, að sögn Páls
Sigurðssonar ráðuneytis-
stjóra, að leyfið verði til-
búið um miðjan febrúar. í
leyfinu verður m.a. kveðið
á um skilyrði um meng-
unarvarnir og hefur ráðu-
neytið í því sambandi til
athugunar tillögur frá
Heilbrigðiseftirliti rfkis-
ins sem leggur tii strangar
mengunarvarnir.
Að sögn Páls Sigurðssonar eru
tillögur Heilbrigðiseftirlitsins lík-
ar því, sem norsk stjórnvöld gera
að skilyrði við byggingu nýrra
járnblendisverksmiðja þar i
landi, en eins og kunnugt er mun
norska fyrirtækið Elkem
Spigelverket eiga í verk-
smiðjunni á Grundartanga. Sagði
Páll, að góð samvinna hefði verið
með Norðmönnum og íslending-
um i sambandi við mengunar-
Varnir á Grundartanga. — Þær
tillögur sem heilbrigðiseftirlitið
hefur sett fram gera ráð fyrir því
að mengun verði haldið innan
þeirra marka sem mögulegt er,
bæði innan dyra sem utan, en
ekki er hægt að útiloka alveg
mengun, sagði Páll að lokum.
„HÖfum hvergi á landinu bor-
að jafnmargar og djúpar hol-
ur með svo litlum árangri”
*
- segir Isleifur Jónsson um boranir við Kröflu
— SU staðreynd hlasir við að
við höfum hvergi á landinu bor-
að jafnmargar og djúpar holur
með svo litlum árangri sem f
Kröfiu, segir Isleifur Jónsson,
forstöðumaður Jarðborana-
deildar Orkustofnunar rfkisins,
þar sem hann gerir nokkrar
athugasemdir við niðurstöður
rannsókna í Kröflu á sfðasta
ári. Fjallar tsleifur f grein
sinni um ýmis veigamikil at-
riði, og er grein hans að miklu
leyti svar við grein sem Val-
garður Stefánsson jarðeðlis-
fræðingur og Hrefna
Kristmannsdóttir jarðfræðing-
ur rituðu í Fréttabréf VFl f
desembermánuði sfóastliónum.
Fjallar ísleifur meðal annars
um skrið berglaga á Kröflu-
svæðinu og segir: „Þær hreyf-
ingar, sem mælzt hafa, eru ekki
bundnar við hlíðina eina. Dal-
botninn lyftist og sígur á víxl,
eins og kunnugt er, og fjalls-
hlíðin ofan dalbotnsins hreyfist
auðvitað með. Hún er ekki eins
og skip á sjó fljótandi ofan á
dalbotninum, hún er hluti af
honum. Lárétta hreyfingin get-
ur því orðið lángt niðri í berg-
inu eins og við yfirborð. Sú
staðreynd að fóðurrör i holu
KG-5 er bogið getur aðeins staf-
ar af tvennu:
a) Efsti hluti holunnar hefur
færzt til í berginu miðað við
neðri hlutann, holan var bein í
fyrra.
b) Efstu berglögin hafa
skriðið til með holuna miðað
við dýpri lögin.
Mér sýnist augljóst hvor skýr-
ingin er rétt. Það er útilokað að
holan hreyfist i berginu svo
bergið hlýtur að hreyfast í lá-
réttu plani auk lóðréttu hreyf-
ingarinnar, sem mæld hefur
verið. Niðurstaðan er því aug-
Framhald á bls. 38
flHBp
Ljósm. Sigurður Haröarson