Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1977 •
Hjúkrunarkonan sem
kunni sko á því tökin
0 Væntanlega muna allir það, að
franskri farþegaflugvél var rænt
í fyrra sumar, henni flogið til
Entebbeflugvallar í Ugabda og
þar stóð i þófi við ræningjana
dögum saman þar til Israelsmenn
komu aðvffandi og björguðu
áhöfn og farþegum. Flugvélin var
á leið frá Tel-Aviv, þegar henni
var rænt. Flugræningjarnir urðu
að láta lenda i Bengasi i Líbýu til
að taka eldsneyti áður en hægt
var að halda áfram til Úganda. í
Bengasi slepptu þeir einum far-
þeganum. Það þóttu mikil tiðindi.
En farþegi þessi varðist mestallra
frétta og það svo lengi að þegar
frá leið gleymdist hann i þeim
stórtiðindum, sem urðu á Ent-
ebbeflugvelli.
Farþeginn var ensk hjúkrunar-
kona, Patricia Hyman að nafni og
þritug að aldri. Á sínum tíma var
sagt i fréttum að ófrísk kona í
hópi farþega hefði veikzt á flug-
vellinum í Benghasi og
ræningjarnir sleppt henni. Hefði
hún svo haldið áfram til Eng-
lands; hún hafði ætlað að vera við
jarðarför móður sinnar þar. Þessi
kona var Patricia. En fréttirnar af
undankomu hennar voru ekki
alveg sannleikanum samkvæmar.
Patricia var alls ekki ófrísk. Hún
laug því aðeins til, og bragðið
heppnaðist. Hefði það þó trúlega
orðið hennar bani, ef upp hefði
komizt.
Frá þessu var fyrst sagt í bók,
sem nýlega kom út og heitir
„Björgunin á Entebbe“. Hún er
eftir þrjá ísraelsmenn og mun
greinarbezt allra þeirra bóka, sem
út hafa komið um flugránið og
atburði á Entebbevelli.
Höfundarnir áttu líka kost á betri
heimildum en aðrir höfundar um
það efni. Fengu þeir að ganga i
ísraelsk leyndarskjöl. Þeir ræddu
einnig itarlega við farþegana úr
vélinni — og þeir ræddu við
Patriciu Hyman, sem flestir aðrir
voru búnir að steingleyma.
Patriciu sagðist svo frá, að
þegar flugvélin hefði lækkað
flugið og nálgazt Bengasi hefði
hún afráðið að reyna.að komast
undan. Hún var lærð ljósmóðir,
SÖGULOK — Stúlkan til
vinstri er eín þeirra sem
lifðu af flugránið sem
kennt er við Entebbe.
Hún faðmar hér móður
sína við heimkomuna til
Israels.
og taldi sig mundu geta látið sem
hún væri í þann veginn að missa
fóstur.
„Patricia afmyndaðist í
framan", segir i bókinni, „fölnaði
og kófsvitnaði og kipptist við eins
og hún væri sárkvalin". Meðal
flugræningjanna var þýzk kona
og Patricia vænti þess, að henni
skildist, hvað um væri að vera.
Patricia kallaði nú upp: „Ég er
ófrísk, komin á annan mánuð.. .
Ég held ég sé að missa fóstrið'*.
Til vonar og vara gerði hún sér
upp enn meiri kvalir. Þeirri
þýzku brá við þetta. Hún fór með
Patriciu fram á fyrsta farrými og
sótti lýbýskan lækni. Patricia var
svo flutt i hótel — og henni komið
i flugvél til Englands stax
morguninn eftir.
Hún segist ekki hafa verið
hrædd. „Ég er hjúkrunarkona að
mennt, og mér var kennt að halda
ró minni þótt á bjátaði.
Annars er þessi atburður
orðinn hálffjarlægur í endur-
minningunni. Ég hef ekki lesið
bækurnar um Entebbe eða séð
kvikmyndirnar og kæri mig ekki
um það. Ég hitti nokkra far-
þegana seinna meir. Þeir höfðu
sumir haldið mig dána. Það vakti
mér mesta undrun, að þeim
fannst ég eiga heiður skilinn fyrir
tiltæki mitt og hefði ég sýnt hinn
mesta hetjuskap. Ég var aftur á
móti altekin sektarkennd. Mér
fannst ég hafa yfirgefið þá i
nauðum og það gerði ég víst. En
það var reyndar um það að ræða,
að ég kæmist undan en enginn
ella.“ Ég spurði hana, hvort hún
mundi fara eins að, ef hún lenti
einhvern tima i líku. „Nei,“,
svaraði hún þegar. „Þegar ég lít
um öxl finnst mér, að ég hljóti að
hafa verið snarvitlaus, þegar mér
kom þetta bragð í hug. Það hefði
hæglega getað farið illa. Ég var
ótrúlega heppin.“
— ERICSILVER
FLUGRÁN
I æfingaskóla KGB i Novosibirsk I
Siberíu Þar voru honum kenndar
ýmsar „sérlegar" aðferðir, mútulist,
hótanir og kúgun. Viðvfkjandi kúg-
unum getur Myagkov þess, a8 það
gamla bragð að kúga menn til „sam-
vinnu" með kynlffmyndum af þeim
dugi ekki jafn vel nú orðið og ðður
fyrr. Einhver vestrænn diplómat,
sem lenti i síiku, sagði að „myndim-
ar væru prýðilegar" og væri honum
heiður að þvi að þiggja nokkrar að
gjöf, en afganginn mættu KGB-menn
senda eiginkonu hans og yfirboður-
um og hverjum öðrum, sem þeim
sýndist!
Þegar námsvist Myagkovs i
Siberiu lauk var hann sendur til aðal-
stöðva sovézka hersins i Potsdam i
Austur Þýzkalandi. Það var i byrjun
ðrs 1969. Þegar þangað kom ðttaði
hann sig ð þvi, að hann var orðinn
herjans mikill karl Var vald hans
slikt, að hann gat jafnvel skipað
hðttsettum herforingjum fyrir verk-
um.
Hann fór nú að vinna fyrir kaupinu
sinu. Fór hann að leita uppi óbreytta
borgara, sem vænlegir þóttu til
njósna, og telja þð með ýmislegum
rððum ð samvinnu við sig. Beitti
hann fyrst fortölum, þð féboðum en
loks hótunum, er annað dugði ekki.
Hann réð lika til starfa ferðamenn
frð Vestur-Þýzkalandi, einkum með
kúgunum. Var þvi þá vanalega hag-
aðsvo, að mennirnir lentu i einhverj-
um þeim atvikum, sem gætu komið
þeim illa heima fyrir.
Myagkov og félagar hans mðttu
ekki liggja á liði sinu því, að yfir-
boðarar kröf ðust þess, að þeir sýndu
einhvern árangur þjðlfunar sinnar á
þriggja mðnaða fresti. Ella þurftu
þeir ekki að vænta stöðuhækkunar.
Af þessum sökum komust þeir
stundum I „njósnaraþrot". En til
voru ráð við þvi. Árið 1970 gaf Titov
hershöf ðingi i KGB úr svofellda til-
skipun: .. Mér er vel Ijóst að erfitt er
að hafa uppi á njósnurum. Njósnarar
eru ekki mjög margir. Og enginn
njósnari gefuf sig fram. En við verð-
um að vinna okkar verk og halda á
spöðunum. Þegar njósnarar þrjóta
eigið þið að snúa ykkur að þvi að
koma upp um fjandmenn Sovétríkj-
anna heima fyrir. Þá skortir aldrei,
en ef þið finnið enga — skulu þið
búa þð til."
Myagkov ðtti þátt I þvi, er flett var
ofan af einum „fjandmanni Sovét-
ríkjanna" af þessu tagi, það var her-
læknir, sem hafði látið þau orðfalla
um kosningar i Sovétrikjunum, að
þær væru skripaleikur. Maðurinn var
gripinn og tekinn til yfirheyrslu.
Hann var sannfærður kommúnisti,
en það stoðaði hann ekki. Var hann
sendur heim til Sovétrikjanna
Árið 1 972 var Myagkov skipað að
hafa uppi á Gyðingum, ef einhverjir
væru, t herdeildinni, sem hann hafði
umsjón með. Nú er það i sovézkum
lögum, að Gyðingar megi ekki gegna
þjónustu erlendis og þvi fann
Myagkov aðeins einn Gyðing — eig-
inkonu hðttsetts liðsforingja. Lagði
hann sig allan fram og reyndi hvað
hann gat að finna henni eitthvað að
sök. en gekk illa framan af. Loks
komst það upp, að konan heimsótti
stundum I heimildarleysi aust-
urþýzka vinkonu sina Þaðdugði.
Hjónin voru bæði send heim til
Sovétrikjanna fyrir vikið.
Myagkov segir, að sér hafi verið
nóg boðið að lokum. Hann minnist
ýmissa atvika. sem komu illa við
hann. T.d. kom eitt sinn til hans
kona og sagði, að eiginmaður sinn
væri njósnari. Það kom reyndar i
Ijós. að hann var njósnari. En hann
var bara njósnari KGB. Þð nefnir
Framhald á bls. 38
I
kynning
Litla fjölhæfa trésmlðavélin.
Hjólsög 8" blað, bandsög,
útsögunarsög, stingsög,
sandpapplrsbelti
og diskur.
Verð með söluskatti
kr. 119.000
Fðanlegir fylgihlutir:
Fræsari, rennibekkur,
hulsubor, smergel o.fl
Einnig 8" afréttari
og 2" þykktarhefill.
Verið velkomin
ð sýninguna okkar
Einkaumboðsmenn
verkfœri & járnvörur h.f.
DALSHRAUNI 5. HAFNARFIRÐI. SIMI 53332
1600
1500
tilvalin í sólarlandaferðina