Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 21 Skatt akj ör iðnaðar Almenn skattkjör Þegar litið er á þá þróun, sem orðið hefur í skattlagningu iðnhlutafélaga frá árinu 1969 til 1975 er samanburður þessi á skatt- kjörum á islandi ótvírætt í hag. Frá árinu 1969 hefur skattbyrðin aukizt nokkuð i þessum löndum, en heildarskattar i hlut- falli við veltu hafa hækkað minnst hér á landi og í Noregi eða um rúman fjórðung samanborið við tæplega helmingshækkun í Bretlandi, um 70% hækkun í Vestur- Þýzkalandi og um tvöföldun skattbyrði í Danmörku. Svíþjóð og Finnlandi. Samkvæmt þessari athugun virðast þvi almenn skattkjör félaga hér á landi hafa færzt fremur til betri vegar í samanburði við önnur lönd, frá þvi að ísland varð aðili að Friverzlunarsamtökunum og aðeins í Bretlandi og Danmörku er skattbyrðin lægri á árinu 1975 eða sem nemur 5,8% af vergum tekjum í Bretlandi og 4,1% í Dan- mörku miðað við 6,3% hér á landi. Á þvi tímabili, sem hér um ræðir, virðist almenn þróun i skattlagningu félaga frem- ur hafa hnigið i átt til aukinnar hlutdeildar rekstrarskatta í heildarsköttum en hlutur tekjuskatta hefur að sama skapi minnkað. Þannig virðist hér á landi mega greina tvær meginástæður til þeirrar auknu skattbyrði félaga, sem orðið hefur á þessum árum, þar sem tekjuskattar hækkuðu á árinu 1971 vegna þeirrar fjórðungs hækkunar á skatt- hlutföllum, sem þá urðu. Meginástæðan fyrir aukinni skattbyrði er þó fólgin i hækk- un launaskatts á þessum árum úr 1 % í 3M % af heildarlaunagreiðslum. sem veldur því, að hlutur launaskatts i heildarskattbyrði iðnhlutafélags eykst úr 6% í 16%. 1) í Bretlandi og til skamms tima í Dan- mörku hefur skattlagningu félaga verið þannig háttað, að hlutur rekstrarskatta i heildarskattbyrði hefur verið til muna lægri en annars staðar. Rekstrarskattar í Bretlandi nema aðeins um fjórðungi heildarskatta og tekjuskattar þremur fjórðu hlutum, en í flestum hinna landanna er þessum hlutföllum yfirleitt þannig fariðx að rekstrarskattar nema þremur fjórðu hlutum heildarskatta en tekjuskattar einungis fjórðungi. Við samanburð á þeim gjöldum, sem á einhvern hátt eru tengd rekstri félagsins, kemur í ljós, að gjöld þessi eru víðast hvar bundin launum og renna til ýmissa trygg- inga launþega. Á ísiandi og i Vestur- Þýzkalandi eru fyrirtæki hins vegar krafin um sérstök aðstöðugjöld, sem renna til sveitarfélaganna, og er stofn þessa gjalds hér á landi rekstrarútgjöld en í Vestur- Þýzkalandi launagreiðslur. Undanfarin ár hefur hlutur aðstöðugjalds í heildarskött- um félaga minnkað nokkuð hér á landi eða úr fimmtungi á árinu 1969 í rúm 15% á árinu 1975. Sérstök athugun á raunverulegri tekju- og eignarskattbyrði iðnfyrirtækja hér á landi sýnir, að hlutur þessara skatta i veltu fyrirtækjanna hefur siðast liðinn áratug ekki breytzt verulega en þó verið nokkrum sveiflum háður og þá jafnan í hátt við afkomu iðnaðarins á þessu timabili. Skattbyrðin er nokkuð misjöfn eftir greinum en nemur að meðaltali um 1,6% af heildarveltu iðnaðarins. Hlutur þessara skatta er nokkru þyngri í samkeppnisgrein- um iðnaðarins eða að meðaltali um 1,7% af veltunni en til muna léttvægari í þeim greinum sem einkum framleiða til útflutn- ings, þar sem skattbyrðin nemur að meðal- tali um 1,1% af vergum tekjum. Helztu skýringar þessa mismunar kynnu að vera þær, að fjármunamyndun hefur aukizt að mun í þessum greinum umfram aðra iðnaðarfjárfestingu. Hið háa hlutfall fyrn- inga af vergum tekjum fyrirtækjanna í þessum greinum rennir nokkrum stoðum undir þá skýringu. Afskriftir Við samanburð á skattlagningu iðnhluta- félaga hér á landi og i öðrum löndum kemur í ljós, að hlutfall afskrifta af vergum tekj- um félaganna hefur yfirleitt lækkað milli áranna 1969 og 1975. ísland, Bretland og Vestur-Þýzkaland virðast á árinu 1975 skera sig nokkuð úr í þessum efnum og afskriftir vera þar langmestar eða sem nem- ur 3,4% af vergum tekjum á íslandi, 3,1 % i Bretlandi og 2,9% í Vestur-Þýzkalandi. Fyrningarhlutfallið lækkar i 2,8% hér á landi, ef ekki er tekið tillit til verðstuðuls- fyrninganna. Hlutfall afskrifta af vergum tekjum virðist nokkuð stöðugt bæði hér á landi og i Vestur-Þýzkalandi, hvort sem litið er á fyrstu ár rekstrarins eða síðari ár. En víðast hvar annars staðar eru fyrningar mestar fyrstu árin en fara síðan ört lækk- andi og er Bretland hér ef til vill gleggsta dæmið, þar sem heimilt er að fyrna vélar að fullu þegar á fyrsta ári. Þótt hlutfall af- skrifta af veltu hafi að öllum jafnaði sigið nokkuð frá árinu 1969, þá hefur þróunin hér á landi siðasta áratuginn yfirleitt hnigið í þá átt, að eignir eru nú að fullu afskrifaðar á mun skemmri tima en fyrr, auk þess sem ýmsum sérákvæðum um fyrn- ingu eigna umfram almenna fyrningu, er áður tóku aðeins til sjávarútvegs og land- búnaðar, hefur verið breytt á þann veg, að allir atvinnuvegir eru nú jafnt settir í lög- um gagnvart almennum fyrningumVið stöð- ugt verðlag er þessi samanburður íslandi fremur hagstæður, þar sem fyrningar eru hér nokkuð háar i hlutfalli við veltu fyrir- tækja. Þar sem þróun verðlags hér á landi hefur verið enn örari en í nálægum löndum, er ástæða að athuga nokkuð þau áhrif sem mismunandi verðlagsaðstæður kynnu að hafa á gildi þessa samanburðar. Tilgangur afskrifta er að færa fyrirtækj- um til gjalda eðlilegt slit og úreldingu þeirrar fjárfestingar, sem stofnað hefur verið til, og að dreifa þessari gjaldfærslu eðlilega á ákveðinn tíma, þannig að endur- heimta megi fé, sem bundið er i fjármunum fyrirtækis, til endurnýjunar. Við stöðugt verðlag væri því eðlilegt, að fyrningarhlut- fall héldist í hendur við venjulegt slit og úreldingu. Verðlagsþróun hérlendis undan- farna áratugi hefur valdið þvi, að fyrnanleg eign hefur við endurnýjun verið mun dýrari en nemur fenginni fyrningu eldri eignar, og af hálfu atvinnurekstrarins hafa verið settar fram kröfur um að fyrna eignir miðað við raunvirði þeirra á hverjum tima. Skattalaganefndin, sem getið var um hér að framan, hafnaði þó slíkum hugmyndum á þeim forsendum, að erfitt yrði að koma á fyrningarkerfi af þessu tagi, sem réttlátt gæti talizt við mismunandi verðþróunarað- stæður. Á hinn bóginn miðuðu aðrar tillög- ur nefndarinnar í þessum efnum einmitt að því að mæta rýrnun eigna vegna hækkandi verðlags. Hinar fremur öru afskriftir, sem leyfðar eru hér á landi, gefa stórum fyrir- tækjum nokkurn kost á að verja eigur sinar gegn verðrýrnun þótt þær geti hins vegar valdið vandræðum I smáfyrirtækjum. Við þær verðlagsaðstæður, sem ríkt hafa hér á landi undanfarin ár, hafa afskrifta- reglurnar helzt gagnast þeim fyrirtækjum, sem örast hafa endurnýjað eignir sinar, en siður þeim fyrirtækjum, sem búið hafa við jafnari rekstrarhætti og endurnýjun. Nokkra visbendingu um vægi afskrifta i rekstri fyrirtækjanna má fá með því að lita á þróun afskrifta í hlutfalli við veltu á tilteknu árabili. Eins og fram kemur í mynd 3 virðist fyrningárhlutfallið hafa verið fremur stöf)ugt hér á landi siðasta ára- tuginn og nemur að meðaltali 3,5% af veltu meðalhlutafélags við iðnrekstur samkvæmt þeim dæmum, sem hér er fjallað um. Afskriftareglurnar kunna vitaskuld að valda einstöku fyrirtækjum timabundnum erfiðleikum við að tryggja fé til eðlilegrar endurnýjunar fastafjármuna. En þegar á heildina er Iitið virðist þó mega álykta, að þrátt fyrir þá öru verðlagsþróun, sem gætt hefur á síðustu árum, hafi afskriftir haldið hlut sinum i veltu fyrirtækjanna. Athugun á heildarafskriftum iðnfyrir- tækja hér á landi siðasta áratuginn sam- kvæmt skýrslum Þjóðhagsstofnunar um hag iðnaðar á þessu tímabili sýnir, að fyrn- ingar nema að meðaltali um 3,4% (3,6% að áli meðtöldu) af vergum tekjum og virðast þvi dæmin um meðalafkomu iðnhlutafélags gefa allgóða mynd af almennri þróun af- skrifta fyrir iðnaðinn í heild. Fyrningar- hlutfallið er hins vegar nokkru hærra hjá þeim félögum, sem einhvern skatt bera, og nemur að meðaltali um 4,0% (5,2% að áliðnaði meðtöldum) af veltunni. Af þessu og þeim dæmum, sem fjallað er um i við- auka, virðist mega draga þá ályktun, að nýti félagið ekki fyrningarheimildir sínar að fullu, kynni afskriftahlutfallið að vera ts- landi enn hagstæðara en hér er talið. Þegar litið er á helztu framleiðslugreinar iðnaðar er einkum athyglisvert, hve hátt fyrningarhlutfallið er i þeim greinum, sem einkum framleiða til útflutnings, eða að meðaltali 8% af vergum tekjum á síðustu árum samanborið við 3—4% í þeim greinum, sem framleiða fyrir heimamarkað og 2—3% í helztu samkeppnisgreinum iðnaðarins. Þessi þróun virðist gefa nokkra vísbendingu um þá auknu fjármunamynd- un, sem hefur átt sér stað i útflutnings- iðnaðinum umfram aðrar iðngreinar á undanförnum árum. Á Norðurlöndum öðrum en Islandi er sérstök heimild í skattalögum til þess að leggja ákveðinn hluta hagnaðar á ári hverju i sérstaka fjárfestingarsjóði. Heimildir til slíkra sjóðsframlaga eru jafnan bundnar sérstökum ákvæðum um bindingu fjár- magns ýmist i almennum bönkum eða hjá rikissjóði og er fé úr þessum sjóði ráðstafað eftir ákveðnum reglum til kaupa á fasteign- um eða vélum. Hér er í raun um fyrirfram- fyrningu að ræða, þar sem fyrningargrunn- ur þeirrar eignar, sem keypt er, er lækkað- ur sem nemur framlagi úr sjóðnum. Skattlagning söluhagnaðar Gildandi reglur hér á landi um skattlagn- ingu þess hagnaðar, sem myndast við sölu eignar, hvort sem um er að ræða lausafé eða fasteign, eru í raun tviþættar. t lögum er ákveðið annars vegar, að við sölu fyrnan- legrar eignar skuli færa seljanda til tekna alla fyrningu, sem hann hefur fengið um- fram lágmarksfyrningu, allt að sölu- hagnaði, þ.e. svonefnd skattskyld f.vrning,- sem alltaf er skattlögð, svo fremi að um skattskyldar tekjur sé að ræða. Hins vegar er allur ágóði af sölu eigna skattlagður, en ágóði telst mismunur söluhagnaðar og skattskyldra fyrninga. Að því er varðar fyrnanlegt lausafé er ágóðinn skattlagður að fullu fyrstu tvö ár eignarhalds, að hálfu næstu tvö ár, en er siðan skattfrjáls. Sama regla gildir um sölu hlutabréfa og eignar- hluta I sameignarfélögum. Ef um fasteign er að ræða er ágóðinn að fullu skattskyldur fyrstu þrjú árin, en eftir það lækkar skatt- skyldan um fjórðung á ári, unz ágóðinn er algerlega skattfrjáls á sjöunda ári. Reglur þessar um skattlagningu söluhagnaðar voru færðar í lög á árinu 1971 að tillögu skatta- laganefndar og fólu i sér nokkru þyngri skatta en áður giltu. Skattlagningu söluhagnaðar er á ýmsan veg farið í þeim löndum, sem þessi athugun á skattkjörum félaga tekur til. • Hvað söluhagnað varðar, kemur í ljós við saman- burð á skattskyldu félaga i þessum löndum, að hann er ýmist að fullu skattskyldur eða að hluta, en í flestum þessara landa má draga allverulega úr áhrifum skattlagning- arinnar á skattbyrði félagsins með því að nýta heimildir til sérstakra fyrninga. Þegar á heiidina er litið, virðist saman- burður á skattskyldu söluhagnaðar vera ís- landi nokkuð í hag, þar sem ágóði af sölu eignar verður að fullu skattfrjáls hér á landi að 4—6 árum liðnum og eftir þann tíma verða einungis fyrningar umfram lág- marksfyrningu skattskyldar. Hins vegar er ljóst, að þar sem verðgildi eigna breytist með ýmsum hætti, verður ávallt erfitt að koma í veg fyrir mismunun af ýmsu tagi, sem einstaka atvinnugreinar kunna að búa við, þrátt fyrir ákvæði skattalaga um mis- hraðar fyrningar eigna. MYND 3: AFSKRIFTIR OG VERGUR HAGNAOUR IÐNHLUTAFÉLAGS Á ÍSLANDI 1967-1975 Í HLUTFALLI V® VERGAR TEKJUR. Skattlagning arðs Ákvæði skattalaga hér á landi um skatt- lagningu arðs hjá hlutafélögum hafa litlum breytingum tekið undanfarin ár. Að tillög- um skattalaganefndar frá 1970 voru þó heimildir til úthlutunar arðs nokkuð rýmk- aðar í lögum nr. 68/1971, og skyldi þá arður arðþega jafnframt skattfrjáls að ákveðnu marki. Ákvæði þessi skyldu einkum stuðla að því að gera hlutafjáreign yfirleitt sam- keppnisfærari við aðrar tegundir sparifjár og örva eiginfjáröflun fyrirtækjanna, en svo sem getið var um hér að framan, voru þessi ákvæði felld úr lögum áður en kom til álagningar. Nokkuð mismunandi reglur gilda um skattfrelsi úthlutaðs arðs i þeim löndum, sem hér er fjallað um, en víðast hvar er úthlutaður arður þó skattfrjáls að vissu marki. Þó er arður skattlagður að fullu i Danmörku og Sviþjóð, auk þess sem sérstakur arðsskattur er lagður á i Bret- landi og Vestur-Þýskalandi. Fenginn arður er yfirleitt skattlagður hjá hlutafélögum nema i Bretlandi og Finnlandi, en víðast hvar er þó skattskyldan ekki algjör nema á tslandi, þar sem fenginn arður er að fullu skattlagður. Þær reglur, sem gilda hér á landi um skattmeðferð arðs, hvort heldur sem-er hjá arðgreiðanda eða arðþega, virðast hamla ótvírætt gegn þvi, að aimenn hlutafjáreign verði samkeppnisfær við annað form sparnaðar, sem skattfrelsis njóta, svo sem almennt sparifé og ríkisskuldabréf. Ein afleiðing þessarar þróunar er síðan þvngri sókn fyrirtækja á almennan lánsfjár- markað. Þótt vitaskuld geti talizt eðlilegt að setja úthlutun arðs einhverjar hömlur og fenginn arður yrði jafnframt skattlagður að einhverju marki, þá virðast gildandi reglur í þessum efnum ekki nógu sveigjanlegar og standa eiginfjáröflun og jafnframt eðlileg- um vexti fyrirtækjanna f.vrir þrifum. Mismunun atvinnuvega Nokkuð hefur áunnizt að því leyti, að atvinnurekstri er ekki lengur mismunað eftir atvinnugreinum, til dæmis með lögun- um frá 1971, þar sem ákveðið var, að allur atvinnurekstur skuli jafnt settur gagnvart almennum fyrningum. Nokkur dæmi er þó enn að finna um mismunun af þessu tagi, og er gleggsta dæmið álagning launaskatts á iðnfyrirtæki, enessum skatti. Annað dæmi um þessa mismunun er ólik álagningu að- stöðugjalds á atvinnurekstur. í lögum er leyfð álagning aðstöðugjalds að hámarki 1% rekstrarútgjalda iðnfyrirtækja, en 0,65% i fiskiðnaði og 0.33% við útgerð. Þessum heimildarákvæðum við álagningu er beitt með ýmsum hætti. í Reykjavík var álagningu fyrir árið 1975 þannig háttað. að hámarksgjald, sem nemur 1% rekstrarút- gjalda, var greitt í iðnaði en i fiskiðnaði hins vegar 0,5 % og útgerð 0,2 %. Skattar og afskriftir í hlutfalli viö vergar tekiur 1969 og 1975. Miöaö viö Island Bretl. darnin í viðauka 4. Canmörk Finnl. Noregur Svíbióð V. -Þvzkal. % % % % 5. % % Tekjuskattar 1969 0,9 2,7 1,7 0,9 1,6 1,0 1,9 1975 1,3 4,3 2,1 0,8 2,6 0,0 3,0 Rekstrarskattar 1969 4,1 ' 1,2 0,6 2,0 4,0 3,4 2,8 1975 5,0 1,5 2,0 6,7 4,4 8,9 4,8 Heildarskattar 1969 4,9 3,9 2,3 2,9 5*6 4,4 4,7 1975 6,3 5,8 4,1 7,5 7,0 8,9 7,8 Afskriftir 1969 3,8 3,6 3,1 4,2 2,7 2,7 4,5 1975 3,4 3,1 2,2 2,4 1,7 2,2 2,9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.